Dagur - 10.12.1942, Síða 2

Dagur - 10.12.1942, Síða 2
2 DAGUR Fimmtudagur 10. desember 1942 ,HÖFUÐVERKEFNIÐ4 Undir þessari fyrirsögn flytur Morgunblaðið ritstjórnargrein 29. nóv. síðastliðinn. Höfuðverk- efnið, sem nú liggur fyrir að dómi blaðsins, er í því fólgið, að allir flokkar taki nú höndum saman um lausn dýrtíðarmál- anna og viðreisn atvinnuveg- anna. Jafnframt bendir Mbl. á, að frumskilyrði þess, að slík samvinna geti hafizt, sé það, að flokkarnir leggi sérmál sín og ágreiningsmál á hilluna, en beini öllum kröftum að „höfuð- verkefninu.“ Um þessa nauðsyn farast Mbl. m. a. svo orð: „Þetta er svo augljóst mál, að í raun og veru ætti ekki að þurfa um það að ræða. Spurn- ingin er aðeins sú, hvort þing- flokkarnir telja dýrtíðarmálin svo þýðingarmikil fyrir þjóðfé- lagið, að þeirra vegna sé rétt að taka höndum saman og leggja öll ágreiningsmál til hliðar. Eng- um blandast hugur um það, að með sameiginlegu átaki allra flokka og þar með allrar þjóð- arinnar, er hægt að vinna bug á dýrtíðinni. — Hitt er jafnaug- ljóst, að veik ríkisstjórn með sterkri andstöðu innan þings og utan getur litlu áorkað í þessu efni.“ Þó að allar þessar bendingar Mbl. um „höfuðverkefnið" og frumskilyrði fyrir samvinnu miði í rétta átt, þá er málið ekki eins einfalt eins og blaðið lætur í veðri vaka. Fyrst er nú það, að þó að aliir flokkar kæmu sér sam- an um, hvert höfuðverkefnið væri og um nauðsynina á lausn þess, þá er ekki alveg víst, að allir kæmu sér saman um, hvem- ig ætti að því að fara að leysa það. Og er það ekki einmitt þetta sker, sem allar fram- kvæmdir hafa strandað á að þessu? Það vantar ekki, að allir flokkar hafa talað um bölvun dýrtíðarinnar, en þegar komið hefir til ákveðinnar lausnar á henni, þá hafa leiðir skilizt. Á haustþinginu 1941 lagði Ey- steinn Jónsson fram ákveðnar tillögur um lausn dýrtíðarmáls- ins og verndun atvinnuveganna. Þær voru í því fólgnar að festa gtunnkaup og verðlagsuppbót launþega um eins árs skeið og setja takmörk fyrir verðlagi á nauðsynjavörum til jafnlangs tíma. Þessa leið, lögfestingarleiðina, vildu Framsóknarmenn fara. Allir hinir flokkarnir völdu hina svonefndu „frjálsu leið“. Það þarf ekki að lýsa því, hvernig sú leið reyndist. En ef þá hefði ver- ið farið að ráðum Framsóknar- manna, myndi ástandið nú hafa verið allt annað og betra en það er. Og hvernig hefir það nú tek- izt hingað til að fá flokkana inn á þá braut að leggja sérmál sín til hliðar í bili vegna aðkallandi samvinnu á „höfuðverkefninu?“ Nærtækast dæmi þar hefir Mbl,- flokkurinn gefið. Kjördæmamál- ið var sérmál þess flokks. Til þess að vinna að framgangi þess, sleit Sjálfstæðisflokkurinn sam- vinnu við Framsóknarmenn um lausn „höfuðverkefnisins" og lagði það á hilluna. Síðan hefir allt keyrt um þverbak í dýrtíðar- málunum og viðreisn atvinnu- veganna eins og kunnugt er. Þannig hafa Mbl.menn hing- að til gætt þjóðfélagslegrar skyldu sinnar gagnvart „höfuð- verkefninu". Þeir áttu þess kost að vinna að lausn þess með Framsóknarflokknum, en þeir bara vildu það ekki og kusu hitt heldur að vinna að framgangi ímyndaðs hagsmunamáls flokks síns. Þess vegna er nú komið sem komið er: Dýrtíðin í