Dagur - 06.05.1943, Blaðsíða 4

Dagur - 06.05.1943, Blaðsíða 4
4 DAGUR Fimmtudagur 6. maí 1943 AKUREYRARBÆR ATVINNULEYSISSKRÁNING Lögboðin skráning atvinnulausra manna fyrir Akureyrarkaupstað, hin önnur á þessu ári, fer fram á Vinnumiðlunarskrifstofunni dagana 10., 11. og 12. maí 1943, kl. 3-6 e. h. Bæjarstjórinn. SUNDNÁMSKEIÐ fyrir börn, sem taka eiga fullnaðarpróf næsta ár, hefst 10. maí n. k. Börnin mæti í skólanum þann dag, kl. 9 f. h. Skólastjórinn. ÞVOTTAHÚSID „MJÖLL" er flutt í hið nýja húsnæði við Kaupvangsstræti, bak við verksmiðjuna „Sjöfn“. Móttaka og afgreiðsla á þvotti fer fram alla virka daga, frá kl. 9—6. Þvottahúsið „Mjöll“. UPPBOÐ verður haldið að Moldhaugum í Glæsibæjarhreppi laugardaginn 22. maí n. k. og hefst það kl. 12 á hád. Verða þar seld ýmis búsáhöld, svo sem skilvinda, samlagsfötur, pottar, keyrsluáhöld, reipi o. fl. Ennfremur ef til vill nokkrar kindur. Söluskilmálar birtir á uppboðsstaðnum. Steindór Pétursson. ÚR BÆ 0G BYGGÐ I.O.O.F. =;i25578'/2 - III = Bæjaistjórn hélt fund í fyrradag. Þetta gerðist: Sumardvöl barna: Bæjarstjóm kaus Hel£a Pálsson, úthlutunarstjóra, af sinni hálfu í sumardvalarnefnd bama fyrir yfirstandandi sumar. Húsaleiéunetnd: Bæjarstjóm kaus þá Gunnar Jónsson, spítalaráðsmann, og Jón Sveinsson, skattdómara, af sinni hálfu í húsaleigunefnd, skv. húsaleigulögunum. Dr. Kristinn Guð- mundsson er stjórnskipaður formað- ur nefndarinnar. Frá Ferðaíélagi Akureyrar: „Ferð- ir“, ársrit Ferðafélags Akureyrar, er nýkomið út. Flytur ritið þessar grein- ar: „Suður fjöll“ eftir Þ. og „Kambs- skarð“, eftir Þormóð Sveinsson. Þá er birt ferðaáætlun félagsins fyrir þetta sumar. Hyggst félagið efna til 25 ferða, þ. á. m. ferð suður fjöll á hest- um og til Suðurlands í bílum, 10 daga ferð. í sambandi við það ferð í Öskju og Herðubreið o. s. frv. Loks eru fréttir frá félaginu. Ritið er prýtt nokkmm ágætum myndum, er Ed- vard Sigurgeirsson hefir tekið. Stjóm félagsins skipa nú: Ámi Jóhannsson, gjaldkeri K. E. A. formaður, Þormóð- ur Sveinsson, verzlm., ritari, Björn Þórðarson, verzlm., gjaldk. Með- stjómendur em: Edvard Sigurgeirs- son, ljósm.sm. og Þorsteinn Þorsteins- son, skrifstofum. Vinnustofusjóði Kristneshæíis hafa borizt þessar gjafir: M. og A. S. kr. 200.00, Guðrún Kristjánsdóttir og Kristinn Einarsson, Stokkahlöðum kr. 100.00. N. N. kr. 10.00, Aðalbjöm Austmar kr. 50.00. Kærar þakkir. Jónas Rainar. Minkur laus. Fyrir skömmu varð þess vart, að minkur hefði tekið sér bólfestu í brekkunni ofan við póst- húsið hér í bænum. Sást hann nokkr- um sinnum þar. Hafði hann gert sér göng inn í brekkuna. Eitrað var fyrir hann fyrir nokkrum dögum og hlaðið upp í göngin og hefir hans ekki orðið vart síðan. Ruslakörfurnar. Blaðið hefir fengið þær upplýsingar frá einum bæjarfull- trúanum, að nýjar ruslakörfur séu í smíðum og verði settar upp innan skamms. Gömlu körfurnar vom svo illa útleiknar eftir þá manntegund, sem hefir ánægju af því að eyði- leggja almannaeign, að ekki þótti fært að notast við þær lengur. Gjafir í Vinnuheimilissjóð S. I. B. S.: Jón Friðriksson, Ak. kr. 10.00. Jón Einarsson, Kálfskinni kr. 25.00, V. G. M., Ak. kr. 20.00. Þakkir. H. P. 1. maí var minnst hér í bænum með útisamkomu, kvöldskemmtunum og kröfugöngu. Kröfugangan var frek- ar fámenn að þessu sinni, þegar böm- in eru talin frá. Annars fóru hátíða- höldin vel fram ,í hvívetna. Dansskemmtun heldur kvenfélagið Hjálpin að Saurbæ, laugard. 