Dagur - 26.11.1942, Side 2

Dagur - 26.11.1942, Side 2
DAGUR Fimmtudagur 26. nóvember 1942 IÐRUN EÐA PÍLATUSARÞVOTTUR. Það er athyglisvert, hvernig málgögn Sjálfstæðisflokksins tala um ástand lands og þjóðar um þessar mundir. Þau keppast við ^að ræða um, að allt sé að fara um þverbak og enda í öngþveiti. Þau tala um hættulegt niðurlæg- ingarástand, sem skapazt hafi í atvinnumálum og íjárhag þjóð- arinnar á undanförnum mánuð- um. Þau leggja áher/.lu á. að dýrtíðarmálin þurfi að fá skjóta úrlausn, ef þjóðin á að halda sjálfstjórn og fjáriiagslegu sjálf- stæði sínu. Þau tala fjálglega um það, að nú verði að stýra þjóðar- skútunni undan boðaföilum dyr- tíðarinnar, ef allt eigi ekki að færast í bólakaf. „Þolinmæði landsmanna yfir aðgerðaleysinu í dýrtíðarmálunum er á þrot- um,“ segja hin virðulegu niál- gögn Sjálfstæðisflokksins. En þessi virðulegu málgögn gera meira en að iýsa ástandinu, þar sem allt er að snarast af og færast í kaf. Þau skýra jafnframt einstaklega hispurslaust frá or- sök hins hryggilega niðurlæging- arástands, sem skapazt hefir á undanförnum mánuðum. Orsök- in er sú, segja blöð Sjálfstæðis- flokksins, að forustumenn þjóð- arinnar hefir skort manndóm og víðsýni til að standa saman um lausn vandamálanna. Ennfrein- ur segja þessi sömu blöð, *að sundiungin um lausn vanda- mála þjóðfélagsins eigi rót sína að rekja til þess, að hagsmunir þjóðarinnar hafi verið settir skör lægra en flokkshagsmunir. Hver maður veit, að allar þess- ar lýsingar Sjálfstæðisblaðanna á niðurlægingarástandinu og or- sökum þess eru réttar, það sem þær ná. En sá galli er bara á gjöf Njarðar, að þær ná of skammt. Undir yfirborði hinna almennu orðatiltækja Sjálfstæðisblaðanna um öngþveiti, skort á mann- dómi, hættulegt niðurlægingar- ástand, flokkastreitu o. s. frv., felast pólitískar stórsyndir Sjálfstæðisflokksins. Vegna þess að forustumenn Sjálfstæðisflokksins skorti mann dóm og víðsýni, féllu þeir fyrir þeirri freistingu að meta meira „steiktu gæsirnar", sem Alþýðu- flokkurinn bauð þeim, heldur en lausn vandamála þjóðarinn- ar á hinum hættulegustu tímum í minni nútímakynslóðarinnar. Þess vegna slitu þeir samstarfi við Framsóknarflokkinn og stofnuðu til innanlandsófriðar og harðvítugrar kosningabaráttu tvisvar á yfirstandandi ári. Með þessu sköpuðu þeir öngþveitið og hið hættulega niðurlægingar- ástand í atvinnu- og fjármálum þjóðarinnar, sem Sjálfstæðis- blöðunum verður nú svo star sýnt á og tíðrætt um. Ekki hafa forustumenn Sjálf- stæðisflokksins sér það til afsök unar, að þeim hafi ekki verið bent á hættuna af friðslitum þeitra. Það gerðu Framsóknar- menn rækilega mörgum sinnum Framsóknarmenn sáu og sögðu fyrir niðurlægingarástandið, sem mál vor myndu lenda í, yrði svo áfram haldið, er til var stofnað En allt kom fyrir ekkir Minni' hluta-þingmenn til handa Sjálf- stæðisflokknum skyldu sitja fyr- ir úrlausn dýrtíðarmálanna og annara vandamála þjóðarinnar, hvað sem tautaði. Á þenna hátt setti Sjálfstæðisflokkurinn hags- muni þjóðarinnar ofar flokks- íagsmunum, sem Sjálfstæðis- blöðin prédika nú að sé brýn skylda. En hvað vann svo Sjálfstæðis- flokkurinn við allt þetta