Dagur - 02.10.1942, Blaðsíða 2

Dagur - 02.10.1942, Blaðsíða 2
2 DAGUR Föstudagur 2. október 1942 Rokkrar staðreyndir í dýrtíðarmálunum. FRAMSÓKNARFLOKKURINN EINN HEFIR ÞORAÐ AÐ HALDA UPPI SÓKN GEGN VAXANDI DÝRTÍÐ. Hinir flokkarnir þrír hafa allir brugðizt skyldum sínum við þjóðfélagið af ótta við atkvæðatap. Þess vegna nálgast nú hrun og eyðilegging hröðum skrefum. Á aðalþinginu 1941 fékk Framsóknarflokkurinn sam- þykkta fyrstu löggjöfina, sem sett var um dýrtíðarmálin. Sjálf- stæðismenn og Alþýðuflokks- menn töldu sig lögum þessum lylgjandi. Það kom fljótt í ljós, eftir að þi'ngi lauk, að báðir þessir flokk- ar sátu á svikráðum við fram- kvæmd dýrtíðarlaganna. Þeir \ eigruðu sér við að gera nokkrar þær ráðstafanir, sem snertu hags- muni þess fólks í landinu, er þeir hugðust að leita kjörfylgis hjá. Sjálfstæðismenn stóðu gegn allri tekjuöflun til þess að sporna við dýrtíðinni, svo sem útflutnings- gjaldi a£ fiski, er seldur var með stórgróða úr landi. Alþýðu- (lokksmenn stóðu á móti öllum ráðstöfunum, er snertu launa- stéttirnar í landinu. Tóku þeir þegar í upphafi þá fáránlegu af- stöðu, að auðvelt væri að stöðva dýrtíðina, án þess að nokkuð væri skipt sér af kaupgjaldinu í landinu. Sumarið 1941 beittu ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sér móti framkvæmd dýrtíðarlaganna, svo að þau komu ekki að nokkru gagni, en dýrtíðin fór æ vaxandi. Á þessum tíma kom það í ljós, áð engin tök voru á að.hamla gegn verðbólgunni, nema að ríkis- stjórnin gæti haft hemil á öllu kaupgjaldi og verðlagi innan- lands. Sjálfstæðismenn lokuðu ekki með öllu augunum fyrir þessum sannindum og hétu því fylgi sínu við nýjar ráðstafanir og töldu nauðsynlegt að kveðja saman aukaþing haustið 1941. Alþýðuflokkurinn átti að keppa við kommúnista um kjörfylgi \erkalýðsins, en kommún- istar voru ráðnir í því að gera allt tortryggilegt, sem Alþfl. legði til málanna, og yfirbjóða flokkinn í hvívetna. Af ótta við þessa samkeppni um kjörfylgið ákváðu Alþfl,- menn að skerast úr leik í dýrtíð- armálunum og berja það blákalt fram, að enga nauðsyn bæri til að hafa nokkra íhlutun um kaupgjaldið í landinu, en hitt væri höfuðnauðsyn, að verðfesta innl. afurðir og þá fyrst og fremst landbúnaðarvörur. Þegar svo málið kom til um- ræðu í ríkisstjórninni, snerust Alþýðufl.menn gegn heildarað- gerðum í því af hræðslu við sam- keppni kommúnista um kjör- fylgi, en þá fóru Sjálfstæðismenn einnig að digna vegna kjós- < ndahræðslu. Afleiðingin varð •ú, sem frægt'er orðið, að þegar aukaþingið kom saman 1 fyrra- liaust, til þess að samþykkja nýja i’ýrtiðarlöggjöf, suenist Sjájf- stæðismenn gegn öllu því, er þeir höfðu áður heitið stuðn- ingi, en þóttust hafa fundið ann- að snjallræði: að semja við verkamenn og bændur um að allt kaupgjald og verðlag skyldi haldast óbreytt. Um þessar mundir fóru Sjálf- stæðisfl.menn og Alþfl.menn að keppast um yfirlýsingar þess efnis, að grunnkaupshækkanir væru ekki framundan. Fram- sóknarmenn sáu strax, að vegna kapphlaupsins um fylgi verka- manna var ógerningur að koma við samningum um, að grunn- kaup skyldi haldast óbreytt. Þess vegna töldu þeir lögbindingar- leiðina