Dagur - 02.10.1942, Blaðsíða 1

Dagur - 02.10.1942, Blaðsíða 1
Vikublaðið DAGUR Ritstjórar: INGIMAR EYDAL, JÓHANN FRÍMANN. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Jóhann Ó. Haraldsson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. Sími 96. Árgangurinn kostar kr. 8,00. Prentverk Odds Bjömssonar. Úr Húnaþingi Að sláttarlokum. Tún spruttu hér vel í sumar, svo að töðufall var mikið yfir meðallag og nýtt- ist ágætlega, þvi að tíð var mjög hagstæð frarn um miðjan ágústmánuð. A flæði- engjum og mýrlendi var spretta léleg, en á harðvelli allgóð. Er útheysfengurinn af þeim sökum mjög misjafn í héraðinu. Eftir miðjan ágúst brá til mikillar úr- komu og hefir óstöðugt veðurfar haldizt síðan. Þó hafa hey náðzt lítið hrakin víð- ast, því að þurrkdagar hafa komið við og við, en hin óstöðuga veðrátta hefir mjög tafið alla heyvinnu. Víðast er enn úti nokkurt hey, en mest komið í sæti, svo allt mun nást inn. Almennt er útheys- fengur með minna móti, og veldur þvi fyrst og fremst léleg grasspretta og frá- tafir vegna óþurrka, eins og fyrr segir, en einnig fólksekla. Margir bændur hafa ekki getað fengið það kaupafólk, er þeir þurftu. Fækkar þeim óðum, körlum sem konum, sem landbúnað vilja stunda. Er sama hvaða kaup er boðið. Er það því sjáanlega ekki kauphæðin ein, sem lokk- ar fólkið frá landbúnaðarstörfum til bæj- anna nú. Setuliðsvinnan og önnur at- vinna allskonar í bæjunum, krefst minni afkasta og jafnvel engra, eftir því sem margir hafa reynslu af, og auk þess hefir bæjarlífið svo margt að bjóða, sem unga fólkinu gezt betur að en sveitalífinu. — Hvert hérað landsins hefir á þessum ár- um misst stóra hópa karla og kvenna frá framleiðslustörfunum. Og sennilegast er, að þetta fólk hverfi aldrei heim aftur. — „Erfum við landið eða töpum við því?" spyr Sigurður Einarsson. Hvernig hann svarar þessari spurningu veit ég ekki, þvi að þann fræga fyrirlestur hefi ég ekki heyrt. En víst er, að haldi slik upplausn áfram lengi enn, sem nú er i atvinnulífi, fjármálum, menningu og stjórnarfari þjóðarinnar, þá týnir þjóðin bæði sjálfri sér og landi sínu. Kartöfluuppskera er í betra lagi. Hefir kartöflurækt stóraukizt hér í sýslu undan- farin ár, svo að Húnvetningar geta nú orðið selt út úr héraðinu árlega allmikið af uppskerunni. Aflabrögð. Frá s.l. áramótum hefir þorskafli verið góður hér í flóanum og stundum upp- grip. Nokkrir smábátar eru gerðir út frá Skagaströnd og leggja afla sinn í frystihús þar. í sumar var útgerð með minnsta móti á Skagaströnd, þvi að menn skorti til þeirra framleiðslustarfa sem annarra. Þykir nú fyrirhafnarminna að sækja rauða seðla til setuliðsins, en gull í greip- ar Ægis. Enda er hann misgjöfull, og krefst mikils áhuga og erfiðis af þeirn, er við hann skipta. Fá dugandi menn þar og oftlega margföld laun. Opinberar framkvæmdir. Unnið hefir verið í sumar að hafnar- gerð á Skagaströnd. Var ætlunin að full- gera smábátalægi á nokkrum hluta hafn- svæðisins, en til þess þarf að leggja langa garða og dýpka leguna. Mun þessu verki ekki nálægt þvi lokið i haust, því vinnu- kraftur hefir ekki fengizt svo sem til þurfti. Allmikið hefir verið unnið að vegagerð í héraðinu í sumar — bæði ný- lagningu og viðhaldi vega. Verða þó ýms- ar endurbætur veganna að bíða betri tima, því að nægur mannafli til þeirra framkvæmda var ekki fáanlegur. 