Dagur - 25.03.1943, Page 2

Dagur - 25.03.1943, Page 2
DAGUR Fimmtudagur 25. marz 1943 í hvaða flokkum gætir einræðishneigðar? { Enginn hinna íslenzku stjórn- málaflokka hefir lagt jafn mikla áherzlu á efling lýðræðisins og Framsóknarflokkurinn. Hann hefir jafnan hvatt þjóð- ina til að slá skjaldborg um lýð- ræðið og réttindi þess. Enginn flokkur hef^r jafnframt varað þjóðina svo eindregið við erlendum öfgastefnum eins og Framsóknarflokkurinn og þeirri einræðishneigð, sem þessum stefnum er samfara. Til þess m. a. að sannfærast um þetta, þarf ekki annað en að lesa ritgerðir Jónasar Jónssonar, formanns Framsóknarflokksins, um þessi efni fyrr og síðar. En þrátt fyrir það, að Fram- sóknarflokkurinn hefir ætíð stað- ið föstum fótum á lýðræðis- grundvelli, hafa þó íhaldsblöðin látið sér sæma að brigzla honum um einræðishneigð. M. a. kom þetta fram í sambandi við alþing- iskosningar s.l. surnar. Aðalmál- gagn Sjálfstæðisflokksins fræddi þá lesendur sína á því, að Fram- sóknarflokkurinn væri einræðis- flokkur, er tæki sér til fyrirmynd- ar og eftirbreytni starfsaðferðir einræðisherra einræðisrí kja Norð- urálfunnar. Auðvitað var þessi árás úr herbúðum íhaldsins á hendur Framsóknarflokknum ekkert annað en kosningabomba, er varpað var fram í hefndar- skyni fyrir það, að Framsóknar- flokkurinn barðist á móti þvi, að bændavaldið x landinu yrði brotið niður. En hvað er þá að segja um Sjálfstæðislofkkinn sjálfan? Hef- ir hann algerlega hreint mjöl í stjórnmálapoka sínum gagnvart einræðishneigðum? Því miður verður ekki undan því komizt að svara þessu neit- andi, og sú neitun byggist á stað- reyndum. Alkunnugt er dekur Sjálfstæðisblaðanna við þá Hitl- er og Mussolini, áður en núver- andi styrjöld hófst. Á 50 ára af- mæli hins siðarnefnda einræðis- herra birti Morgunblaðið lof- grein um hann. Þegar islenzkir nazistar mynduðu hér flokks- samtök sín fyrir nokkrum árum, var þeim gefinn sá vitnisburður úr æðstu stöðvum Sjálfstæðis- flokksins, að þeir væru menn með „hreinar hugsanir". Meira að segja teymdu foringjar íhaldsins flokk sinn svo langt að vera í kosningabandalagi við naz- ista. Þessa samvinnu nefndu for- ingjar íhaldsins „Viðreisnar- bandalag þjóðernissinna (þ. e. nazista) og Sjálfstæðismanna". Síðan var samvinnan við nazist- ana opinberlega þökkuð í Morg- unblaðinu. Þessum dæmum mætti halda lengur áfram, en öll hníga þau í eina átt. Þau sýna það og sanna, að innan Sjálfstæðisflokksins er meira og minna af einræðissinn- uðum tilhneigingum, sem gera það að verkum, að flokkurinn hlýtur að vera ískyggilegur í aug- um allra sannra og trúrra lýð- ræðismanna. En svo ískyggilegt sem ástand- ið er í Sjálfstæðisflokknum í þessum sökum, þá kastar þó fyrst tólfunum, þegar litið er tiJ kommúnistaflokksins. Allir vita, að þjónslund kommúnista við er- lenda eini'æðisstefnu er alveg ein- stæð og fordæmalaus. Kommún- istar vita vel, að Fi'amsóknar- flokkurinn er öruggasti málsvari lýðræðisins í landinu og er vak- andi á verði gegn einræðishætt- unni, hvort hún á rót sína að íekja til