Dagur


Dagur - 25.02.1943, Qupperneq 4

Dagur - 25.02.1943, Qupperneq 4
4 DAGUR Fimmtudagur 25. febrúar 1943 ÚR BÆ OG BYGGÐ □ Rún 5943337 - Frl:. Atkv. I.O.O.F. = 1242268'/2 = Messað í Lögmannshlíð kl. 12 á há- degi næstk. sunnudag (fermingarbörn beðin að mæta). Stúkan Brynja heldur fund í Skjald- borg þriðjud. 2. marz næstk kl. 8.30 e. h. — Dagskrá: Inntaka. Erindi, áfeng iog íþróttir, erindið flytur Ár- mann Dalmannsson. Upplestur og Dans. — Þess er óskað, að allir templarar bæjarins mæti á fundinum. Ungmennastúkan Akurlilja nr. 2 heldur fund í Skjaldborg sunnudag- inn 28. þ. m. kl. 8.30 e. h. í Skjald- borg. — Kosning í húsráð. — Blaðið „Röðull“. — Hagnefndaratriði. Barnastúkan „Sakleysið“ heldur fund næstk. sunnudag í Skjaldborg kl. 10 f. m. Ársfjórðungsgjöld ber að greiða. C-flokkur skemmtir. Héraðslæknirinn biður þess getið, að hann gegni ekki sjúkravitjunum í bænum framvegis. Guðrún Kristjánsdóttir, fyrrv. blað- sölukona, biður blaðið að færa þeim þakkir, sem glatt hafa hana í sjúk- leika hennar að undanförnu „og mest þeim, sem í skugganum sitja“, eins og hún orðaði það. „Dagur" verður framvegis seldur í lausasölu í bókaverzluninni „Eddu“ og verður einnig tekið á móti nýjum áskriftum þar. Ritið „Dagur 25 ára“ mun fást þar eftir 4. marz næstk. Skákþing Norðlendinga stendur yf- ir hér í bænum þessa dagana. Er teflt í Verzlunarmannahúsinu við Gránu- félagsgötu. Þátttakendur eru flestir frá Skákfélagi Akureyrar. Búið er að tefla 3 umferðir og hafa þessir flesta vinninga: í I. flokki, A., Jóhann Snorrason, Sk. A., Jón Þorsteinsson, Sk. A., 3 vinninga hvor. — í I. fl. B. er Guðm. Eiðsson hæstur, Skákfél. Hörgdæla, með 2Vá vinning. Benzínskömmtun til bifreiða er apptekin um land allt frá 20. febr. s.l. Áheit og gjafir til sjúkrahúss- ins: Hallfríður Jóhannsdóttir kr. 10.00, Jón Andrésson kr. 25.00, Einar Eiríksson kr. 30.00. Með þökkum móttekið. G. Karl Pét- ursson. STJÓRNARFRUMVARPIÐ (Framhald af 1. síðu). Af 30—100 þús. kr. tekjum greiðist 2430 kr. af 30 þús. og 20% af afg. Af 100—125 þús. kr. tekjum greiðist 16430 kr. af 100 þús. og 15% af afg. Af 125—150 þús. kr. tekjum greiðist 20180 kr. af 125 þús. og 10% af afg. Af 150—175 þús. kr. tekjum greiðist 22680 kr. af 150 þús. og 5% af afg. Af 175—200 þús. kr tekjum greiðist 23930 kr. af 175 þús. og 5% af afg. Af 200 þús. kr. tekjum og * hærri greiðist 25180 kr. af 200 þús. Viðreisnarskattur þessi endur- greiðist að nokkru leyti eftir stríðið, þannig: — Skattur, sem eigi nemur 400 kr. endurgreiðist að fullu. Af hærra skattgjaldi endurgreiðist 25%, en þó aldrei meira en 2000 kr. til skattþegns. Féð er vaxtalaust. Eignaaukningarskattur. Þennan skatt skal leggja á eignaaukning umfram 50 er nýkomin. Bókaverzlunin EDDA Styrkið Noregssöfnunina! Kaupið bókina NÍU SYSTUR. Allur ágóði rennur til styrktar hinni bágstöddu frændþjóð vorri, Norðmönnum. Bókaverzlunin E D D A ÓDÝRAR BÆKUR Eigið þór bækur Menningarsjóðs og bjóðvinafélagsins? Ef ekki, þ:í ættuð þér að athuga, hve mikið lesmál þér fáið fyrir litla peninga. Árbækurnar 1940 og 1941, alls 14 bæk- ur, samtals 2517 blaðsíður, kosta aðeins 20 kr., eða hver bók kr. 1,431 Örfá eintðk eftir. Komið strax í dag og gerist áskrif- endur. Bókaverzlunin EDDA Akureyri. Bókamenn!* Takið eftir! NÝKOMID H. G. Wells: Veraldarsaga ..... 6,00 E. O. Sveinsson: Um Njálu ..... 2,00 Bréf Jóns Sigurðssonar. Nýtt safn 3,00 Alf Ahlberg: Sálkönnun ........ 2,00 K. Liestöl Uppruni íslendingasagna 5,00 J. Sigurðsson: Land og lýður .. 