óhjákvæmilega, ætti nokkur árangur að nást. Frumv. Framsóknarmanna var engu að síður fellt af Alþýðufl.mönnum I. Andvari 1941 birtir grein Bjarna prófessors Benediktsson- ar, með þessari fyrirsögn: „Ályktanir alþingis 1941“. Umræðuefnið í þessari grein er ákvarðanir þingsins um kosrn ingafrestun og sjálfstæðismálið. í inngangi að meginefninu segir höf.: „. . . . Að átta sig á, að við framkvæmd laga verður oft að hafa, í huga fyrirvara, sem lög- gjafinn þegir um, en þó ber að taka fram yfir bein fyrirmæli hans. Að skilja, að réttinn ber að meta meira en lögin, að lögin eru einungis ein, en að sjálf- sögðu hin helzta heimild réttar- ins, og verða því að þoka fyrir honum, ef þau rekast á hann‘‘. Þannig telur hann að sveigja megi lögin til samræmis við lífið sjálft, og um leið leitast við að bægja vild valdhafa frá, eða því, að algert handahóf ráði niður- stöðum. Þessi fyrirmæli eru skýr, það sem þau ná. En hér virðist mér birtast óskráður fyrirvari, sem undirstaða þessara reglna; sá fyr- irvari, að þessi leið sé þeim ein- um heimil, er hlotið hafa dóm- greind og drengskap að vöggu- gjöf, og síðan lögfræðiþekking til viðbótar, ella geti reglurnar orðið sem biturt vopn i óvita höndum. Höfuðröksemdirnar fyrir ágæti kosningafrestunarinnar eru þess- ar: Fullveldi íslands hefir verið skert með tilkomu erlends setu- liðs. Herlög verða yfirsterkari ís- lenzkum lögum, ef í odda skerst. Með kosningunum er stofnað til aukinnar hættu um íhlutun setuliðsins, vegna þeirrar ólgu í hugarfari fólUins, seiri þppr n? og Sjálfstæðism. Eftir tvöföld brigðmæli Sjálfstæðism. í dýrtíð- armálunum, sagði Hermann Jónasson af sér fyrir ráðuneytið, þar sem Framsóknarfl. vildi ekki bera ábyrgð mála eins og komið var. En flokkar þeir, sem að því stóðu að fella lögbindingarfrv. Framsóknarm., svikust þá undan þeirri þingræðisskyldu að bera ábyrgð gerða sinna og mynda stjórn saman. Blasti þá ekki ann- að við en þingrof og kosningar um miðjan vetur. Þjóðstjórnin varð því að taka aftur við völd- um til bráðabirgða fram að næsta Alþingi. Um næstu áramót eftir þetta kom það í ljós, að ýms verklýðs- félög og þá einkum félög iðn- lærðra manna bjuggust til að knýja fram miklar grunnkaups- hækkanir. Var þá fyrirsjáanlegt, að dýrtíðarskriðan var komin af stað á nýjan leik, en ekki séð, hvar hún myndi stöðvast, ef ekk- ert væri aðgert. Leizt þá Sjálf- stæðismönnum ekki á blikuna, viðurkenndu að Framsóknar- menn hefðu haft rétt fyrir sér og féllust á að gefa út bráðabirgða- lög um gerðardóm í kaupgjalds- og verðlagsmálum. Forkólfar verkamanna vildu hins vegar ekkert annað en ófrið og kyntu undir kröfum um grunnkaupshækkanir, þó að þeir (Framhald á 3. síðu). hafa í för með sér, og — „hlýtur að leiða til algers ófarnaðar á tímum sem nú“. — Persónufrelsi, prentfrelsi og fundafresli mundi verða takmarkað, en þá geta meginákvæði stjórnarskrárinnar ekki notið sín, „. . . . og án þeirra yrðu kosningar einskis verður skrípaleikur valdhaf- anna“. — Þeir, sem óttast for- dæmið, er kosningafrestunin skapar, „. . . . gera sér eigi grein fyrir, að hið hættulega fordæmi væri þvert á móti að láta kosn- ingar