8. þ. m., og hefst dansinn kl. 10 e. h. Aðeins fyrir íslendinga. St. Brynja Nr. 99 heldur fund í Skjaldborg þriðjudaginn 11. þ. m. kl. 8.30 e. h. stundvíslega. Dagskrá: Inn- setning embættismanna. Kosning full- trúa á umdæmisstúkuþing og stór- stúkuþing. Önnur mál. Hagnefnd skemmtir. TILBOÐ óskast í Vz húseignina Lundar- götu 3, syðri helminginn, eign dánarbú.s Katrínar Jacobsen. Tilboðunum óskast skilað á skrifstofu bæjarfógeta fyrir kl. 12 á hádegi þann 12. maí n. k. Skiptafundur verður haldinn í búinu kl. 1 e. h. sama dag á skrif- stofu embættisins og verður þá tekin ákvörðun um sölu hússins, ef eitthvað af tilboðunum þykir fullnægjandi. Skiptaráðandinn á Akureyri, 30. apríl 1943. Sig. Eggerz. Hestamannafélagið Léttir heldur fund í fundarsal bæjar- stjórnar föstudaginn 7. þ. m., kl. 8.30 síðdegis. STJÓRNIN. Bifreið iyg tonns er til sölu með sérstöku tækifærisverði. Upplýsingar gefur Sigursteinn Steinþórsson, afgreiðslu K. E. A. benzín- Amerískar SKYRTU R nýkomnar Verzlun Jóns Egils. Amerísk KARLMANNAFÖT nýkomin. Kaupfélag Eyfirðinga, Vefnaðarvörudeildin Til sölu 4 kýr snemmbærar, eða síðbærar eftir óskum. Afgr. vísar á. Ágæt fólksbifreið, módel 1940 — til sölu. Afgr. vísar á. TAKIÐ EFTIR! Höfum ennþá dálítið eftir af amcrísku bókunum. Verð frá kr. 3.00. Bókaverzlunin Edda Handsnúnar SAUMAVÉLAR komnar Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörud. UPPBOÐ verður haldið fimmtudaginn 13. maí n. k. og hefst kl. 1 e. h. við Lundargötu nr. 3, Akureyri. Verða þar seldir ýmsir lausafjármunir tilheyr- andi dánarbúi Katrínar Jacobsen. Bæjarfógetinn á Akureyri, 4. maí 1943. Sig. Eggerz. GAGNFRÆÐASKÓLI AKUREYRAR Skólanum verður slitið í samkomuhúsinu „Skjaldborg“ fimmtudaginn 13. þ. m„ kl. 4 e. h. Akureyri, 3. maí 1943. Þorsteinn M. Jónsson, skólastjóri. Nýtt frá Ameríku! LADY ESTER - FEGURÐARV ÖRUR - Þessar þekktu vörur eru frægar um alla AmeríkuJ Munið LADY ESTER! KAUPFÉLAG EYFIRÐINGAj Nýlenduvörudeild KYNBÓTAKESTUR Hrossaræktarfélagið „Fákur“ í Arnarneshreppi hefir til afnota á þessu vori fyrstu verðlauna kyn- bótahest af sérstaklega þægu keyrsluhrossakyni. Gjald fyrir hryssu er kr. 25.00, sem greiðist um leið og hesturinn er notaður. Fyrst um sinn verður hest- urinn í Skriðu í Hörgárdal. • Stjórnin. UPPBOD Fimmtudaginn 20. þ. m. sel ég búslóð mína á opinberu uppboði, er hefst kl. 11 f. h. Meðal muna er seldir verða, er: Kerra með vagngrind, 2 aktygi, skilvinda, mjólkurdunkar, 2 eldavélar, taðkvörn og ambolti, reipi o. m. fl. Ennfremur verða seldir 4 nautgripir, 4 hross, 36 ær, 10 gemlingar og 2 hrútar, ef viðunanleg boð fást. Gullbrekku, 4. maí 1943. Pálmi Friðriksson. MANCHETSKYRTUR með föstum flibba, í miklu úrvali. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA V ef naðarvörudeildin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.