Dagur


Dagur - 18.02.1943, Qupperneq 3

Dagur - 18.02.1943, Qupperneq 3
Fimmtudagur 18. febrúar 1943 D A G U R 3 Skíðamót Akupeyrap, gKÍÐAMÓT AKUREYRAR hófst s.l. sunudag með keppni í stökki, í skíðabrautinni við Miðhúsaklappir. Ármann Dal- mannsson setti mótið með ræðu; gat liann þess m. a. að þetta væri í fyrsta skipti, sem stökkkeppni færi fram á þessari braut, eftir að hún var fullbyggð, færi því fyrst fram vígsla brautarinnar. Að ræðu Ármanns lokinni hófst vígslan með því að lítil telpa klippti sundur rautt silkiband, er strengt hafði verið yfir þvera brautina milli tveggja ísl. fána. Þvi næst stökk Guðm. Guð- mundsson frá Siglufirði, sá er þjálfað hefir stökkmennina hér undanfarið, hann stökk 26 metra, en hægt mun vera að stökkva rúml. 30 m. á brautinni. Að því búnu fór hver keppandi reynslustökk og loks hófst keppn- in. — í eldri flokknum varð hlut- skarpastur Þorst. J. Halldórsson, M. A., stökk hann 24. m. og hlaut 221,5 stig, annar varð Júl. B. Magnússon, Þór. 23 m., 205,7 stig, þriðji Páll Línberg, K. A., 22 m., 202,3 stig. í yngri flokknum sigraði Finn- ur Björnsson, M, A., stökk hann 24þ£ m., sem var lengsta stökk mótsins af keppanda stokkið og hlaut 220,3 stig, annar varð Gunnar Karlsson, K. A., 24 m. 206,9 stig, þriðji Sig. Þórðarson, K. A., 22 m., 202,1 stig. Á leikskrá voru 16 nöfn, en einn mætti ekki til leiks. Næst fór fram stökksýning drengja, 14—16 ára og yngri en 14 ára. Var þá stokkið í minni brekku, fáeinum metrum sunn- ar. í eldri flokknum varð fyrstur Ari Guðmundsson, stökk 13 m., 207 stig. Annar Jón Halldórsson, stökk 12 m., 192 stig. Þriðji Ragnar Steinbergsson, 11 x/2 m., 188 stig. Yngri en 14 ára: Bergur Eiríksson stökk lli/2 m., 208 stig, Birgir Sigurðsson stökk 12 m., 204 stig. Kristinn Jónsson stökk lU/> m., 200 stig. Þess má geta hér, að seinna í þessu móti ætlar skíðanefndin, sem um mótið sér, að láta fara fram keppni í stökki fyrir drengi og veita verðlaun, því að það mun þurfa að lagfæra litlu brekkuna eitthvað, áður en regluleg keppni getur þar farið frarn. Um einstaka keppendur er lítið að segja, flest eru þetta ný- liðar í stökki, en sumir þó efni legir og rná mikils af þeim vænta í framtíðinni. Af þeim, sem stukku í fyrra á landsmótinu, hefir Þorst J. Halldórssyni farið einna mest fram. Hann nær nú nokkuð góðri spyrnu og hefir mun betra svif. Finnur Björnsson náði þó beztu spyrnunni og fékk þar með lengsta stökkið, en lengd stökks- ins fer mikið eftir því hve spyrn an er góð. Svifið hjá Finni er all gott og árangur hans má heita góður, þar sem hann er aðeins 17 ára gamall. Sig. Þórðars. vantar alveg spyrn una; hann rennur bara fram af hengjunni, en svifið er gott hjá honum og lendingin allgóð. Það tilkynnist vínum og vandamönnum, að Guðríður Brynjólfsdóttir Stokkalilöðum, andaðist að heim- ili sínu sunnudaginn 14. þ. m. Jarðarförin ákveðin sxðar. Börn hinnar látnu. Smástrákarnir stökkva margir hvern tíma, getum við leyst þrautina“. Og þetta hefir reynzt meira en orðin tóm. Svisslendingar