Dagur - 17.09.1942, Blaðsíða 1

Dagur - 17.09.1942, Blaðsíða 1
Vikublaðið DAGUR Ritstjórar: INGIMAR EYDAL, JÓHANN FRÍMANN. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Jóhann Ó. Haraldsson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. Sími 96. Árgangurinn kostar kr. 8,00. Prentverk Odds Björnssonat. XXV. árg. Akureyri, fimmtudaginn 17. september 1942 49. tbl. Mót áhuga- manna um uppeidismði 09 anu- leoa menningu. TNNRÁS BANDAMANNAá meginlandið er talin .óhjákvænii- -*■ lcg af hernaðarsérfræðingum. Hinumegin við Englandshafið, sem er hulið þoku mestan júní og júlí, en bjartara næstu 2 mánuði, eru nazistar að byggja virki sín bak við hina brimóttu strönd, sem í sjálfu sér er virki frá náttúrunnar hcndi. Hér er mynd af innrás- arströndinni og löndunum bak við hana. Stórfelld hækkun á mlólkurvörum. Dagana 13.—15. sept var hald- Íð á Akureyri mót áhugamanna úr stétt presta, kennara og leik- manna úr Skagafjarðar-, Eyja- fjarðar- og Þingeyjarsýsluin. — Sóttu mót þetta 11 prestar, 20 kennarar og 13 leikmenn. J7UNDUR þessi hafði verið undir- búinn af sérstakri nefnd. — Hófst mótið með guðsþjónustu. Prédikun flutti séra Páll Þorleifsson á Skinna- stað, en vígslubiskup, séra Friðrik J. Rafnar, þjónaði fyrir altari. Kl. 5 síðdegis á sunnudag hófust svo fundarhöld í kirkjukapellunni. Formaður undirbúningsnefndar, séra Páll Þorleifsson, Skinnastað, setti fundinn, og tilnefndi sem fundar- stjóra séra Friðrik A. Friðriksson, prófast í Húsavík og Snorra Sigfús- son skólastjóra, en fundarritara Hannes J. Magnússon kennara. Þessir menn fluttu framsöguerindi á mótinu: Séra Benjamín Kristjánsson. Séra Friðrik A. Friðriksson pró- fastur. Pétur Sigurðsson erindreki. Séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup Snorri Sigfússon skólastjóri. Öll þessi erindi fjölluðu um ein- hver menningarleg vandamál á sviði kirkju- og skólamála. — Sérstaklega viku ræðumenn að þeirrn alvarlegu upplausn, sem víða yrði nú vart í menningarlífi þjóðarinnar, og hvernig uppalendum þjóðarinnar bæri áð snúast við henni. Miklar og fjörugar umræður urðu um öll þessi erindi, og var það sér- itaklega tvennt, sem kom greinilega fram í þeim umræðum: í fyrsta lagi, að aldrei væri meiri þörf en nú á samvinnu presta, kennara og foreldra um uppeldi æskunnar, og að þjóðin stæði öll saman um að varðveita hin helgustu verðmæti, ísl .tungu, þjóð- emi, heimili, skóla og kirkju. í öðru lagi var það einróma álit fundarins, að kristin lífsskoðun þyrfti að ríkja í hverri uppeldisstofnun þjóðarinnar allt frá heimilunum til hinna æðstu skóla, og móta þá æsku, sem þar elst upp. í umræðum þessum kom einnig fram greinilegur vilji til samvinnu um kristindóms- og uppeldismól. Samþykkt var að efna til svipaðra fundarhalda næsta sumar og var m.a. bent á Hóla í Hjaltadal sem æskileg- an fundarstað. í undirbúningsnefnd voru kosnir: Séra Páll Þorleifsson. Séra Benjamín Kristjánsson. Séra Friðrik A. Friðriksson. Eiríkur Sigurðsson kennari. Pétur Sigurðsson erindreki. Þorgeir Sveinbjamarson kennari. Jón Þ. Björnsson skólastjóri. Þessi byrjunartilraun til aukinnar samvinnu presta, kennara og leik- manna um kristindóms- og uppeldis- mál þótti vel takast, og munu margir, er þama vom, vænta þess, að þetta megi verða upphaf traustrar sam- vinnu á kristilegum og þjóðlegum gmndvelli. Á mánudagskvöld flutti séra Sveinn Víkingur erindi í kirkjunni, er hann nefndi „Kirkjan og þjóðin“. Var það hið prýðilegasta að efni og flutningi. Mótinu lauk á hádegi á þriðjudag. Messur í Möðruvallakl.prestakalli: Sunnudaginn 27. sept, að Bakka og sunnudaginn 4. okt. að Glæsibæ. SENNILEGT er, að kjötsalan innanlands dragist verulega sam- an, vegna liins háa verðs, sem kjötverðlagsnefnd hefir ákveðið á þessari mikilsverðu neyzluvöru almennings. Verður þá að selja vaxandi kjötmagn á erlendum markaði við mjög lágu verði, og mun stjórnin