Dagur - 06.05.1943, Blaðsíða 2

Dagur - 06.05.1943, Blaðsíða 2
2 DAGUR Fimmtudagur 6. maí 1943 Nýtt rit um landbúnaðarmál. H. K. Laxness svarað. i. Árni Jakobsson, bóndi í Skóg- arseli í S. Þingeyjarsýslu, hefir samið og gefið út á eigin kostn- að rit þetta. Er það svar við skrifum H. K. L. rithöfundar um sama efni í Tímariti Máls og menningar. Á. J. svarar skáld- inu á breiðum grundvelli, svo breiðum, að manni hættir til að gleyma því við og við undir lestrinum að hér sé um svar að ræða til ákveðins manns. Er þetta bæði kostur og löstur á rit- inu. Sumt í ritinu mun orka tví- mælis, jafnvel meðal landbúnað- arvina, en allt lýsir það lifandi áhuga fyrir velfarnaði bænda og atvinnuvegi þeirra. Margt í rit- inu er mjög eftirtektarvert og jafnframt nýstárlegt, og á því skilið að lesast vandlega af öllum þeim, er láta sér annt um land- búnaðarmál. Upphaflega ætlaði höfundur- inn að fá svar sitt birt í Tímariti Máls og menningar, en frjáls- lyndið á því heimili náði ekki lengra en það, að því var neitað um rúm. Grein H. K. L. fær m. a. þann dóm hjá höf. umráedds rits: „Hún sýnir fullkomna fáfræði og skilningsskort á því málefni, sem um er rætt; hún er ger- sneydd því að sýna minnsta fræðilegan skilning á því þjóð- félagslega ölduróti, sem hér hefir verið síðasta aldarfjórðung, og í greininni er ekki snefill af fjar- skyggni fram í ókominn tíma“. Þenna harða dóm rökstyður höf. m. a. á þessa leið: „Fyrst er það, að greinarhöf. verður vart skilinn öðru vísi en svo, að úti um sveitir sé ekki búnaður rekinn og tæplega hægt að reka nema sem sport. Það ætti að benda honum á að líta yfir útkjálkahéraðið Norður- Þingeyjarsýslu, þar sem víðast eru nýtízku byggingar; þar sem hinar harðhrjóstugustu lendur hafa verið gerðar að grösugum túnum og véltækrii nýtt, svo sem bezt má vera; þar sem nú eru víða 200—500 fjár á bæ, sem áð- ur voru 60—150 fjár, en þó lítið eitt meira vinnuafl notað, en var fyrir 40 árum; — og þar er ein- yrki, sem hefir 300 fjár, sem lít- ill blettur ræktaðs lands fullnæg- ir með síldarmélsnotkun og beitilandi. Þetta er allt gert og framkvæmt undir fyllstu sam- keppni við sauðfjárræktarlöndin á suðurhveli jarðar og undir á- hrifum harðrar sogspennu fjár- magnsins til atvinnulífs borg- anna. Og þetta kallar þessi hái herra „sport“-búskap“. ,,— — Annað dæmi skal nefnt: Höf. telur íslenzka sauðféð orðið f þannig að eðli eftir margra alda píning í þessu landi, að það taki ekki eldi, og því séu kjötgæði þess lítt hugsanleg. En hann bendir á, að þetta megi laga með ræktun og kynbótum, og vísar m. a. á Kleifarféð í þessu efni. Það vill nú svo til, að hér { sýslu hafn verið gerðar tvær tilraunir með Kleifarféð með aldarfjórð- ungs millibili, hafa þær sýnt, að þetta fé tekur ekki vetrareldisað- ferðum til eðlilegra framfara, en liefir reynzt harðgert beitar- og fjalllendisfé. Höfundurinn vill, að vér not- um eldisaðferðir til vörubóta, en vísar svo á það fé, sem hefir eiginleika, sem hann fordæmir! Hvað á maður að álykta um lýsingarnar og skýringarnar í Gerska æfintýrinu, þegar þekk- ingin er svona haldgóð á því, sem höf. getur daglega horft á?