hafa af þegnskap og hjálpfýsi leyst þessa þraut, neitað sér um eitt- hvað og bjargað þúsundum barna frá því að veslast upp og deyja. Enginn þarf að efa, að þriggja mánaða dvölin í Sviss sé ekki mikils virði. Um það eru dæm- in deginum ljósari.'Ekki aðeins vegna þess, að hún er líkamleg hressng fyrir börnin, heldur og af því, að börnin sem tekin eru af götum Aþenu t .d., þar sem menn deyja úr hungri á degi hverjum, eiga a. m. k. eina minn- ingu um góðvild og umhyggju, sem vel getur styrkt þau í lífsbar- áttunni í því andlega myrkri, sem nú grúfir yfir Evrópu. En því miður eru því takmörk sett, hvað lítil þjóð eins og Sviss- lendingar geta áorkað. Ef ekki fæst flutt til landsins meira af matvælum geta þeir ekki aukið björgunarstarfið. En að því er þó unnið af kappi. Það er lífsnauðsyn fyrir fram- tíð Evrópu að börnunum sé bjargað. Nægilega margir Norð- menn, Grikkir, Frakkar, Hol- lendingar, og Jugoslavar þurfa að vera til á næstu áratugum til þess að rnenningin, sem Þjóð- verjar hafa lagt í rúst, í löndum þeirra, verði endurreist. Svisslendingar hafa nú nær því einir aðstöðu til þess að vinna þetta björgunarstarf eins og mál um er háttað. Og þeir vinna það vel og drengilega. „Fyrir hvern einstakling, sem gerir illt a: sér og veitir nágrönnum sínum sár, þurfa að vera tveir til þess að græða og hjúkra", er kjörorð þeirra um þessar mundir. Þannig hugsa drenglundaðir og fórnfúsir menn í einu minnsta lýðríki veraldar, á þessum tím um eigingirni og ágengni. Mun þeirra orðstír lengi geymast. (Lausl. þýtt), KX<B«KHKHKK><HKHKHWJmKHKHKH> Njartans pakkir íyrir heimsóknir, gjafir og skeyti á sextugsafmæli mínu. ODDUR KRISTJÁNSSON frá Glæsibæ. CHKHKHKHKHKKHKHKHKHKKHKHKKí noiiö SJAFNAR- VÖPUP. laglega og er reglulega gaman að sjá hve þessir litlu tappar eru á- æðnir að fljúga í loftinu. Það slys vildi til þarna upp frá á sunnudaginn, að einn drengur- inn, Jón Vilhjálmsson, lærbrotn- aði, er hann var að æfingastökki, skömmu áður en mótið hófst. Var hann, ásamt fleiri drengjum, að stökkva í litlu brekkunni, hafði þeim þó verið bannað að stökkva þar, því að snjór var lít- ill og grjótið sumstaðar komið upp úr. Þessu banni höfðu drengirnir ekki hlýtt og ætti retta að vera öðrum til viðvö,r- unar. Mótið fór allt vel lram og var Skíðanefndinni til sóma, meira að segja hófst það stundvíslega. Áhorfendur munu hafa verið um 6-700. Akureyrarmótið mun senni- ega halda áfram n. k. sunnudag, en ekki er ennþá ákveðið í íverju verður keppt eða hvar keppni fer fram. abí. Gamait og ngtt arókursetni inaidsins. (Framh. af 2. síðu). um en orðið hefir til þessa. Telj- um við sjálfsagt, að slík athugun fari fram samtímis. Þá verður það að teljast eðlilegt -Og sjálf sagt, að búnaðarþingi gefist þess kostur að gera tillögur til A1 þingis um þær breytingar. Leggj- um við til, að málið verði af- greitt með rökstuddri dagskr: Þar sem telja verður eðlilegt og rétt, að ákvæði um styrk úr ríkissjóði til stofnunar nýbýla, til endurbygginga sveitabýla 1 ákvæði 