fara fram, án þess að for- sendur stjórnarskrárinnar væru fyrir hendi“. „Stjórnarskráin sjálf heimilar ekki kosningafrestun. En utan hennar og ofar henni er réttar- regla, sem heimilar hana. Alvið- urkennt er, að nauðsyn brýtur lög. Án vafa var frestunin heimil að réttum lögum. . . . og stjórn- málanauðsyn slík, að beina rétt- arskyldu nálgast". II. Þannig hugsaði og talaði pró fessor Bjarni fyrir einu ári. — Hér er ekki svikizt um að leiða fram rök. En ef að rök eru dreg- in út frá skökkum forsendum, þá liggur leiðin út í hött. Röksemdaleiðslan öll — og svo niðurstaðan — byggist á grun. sem að vísu er ekki ástæðulaus: þeim grun, að erlenda setuliðið, og hernaðarframkvæmdir, muni miflá rðlilegsm gang kn^r.inga, Svíar halcla tryggð við lýðræðið. TTRSLIT nýafstaðinna bæja- og sveita- W stjórnakosninga í Svíþjóð, ásamt kosn- inga til efri deildar 'þingsins, sýna glöggt, að frændur vorir þar austan hafs, hafa ekki hug á að breyta til um þjóð- skipulag og hverfa frá lýðræðinu. Flokk- ar þeir, er staðið hafa saman að rlkis- stjðrn þar í landi, hlutu 94% greiddra atkvæða. Kommúnistar, er voru eini stjórnarandstöðuflokkurinn við kosning- arnar á þessum örðugu tímum, juku stór- urn minna við fylgi sitt en búizt hafði verið , við; var þó aðstaða þeirra ó- venjulega sterk, þar sem þeir voru einir um þá hitu að gagnrýna gerðir stjórnar- innar, sem ávallt hljóta þó að vera mis- jafnlega þokkaðar á vandræðatímum sem þessum og koma hart niður á mörgum. Kommúnistum hér varð ókvæða við, þeg- ar ríkisútvarpið notaði málfrelsi sitt til þess að skýra frá þvf, samkvæmt upp- lýsingum fréttaritara síns í Stokkhólmi, að nazistar, sem hvergi þorðu að hafa mann í kjöri við kosningarnar, skoruðu á kjósendur sína að greiða kommúnistum atkvæði sín.að þessu sinni, sjálfsagt f því skyni að réttlæta, ef með þyrfti, aukna f- hlutun Þjóðverja um málefni Svía, sökum vaxandi gengis kommúnismans þar í landi. Réðust kommúnistar í Rvík heift- arlega á útvarpið fyrir það að ljósta þessu upp. Rit- og málfrelsi á hvort eð er ekki alltaf upp á pallborðið hjá þeim herrum, þegar staðreyndirnar eru óþægilegar fyrir Grunurinn verður að vissu, án þess að staðfesting reynslunnar komi til, og á þeirri vissu byggj- ast síðan hugleiðingarnar um að „nauðsyn brýtur lög“, og ský- lausum ákvæðum stjórnarskrár verður að þoka til hliðar. Ef að heimilt er að byggja nið- urstöður á grun, og sveigja sett lög til samræmis við þann grun, þá er það með ólíkindum. Og hvar eru takmörkin fyrir því, hvað hægt er að óttast? — Eg trúi því ekki, að það sé heimilt, hvað sem Bjarni prófessor Bene- diktssomsegir um það. Hér þykir mér jrað sennilegt, að prófessorinn gangi dulinn bess, að hann ályktar út frá grun. Síðar í þessari sömu grein eru ummæli, sem benda til þess. Þau ummæli eru að vísu um annað sfni, en sama eðlis þó. Og til- færð eru þau eftir öðrum þjóð- réttarfræðingi, en höf. virðist gera þau að sínum orðum. Þessi ummæli standa í sambandi við .jálfstæðismálið og hljóða þann- ig; „Einber ótti um að vanefnt kunni að verða, er auðvitað yfir- leitt þýðingarlaus". Ótti um, að kosningar kunni að verða truflaðar, ætti á sama