“ Um árás Laxness á styrki til landbúnaðarins segir Árni Jak- obsson: „Höf. talar mikið um vesal- dóm og styrkjaásælni þeirrar smábýlamennsku, sem hér er viðhöfð, og virðist hallast að stórframleiðslu. Bendir þó á að stórbúskap við Reykjavík hafi verið steypt af samkeppni við smábændurna. Ekki er það góð útkoma. Vitanlega hefði þessi stórbúskapur þurft og fengið styrki. — En þetta kemur nú fram í stóriðju á fleiri sviðum. Halldór Kiljan Laxness er mest- ur stóriðjuhöldur allra rithöf- unda á íslandi. Margir telja þá framleiðslu hans hina ákjósan- legustu markaðsvöru meðal stór- þjóðanna. En samt hefir þessi rithöfundur, Halldór Kiljan Laxness, farið hamförum undan- farin missiri til þess að fá að „gnæfa hæst á þurfamannaskrá" ritmennskunnar á íslandi.... Nú mun Halldór Kiljan segja: Eg framleiði úrvalsvöru, en þið, bændur, hafið bara óþverra- og sorphauga-vöru, sem ekki er boðleg á nokkurs mannns borð. — Eg segi aftur, að bændur hafa nú á síðari tímum aldrei boðið jafn óhrjálega vöru á nokkurs manns borð eins og sumt af því, sem Halldór Kiljan hefir á papp- ír og með prentsvertu borið á borð fyrir þjóð sína“. II. Árni Jakobsson ræðir í riti sínu um tvær leiðir eða tvo strauma, er uppi séu í heimin- um: „Annar straumurinn stefnir til framsækni, hinn til undan- halds. Allt landnám manna á jörðinni frá því fyrsta byggist á því að sækja á brattann með það mark að gera sér hverja fjarlæga gróðurjurt að nytjum. Og jafnvel á yztu djúpmiðin sækir aflaklóin, án þess að hika, þó erfiði kosti. Þetta er framsækni. Hinn straumúrinn liggur til undanhalds með þeirri hugsun, að hver maður hafi það eitt hug- 1 fast að gera sem allra minnst, láta fólkið færast sem þéttast saman á beztu staði jarðarinnar og láta alla hafa allsnægtir, helzt með engri fyrirhöfn. Þetta er undanhald. Talsmaður þessarar stefnu hér á landi er Halldór Kiljan Lax- ness. Hann hefir haldið því fram sem ósk sinni, að nauðsyn bæri til að koma öllum íslend- ingum fyrir á einhverjum litl- um bletti syðst í tempraða belt- inu. Hann hefir líka sagt, að enginn væri sæll, nema hann hefði allsnægtir. Þetta eru þær mestu falskenningar, sem fram- ast getur. Þegar mennirnir hafa safnast saman á litlum bletti og hafa allsnægtir, þá er hnignun vís og tortímingin á næstu grös- um. Þetta sannar sagan. Þetta sanna rústirnar frá Babylon, Assyríu, Egiptalandi, Rómaríki og hugsanlegt, að hin Vestræna menning sé að færast í svipaða átt, eins og Spengler hefir spáð.“ Um þessi atriði ræðir höf. all- mikið og er algerlega andvígur því, að byggðin verði færð sam- an, eins og ráða má af því, sem tilfært er hér að framan. Skír- skotar hann máli sínu til stuðn- ings . til tveggja stjórnmála- manna, þeirra Tryggva sál. Þór- hallssonar og Jónasar Jónssonar, og ennfremur til ummæla Sig. Nordals prófessors. Um styrkina til landbúnaðar- ins ,sem H. K. L. og mörgum öðrum bæjarbúum finnst mikið til um, heldur Á. J. því fram og iærir mörg rök fyrir, að þjóðfé- jlagið veiti borgabúum, og þá teinkum Reykjavík, margfalt 'meiri beina og óbeina styrki, en bændum hafi nokkru sinni fall- ið í skaut. Er hér ekki rúm til að rekja þá rökfærslu höfundarins, enda hægurinn hjá að kynnast henni með því að lesa ritið sjálft. Það mun vera til sölu hjá bók- sölum og kostar lítið. III. Kiljan hefir að vísu áður feng- ið