algleym- ingi, atvinnuvegirnir að sligast undan ofurþunga framleiðslu- kostnaðar og upplausn og öng- þveiti ríkjandi í fjármálunum. Mbl. segir, að hægt sé að vinna bug á dýrtíðinni með átaki allra flokka og allrar þjóðarinnar. — Þetta má vera, þó að hæpið sé að fullyrða það fyrirfram. Gam- all talsháttur segir, að seint sé að byrgja brunninn, þegar barn- ið sé dottið ofan í hann. Spurn- ingin er, hvort barnið sé ekki þegar dottið í brunninn. En ef til vill mætti þó enn bjarga því upp úr með lífsmarki. En hvað sem um það er, þá er þó hitt hafið yfir allan efa, að fyrir einu ári síðan hefði lausn dýrtíðar- málsins verið mörgum sinnum léttari en nú er orðið. Hitt er laukrétt hjá Morgun- blaðinu, að veik ríkisstjórn get- ur litlu áorkað. Um það hafa all- ir landsmenn hlotið dýrkeypta deynslu þann tíma, sem Sjálf- Framh. af 1. síSu. nú háttað? Undanfarin 2 ár hel- ir innflutningur til landsins mátt heita frjáls frá hendi íslcnzka ríkisins. — Viðskiptahömlurnar hafa skapazt af því, að viðskipta- lönd okkar, Bretland og Banda- ríkin, hafa stöðugt hert á út- flutningseftirliti sínu og bannað æ fleiri vörutegundir. Nú er svo komið, að mjög lítið af nauð- synjavörum, fyrir utan kol, salt og sement, fæst nú útflutt frá Bretlandi. Aftur á móti er ut- íiutningur enn leyfður þaðan á ýmis konar glysvarningi og mun- aði. Þessi varningur hefir verið fluttur inn fyrir milljónir króna. Eru ótal dæmi um óhóf og eyðslu í þessum efnum og nefndi ræðu maður nokkur. Svipaðar sögur má segja frá Bandaríkjunum. Þannig er gjaldeyrir þjóðarinnar notaður nú í stórum stíl og þannig verð- ur hann notaður, nema tekið verði í taumana. Þessi innflutnignur færir þjóð- inni engin varanleg verðmæti. En varasjóði hennar, hinum er- Iendu innstæðum, er sóað á gá- leysislegan og vítaverðan hátt. Islenzkt fjármagn til viðreisnar eftir stvíðið. Það er hin ríkasta nauðsyn fyrir þjóðina, að koma í veg fyr- ir það, að þeim auði, sem safnazt hefir á íslenzkar hendur undan- farin ár, verði eytt til slíkra hluta. Fyrir fé þetta verðum við flsoeir petursson oifleröarmaíuf látinn. Hann andaðist í Reykjavík síðastl. sunnudagsmorgun. Hann var hátt á sjötugsaldri og farinn að heilsu. Frá því að Ásgeir varð full- tíða maður og fram að síðustu tímum, hefir hann verið einn af stórhuguðustu og framkvæmda- sömustu kaupsýslu- og útgerðar- mönnum, er land vort hefir al- ið. Lék orð á, að á ýmsu ylti um fjárhag hans, stundum var hann talinn milljóner, en hinn sprett- inn öreigi. Það var víst ekki samkvæmt skaplyndi hans að safna auði auðsins vegna, en hitt var honum jafnan ríkt i huga að láta eftir sig sjást stórfram- kvæmdaspor við tímans sjá. Þess vegna var hann ódeigur við að hætta öllu sínu í þágu þeirr- ar hugsjónar. Hitt var þó ekki minna vert, að Ásgeir var hinn drenglyndasti maður og hvers manns hugljúfi. Því minnast hans allir með hlýjum hug og söknuði. Framtíðarkonur! Munið fundinn í Skjaldborg á föstudagskvöldið. I. O. G. T. Fundur í ísafold þriðjudaginn 15. þ. m. Æ. T. stæðismenn hafa farið með völd- in. En Sjálfstæðismenn hafa sjálfir valið sér það hlutskipti að stofna til hinnar veikustu og aumustu stjórnar, sem verið hef- ir