Dagur - 17.09.1942, Blaðsíða 3

Dagur - 17.09.1942, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 17. september 1942 DAGUR aðar frá fyrstu tíð og mun gera um alla framtíð, þar til við höfum borið gœfu til að uppræta þennan þjóðar- löst, kotborgaraháttinn, með öllu. Við vitum undur vel, að ef Matthías hefði andazt fyrir t. d. 1700 eða þar um bil, mundi aldrei hafa orðið neitt álitamál um heiti kirkjunnar, heldur hefði nafn hans verið greypt eða upp- hleypt óafmáanlega yfir dyrum kirkj- unnar, þegar er hún var byggð. Þetta er að vísu hægt að framkvæma enn- þá, og fyrir okkur er það eina leiðin, ef við viljum öðlast heiðurinn af því, að hafa reist séra Matthíasi þetta minnismerki. Því að eins og vikið er að hér að framan, er það lítt hugsan- legt, að í daglegu tali öðlist kirkjan þetta nafn fyrr en síðarmeir, er fleiri kirkjur rísa upp hér í bænum. Eg fyrir mitt leyti er því mjög hlyntur, að þetta gæti komizt í fram- kvæmd, og víst er um það, að fari svo giftusamlega, þrátt fyrir alla bölvun, að þjóðinni mistakist allar sínar sjálfsmorðstilraunir, þá mun rísa hér upp veglegt Matthíasar-must- eri einhvemtíma á 22. óldinni. Því að þá getur það engan glatt sérstaklega, og engan heldur hryggt, þótt það væri látið ógert. Þá hefir þjóðin gleymt því, á sinn þjóðle&a og einkennilega hátt, að séra Matthías var maður, en þeim mun betur áttað sig é því, að hann var mikill andi. Akureyri 3. sept. 1942. Björgvin Guðmundsson. Thomas Mann um lýðræðið, mannúðina og verð- mæti einstaklingsins í Sovétríkjunum. ^HOMAS MANN er, svo sem kunn- ugt er, þýzkur rithöfundur heims- frægur, er nú dvelur landflótta frá ættjörð sinni í Vesturheimi. Hann er talinn mjög róttækur að skoðun- um, og hafa kommúnistar þrásinnis talið hann til sinna manna. Nýlega hefir Thomas Mann ritað grein, er nefnist í íslenzkri þýðingu: Sigurinn eftir stríðið. Hefir grein þessi hvar- vetna vakið hina mestu athygli meðal hugsandi manna. Á einum stað í grein þessari segir á þessa leið: JJEIMURINN á nú orðið allt sitt " traust í því, að sósíalismi og lýðræði fái sameinazt og samlagazt,að vestrænt lýðræði kasti ellibelgnum og taki félagslegum umbótum, en austræna sameignarstefnan (komm- únisminn) vaxi að mannúð og snúist á sveif með lýðræðinu og taki að meta að verðugu réttindi og verð- mæti einstaklingsins. — Eg hygg“, segir Mann, að „að hið fyrrnefnda sé komið á góðan rekspöl í Englandi og Bandaríkjunum, og hið síðarnefnda er heldur ekki óhugsandi, en hvor- tveggja getur eflzt af ytri stjómar- háttum“. TjEIM íslendingum, er stöðugt klifa á því, að lýðræðið í Sovétríkjun- um sé nú þegar hið fullkomnasta lýð- ræði í heimi, mannúð sé þar sérstakt einkenni stjórnarfarsins og réttindi og verðmæti einstaklingsins séu hvergi meira virt en einmitt þar, væri vafalaust holt að velta því fyr- ir sér, hvaða dóm ofangreind ummæli Thomasar Mann muni fela í sér um þessi efni. Vafalaust eru þeir fúsir til að taka meira mark á honum og skoðunum hans í þeim greinum en einhvers ótínds „fjandmanns verka- lýðsins", eins og þeir eru svo ósparir á að nefna hvem þann, er