hæfilegar ádrepur í blöðum Framsóknarmanna út af þvaðri sínu um landbúnaðarmálin og rógskrifum sínum um fram- leiðsluvörur bænda, en 1 riti Árna Jakobssonar um lándbún- aðarmál er honum haslaður or- ustuvöllur á víðari grundvelli en nokkru sinni fyrr. Trúlegt er, að skáldið Halldór Kiljan Laxness hafi greind til að breiða yfir heimskulegt frum- hlaup sitt í garð bænda og at- vinnuvegar þeirra með þögn- inni. Því frumhlaupi má helzt líkja við það, er Mark Twain fór að leiðbeina bændum um það, er hann bar engin kennsl á og varð sér til minnkunar fyrir. Sá er þó munurinn, að Mark Twain var með frásögn sinni um þetta að gera gys að sjálfum sér, en þekkingarhroka Kiljans í heimskuvaðli hans um landbún- aðarmálin virðist engin takmörk sett. (Framhald af 1. síðu). stærsta flokks þingsins, að beita sér fyrir stjórnarmyndun. Það hefir Framsóknarflokkurinn jafnan gert — og tekizt það, þeg- ar hann hefir fengið flesta þing- menn við kosningar. Það, sem „íslendingur" segir um verkalýðsflokkana í sam- bandi við stjórnarmyndun, skal ekki rætt hér. En um Framsókn- arflokkinn segir hann: „Framsóknarflokkurinn hefir alltaf, eins og skrif „Tímans" sýna, verið andvígur því, að stærsti flokkur þingsins, Sjálf- stæðisflokkurinn, ætti sæti í rík- isstjórninni, en hins vegar verið fús til að reyna stjórnarmyndun við Alþýðufl. og kommúnista“. Síðar segir „íslendingur" í greininni, að orsakirnar til vanmáttar þingsins" liggi hjá „Framsóknarflokknum og kommúnistum og þá fyrst og fremst í stórmennsku og hefnd- arlöngun Framsóknarflokksins". Mikil má trú „íslendings" vera á blekkingarnar og rógburðinn, fyrst hann ber slík rakalaus ósannindi á borð fyrir lesendur sína. Honum ætti þó að vera kunnugt um það, að allt sem hann ber á Framsóknarflokkinn í tilvitnuðum ummælum, er hægt að afsanna með skjallegum heimildum, sumt meira að segja með frásögn hans eigin flokks- blaða. Sannleikurinn í þessu máli er sá, að Framsóknarflokkurinn vildi fyrst og fremst samstjóm allra flokka, ef samningar gætu tekist um það .Þetta kom opin- berlega fram í haust, einnig í „Tímanum", og er vafalaust að „íslendingi" er um það kunn- ugt, en hann treystir aðeins á, Sjálfstæðisfíokkurinn og sósíalistar bera ábyrgð á öngþveitinu. að atburðir frá í haust séu al- menningi nú gleymdir. Þegar 8 manna nefndin var að reyna að finna samstarfsgrundvöll allra flokka, strandaði ekki á Fram- sóknarflokknum. Hann lagði þar frarri sínar tillögur, en þær ollu þar engum friðslitum. Or- sakirnar til þess að starf 8 manna nefndarinnar bar engan árangur voru þessar: tregða Sjálfstæðisflokksins til að taka yfirleitt afstöðu til tillagna ann- arra flokka og til að hafa þá for- göngu í málinu, sem honum bar sem stærsta flokknum og þáver- andi stjórnarflokki og í öðru lagi skilyrði (ekki tillögur) Sós- íalistaflokksins fyrir þátttöku í ríkisstjórn. Eitt þessara skilyrða var t. d. það, að einn flokkur átti hvenær sem var að geta kraf- izt þingrofs og nýrra kosninga. Að slíku vildi enginn hinna flokkanna ganga, Sjálfstæðis- flokkurinn ekki heldur. Eftir að 8 manna nefndin gafst upp, stakk Sjálfstæðisflokkurinn upp á því, að allir flokkar þings- ins mynduðu samt sem áður stjórn, í þeirri von, að hún mundi geta