flokks- hagsmunabrölt sitt? Ekkert. Hann fékk að vísu fjóra minni- hluta-þingmenn upp úr haust- kosningunum, en tapaði í stað- inn fjórum uppbótarþingmönn- um. Það eina, sem ávannst var, að kommúnistar græddu. Það er engu líkara en að Sjálf- stæðisblöðin hafi dálítið órólega samvizku eftir allt saman. Ekki er það neitt undrunarefni og alltaf er gott að iðrast, ekki sízt ef það er gert í tíma. En lakast er, að iðrun Sjálfstæðisblaðanna kemur nokkuð seint. Þó að þessi málgögn prédiki nú fagurt um, að nú verði allir flokkar að standa saman um lausn vanda- málanna og lækningu dýrtíðar- innar, þá er meira en hætt við, að tækfærin til úrbóta séu liðin lijá og sesija rnegi þ\ í við blaða- menn Sjálfstæðisflokksins: Þið komið of seint til þessa móts, litlir sveinar. Öll fagurmæli Sjálfstæðisblað- anna um nauðsyn á samstarfi allra flokka í þjónustu fóstur- jarðarinnar eru gé»ðra gjalda verð, ef þau eru sprottin af sannri iðrun og yfirbótarlöng- un. En ef þau eru ekki annað en Pílatusarþvottur, sem fram- kvæmdur er af hræðslu við það, að þolinmæði landsmanna yfir aðgerðarleysi Sjálfstæðisflokks- ins í dýrtíðarmálunum sé á þrot- um, þá horfir málið nokkuð öðruvísi við. Pílatusi tókst ekki með hahdaþvotti sínum að sýkna sig í gegnum aldaraðir. KARLMANNA- Alfatnaðir Buxur, stakar Rykfrakkar BRAUNS VERZLUN PÁLL SIGURGEIRSSON Dugleg stúlka óskast í vetrarvist til Siglufjarð- ar. Kaup 300 krónur á mánuði. Afgreiðsla blaðsins vísar á. Kvenfélagið „HJÁLPIN“ í Saurbæjarhreppi heldur hluta- veltu og dans í samkomuhúsinu við Saurbæ, þriðjud. 1. des. n. k. Skemmtunin byrjar kl. 9 e. h. NÆGAR BIRGÐIR af snyrtivörum og sólgleraugum. STJÖRNU APÓTEK Rekstur Akureyrarspítala. (Framhald af 1. sSðu). krónur. Gefur að skilja, að ofan á háan byggingarkostnað kemur eigi til mála, að bæjarsjóður geti einn borið slíkan reksturskostn- að. — Nú er það svo, og hefir ein- lægt verið, að sjúkrahúsið veitir móttöku öllum sjúklingum, er til þess leita utan af landi, og við athugun kemur í ljós, að legu- dagar utanbæjarsjúklinga eru fleiri en legudagar sjúklinga af Akureyri. — Fer hér á eftir sund- urliðun á því, livað margir legu- dagar eru úr hinum ýmsu lands- hlutum. Árið 1941 skiptust legudagar þannig: Legudagar 1. Akureyri 8187 2. Eyjafjarðarsýsla 6349 3. S.-Þingeyjarsýsla 1712 4. Reykjavík 941 5. N.-Þingeyjarsýsla 646 6. N.-Múlasýsla 539 7. Árnessýsla 322 8. Skagafjarðarsýsla 289 9. Hafnarfjörður 177 10. S.-Múlasýsla 169 11. A.-Skaftafellssýsla 155 12. Borgarfjarðarsýsla 146 13- V,.lmfj*rðir«ýiU ISO 14. N.-ísafjarðarsýsla 121 15. Siglufjörður 114 16. Snæfellsnessýsla 112 17. Útlendingar 78 18. Strandasýsla 60 19. Gullbr. og Kjósarsýsla 58 20. A.-EIúnavatnssýsla 36 21. V.