vill fresta því um stund að koma hér á rúss- neskum stjórnarháttum og „alræði öreiganna“, jafnvel þótt það kosti blóðuga byltingu. En það er einsætt af ummælum Thomasar Mann, að hann telur gömlu „auðvaldsríkin", England og Bandaríkin, nær því marki, eins og sakir standa, að til- einka sér anda mannúðarinnar og virða réttindi og verðmæti einstakl- ingsins að verðugu en drottnara hins rússneska heimsveldis. — Hitt er svo saga út af fyrir sig, að það kem- ur — m. a. af landfræðilegum ástæð- um — í hlut Rússa að bera hitann og þungann af nauðvörn menningar- innar gegn sókn villimennskunnar og dýrsæðisins, eins og sakir standa. Það er mikið og lofsvert hlutverk, sem lengi mun minnzt að verðugu á spjöldum mannkynssögunnar. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að maðurinn minn, faðir og tengdafaðir, Magntis Jónas- son, Litla-Garði, andaðist 12. þ. m. — Jarðarförin ákveðin síðar. Eiginkona, börn og tengdabörn. WWHWKBKH0HW>OOO<HKH»OiKHW«HKH«H>OtWWKHKH5H«HKHKHW«KH>mKW Kœru jrœndur minir og vinir, sem n einn eða annnn lidtt lieiðr- uðu mig og glöddu d sjötugsafmœli minu þ. 12. þ. m., yhkur öllum færi ég minar hjartfólgnustu þakkir. Sérslaklega þakka ég samstarfsmönnum minum i sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu fyrir hina höfðinglegu gjöf, er þeir fœrðu mér, Guð og gæfan blessi ykkur í brdð og lengd. Kroppi, 15. sept. 1912. D av í ð ] ó n s s o n. CHKH>00tKHKH>0O<HKH>O0<HKHKHKHKHKHKKKHKH>0«HKHKHKHKHKHKK Kosiiinoaskritstofa Framsóknarllokksins er í Hafnarstræti 78 (sama stað og í vor). Opin kl. 10-12 árdegis, kl. 1—7 síðdegis og kl. 8,30—10,30 á kvöldin. Skrifstofan veitir allar upplýsingar við- víkjandi alþingiskosningunum. Framsóknarmenn! Mætið sem oftast á skrifstof- unni og vinnið að undirbúningi kosninganna. UNDIRBÚNINGSNEFNDIN KHKHKHKHKKKHKHKHKHKKKKHKH> Barna- vagnar (enskir) nýkomnir. Kaupfél. Eyfirðinga Járn- og glervörudeild. o<hkhkhkhkhkhkhkkhkhkhkhkk. VIL SELJA Iftinn trillubát tneð 3ja hestafla Sleipnis- vél. Tækifa:risverð. INGIMUNDUR ÁRNASON. Akureyri: Smásöluwerð á vindlingunA Útsöluverð á amerískum vindlingum má eigi vera hærra en hér segir: LUCKY STRIKE 20 stk. pk. kr. 2,10 pakkinn RALEIGH 20 - - - 2,10 OLD GOLD 20 - - - 2,10 KOOL 20 - - - 2,10 VICEROY 20 - - - 2,10 '• CAMEL 20 - - - 2,10 PALL MALL 20 - - _ 2,40 Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðið vera 3% hærra en að framan greinir, vegna flutningskostnaðar. Tóbakseinkasala ríkisins. að leggja í helgiritin, til að lesa þau sér að gagni. Veldur því eigi aðeins spekt og göfugleikur hugsunarinnar, heldtir og fyrnska tímans. Nítján aldir eru liðnar síðan rit þessi voru skráð í allt öðru menningarumhverfi en því, sem nú er. Ræður því að líkum, að bæði þarf víð- tæka sagnfræðilega og málfræði- lega þekkingu og auk þess skarp- an skilning á andlegum hlutum, til þess að lestur slíkra rita komi að fullu gagni. Verður einmitt þekkingarleysið iðulega til að leiða þá, sem taka að stunda biblíulestur leiðsagnarlaust, út í hinn fáránlegasta misskilning og kreddur, svo sem ótal dæmi finn- ast um