Dagur - 26.11.1942, Blaðsíða 3

Dagur - 26.11.1942, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. nóvember 1942 DAQUR ,.Ég hefi hingað til aðeins notað litinn hluta áf áhrifavaldi minti i flokksþágu... Ég hefi hlífzt við að nota aðstöðu mína sem heimilislæknir allra þeirra, er til mín leita, en þegar ráðizt er á mig......þá mun ég cinuig nota aðstöðu mína mér til varnar.“ Síðan snýr læknirinn máli sinu til kjósenda og mælist eindregið til þess, að þeir kjósi ekki Hannes, þar sem hann sé persónulegur andstæðingur sinn. Læknirinn segist ekki geta neitað því, að sér „svíði það dálítið" að meðal þeirra, sem styðji Hannes, séu nokkrir, „sem lægju nú undir grænni torfu, eða ættu börn sín þar, cf mfn hefði ekki notið við". (Enginn annar læknir hefði sjálfsagt get- að bjargað!!) „Við ykkur, sem berið þakk- læti til mín sem læknis, vil ég segja þetta: það væri daprara á heimilum sumra ykk- ar, ef min hefði ekki notið við“ o. s. frv. Sjálfstæðismenn liggja nú undir opin- berri ákæru um að hafa beitt mútum við kosningarnar, t. d. á Snæfellsnesi með síldarmjöls-, brennivíns- og peningagjöf- um og fleiru þ. u. 1. En eins og menn sjá á ofangreindum tilvitnunum i bréf Kolka héraðslæknis, er einnig hægt að stappa stálinu í kjóscndur að duga „sjálfstæðinu" sem lengst, með öðru en slíkum fóður- bæti! Hannesi á Undirfelli er vorkunn, þótt hann spyrji, hvort menn haldi, að það sé skemmlileg tilhugsun fyrir þá kjósendur I Húnaþingi, er kynnu að vera á annarri skoðun en Kolka læknir í póli- tík, að leggjast t. d. sjálfir undir hnífinn á skurðarborð lijá slíkum héraðslækni, eða vitja hans til barna sinna! LÍNUVEIÐARINN ,SÆKORG‘ (Framh. af 1. síðu). og 2 farþegar, íslendingur og Bandaríkjamaður, en skipið var í flutningum fyrir setuliðið. — Mennirnir voru þessir: Jóhann Friðriksson, skipstjóri, Reykjavík, fæddur 1913, kvænt- ur og átti 1 barn. Valdimar Schiöth, stýrimað- ur, Hrísey, fæddur 1920, ókvænt- ur, á móður á lífi. Eðvald Valdórsson, 1. vélstj., Vestmannaeyjum, fæddur 1912, kvæntur og átti 1 barn. Aðalsteinn Jónsson, 2. vélstj., Hrísey, fæddur 1898, kvæntur og átti 3 börn. Óli G. Friðriksson, matsveinn, Aðalvík, fæddur 1914, ókvænt- ur, á foreldra á lífi. Páll Pálmason, háseti, Akur- eyri, fæddur 1923, ókvæntur, á foreldra á lífi hér í bænum. Hallgrímur Baldi Hallgríms- son, farþegi Reykjavík, fæddur 1910, kvæntur og á 1 barn. Auk Hallgríms var 1 Banda- rikjamaður farþegi með skipinu. Línuveiðarinn „Sæborg“ var smíðaður í Noregi árið 1902, en yfirbyggður á yfirstandandi ári og sett i hann dieselvél. Skipið var 73 smál. að stærð. Eigendur þess voru þeir feðgar Jörundur Jörundsson og Guðmundur Jör- undsson, útgerðarmenn í Hrísey. FRÁ BÓKAMARKAÐINUM 'Framh. af 1. síSu. fleygur, — sem ekki mun heldur tilætlun höfundarins — er hann vfðast hvar með mlldum og sérlega viðfelldum blæ og nær enda sums staðar upp í heiðríkju og ein- faldleika hins langlífa þjóðkvæðis, er geymist á vörum alþýðunnar, þótt nafn höfundarins gleymist. HELGAFELL. septemberhefti. TTEFTI þetta hefir fyrst nýlega borizt blaðinu. Flytur ritið að vanda margt skemmtUegt og fróðlegt lestrarefni, er at- hygli mun vekja. Má þar til nefna þýð- ingu Magnúsar Ásgeirssonar á hinu