Austui- eða Miðevrópu. Það er af þessum sökum, sem kommúnistum er mest í nöp við Framsóknarflokkinn og áhrif hans. Þeir óttast, að Framsóknar- flokkurinn standi í vegi fyrir því, að þeir geti opnað allar gáttir fyr- ir rússneskum áhrifum og rúss- neskum stjóx'nai'háttum á íslandi Sá ótti er líka á fullum rökum reistur. FÉLAGIÐ „HEYRNARHJÁLP“ Tilgangur þess og starfsemi Félag það, sem hér um ræðir, var stofnað 14. nóv. 1937 og voru stofnendur þess 30 að tölu. Aðal- hvatamaður að stofnun félagsins var Steingrímur Arason kenn- ari, og varð hann fyrsti formaður félagsins. Tilgangur félagsins er, eins og nafn þess bendir til, að hjálpa heyi'ijardaufu fólki á þann hátt að útvega því heyrnartæki, er bætt geti úr böli þess eða dregið úr því. Starfsemi félagsins er því í senn mannúðar- og menningar- starf. Þegar í upphafi var hafizt Iianda um að afla upplýsinga um sams koriar starfsemi á Norður- löndum og fyrirspurnir gerðar um heyrnartæki á Norðurlönd- um, Þýzkalandi, Englandi og Bandaríkjunum. Varð aðeins takmarkaður árangur af bréfa- skriftum við félög í þessum lönd- um, enda skall stríðið á nokkru síðar. Heyinai'hjálp hóf göngu sína án stofns- eða rekstursfjár og var því erfitt um aðdrætti heppilegra heyrnartækja. Var reynt að fá þau í umboðssölu, en í flestum tilfellum var fyrirframgreiðslu krafizt. Félagið átti því við mikla byrjunarörðugleika að stríða, en hefir furðanlega tekizt að sigrast á þeirn. Alþingi veitti fé nokk- urt til styrktar starfsemi félags- ins, eða samtals 6000 kr. undan- farin 4 ár. Árangur af félaga- söfnun varð sá, að I árslok 1940 voru félagar 226, en árstillagið var aðeins 2 krónur. Steingrímur Arason fór til Ameríku í ágústmánuði 1940. Hefir hann gi'eitt vel fyrir félag- inu. En þar sem heimför hans dróst, og félagið gat ekki verið formannslaust til lengdar, var Pétur Þ. J. Gunnarsson kosinn formaður 1941 og gegnir því staifi enn. Með aðstoð biskups og presta var reynt að afla upplýsinga um heyrnardauft fólk í landinu, og er þegar kúnnugt um 216 heyrn- arsljóa menn og konur í landinu utan Reykjavíkur og Hafnai'- fjarðar. Enn munu þó ekki öll kurl komin til grafar í þessum efnum. Samkomulag var gert við stjórn Blindravinafélags íslands um að stúlka, er hjá því starfar, tæki við sölu og sýningu heyrnar- tækja. Er sölustöðin í Ingólfs- stræti 16, kl. 2—4 síðd. Ríkisstyrkur til félagsins hefir nú verið hækkaður í 5000 kr. á fjárlögum. Alls hafa verið keypt tæki frá upphafi fyrir 9000 kr. Eru nú á leiðinni 80 tæki, sem reynzt hafa vel, frá firma einu í Ameríku, en fyrir liggja 150 pantanir. Er stjórn félagsins að semja leiðarvísi á íslenzku um notkun tækjanna. Félagatala heyrnarhjálpar hef- ir nú rösklega tvöfaldast frá því, er áður greinir. Aðalfundur félagsins var liald- inn 21. f. m. og gaf formaður þar greinargóða skýrslu um starf þess. Er það, sem hér er sagt, stuttur útdráttur úr skýislu hans. Félagið Heyrnarhjálp er nú oxðið landsfélag og á því erindi til allrar þjóðarinirar. Árstillag félaga hefir riú verið hækkað í 5 kr. í fyrrgieindri