ætla sér að bæta bændum þann mismun af al- mannafé. Olíkt skynsamlegra virðist þó að selja kjötið innan- lands með lióglegu verði, og reyna að auka þá sölu sem mest, en verja fé ríkissjóðs fremur til að verðbæta innanlandsmarkað- inn eftir þörfum, svo að bændur fengju á þann hátt framleiðslu- kostnað sinn að fullu gieiddan. HIN sívaxandi verðbólga í landinu er orðin öllum almenningi áliyggjuefni hið mesta. Er nú svo komið, að jafn- vel stjórnarflokkarnir sjálfir, er ötullegast hafa gengið að því verki að rífa niður hverja hömlu gegn dýrtíðinni, og gera allar ráðstafanir, er Framsóknarflokk- urinn beitti sér fyrir í þeim efn- um, sem allra tortryggilegastar í augum jijóðarinnar, treystast ekki lengur til þess að halda uppi vörnum fyrir ráðleysið. Við- urkenna málgögn Jaeirra greið- lega, að ástandið sé hið ískyggi- legasta, og við borð liggi, að fjárhagskerfi landsins hrynji i rústir, og atvinnuleysi, kreppa og öngþveiti taki við af „gullöld hinni nýju“, fyrr en nokkurn varir. — Eru þessir flokkar, sem einir bera ábyrgð á þróuninni, að því er til kasta ríkisvaldsins kemur, nú teknir að hrópa há- stöfum á róttækar hömlur gegn dýrtíðinni, og telur hver þeirra «m sig sér einum treystandi til þess að ráða jreim málum far- sællega til lykta! — En sá lodd- araleikur mun ekki koma þeirn að neinu haldi. Kjósendur munu almennt ekki svo skyni skroppn- ir, að þeir minnist þess ekki, hvaða skerf Jressir ábyrgðar- snauðu gasprarar hafa lagt til málanna á þessum hættulegu tímum, og hvern skilning þeir hafa sýnt á hinni sameiginlegu vörn landsmanna gegn vaxandi verðbólgu og öngþveiti. Þeim mun varlega treyst til góðra og djarflegra ráða í þessum efnum, enda var því aldrei um það „Álftanes spáð, að ættjörðin frelsaðist þar“. NÝJASTA dæmið — og það sem almenningi mun af eðlilegum ástæðum hugstæðast þessa dagana — um ráðslag stjórn arinnar í þessum málum, er af- staða sú, er hún hefir tekið til verðlags á afurðum bænda, eink- um þó sláturafurða. Það skal sízt dregið í efa, að bændum sé mikil Jrörf hækkaðs verðlags á framleiðsluvörum sínum. Kaup- gjakl hefir t. d. stórhækkað, svo sem alkunnugt er, og svipað má segja um næstum því allan ann- (Framh. á 4. síðu). Kosiilnsaruar 18. oKtfiber Ákveðið hefir verið, að kosn- ingar til Alþingis, samkvæmt hin- um nýju kosningalögum, skuli fara fram sunnudaginn 18. októ- ber næstkomandi. í sveitum er heimilt að hafa kjördagana tvo, sunnudaginn 18. og mánudaginn 19. október. Var það fyrirkomu- Iag samþykkt af Alþingi, fyrir for- göngu Framsóknarflokksins. Framboðsfrestur til kosning- anna er útrunninn næstkomandi laugardag, klukkan 12 á miðnætti. Mjólkurverðlagsnefndin í Rvík ákvað nýlega stórfellda hækkun á mjólkurvörum þar og jafn- framt að smjörverðið skyldi vera kr. 18.70 kg. um land allt. Þegar svo var komið var eigi gerlegt að selja mjólkina hér fyrir sama verð og áður, þar sem smjör- framleiðsla og osta gaf bændum betra verð en neyzlumjólkursal- an. Mjólkurverðlagsnefnd hér ákvað því -á fundi sínum s'íðastl. Jiriðjudag að neyzlumjólk skyldi hækka i verði frá 16. þ. m. að telja. Kostar mjólk í flöskum nú kr. 1.20 líterinn (0.93), en í lausu máli kr. 1.12 (0.87). Skyr kostar 2.20 kílóið og rjómi 8.40 líter- inn.. Allar þessar vömr, að smjöri og ostum undanskildum, eru r.eldar með mun lægra verði hér en í Rvík. Eigi að síður er það í'illum hugsandi mönnum hið mesta áhyggjuefni hverja stefnu Jiessi mál hafa tekið síðustu vik- urnar. Er eigi ofsagt að fullkom inn háski sé búinn þjóðinni, ef cigi er gripið í taumana lil áð stöðva dýrtíðarflóðið. En um Jiað munu allir sammála, að slíkra aðgerða sé eigi að vænta frá þeirri ríkisstjórn er nú situr við völd, illu heilli. Ber sú stjórn og þeir flokkar er studdu hana til valda fyrr í sumar ábyrgð á því, hvernig komið er í þessum efnum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.