spá- mannlega kvæði Araulfs Överlands: Þú mátt ekki sofa, grein Jóhanns læknis Sæ- mundssonar um heilsufar og hindurvitni og Sverrís Kristjánssonar um vamir ráð- stjómarríkjanna; mlnningarorð um skáld- 19 Siynrjón Frlðjónsnm 79 in, oy SVIPIR SAMTÍÐARMANNA. TIMOSHENKO LEIFTURSÓKN er hugtak, sem skapaðist á fimmta tug tuttugustu aldarinnar. Það er nú orðið á hvers manns vörum og ó- tal dæmi þess víða um lönd. En þótt herir hafi farið geyst yfir og hershöfðingjar og stjórnmála- menn komið og horfið af sjónar- sviðinu sem leiftur á undanförn- um styrjaldarárum, er vafasamt hvort nafn nokkurs þeirra hefir náð frægð og metorðum með jafnmiklum hraða og Semyon Timoshenko, marskálkur. Hann var algerlega óþekktur, utan landamæra Sovétríkjanna, þar til síðla sumars árið 1939. Þá heyrði Vestur-Evrópa fyrst nafn Timo- shenko; rússneskur her undir hans stjórn, hélt inn í austurhér- uð Póllands. Utan herstjórnar- innar rússnesku og áhrifamanna í Kreml munu fáir liafa vitað, að hin kærasta vinátta liafði tek- izt með Stalin og hinum hæg- láta yfirmanni setuliðsins í Kiev. Þetta þótti benda til þess, að honum væri mikill frami bú- inn innan Rauða hersins. En jafnvel þeim, sem kann að hafa flogið þetta í hug þá, mun vart hafa órað fyrir því, að innan tveggja ára yrði nafn hans á .hvers manns vörum í fimm heimsálfum. Stjarna þeirra hers- höfðingja Rússaveldis, sem kom- ust af í „hreinsuninni" stóru, 1938, hefir dofnað og fjarlægst eftir því sem styrjaldarárunum hefir fjölgað. Frægð Timo- shenkos hefir gjörsamlega yfir- skyggt þá. Það var hann, sem tók Rostov úr höndum hins „ósigr- andi“ þýzka hers í fyrrahaust og jrað var hann, sem fyrstur hers- eftir hann; „Eftirmæli bókasafns" eftir Krístmann Guðmundsson. Þá eru og í ritinu smásaga, bréf frá lesendum, grein- arflokkamir „Utan garðs og innan’ og „Léttara lijal“ eftir ritstjórana, bók- menntadómar og fleira. Litprentuð mynd af málverki Finns Jónssonar: Sjómaður, fylgir heftinu. — Hér á Akureyri mun þetta hefti „Helgafclls vekja öllu meiri athygli en ella myndi sökum þess, að f því birtast allharkalegar ádrepur á verk tveggja þekktra borgara bæjarins: Halldór menntaskólakennarí Halldórsson fær þar orð í eyra frá Helga Hjörvar, vegna rit- dóms um „Hrafnkötlu“-útgáfuna nýju. Er sú grein Hjörvars rituð i hinura kald- hæðna fyrirlitningartón, er verið hefir mjög i tizku nú um stund, síðan um þær mundir, að Þórbergur Þórðarson reit „Bréf til Láru“ og Halldór Kiljan lagði fyrst orð í belg um íslenzkt menningar- ástand. Mun sá „stíll“ nú brátt genginn mjög til húðar sér, þegar allir bögubósar telja sig nú orðið mehn til að nota hann og fylla ræðu sína afkáralegum öfgum, öfugmælum og rökleysum, kalsi og yfir- læti, að dæmi þessara spámanna. Tómas Guðmundsson tekur Skrúðsbónda Björg- vins Guðmundssonar og bókmenntadóma um hann til yfirvegunar. Er þar öllu bet- ur í hóf stillt en i grein Hjörvars, og um- ræðunum viffast haldið i sæmllcga kurteis- legum rökræðustil. En meffan svo er á haldið, er sízt um þaff aff sakast, þótt allir verði ekki á eitt sáttir um niðurstöffurnar, því aff „sfnum augum lítur hver á silfrið", ekki sfzt, er um mat á bókmenntum og öðrum fögrum listum er að ræða, en hóf- samlegar rökræffur um