við völd á íslandi, síðan við fengum innlenda stjórn. Þeir hafa því ekki við neina að sakast nema sjálfa sig. „Minningar og heit“. ■yNGUR Þingeyingur, Jónas Bald■ urson á Lundarbrekku, sendi blaS- inu nýlega grein, er hann nefnir svo, í tilefni af fullveldisdeginum og ritaða þann dag. Því miður er hér ekki rúm til þess að birta grein Jónasar í heild, enda var í síðasta tbl. „Dags“ rætt um fullveldisdaginn í nokkuð svipuðum anda. í greininni segir svo m. a.: „Helgi þessa dags er sigurljóminn af langri baráttu islenzkra afreks- manna og íslenzkrar alþýðu. Svo eft- irsóknarverður sem sigur er i hverri baráttu, þá er hitt þó ekki síður þýð- ingarmikið, að geta haldið sigrinum, eftir að baráttunni er lokið. En það virðast oft mannleg ein- kenni, að vera fálátari um það, sem þeir eiga, en hitt, sem þeir ekki hafa náð. Meðan frelsissókn Islendinga stóð sem hæst, voru það réttindi frelsisins sem þeir mátu umfram allt. Fyrir þau ófengnu réttindi sameinaðist þjóðin í einum anda undir sinn unga fána. Núna, þegar fullveldi landsins er við- urkennt, ber þjóðinni að rækja með sama einhug skyldur sínar við írelsið, svo framarlega hún vilji halda því. .... Þjóðfélagsástand íslendinga er órætt og ískyggilegt sem stendur. Meginorsökin er sú, að stjórnmála- flokkarnir hafa oft og of margir svikið hugsjónir sípar og stefnumál, hafa brugðizt sjálfum sér og hverjir öðr- um og þá um leið þjóðinni allri. Dýr- tíð og verðbólga, hinn íslenzki stríðs- púki, sem hræðir orðið alla þjóðina, er aðeins yfirborðsfroða á innri spill- ingu: skipulagsleysi á framleiðslu, skipulagsleysi í viðskiptum, eftirláts- semi og undandráttar og siðleysis í öllu samlífi. . . . Þjóðfrelsi Islendinga, okkar dýr- mætasta sameign er í uggvænni hættu vegna eigin vanrækslu. Þessi dýru réttindi, semíslendingarhafa kynslóð- um saman fórnað sér fyrir. Hvílík dauðasök væri það ekki að týna þeim nú? Ekkert þarf íslenzkur æskulýður eins að ástunda eins og skylduna við frelsið. Með sjálfsaga og þreki verður hann að rísa gegn eftirlátsseminni við hinar lágu, siðlausu hvatir sem nú ráða meiru en skyldi í þjóðlífi okkar: hégómagifnina, eigingirnina og ill- girnina. Hann verður að heita fram- tíðinni og frelsinu trúnaði sínum í minningu sinna þjóðræknustu og fórn- fúsustu feðra. Beri hann gæfu til þessa, verður okkar langþráða full- veldissól ekki nein skammdegissól heldur lífgjafi nýrra vordægra." Bókaverzlúnin Edda hér í bæn- um hefir flutt í vegleg húsa- kynni við Hafnarstræti (París) og opnað þar snotra og rúmgóða búð. Er þar að fá nýjar, íslenzk- ar bækur og eldri útgáfur, er- lendar bókmenntir o. m. fl. Fyrstu bækur Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins koma með m.s. Sigríði. Kaupendur vitji þeirra í BÓKAVERZLUNIN E D D A. Akureyri. Kœrkomin jólagjöf er MAX FACTOR Hárgreiðslustofan Bylgja Frjáls kaup á ríkisskuldabréfum að kaupa skip, vélar, byggingar- efni og annað, er þarf til þess að halda við og endurbæta i'ram- leiðslutæki landsmanna. Margar framkvæmdir urðu að bíða fyrir stríðið vegna þess, að fjármagn var ekki til framkvæmda. Það varð venjulega að sækja það í hendur erlendra lánardrott.na. Nú er þetta fjármagn