20. sept. 1942. S. D. i -—.......—-..... Norskur konsúll. J. J. Indbjör forstjóri hefir verið skipaður norskur konsúll hér, i stað Axels heitins Kristjánssonar. Dagur kemur næst út á þriðjudag. Aug- lýsingar séu komnar til afgreiðslunnar eða i prentsmiðjuna í siðasta lagi á há- tiegi á mánudag. XXV. árg. Akureyri, föstudaginn 2. október 1942 52. tbl. Slálfstœðisflokkurinn að ganga af límlngunni* Amerískar blómarósir vinna að Iier- gagnafram- leiðsln Almenningi er nokkur vorkunn, þótt hann hafi varlega tekið mark á lýsingu andstöðuflokka íhaldsins á heimilisástæðum þar á bæ. Menn eru orðnir svo vanir ýktum ásökunum, og ómildum dómum allra flokka í garð andstæðinganna, að þeir eru hættir að taka slíkt skraf allt of hátíðlega. Á hinu verður að sjálfsögðu meira mark tekið, þegar menn, sem verið hafa svo að segja innstu koppar í búri á Sjálfstæðisslotinu, taka að vitna um ástandið og heimilis- hagina þar. Þjóðin hefir því að vonum lagt við hlustirnar, þegar ÁRNA FRÁ MÚLA, sem verið hefir ÞINGMAÐUR SJÁLF- STÆÐISFLOKKSINS UM LANGT SKEIÐ, KOSINN í BÆJARSTJÓRN REYKJAVÍKUR S.L. VOR og JAFNAN TAL- INN TIL ODDVITALIÐS FLOKKSINS OG ÆÐSTUPRESTA, hefir upp raust sína í „Þjóðólfi“ nú á dögunum og heldur eldhúss- dag yfir sínum fyrri samherjum og flokksbræðrum. Fjöldi amerískra kvenna vinnur nú í hergaénaverksmiðjum víðsveéar um Bandaríkin. Myndin er úr íluévélaverksmiðju i hinni miklu iðn- aðarboré Detroit. Þar vinna stúlkur að fluévélaframleiðslu til jafns við karlmenn. Hækkun síingjaltl- anna. Landsíminn verður að sjá fyrir forsvaranlegri afgreiðslu á langlínu- samtölum gegn einföldu gjaldi og endurbótum og viðaukum á innanbæjarkerfinu, ef hækkun þessi á að geta talizt réttlætanleg. jgROTTFÖR Árna frá Múla og ýmissa annarra áhrifamanna úr Sjálfstæðisflokknum hefir að vonum vakið allmikla athygli, þótt nokkur tvístringur á þeirri hjörð, er fylgt hefir flokknum að málum fram að þessu, þurfi raunar engum að koma á óvart. Hinn fjölmenni hópur smákaup- manna, verzlunarfólks og smá- framleiðenda til sjávar og sveita, er tekið fiefir mark á lýðskrumi flokksins frá upphafi og því veitt honum kjörfylgi sitt, gengur þess ekki lengur dulinn, að hann ræður þar engu, og' finnur glöggt, að hagsmunir hans eru algerlega fyrir borð bornir. Enda er hver höndin upp á móti ann- arri innan vébanda Sjálfstæðis- ins og hjörðin öll slegin felmtri miklum yfir hinni háskalegu fjármálaóreiðu, ráðleysi og sukki, er einkennt hefir hinn stutta en harla óglæsilega valda feril Ólafs Thors og samstarfs- manna hans í ríkisstjórninni. J^ÝSING Árna frá Múla á ástandinu er ófögi^r en sjálf sagt rétt í öllum höfuðatriðum enda heldur nákunnugur maður og þaulvígður klerkur úr innstu launhelgum Sjálfstæðisflokksinf þar á pennanum. Þar sem fæstir lesendur ,,Dags‘‘ munu eiga þess kost að lesa „Þjóðólf“, — enda venjulega ekki eftir miklu að slægjast, — þykir rétt að birta hér nokkra kafla — valda af handahófi — úr skýrslum Árna frá Múla um þetta efni, éftir að hann tók við ritstjórn blaðsins nú á dögunum. í grein einni á fremstu síðu blaðsins 21. sept. s.l. segir svo m. a.: „Það hefir ekki verið neitt leyndarmál, að