deginum ljósari. Hingað til höfum vér ekki átt svo sem nein vísindaleg skýring- arrit á íslenzka tungu yfir nýja testamentið eða einstök rit þess, nema þau, sem löngu eru úrelt, þegar frá er talið skýringrrit yfir Galatabréfið eftir Magnús Jóns son, prófessor, sem út kom fyrir nokkrum árum síðan. En nú hefir Ásmundur Guð- mundsson, háskólakennari, bætt úr tilfinnanlegri þörf og gefið út miklar og vandaðar skýringar yfir eitt höfuðrit Nýja-testa- mentisins: Markúsarguðspjall. Enda þótt rit þetta sé vitan- lega einkum ætlað stúdentum guðfræðideildar til lesturs, þá ætti það að fá miklu meiri út- breiðslu. Því að svo skilmerki- lega og alþýðlega er frá því geng- ið, að hverjum greindum manni ætti að geta orðið full not að meginmáli þess. Er slíkt skýringarrit, sem þetta, ómetanleg hjálp öllum þeim, sem lesa vilja Nýja-testa- mentið sér til andlegrar upp- byggingar, án þess að eiga á hættu að standa í öfgum þeim og ógöngum, sem fáfróðum mönnum hættir oft við að lenda í, er þeir fara að lesa trúarrit án fræðilegrar leiðsagnar. Einkum vildi eg benda barnakennurum á þetta rit sem mikilsverða hjálp í því vandasama verki að útskýra kenningar kristindómsins fý’rir ungmennum. Bókin er alls 26 arkir, í stóru broti, hin vandaðasta að öllum frágangi og skreytt. myndum frá Gyðingalandi. Hér er hvorki rúm eða tæki- færi að dæma um rit þetta á fræðilegum grundvelli. En öll- um lærisveinum prófessors Ás- mundar er kunn nákvæmni hans og vandvirkni í meðferð heim- ilda. Staðhæfingum öllum er mjög í hóf stillt og litið til margra hliða um skýringar, svo sem vera ber, þar sem um vafa- söm atriði er að ræða. Prófessorinn ritar hreint og blæfagurt mál og hvarvetna and- ar móti lesandanum hlýjum, trú- arlegum blæ og lotningu fyrir hinni lielgu og fögru guðspjalla- sögu. Er rit þetta á allan hátt hið ánægjulegasta og stórþakk- ar\'erður fengur fáskrúðugum guðfræðibókmenntum vorum. ,,Ekki er gaman að guðspjöll- ununji því að enginn er ( þeim bardaginn". Þessa setningu hefir þjóðsagan eftir einni af for- mæðrum vorum. Nú hefjr verið barizt um sinn. Og vera má, að svo lengi standi bardagar ennþá á þessari jörð, að mannkynið fái loksins nóg af þeirri skemmtun, og fari á ný að þrá fordæmi og orð hans, sem skipaði lærisveinum sínum að slíðra sverðið. Þá verða Nýja testamentin aftur tekin ofan af hillunni og dustað af þeim ryk ið, og hugirnir snúast frá þeim glæpasögum. sem hættar eru að vera „spennandi", að dýrmæt- ustu perlu heimsbókmenntanna. Þá verður þeim blindu og böl vfsu foringjum steypt af«stóli sefh nú hafa ráð og hamingju stríðandi lýða f hendi sér, en höfðingja friðarins verður leyft að hasta á storm og öldu barátt unnar. Loksins skilst mönnum, að það er hin blfða raust., sem fagnaðar boðskapinn flytur og gleðitíð indin kunngerir. svipir sa:.;tíðarmanna Rommel J^RIÐ 1917 var ungur þýzkur liðs- foringi sendur i könnunarleiðang- ur, í nánd við Caporetto, ásamt 12 óbreyttum hermönnum. Flokkur aessi komst í kast við ítalskt lið, sem hafði búið um sig í vel víggirtu hreiðri í fjöllunum. Hinn þýzki liðs- foringi lét menn sína