-Húnavatnssýsla 14 Samtals á árinu 20335 Er af þessu ljóst, að Akureyr- arbær notar aðeins 40% af sjúkrahúsinu. Þá skal þess getið, að af þess- um 8187 legudögum á Akureyri eru berklasjúklingar 504 legu- dagar, sem ríkissjóður greiðir fyrir og ættu þeir að réttu lagi að vera á berklahæli. Þá vil ég og einnig benda á og taka til athugunar afstöðu ríkissjóðs til sjúkrahússins und- anfarin nokkur ár. Árið 1938 var kostnaður hér á sjúkrahúsinu 565,52 aurar á legudag. Árið 1939, 555,92 aur- ar, árið 1940, 695 aurar. . Árið 1938 voru legudagar berklasjúklinga 3216 og greiddi rikissjóður fyrir þá kr. 5.00 á líguáif, Arlð 1939 vor« legu- Ungir Sjálfstæðismenn scnda foringjum flokks síns kaldar kveðjur. Stúdentar í háskólanum, er fylgja „Sjálf- stæðisflokknum" að málum, gáfu fyrir skemmstu út blað, er þeir nefndu „Blað lýðræðissinnaðra stúdenta". Kom það út í tilefni af kosnhrgum i stúdentaráðið, en þcssir félagar komust þar enn í meiri- hluta og gumaði „Morgunblaðið" og önn- ur málgögn „Sjálfstæðismanna" mjög af „sigrinum". Hins var þar að engu getið, að kttnnugir telja að sigurinn sé eingöngu að þakka því, hve djarflega hinir ungu menn tóku til máls gcgn leiðtogum fiokks síns f blaði þessu og svörðu vendilega fyrir alla samábyrgð á „þróun" þeirri, er stefna flokksins hefir tekið ttndir forustu þessara herra nú á síðari árum. — í grein cinni í blaðinu segir svo um þetta efni m. a.: „Fylgi flokks þessa hefir stórlega hrak- að á síðustu árum, og af hverju? Jú, því er fljótsvarað. I>að er vegna valdagræðgi og forheimsku örfárra manna, sem illu heilli hafa komizt til of mikilla metorða innan flokksins. Þessi flokkur hefir við nokkrar undan- farnar kosningar til Alþingis boðið kjós- endum sfnum upp á að kjósa, það sem rnenn einna helzt gætu kallað fuglahræð- ur eða „lifandi lík“ — og þannig verið merkisberar löngu liorfinnar eymdar og volæðis. Ungu og starfshæfu fólki innan flokks- Ins er rutt til hliðar á meðan örvasa gam- almcnnum er otað fram. Einhverjum kynni nú að detta í hug, að flokksstjóm- in ynni kannske í anda þeirrar setningar: „að fíflunum skuli á foraðið etja“l Haldi þessú gamalmennadekri áfram, Ifður ckki á löngu þar til flokkur þessi verður orðinn pólitiskt hræ og segja sum- ir, að jafnvel nú þcgar sé nágustinn farið að leggja af honum.“ Ekki þætti þetta nú sérlega fögur eða prúðmannleg lýsing á heimilisháttum á fhaldsbúinu né húsbændunum þar, cf hún hefði fyrst birzt f Dcgi eða öðrum and- stöðublöðum. Væri hún þá vafalaust köll- uð svívirðilegt níð og álygar einar. Þótt ritháttur hinna ungu Sjálfstæðismanna sé að vísu ekki sérlega hógvær eða gætilegur, hefir hann þann mikla kost, að hann er skilmerkilegur, svo að ekki verður á því villzt, livað fyrir þeim mun vaka. Og vafalatist verður meira mark tekið á þess- ari einörðu rödd en annars, þar sem hún kemur upp úr innya koppi í búri „sjálf- stæðisæskunnar" í æðstu menntastofnun landsins. Fleiri gerast nú hreinskilnir en unggæðingarnir einir. Nýlega vildi Bjarni borgarstjóri Bene- diktsson og fleiri „Sjálfstæðismenn" í bæjarstjórn Reykjavíkur, að bærinn keypti „Sænská frystihúsið" og efndi til bæjarreksturs á því. Urðu um þetta deil- ur nokkrar í bæjarstjórn, og mælti Árni frá Múla einn á móti þessari ráðstöfun en ýmsir íhaldsmenn utan bæjarstjórnar — og jafnvel þorri þeirra — voru þcssu andvfgir og töldu það fullkomið brot á einu helzta stefnumáli flokksins. Gerðist „Vísir" málsvari þessarar skoðunar. Fór- ust ritstjóra blaðsins þannig orð í for- ustugrein um þetta efni: „Fari þessu svo fram, sem til er stofnað, verða þeir menn. scm sjálfstæðismenn hafa talið sig, að fara að endurskoða stefnu sína. Hér er um nýtt fyrirbrigði að ræða, sem þekkt er hjá kommúnistum og sósíalistum, en ekki Sjálfstæðisflokknum allt tU þessa." Kristján Guðlaugsson." Embættismaður á kjósendaveiðum. Páll Kolka, skáld og héraðslæknir í A.