til í ís- lenzkum höndum, og verkefnin bíða allsstaðar. En við verðum að horfast í augu við þá staðreynd, að það væri fljótráðið að ætla sér að hefja slíka viðreisn nú. Skip, vél- ar o. þ .h„ er nú með öllu ófá- anlegt. Byggingarefni er svo dýrt, vegna geysilegra flutningagj ilda og skipaskorts, að ekkert vit er að ráðast í stórar framkvæmdir á því sviði, eins og stendur. Geymum sparaðan eyri. Leiðin, sem fara á, er sú. að geyma hið fengna fé í erlendri mynt, þangað til styrjöldinm lýkur og ráðast þá í stórfelldar framkvæmdir. Þá kaupir hver krónan margföld verðmæti á við það, sem nú fæst fyrir hana. Þessi geymsla hins erlenda varasjóðs atvinnuveganna verð- ur ekki örugg, nema takmarkað- ur verði mjög innflutningur til landsins og hann bundinn ein- göngu við nauðsynjar. Slikar ráðstafanir myndu vitaskuld leiða til vöruskorts, svo framar- lega sem kaupgetan héldist ó breytt. Þetta er mönnum vei ljóst og þess vegna eru miklar umræður um það, að minnka kaupgetuna og dýrtíðina, — með auknum sköttum eða skyldu- sparnaði, t. d. Ræðumaður sagð- ist dauftrúaður á þær aðgerðir, skattar væru hér þegar háir, og allar þvinganir væru íslending- úm ógeðfelldar. Hvað ætti þá að gera til þess að draga úr seðla- veltunni, — minnka hina trylltu eftirspurn eftir hverskonar varn- ingi. — Blöðin töluðu um stríðs- gróða, sem taka þyrfti úr umferð, — en væri ekki á einu rnáli um það, hvar hann væri að finna. Utgerðarmenn segðust engan stríðsgróða hafa, — togararnir liggja bundnir við hafnargarð- ana og sama má segja um flest hinna smærri skipa nú. Mönnum er Ijóst að gróði heildsaianna í höfuðstaðnum er geysilegur, en ekki mundi auðvelt að handsama hann. En hvernig sem þvi væri varið, vissu allir, að einstakling- ar hefðu yfir geysilegum fjái- fúlgum að ráða og alþýða manna sérstaklega í Reykjavfk, meira fé en nokkru sinni fyrr. Væri því ekkert undarlegt þótt eftirspurn- in væri geysileg. Frjáls kaup á ríkisskulda- bréfum. Hvernig fara stríðsþjóðirnar að því að afla fjár til styrjaldar- reksturs síns? Af því mættum við læra nokkuð. Einn af meginþátt- um í fjáröflunum stórveldanna til styrjaldarrekstursins, er frarn- lög borgaranna, af frjálsum vilja, með kaupum í stíðsskuldabréf- um, — „Sigurbréfum". Allir eru hvattir til þess að vera með. stór- ir og smáir. Öflugum áróðri er haldið uppi af ríkinu, til þess að leiða mönnum fyrir sjónir, hversu satt það er, að margt smátt geri eitt stórt. Ameríkumenn skýra þetta þannig fyrir þegnunum: „Við þurfum að framleiða 45000 skriðdreka, 60000 flugvél ar, 20000 loftvarnabyssur o. s. frv. Þetta kostar samtals 56 miljarða dollara og þessu fé þutf- um við að verja, ef okkur á að takast að hefta tilraunir Mönd- ulveldanna til þess að þrælka allt mannkyn. Við þurfum á þínum dollur- úm að halda, — að láni, og þessa hjálp þurfum við að fá þá frá þér nú jtegar. Sérhver dollari, sem þú lánar ríkinu, með því að kaupa stríðs- skuldabréf, hjálpar ekki aðeins til þess að framleiða hergögn, heldur einnig til þess að halda niðri verðlagi í landinu. Með því að leggja til hliðar í stað þess að cyða, minnkar þú eftirspurnina

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.