þegar ráðast til atlögu og innan lítillar stundar gáfust 'talarnir upp, þar sem þeir héldu að stór þýzk hersveit sækti að þeim. Enginn maður særðist af Þjóðverjum. Dirfskan og heppnin sem réðu þess- um hernaðaraðgerðum vöktu athygli herstjórnarinnar. Hinn ungi foringi var sæmdur æðsta heiðursmerki hersins. Hann hét Rommel. — Dag einn árið 1922 réðzt hópur ungra manna inn í borgina Koburg i Norður- Bæjaralandi; þeir misþyrmdu fólki á götunum ,réðu niðurlögum lögregl- unnar og tóku stjórn borgarinnar í sínar hendur. Skamma stund að vísu, en nógu lengi samt til þess, að leið- togi þeirra, bjórstofuræðumaður frá Múnchen, Hitler að nafni, gæti hald- ið yfir þeim og borgarbúum eina af hinum æðisgengnu ræðum sínum. Stormsveitarmenn Hitlers höfðu birzt í fyrsta sinn á Ieiksviði heimsvið- burðanna. Foringi þeirra var yfirmað- ur úr hernum, skreyttur æðsta heið- ursmerki hans, Sturmfúhrer Rommel að nafni. * * * Þessir atburðir báðir réðu miklu um framtíð Rommels og gefa nokkra hugmynd um skapgerð mannsins: dirfsku, hugkvæmni, hreysti, óbilandi sjálfstraust, ótrúlega heppni, en allt jetta fær þó ekki dulið rudda- mennskusvipinn sem á manninum er. Hann hefir flesta þá hæfileika, sem góðir hermenn þurfa að hafa, en er um leið brot af æfintýramanni og bófaforingja. Hann er nazisti eins og þeir gerast skárstir, — en nazisti samt. * * * Útbreiðslumálaráðuneytið þýzka hefir forðast að leiða athygli almenn- ings að afrekum hinna þýzku mar- skálka og hershöfðingja á vígvellin- um, í svipuðum mæli og þegar Hin- denburg og von Mackensen voru gerðir að þjóðardýrlingum 1914—18. Ástæðan til þessa er sú, að allir sigr- ar þýzku herstjórnarinnar eru þakk- aðir hinni einstæðu herkænsku for- ingjans, Hitlers. Ein undantekning er þó frá þessari reglu: Rommel. Hann er hinn eini af hernaðarléiðtogunum, sem fær síendurteknar lofgerðar- greinar um sig í blaðakosti landsins. Sérstök ástæða er til þessa: Rommel er ekki af skóla hershöfðingjanna. Hann er fremur eins konar fimmtu- herdeildarmaður mitt á meðal þeirra. Hann er af lágum stigum. Hann hefir ekkert „von“ til þess að skreyta nafn sitt með, — hann er hvorki Prússi né aristokrat. Hann er kominn af suður- þýzkum smáborgurum. Hann hefir aldrei gengið í gegnum æðstu skóla hersins. Frami hans hefir verið skjót- ur, en utan hinna troðnu slóða þýzkra hershöfðingja. * * * J^RIN 1922 til 1938 eru nær því autt blað í æfisögu Rommels. Ferill' hans í Stormsveitunum var ekki áberandi. Hann gekk ekki í her- inn aftur fyrr en endurvígbúnaður var hafinn. Árið 1938 var hann of- fursti að nafnbót. Þegar Hitler hélt innreið sína inn í Súdetaland, mundi hann allt í einu eftir unga manninum, sem hafði stað- ið við hlið hans í Koburg. Rnmmel, hinn lítt kunni offursti, var gerður að yfirmanni við aðalbækistöð foringj- ans. Hann hafði sama starf á hendi í pólsku herförinni, en nú var stjama hans hækkandi. Þegar Hitler loksins komst inn í rústir Warschauborgar stóð von Reichenau marskálkur þar á aðaltorginu, og fagnaði honum með Framhald & 4. iíðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.