- Húnavatnssýslu, er ákveðinn Sjálfstæðis- maður, svo sem kunnugt er. Sfðustu dag- ana fyrir kosningar f haust dreifði hinn atliafnasami og frumlegi líkamshirðir út löngu áróðursbréfi meðal kjósenda gegn frambjóðanda Framsóknarmanna f hérað- inu, Hannesi Pálssyni, og til stuðnings við Jón á Akri. Bréf þetta mun einstætt f sinni röð og væri vel þess vert að birta það hér f heilu lagi, en þvf miður er þess þó enginn kostur rúmsins vegna, og verð- ur þvi látið nægja að birta nokkur sýnis- horn um hversu drengilega(l) læknirinn hyggst nota aðstöðu sfna sem cmbættis- maður til áróður6 og pólitískra áhrifa f héraði sínu. í bréfi þcssu segir svo m. a.: dagar berklasjúklinga 4880. Það ár greiddi ríkið einnig kr. 5.00 á Iegudag. Árið 1940 voru legu- dagar berklasjúklinga 5809, þá greiddi ríkissjóður kr. 6,22. Ef 'nú þessar tölur hér að ofan eru athugaðar, þá kemur í ljós, að í þessi þrjú ár hefir sjúkrahúsið skaðast um kr. 9.076.59 á berkla- sjúklingum. Þetta tel ég óviðun- andi. Þá er vert að geta þess, að hér á sjúkrahúsinu liggja geðveikir rnenn árum saman. Eer það tvennt saman, ranglæti og óþæg- indi. Ranglætið liggur í því, að þessir geðveikissjúklingar eru útilokaðir frá ríkisstyrk, vegna þess að þeir liggja á almennum spítala, en sem þeir annars fengju 4/5 hluta sjúkrakostnað- ar greiddan, ef þeir dveldu á Kleppi. En um óþægindin er það að segja, að með öllu er það óverjandi, hversu þeir oft raska ró almennra sjúklinga. Nú er það vitað mál, að ríkis- sjóður greiðir á berklahælum og geðveikrahælum 4/5 dvalar- kostnaðar af ákveðnu daggjaldi, og ef það daggjald eigi hrekkur fyrir reksturskostnaði, þá greið- ir ríkið reksturshallann. En ef ofangreint er tekið til saman- burðar, þá er það Akureyrarbær, greiðir rek»tnr»h*U* »f dvöl berklasjúklinga héðan og þaðan að af landinu, þeiiTa, sem á sjúkrahúsinu liggja. Þess vegna verður hér um tvennt að ræða. 1. Að ríkissjóður taki alveg að sér sjúkrahúsið og reki það á sinn kostnað eins og Landsspít- alann. 2. Eða þá, að ríkið greiði hlut- fallslega byggingar- og reksturs- kostnað sjúkrahússins, þannig, að utanbæjarsjúklingar og berklasjúklingar allir séu settir í hluta ríkissjóðs. Reykjavík hefir verið látin sleppa við að reka sjúkrahús. Það eina réttláta í þesari grein heilbrigðismálanna væri auðvit- að, að landið ræki öll sjúkrahús, og mætti rita um það langt mál.“ Almenningur hér Norðan- lands mun áreiðanlega einróma þeirrar skoðunar, að Alþingi beri skylda til að taka á þessu máli með skilningi og rpggsemi, eins fljótt og auðið er. Þetta mál er eitt af mest að- kallandi nauðsynjamálum bæjar og nærliggjandi sýslna og er vel, að bæjarstjórn hefir einum rómi beint því inn á þessa braut, sem mun, að allra þeirra dómi, sem málið hafa kynnt sér, hin eina rétta lausn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.