17. gr. jarðræktarlaganna verði öll athuguð og umbætt samtímis, svo fljótt sem verða má, til þess að tryggja betur en nú er gert, að nefnd ákvæði nái tilgangi sínum, og þar sem jafn framt verður að telja eðlilegt, að búnaðarþingi gefist þess kostur að láta Alþingi í té álit sitt og til lögur um slíkar breytingar, telur deildin ekki. ástæðu til frekari afgreiðslu málsins á þessu þingi og tekur fyrir næsta mál á dag skrá“. Rökstudda dagskráin var sam þykkt. III. Blöð Sjálfstæðisflokksins láta i veðri vaka, að Framsóknar menn séu í hjarta sínu snúnir frá 17. gr. margnefndra laga, en fylgi þeim þó ennþá af þráa og undirgefni við sósíalista. Byggja þau þessa málfærslu sína á því að Framsóknarmenn vilji láta taka fylgifjárákvæðin til athug unar og umbóta. Þetta er ekki annað en tilraun til blekkinga Framsóknarmenn leggja að vísu til, að fylgifjárákvæði 17, gr jarðræktarlaganna verði tekin til Eitt lítið sýnishorn af því, hvernig skrifa ber um pólitíska andstæðinga ÓMAKLEGT TÓMLÆTI. ,Verkamaðurinn“ heitir blað eitt hér á Akureyri, og gefa sósíal- istar það út, en Jakob Árnason er sá nefndur, er skrifar það í fjar- eru forseta efri deildar Alþingis, en sjálfur er Jakob bæjarfulltrúi hér í bæ. Blað jxetta mun lítið lesið af öðrum en nokkrum trúuðum sálum hér í bænum, og því algerlega ókunnugt úti um land. Er aetta þó mjög ómaklegt, því að blaðið er skemmtilegt, og ekki stór- urn ver heppnað í sínu fagi en t .d. ,,Spegillinn“. En hann er nú löfuðstaðarblað, og gerir það gæfumuninn, því að hann þekkja llir, en enginn ,,Verkamanninn“. Þó hlýtur það að teljast fróðlegt fyrir landslýðinn að kynnast boðun þeirra manna, sem sveigt hafa iiartnær 10 þúsundir kjósenda í landinu til fylgis við sig með tali sínu um eigið íéttlæti, bróðurþel og mannúð, og svo auðvitað með tilheyrandi skýringum á gagnstæðum eiginleikum allra þeirra, ei dirfast að vera á annarri skoðun en þeir sjálfir um þjóðmálin. Skal hér, vegna þeirra mörgu lesenda ,,Dags“, sem ekki eru svo heppnir að sjá ,,Verkam.“ að staðaldri, birt oi'ðrétt grein ein, er prentuð var þessu ágæta málgagni menningarinnar s.l. laugardag. Hyggjum vér greinarstúf þennan tiltölulega rétt og gott sýnishorn af því, hversu slingir þessir jijóðmálamenn framtíðarinnar eru að skýra ívatir og innræti andstæðinga sinna, og hversu mikil fyrirmynd leim muni þykja í svo klaufalegum vinnubrögðum ,,borgaraJ)lað- anna“, að unna pólitízkúm andstæðingi öðru hvoru nokkurs sann- mælis, þótt ekki sé Jiað nema við hátíðlegustu tækifæri. — En grein- in er annars á þessa leið: KRÓKÓDÍLATÁR. „Dagur skýrir frá Jiví 4. Ji. m„ að Vilhjálmur Þór, atvinnumála- ráðherra, hafi skipað Sigurð E. Hh'ðar til þess að verða yfirdýra- ækni, samkvæmt nýjum lögum um það embætti og ennfremur sem dýralækni í Reykjavík.