4,00 Guðm. Finnbogason: Úrvalsgreinar 4,00 Einar Amórss.: Alþingi fslendinga 10,00 ------ Félagsmál íslands 10,00 Bókaverzlunin Edda Hús til sölu. Gott timburhús, vel inn- réttað, á góðum stað í bænum, hálft eða allt, til sölu. Húsið stendur á eignarlóð. Fimm herbergja íbúð laus frá 14. maí næstk. Ritstjóri vísar á. þús. kr., sem orðið hefir hjá fé- lögum og einstaklingum á árun- um 1940 og 1941. Greiðist hann eftir þessum reglum: Af 50—100 þús. kr. greiðist 5% og hækkar skatturinn um 1% fyrir hverjar 100 þús .kr. sem þar eru fram yf- ir, þar til eignaaukningin hefir náð 2 millj. kr., en þá greiðist 25% af því sem fram yfir er. Þeim tekjum, sem þannig afl- ast, skal verja til þess að reisa hús yfir stjórnarráðið, hæstarétt og helztu stofnanir ríkisins. En af- gangi, ef verður, skal verja til dýrtíðarráðstafana samkv. frum- varpinu. Greinargerð stjómarinnar. í greinargerð rekur stjórnin það, að hún hafi lýst því yfir, að meginverkefni hennar væri að vinna gegn dýrtíðinni og koma íslenzkum atvinnuvegum á þann grundvöll á ný, að framleiðslan beri sig. Með frumvarpinu sé stefnt í þessa átt. Þar sé krafist fórna af landsmönnum ölfum, smávægilegra þó í samanburði við þær þrengingar sem þjóðar- innar bíða, ef áframhald verður á dýrtíðarkapphlaupinu. Væntir ríkisstjórnin því þess, að frum- varpinu verði tekið af þegnskap og skilningi af öllum almenningi ! landinu- Tilboð óskast um mjólkurflutning úr Saur- bæjarhreppi næsta fardagaár. Höfum ráð á nýjum bíl til flutn- inganna. Undirritaður gefur nánari upplýsingar og skulu til- boð vera komin til hans fyrir 14. marz n. k. Áskilinn réttur til að taka eða hafna hvaða tilboði sem er. F. h. flutninganefndar, M. H. Árnason, Krónustöðum. NÝKOMIÐ FRÁ AMERÍKU: Sulta, margar teg. Kardemommur, heilar Sætar möndlur Hnetur, blandaðar Búðingar, margar teg. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Nýlenduvörudeild. HERRAFÖT og jakkar, sérstakir Pöntunarfélagið Höfum fyrirliggjandi: Dömukjóla, Drengjabuxur, Stelpukápur. Einnig Poka- buxur á stelpur, og margt fleira. Opið verður alla laugardaga frá kl. 12 til 4. Aðra daga aðeins frá kl. 12 til 1. Saumastofan BRYNJA, Skipagötu 1. Akureyri. JÖRÐ, 5. hefti III. árgangs komið í bókabúðir. Tekið á móti áskriftum í Hannyrðaverzlun Ragnh. O. Bjömsson. Tún til sölu og ef til vill nokkrar kindur. Afgréiðslan vísar á. GRÁFÍKJUR Kremkex, ískex, Súkkulaði- kex. Kakaó (23% fitumagn) í lausri vigt. „Rowntree’s" og 3 aðrar teg. í boxum. Strásykur aðeins kr. 1,35 kg. SÖLUTURNINN YIÐ HAMARSTlG- MARKASKRA fyrir Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupstað verö- ur prentuö í vor. Þeir, sem eiga mörk, en hafa ekki látiö skrá þau, veröa aö tilkynna þau hr. Elíasi Tómassyni, gjald- kera Búnaöarhanka Islands, fyrir 28. þ. m., annars komast þau ekki í markaskrána. Akureyri, 18. febrúar 1943. Bæjarstjórinn. MATAR KAFFISTELL tekin upp í dag KAUPFELAG EYFIRÐINGA Járn- og glervörudeild Tilkynning til almennings frá ameríska liernum um breytingu á skotæfingum. t Vegna óhagstæðrar veðráttu gátu áður auglýstar skotæfingar setu- liðsins ekki farið fram á ákveðnum tíma, en dagana 28. febrúar til 6. mars verður skotið af fallbyssum yfir Eyjafjörð, frá vestri til austurs. Hættusvæði: Vaðlaheiði, ofan þjóðvegarins, frá Bíldsár- skarði að línu, sem dregin er frá Geldingsá á heiðarbrún. Þá daga þessarar viku, sem skotæfingar fara fram .verður settur vörður á veginn báðum megin Vaðlaheiðar og umferð verður bönnuð þann hluta dagsins, sem skotæfingarnar fara fram. Menn ættu ekki að ráðgera skemmtigöngur eða skíðagöngur á Vaðlaheiði þessa daga. PRJÓNAVÖRUR Kvenpeysur Karlmannapeysur Skíðapeysur Unglingapeysur Unglinga- og barnasokkar Vettlingar og leistar KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Vefnaðarvörudeild. SLOKKVILIÐ AKUREYRAR 1943 er skipað 40 liðsmönnum auk slökkviliðsstjóranna. Slökkviliðsstjóri: Eggert St. Melstað, sími 115. 1. vara: Kristján Aðalsteinsson, sími 257. 2. vara: Snorri Guðmundsson. Flokksstjóri í Innbænum: Karl Jónsson, sími 282. Aðrir flokksstjórar: Aðalsteinn Jónatansson, Gústaf Andersen, Friðrik Hjaltalín, Valmundur Guðmundsson, Svanberg Sigurgeirsson. Þeir, sem verða fyrir eldsvoða og hafa greiðan aðgang að síma, tilkynni eldinn slökkviliðsstjóra eða símastöðiðnni. Ef sími er ekki við hendina, skal brjóta brunaboða. Akureyri, 24. febrúar 1943. Eggert St. Melstað, sími 115.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.