þá hluti frá fleiru en einu sjónarmiði, ættu aff geta dýpkaff skilning á verkunum og flýtt fyrir sann- gjörau og efflilegu mati á gildi þeirra fyrir framtiðina. Pr- ....... .......9, ---------- höfðingja gróf stoðirnar undan þeirri útbreiddu trú meðal al- mennings, að herskarar Hitlers væru ósigrandi. * * JjESSI vaski hermaður Sovét- Rússlands er 47 ára gamall. Útlit hans er ekki með þeim hætti, er almenningur kýs helzt að hafa á hetjum sínum. Hann er skollóttur og þrekvaxinn og svipur hans ber vott um ró, stefnufestu og þrautseigju; hann er þess vegna ágætur fulltrúi hinna þrautseigu ukrainsku bænda, en það er ættleggur hans. Fyrir 27 árum dró hinn núver- andi marskálkur fram lífið sem vinnumaður á herragarði nokkr- um í Bessarabíu. Á meðan stóð á hinni söguríku borgarastyrj- öld 1918—20, var stormasamt þar um slóðir. Bessarabía var ýmist í höndum vina eða óvina og svo fór að lokum, að hún hafnaði undir rúmenskum fána. Árið 1940 tóku Rússar hérað þetta herskildi. Her Timoshenkos hélt inn í æskustöðvar hans. Þjóð- sagan segir, að er hann hélt inn í þorp nokkurt, hafi gömul kona hlaupið á móti honum og faðm- að hershöfðingjann að sér. Það var móðir hans, sem ekki hafði séð son sinn í 25 ár. Vera má, að þetta sé skáldskapur einn. En þannig hefir alþýðan skapað sögu þessa. JJERMENNSKA Timoshenkos hófst árið 1915. Þá var hann kvaddur í þjónustu í her Tsars- ins og gerðizt riddaraliðsmaður. Hinn ungi vinnumaður var 2 ár í styrjöldinni, en fékk þó engan frama. Þegar borgarastyrjöldin hófst gekk hann í lið með bolsé- víkkum og varð brátt þraut- reyndur í smáskæruhernaði. Svo var „félaga Semyon“ falin stjórn lisveitar og síðar deildar riddaraliðs. Við árslok 1918 var hann orðinn yfinnaður her- deildar á Krímskaga. Þá var það, að rás viðburðanna bjó honum varanlega framtíð í hinu ný- stofnaða ríki bolsévíkkanna. — Hann varð einn af verjendum Tsaritsyn-borgar í Suður-Ukra- inu, en nafn þeirrar borgar hef- ir verið tengt nöfnum flestra ráðamanna Rússlands á síðari árum. Því að það var frá Tsarit- syn, sem Stalin hóf baráttuna gegn Trotsky, sem þá var yfir- maður Rauða hersins. Félagarn- ir frá Tsaritsyn eru tengdir böndum, sem staðizt hafa tíma- bil óeiningar, innanrikiserja og „hreinsunar”. Þeir, sem voru með Stalin í Tsaritsyn hafa síð- an margir hverjir, gegnt æðstu trúnaðarstörfum í her og stjórn- málalífi Sovét-Rússlands. * * JjAÐ var í Tsaritsyn, sem Timo- shenko, þá 23 ára gamall, var skipaður yfirmaður 6. ridd- araherfylkisins. Á 2 árum hafði vegur hans vaxið frá óbreyttum liðsmanni til yfirmanns herfylk- is. En að borgarastríðinu loknu lét hann sér ekki nægja fengna reynslu og viðurkenningu. Sig- sæld í smáskæruhernaði var ekki nægilegur mælikvarði á hæfni til átaka í stórfenglegum hern- aði. Hinn ungi foringi settizt á sHólabekk. Árin 1920-1935 voru 3 HVERS VEGNA eruð þér að leita að allskonar PRJÓNAGARNI, FATAEFNUM, FRAKKAEFNUM, KJÓLA- og KÁPUEFNUM, þegar hægt er að fá allt þetta í GEFJUN. Með því að kaupa GEFJU NAR-VÖRUR sparið þér bæði tíma og peninga. Munið eftir Gefjun ef þér gerið innkaup, það er yðar hagur. Ullarverksmiðjan GEFJUN. JÖRÐIN YTRI-BRENNIHÓLL í Kræklingahlíð er til sölu og laus til ábúðar i vor komandi. Bústofn