hátt að ve,ra þýðingarlaus. En eitt er það, sem höf. þykir miður fara í ályktun Alþingis um kosningafrestunina. Hann segir: ..Alrangt rr aftnr á móti hitt, 1 raálstað þeirra, og sannleikurinn fer af- leiðis við boðunina. Hvað er „kapitallstl“? T ÞJÓÐVILJANUM nýskeð var mjög * skemmtileg skilgreining á þvf, hvers konar menn væru „kapitalistar". En orð- ið „kapitalisti" er skammaryrði, sem kom- múnistar nota yfir flesta þá, sem þeim er eitthvað f nöp við. Og hér kemur skil- greiningin: „Kapitalisti er maður, sem á framleiðslutæki og hefir verkamenn f þjónustu sinni til að vinna við þau.“ Og ennfremur: „Verkamaður getur því ekki orðið „kapitalisti", nema að komast f þessa fyrrgreindu þjóðfélagsaðstöðu, verða eigandi framleiðslutækis. Verka- maður getur þvf eignazt svo mikið sem verða vill á sparisjóði, án þess að verða þar með kapitalisti." Já, félagi góður; þó að þú eigir miljón- ir á sparisjóði, þá ert þú svo sem ekki „kapitalisti", ef þú aðeins gætir þín að eignast ekki „framleiðslutæki", jörð og bú eða bát og launa mönnum vinnu við þess konar störf. Ef þú hins vegar tekur lán í sparisjóðnum til þess að koma undir þig búi eða kaupa þér bát til fiskiróðra, og ef þú svo tekur kaupakonu eða vikadreng við búið, eða háseta á bátinn þinn, þá ertu orðinn „kapitalisti". Alveg sama hvort arður af búi eða bát nægir þér til að greiða kaupið eða vextina af láninu eða ekki. „Kapitalisti" ertu samt sem áð- ur. En sá, sem vextina tekur af „kapital- að mæla svo fyrir, að kosningar megi alls ekki frestast lengur en í fjögur ár. Það eitt fær staðizt að fresta þeim, á meðan ástæður frestunarinnar eru fyrir hendi, hversu lengi sem það verður“. Er nú úr minni fallinn fyrir- varinn, sem löggjafinn þegir um? — Mér sýnist fram koma í ályktuninni — ef ekki berum orðum, þá milli línanna — að ályktunin gildi til fjögurra ára í lengsta lagi. En er nokkuð til fyrirstöðu því að endurnýja liana þá, ef ástæður eru óbreytt- ar? Stjórnarskráin gerir ekki ráð fyrir því, að þingmenn fram- lengi umboð sitt sjálfir. Og und- ir engum kringumstæðum getur þeim verið heimilt að ákveða það um lengri tíma en eitt kjör- tímabil. Eg held, að prófessorinn hefði ekki bætt ályktunina neitt, þó að hann hefði að henni staðið. Niðurlag hugleiðinga prófess- orsins eru þannig: „. . . . Alþingi sýndi þar með, að það vissi skilsmun á þröng- sýnni þjónustu við formið og djarflegri handhöfn réttarins. Það kunni að beita réttinum svo, að það gat orðið vaxið skyld- unni til að sjá þjóðinni farborða á hinum örlagaþrungnustu tím- um, sem yfir hana hafa gengið. Fyrir það munu íslendingar lengi kunna þessu þingi þökk“. Þessi síðasta málsgrein er spá- dómur. Reynslan hefir þegar vitnað gegn honum og það svo, að sanni mun nær, að með frest- un kosninga 1941, hafi Alþingi stigið þvílíkt óhappaspor, að kosta muni þjóðina þungar fóm- ir að má burtu merki þess. (Framhald). KRISTJÁN EGGERTSSON, hreppstjóri í Grímsey: „Andvarau«Bjarni og „þjóðar“-Bjarnl Ályktanir Bjarna prófessors Benediktssonar í tveim tímaritsgrein- um, er birtast með árs millibili, stangast herfilega á.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.