skýrslu farast formanni m. a. orð á þessa leið: „Félaigð á mikið verkefni.fyr- ir höndum og merkilegt, en til þess að koma því í framkVæmd, þarf meiri átök. Félagsmönnum þarf að fjölga, heyrnardaufu fólki, sem ekki hefir efni á að eignast tæki, þarf að hjálpa, vinna þarf að rneiri samúð með heyrnardaufum og ekki hvað sízt þarf að bæta böl þeina, sem heyrnartæki geta ekki hjálpað, og létta lífsbaxáttu þeiira“. Þetta er vel mælt og drengi- lega, og ættu sem flestir að snú- ast til stuðnings við hið göfuga verkefni Heyrnarhjálpar. h NYKOMNIR frá Ameríku: CIGARETTU- KVEIKJARÁR Fjórar tegundir. KAUPFEL. EYFIRÐINGA Nýlenduvörudeild. (Framhald af 1. síðu). döfinni að reisa nýja 10 þús. mála bræðsluverksmiðju á Siglu- firði. Stendur nú á því að fá til hennar allar nauðsynlegar vélar fi'á Ameríku. — Hefir það reynzt jorsótt? — Já, og ekki enn fullvíst, að þær fáist. — Hvað veldur því? — Vafalaust m. a. misskilinn og harðvítugur áróður fyrir Aquaside og' kæliþróm. Sendi- maður Bandaríkjastjórnar, er hér var í fyrrasumar, hefir álitið að þetta tvennt gæti aukið síld- arbræðsluna svo mikið, að við þyiftum ekki nýjar verksmiðjur, og mun það t. d. hafa ráðið mestu það, að Óskarí Halldórs- syni útgerðarmanni var synjað um vélar til sinnar verksmiðju. En við höfum nú sett okkur í samband við núverandi við- skiptafulltrúa Bandaríkjastjórn- ar hér, Hjálmar Bjömsson, leit- að aðstoðar hans og skýrt málið rækilega fyrir honum. Geri eg mér nokkrar vonir um, að vél- arnar fáist afgreiddar, svo að hægt verði að byggja hina fyrir- huguðu 10 þús, mála verksmiðju Samtal við Þorstein M. Jónsson. fyrir vertíð á næsta ári, og það er víst, að við fáum vélar fremur en aðrir, þar sem ríkið á hlut að máli. — Hefir það ekki líka aukið erfiðleikana í þessu sambandi, að kunnugt er, að ekki voru allar verksmiðjurnar reknars.l.sumar? — Jú, vafalaust. Bandaríkja- stjóin gengur að vonum verr að átta sig á því, að við höfum brýna þörf á stækkun, meðan all- ar verksmiðjur, sem fyrir eru í Jandinu eru ekki notaðar til fulls. En til þess lágu gildar ástæður: Krossanesverksmiðjan var erlend eign, og auk þess var mikið lýsi í lýsisgeymum þar frá því að Norðmenn ráku verk- smiðjuna. Norðfjarðarverksmiðj- an liggur svo langt frá Jreirn mið- um, sem síldin veiddist á í sum- ar, að ekki reyndist gerlegt að fá skip til Jxess að leggja Jrar upp afla sinn. Sama máli mun hafa gegnt um Hesteyrarverksmiðj- una. Síldarbræðslan á Húsavík er svo lítil, að fyrirsjáanlegt var, að hún yrði ekki rekin, nema mcff st/xrtapi, ei.n* og þessum Úr „Degi“ 25. marz, 1918. — Margt er áhyggju- og umhugsun- arefnið okkar sveitakarlanna um þess- ar mundir; fyrst þessi ósköp, sem ganga á úti í veröldinni. . . . Þar næst hamagangur í náttúrunni með ísinn og byljina, hörkuna og jarð- bönnin, sem þrengir æ meir og meir að mönnum og skepnum, enda minka stabbarnir óðum, og haldist þetta tíð- arfar fram á sumar, verður margur bóndinn hart úti. . . . Þriðja áhyggjuefnið er hvernig þingi og stjóm þessa lands muni tak- ast að ráða fram úr vandræðum