getur fylgt með í kaupunum, ef óskað er. Semja ber við undirritaðan eiganda jarðarinnar. Gunnar H. Kristjánsson, Verzl. Eyjafjörður. samfelldur námstími. Til ársins 1927 dvaldi liann við æðsta hern- aðarskóla Rússa en lagði því næst land undir fót og hélt til Þýzkalands. Þar dvaldi hann til ársins 1935 og stundaði nám af mikilli kostgæfni við æðstu menntastofnanir Þjóðverjar á sviði hernaðar. Þaðan hefir hann þekkingu sína á þýzkum hugs- unarhætti og þýzkum aðferðum og sú þekking hefir reynst Rúss- um vel en Þjóðverjum miður. ♦ * J7FTIR heimkomu sína, 1935, var hann skipaður aðstoðar- hershöfðingi á Kiev-svæðinu. — Yfirmaður hans var Yakir hers- höfðingi, sem „afmáður" var 1938, ásamt Tukhatchevski. Ár- ið 1937 var hann skipaður yfir- maður hersins í Norður-Kákasus, en eftir „hreinsunina" 1838 fór hann aftur til Kiev og tók þar við stjórn. Þannig hefir hann jafnan verið þar um slóðir, sem hans var mest þörf síðar, — til varnar gegn herskörum nazista, — í smáskæruhernaði á Svarta- hafsströndum og við Rostov 1918, síðar á Krím, í Ukrainu 1919 og 1920, — og loks sem yfir- maður við Kiev, Kharkov og í Kaukasus og loks í Kiev aftur. Allir þessir staðir og nágrenni þeirra hafa verið orrustuvöllur á undanförnum mánuðum. Timochenko þekkti landið sem herir hans vörðu svo djarflega. Hlutskipti hans verður að reka innrásarherina af rússneskri grund og leggja grundvöllinn að endurtekningu viðburða ársins 1812. Ef til vill sjást þess þegar merki, að honum takizt að Ijúka þessu hlutverki með eigi minni sæmd, en honum hefir hlotnast fyrir afrek sín í fyrri þætti hins mikla harmleiks, er nú geysar á hinu víðlenda sviði austur þar. GET LEIGT HERBERGI frá 1. des. n. k. Valdimar Pálsson Hámarstíg 3, Sfmi 429. FJÁRMÖRK Harðar Garðarssonar Rifkels- stöðum: Biti fr. h„ stýft biti a. v. og Biti fr. h„ stýft gagnbitað v. Halldórs Garðarssonar Rifkels- stöðum: Sneitt fr. biti a. h„ tví- bitað fr. v. HERBERGI til leigu fyrir einhleypan, nú þegar. Aðalsteinn Tryggvason, Klettaborg. Bamastúkan Bernskan heldur fund þriðjudaginn 1. des. n. k. í Skjald- borg. A-flokkur skemmtir og. fræðir. ERLEND TlÐINDI (Framh. af 1. síðu). Rommel muni snúast til varnar. í Túnis sækja herir Banda- manna í áttina til Bizerta og Túnisborga. Hefir komið til smávægilegra átaka, en stóror- ustur í aðsigi. pRANSKA Vestur-Afríka hefir gengið í lið með Bandamönn- um. Hefir Vichystjórnin þá alls engin nýlendu yfirráð lengur, þar sem lönd Frakka á vestur- hveli jarðar hafa samtímis gert samninga við Bandaríkin, án af- skipta Vichy. EIMREIÐIN, 3 h. þ. á„ er komin út fyrir nokkru. Eftir venju hefst ritið á greinaflokkin- um „Við þjóðveginn“ og fylgja 7 myndir. Richard Beck prófes- sor skrifar um skáldið Einar P. Jónsson (með mynd) og Lárus Sigurubjörnsson um „Heiðblá- in eða leikkonuna frú Guðrúnu Indriðadóttur (fylgja 6 myndir), Aðrar frumsamdar greinar í þessu hefti eru eftir Hjört frá Rauðamýri, J. Magnús Bjarna- son og Svein Sigurðsson, ritstj. Eimreiðarinnar. Ennfremur flyt- ur ritið nokkrar þýddar greinar, sögur eftir Þóri Bergsson og Friðrik Á. Brekkan, nokkur kvæði og ýmislegt fleira smáveg- is, þar á mcðal ritsjá eða bóka- dóma,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.