forustulið Sjálf- stæðisflokksins hefir skipzt í tvo andstæða hópa nú um alllangt skeið. Annars vegar hefir verið Kveldúlfsvaldið og taglhnýting- ar þcss, cr skoða flokkinn aðeins sem tæki í þágu ákveðinna sér- hagsmuna. Hinsvegar hafa verið allir hinir frjálslyndari menn, er haldið hafa tryggð við yfirlýst stefnumál flokksins“. Síðan er því lýst allítarlega, að þessir „frjálslyndari menn“ hafi jafnan orðið að láta í minni pok- ann fyrir hinum: „Þeim hefir verið byggt út úr þingflokki Sjálfstæðismanna í því skyni að fá þangað í staðinn ýmissa lítilláta skósveina Kveld- úlfs. Hinni hóflausu sérhags- munastreitu Sjálfstæðisflokksins í þágu þröngrar stórgróðaklíku hefir vaxið fiskur um hrygg að sama skapi“. Árni frá Múla virðist ekki álíta þessa stefnu flokksbræðra sinna í Sjálfstæðisflokknum sérlega vinsæla hjá landslýðnum, eða líklega til kjörfylgis. Um það farast honum svo orð í nefndri grein: „Afleiðingarnar hafa sagt til sín á ótvíræðan hátt í kjörfylgis- tapi flokksins. Hinir óbreyttu kjósendur flokksins, er ekki vilja láta skoða sig sem séreign Kveldúlfs, hafa yfirgefið flokk- inn þúsundum saman. Flóttinn undan merkjum Kveldúlfs- manna mun verða hið mest áberandi einkenni næstu kosn- inga, ekki síður en kosninganna í vor“. Og svo klykkir þessi gamli íhaldspreláti, er reyndist einhver fyrsta rottan, er yfirgaf hið sökkvandi skip, út með þessum spámannlegu orðum: „Örlög Sjálfstæðisflokksins eru ráðin; skapadómur hans augljós hverjum þeim, er nokkrar gætur gefur að ótvíræðri þróun. Verka- menn og sjómenn yfirgefa flokk- inn allir sem einn. Frjálslynt miðstéttarfólk mun ekki heldur hugsa til langrar viðstöðu í Sjálf- stæðisflokknum úr þessu. Flokk- urinn verður eftir það aðeins tæki í höndum harðvítugustu Framhald á 4. síöu. Landsímastjórnin hefir til- kynnt að símagjöld öll verði tvö- földuð frá deginum í gær að telja. Kostar þá 200 krónur á ári að hafa talsíma og viðtalsgjald til Reykjavíkur verður 4 krónur og 4.40 með kvaðningu í stað 2 króna og 2.20. í greinargerð sem Landsímastjórnin lét fylgja þessari frétt í Ríkisútvarpinu fyrir skemmstu, var sú ástæðan færð fram fyrir hækkuninni að Kennara- námskeið hefst hér í bænum í dag að til- hlutun fræðslumálastjórnarinn- ar. Viðfangsefni námsskeiðsins eru einkum móðurmálskennsla og skólaíþróttir. Þátttakendur eru yfir 40 kenn- arar. Aðalkennarar eru Björn Guð- finnsson málfræðingur og Þor- steinn Einarsson íþróttafulltrúi. viðgerðarkostnaður allur, svo og laun hafi stórhækkað síðan í stríðsbyrjun, en þetta væri fyrsta hækkunin á símagjöldum sem átt hefði sér stað. Þessi greinargerð Landsíma- stjórnarinnar er vafalaust rétt, en hún er lítil rétdæting á hinni stórfelldu hækkun, vegna þess að TALSÍMAGJÖLDIN ERU ÞEGAR FYRIR LÖNGU STÓRHÆKKUÐ, þar sem það má heita undantekning, a. m. k. hér á Akureyri, að samtöl við Reykjavík o. fl. staði fáist af- greidd, nema ef óskað er eftir hraðsímtali, fyrir ÞREFALT GJALD. Það væri ekkert við því að segja, þótt landsímagjöld hækk- uðu, vegna aukins kostnaðar, ef Landsímastjórnin sæi símanot- endum fyrir viðunanlegri af- greiðslu símtala. Nú er málum þannig háttað hér á Akureyri. að hér búa símanotendur við FramhaH á 4. aiSu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.