* Mun Jiví Sigurður flytja héðan alfar- inn og lætur „Dagur“ svo orð falla í því sambandi: „Hans mun áreiðanlega saknað hér, bæði sem góðs dýralæknis í héiaðinu og góðs borgara í bænum“. (Leturbr. Dags). Það má svo sem nærri geta, að stuðningsblað V. Þór, frambjóð- anda Framsóknar muni í hjartans einlægni hanna brottflutning Sig E. Hlíðar, er felldi V. Þór í sumar! En skyldu þeir ekki verða æði margir, sem líta þannig á, að V. Þór hafi veitt Sig. Hlíðar embættið eingöngu í þeim tilgangi, að reynast myndi auðveldara fyrir hinn valdasjúka og fégjarna mann, að ná þingsætinu hér. F.n hrun Hitlers ætti að vera V. Þór við- vörun. (!) GÓÐVILD „LEIÐTOGANNA *. Nu geta menn skemmt sér við Jiað að hugleiða, hversu fagurt vitni þessi greinarstúfur ber menningu og innræti höfundarins. Og því skal bætt við, utanbæjarmönnum til íhugunar, að hér á Akureyri mun vera nokkuð stór hópur manna, sem hefir valið sér þennan blaðritara og sálufélaga hans að leiðsögumönnum inn í hið fyrirheitna ríki framtíðarinnar, þar sem góðvildin í garð samborg- aranna á að vera alls ráðandi. Og það voru-einmitt Jiessir sömu leiðtogar, sem létu sér sæma að drótta því að tveimur núverandi ráðherrum, í „Þjóðviljanum", nú fyrir skemmstu, að ráðherrarnir auðguðust á því að selja löndum sínum svaladrykk („C.oca-Cola“), sem myndi e. t. v. vera blandaður verulegum skammti af háska- íegu eiturlyfi, í þeim tilgangi að gera hann með því að útgengilegri vöru og neytendur hans að eiturlyfjaætum! — Svona er nú góðvild- in á háu stigi hjá þeim, sem ætla að reisa á henni nýtt og glæsilegt þjóðskipulag! — * Það skal fram tekið, að þessi embættisskipun mun hafa verið fullráðin í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar, og nýja stjórnin þá ekki hafa séð ástæðu til þess að breyta þeim gerðum fyrirrennara sinna. endiuskoðunar ásamt hliðstæð- um ákvæðum laga um stofnun nýbýla og endurbygging sveita- býla, sem enginn styr hefir stað- ið um ,en þetta er gert með Jiað fyrir augum, að lögin nái betur tilgangi sínum, en sá tilgangur er, eins og áður er fram tekið, að koma í veg fyrir verðhækkun bújarða, er sé afleiðing jarð- ræktai'styrksins. Framsóknarmenn halda fast við þessa stefnu, ekki af Jirá- kelkni eða af hlýðni við sósía- lista, heldur blátt áfram af Jdví að hún er heilbrigð og réttmæt. Og Framsóknarmenn láta það ekki aftra sér frá því að fylgja réttu máli, þó að sósíalistar snú- ist á sömu sveif, enda væri ekk- ert vit í því. Það er ólíkt Sjálf- stæðisniQnnúm að taka ekki feg- ins hendi aðstoð sósíalista við sín áhugamál. Menn eru t. d. ekki búnir að gleyma kjördæmamál- inu. Hvað segja menn t. d. um það, að eigandi býlis fái að selja um- bætur þær, er hann hefir gert á jörð sinni fyrir ræktunarstyrkinn úr ríkissjóði, stingi síðan and- virðinu í sinn eiginn vasa og flytji með það úr sveitinni i kaupstað? Á þenna hátt hefir mikill fjárflótti átt sér stað úr sveitunum. Enginn getur neitað því með rökum, að hér er um öfugstreymi að ræða, og að ólíkt hagkvæmara væri fyrir landbún- aðinn að fjármagnið liéldist kyrrt í sveitinni. En það er m. a. slíkur fjárflótti úr sveitum lands- ins, sem 17. gr. jarðræktarlag- arina ^ að korpa j veg fyrir.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.