fundið samstarfs- grundvöll þegar hún væri setzt á laggirnar, þó 8 manna nefnd- inni tækist það ekki. Þessu ját- aði Framsóknarflokkurinn fyrir sitt leyti, en þá strandaði á sósí- alistum. Um þetta var getið í öllum dagblöðum höfuðstaðar- ins, einnig sjálfstæðisblöðunum, og hlýtur „íslendingi“ því að hafa verið kunnugt um það. Þegar hann samt sem áður held- ur því fram, að það sé sérstak- lega sök Framsóknarflokksins, að ekki varð af „alhliða sam- starfi allra þingflokka um mynd- un ríkisstjórnar og úrlausn í dýrtíðaröngþveitinu“, þá talar hann því gegn betri vitund í blekkingarskyni. Að Framsóknarflokkurinn síð- ar hafnaði tilboði Sjálfstæðis- flokksins um myndun stjórnar með honum og Alþýðuflokkn- um, kemur ekki þessu máli við, því að þar var horfið frá þeim grundvelli, sem um hafði verið að ræða: samstarfi allra flokka. Slík stjórn hafði þegar fengið harðvítuga andstæðinga, sósíal- ista, og mátti þá ekki minna vera en að hún sjálf vissi hvað hún vildi, um leið og lagt var út í baráttu, en enginn mál- efnagrundvöllur lá fyrir um slíkt samstarf. Alþýðuflokkurinn neitaði og þessu tilboði og verð- ur Framsóknarflokkurinn því ekki sérstaklega um það sakað- ur, þó sú stjórnarmyndun færist fyrir. Það var fyrst eftir að tilraun- irnar til stjórnarmyndunar allra flokka voru strandaðar, að farið var að athuga möguleika fyrir samstarfi Framsóknarflokksins og verkalýðsflokkanna og hin svokallaða 9 manna nefnd sett- ist á laggirnar. Starf hennar bar ekki heldur árangur, en um qr- sakir þess skal ekki rætt hér. Framsóknarflokkurinn hefir ekki góða reynslu af hinum flokkunum: fyrir rúmlega ári síðan sveik Sjálfstæðisflokkur- inn hann í tryggðum og gekk á gefin heit, þú þessir 2 flokkar væru þá í samstarfi. Sjálfstæðis- flokkurinn gerði þá bandalag við báða verkalýðsflokkana, myndaði stjórn með stuðningi þeirra og þessir 3 flokkar vörp- uðu þjóðinni síðan út í tvenn- ar kosningar á einu missiri, al- veg að þarflausu, aðeins til að hnekkja Framsóknarflokknum. Afleiðingin varð ýmiss konar upplausn í þjóðfélaginu, sem ekki er lokið enn og sem þessir flokkar bera einir ábyrgð á. Samt sem áður var Framsóknar- flokkurinn fús til, vegna hags- muna þjóðarheildarinnar, að reyna enn samstarf við þessa flokka á síðasta þingi, ef þeir hefðu viljað beina kröftum sín- um að raunhæ'fu viðreisnar- starfi, og hann skarst hvergi úr leik í tilraununum til að koma á samstarfi. Ádeila ,,íslendings“ á Framsóknarflokkinn í áður nefndri grein er því markleysa ein. Þeim, sem í glerhúsi búa, er ekki hent að kasta grjóti að öðr- um. „íslendingur" ætti að líta nær sér: athuga feril Sjálfstæðis- flokksins frá því í fyrra: fyrst svik hans við Framsóknarflokk- inn, stjórnmálaferil hans og nú síðast forustu hans í þjóðmálun- um, sem hann lofaði í kosning- unum að taka. Að lokum þetta: það er í alla staði lögleg og ábyrg stjóm, senr nú situr að völdum í land- inu, skipuð þjóðkunnum merk- ismönnum. Að fá hana í stað stjórnar Sjálfstæðisflokksins var auðvitað hin mesta umbót. Eg efast því mjög um, að þinginu verðí með réttu álasað fyrir það, að það eirði núverandi stjórn og veitti henni starfsfrið enn um smn. Bemh. Stefánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.