þessa ógnatíma, sem yfir stendur. Til að afstýra eða draga úr verstu afleiðingum stríðsins á þjóðfélag okk- ar hafa verið valdið hæfustu menn- irnir, þeir að minnsta kosti, sem al- mennast traustið höfðu á því og því sviði. En aldrei hefur Islendingum verið jafnáríðandi, að hafa einbeitta og athafnamikla forgöngumenn sem nú. . . . og því meiri ábyrgð þeirra, sem öllu samkomulagi spilla. Ekki er því að neita að margir líta svo á, að þinginu hafi eigi heppnast að hitta á hollar leiðir út úr dýrtíðarkreppunni Þá er aðferð og framkoma margra blaðamanna nú á tímum engan veginn sísta áhyggjuefni gætinna og hugsandi manna í sveitinni. Þeir eru margir sem nú koma þá leiðina fram á víg- völlinn æpandi hástöfum að þingi og stjóm. . . . .... Hvað sem hver segir má full- yrða, að „Landsverslunin" hafi bjarg- að fólki í ýmsum héruðum landsins frá hungri og veitt allri þjóðinni hag- felldari verslun en ella hefði orðið. Þetta ber að viðurkenna og meta.... (Úr grein eftir eyfirzkan bónda). HÚSMÆÐUR! Lítið inn Nýlenduvörudeild K.E.A. og spyrjið eftir KEXI. málum var háttað í sumar. Auk þess eru engir lýsisgeymar til þar, en föt undir lýsið hins vegar afar dýr eins og stendur eða jafnvel ófáanleg með öllu. — Hvernig horfir urn sölu á framleiðsluvörum síldai'verk- smiðjanna? — Um það veiður enn ekkert sagt með vissu. En ólíklegt er annað en að við getum a. m. k. selt allt það lýsi, sem við getum framleitt, Bretar þarfnast þess að sjálfsögðu. Og ef okkur að- eins tekst að sýna hlutaðeigandi ráðamönnum erlendum fram á, að við munum því aðeins geta aukið lýsisframleiðsluna, að við fáum aðstöðu til þess að færa út kvíarnar á þeim stöðum, sem bezt liggja við síldariðnaðinum, tel eg líklegt, að við fáurn nauð- synlegar vélar og annað efni til þeirra framkvæmda, sem við telj- um brýnasta þörf á. — Hvernig horfir um afurða söluna frá s.l. sumri og afkomu síldarverksmiðjanna það ár? - Afkoman verður vafalaust góð. Síldin var Hka alveg óvenjvi lega feit — aldrei líkt því eins feit, síðan bræðsla hófst hér á landi, að eg hygg. Eg vona líka, að þeir viðskiptamenn okkar, sem lögðu upp afla sinn hjá S. R. „upp á vinnslu“, (þ. e. með eins konar samvinnufyrirkomulagi, Jrannig, að þeir fá aðeins víst áætlunai'veið útborgað, en raun- verulegt söluverð síldarinnar að frádregnum kostnaði á endan- um, með uppbótarfyrirkomu- lagi), verði ánægðir, þegar þeir sjá uppbætui'nar að þessu sinni. Þeir eru enn of fáir, sem þora að eiga slík „eftirkaup" á hættu, en þeim fer vafalaust ört fjölgandi hér eftir, enda er reynslan sú öll þau ár, sem liðin eru, síðan eg fékk sæti í vei'ksmiðjustjórninni, að gróði hefir verið að því að leggja síldina inn „upp á vinnslu", — nema aðeins einu sinni, en þá var nokkurra aura tap á hverju máli fyrir þá, sem það gerðu. En auðvitað er þetta eðlilegasta og heilbrigðasta sölu- fyrirkomulagið fyrir báða aðilja. Skólastjórinn er í önnum, og vér líka, og kveðjum vér hann þvf og þökkum fyrir greið svör iparkverðar upplýsingar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.