Dagur


Dagur - 20.05.1943, Qupperneq 4

Dagur - 20.05.1943, Qupperneq 4
4 DAGUR Fimmtudagur 20. maí 1943 ÚR BÆ 0G BYGGÐ I.O.O.F. = 1255218Va = Messað í Akureyrarkirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. h. Guðsþjónustur í Grundarþinga- prestakalli: Grund. sunnud. 23. maí kl. 1 e. h. Ferming. Munkaþverá sd. 30. maí kl. 1 e. h. Ferming. Kaupangi hvítasunnudag kl. 2 e. h. Möðruvöll- um annan hvítasimnudag kl. 1 e. h. Hólum sd. 20 maí kl. 1 e. h. Saurbæ sama dag kl. 3 e. h. Gjöf til Akureyrarkirkju, í hljóm- vaka, frá N. N. kr. 100.00. Áheit kr. 20.00 frá N. N. og kr. 20.00 frá N. N. Þakkir. Á. R. Gjafir til gamalmennahælisins i Skjaldarvík: Frá Ingibjörgu Eiríks- dóttur, Þingvallastræti 14, kr. 50.00. Frá Gullu Björk, kr. 2.00. Frá E. E., kr. 10.00. Frá F. P., áheit, kr. 50.00. Hjartans þakkir. Stefán Jónsson. Mæðradaéurirm er sunnud. 23. þ. m. Hefir Mæðrastyrksnefnd þá fjár- söfnun fyrir starfsemi sína. Verða seld merki og hlutavelta haldin í Samkomuhúsi bæjarins. Um kvöldið dansleikur á sama stað. Þeir, sem vilja styrkja þessa starfsemi, með því að gefa muni á hlutaveltuna, geta skilað þeim í skóverzl. Hvannbergs- bræðra, eða til frú Ingibjargar Eiríks- dóttur, Þingvallastr. 14. Frá Amtsbókasafninu. Skilið bók- um safnsins hið allra fyrsta. Þjóðhátíðardaés Norðmanna, 17. maí, var minnst hér með guðsþjón- ustu í kirkjunni. Sóknarpresturinn prédikaði. Fjöldi fólks, Norðmenn og íslendingar, hlýddu messu. í Reykja- vík'fóru fram mjög fjölbreytt >hátíða- höld í tilefni dagsins. Hjúskapur. Nýlega voru gefin sam- an í hjónaband, af sóknarprestinum, sr. Friðrik J. Rafnar vígslubiskupi, frú Ingibjörg Steinsdóttir, leikkona og Einar Magnússon, vélsmiður. Ung- frú Þorgerður Einarsdóttir og Jón Guðjónsson, bakari. Ungfrú Stella Stefánsdóttir og Gunnar Konráðsson, vélstjóri. Dansskemmtun heldur kvenfélagið „Voröld“ laugardaginn 22. maí að Þverá. Skemmtunin byrjar kl. 10 e. h. Veitingar á staðnum. Aðeins fyrir íslendinga. Frá Ferðafélaéinu. Ferðafélag Ak- ureyrar fer skemmtiferð næsta sunnudag. Ekið verður að Möðru- völlum í Hörgárdal og gengið um á staðnum. En þar er margs að minn- ast, svo sem skólahalds, merkra manna og sögulegra atburða. Frá Möðruvöllum gengið á Staðarhnjúk og er þaðan gott útsýni. Síðan suður fjallið og niður að Fornhagagili. En þar eru dálitlar skógarleifar og víða fallegt í gilinu. Væntanlegir þátttak- endur snúi sér til Baldurs Eiríksson- ar, KEA, eða Herberts Tryggvasonar, Gefjun. Aðalftmdur Bókadeildar Fram- sóknarfélags Akureyrar var haldinn síðastliðinn sunnudag. Deildin var stofnuð 28. apríl 1940 af 20 áhuga- mönnum úr Framsóknarfélagi Akur- eyrar. Bókaeign deildarinnar er nú 75 bindi, bækur ýmislegs efnis, þar á meðal eru nokkrar merkar bækur, sem komið hafa út á þessu tímabili. Mikill áhugi kom fram á fundinum um eflingu deildarinnar, enda hefir stjórn hennar og ýmsir meðlimir sýnt lofsverðan áhuga og skilning á starf- seminni, meðal annars með bókagjöf- um. St. Brynja heldur fund í Skjald- borg næstk. þriðjudag, 25. þ. m., kl. 8.30 e .h. SÁ SEM TÓK svartan ryk- frakka í misgripum, ásamt hönzkum og trefli í þing- húsi Gkesibæjarhrepps s.l. laug- ardagskvöld, er vinsamlega beð- inn að skila honum sem fyrst á benztnafgreiðslu K. E. A. Frá Barnaverndarnefnd Akureyrar. Öll börn, sem selja blöð á götum bæjarins, verða að fá leyfi til þess hjá Barnaverndarnefnd. — Blaðaleyfis-skír- teini eru afhent hjá frú Helgu Jónsdóttur, Oddeyrargötu 6, Akureyri. Jörðin Hlíðarendi í GI æsibæj arhreppi, tvo kílómetra frá Akureyri, er til sölu og laus til ábúðar nú í fardögum. Nýtt raflýst steinhús með vatnsleiðslu. — Semja ber við Stefán Steinþórsson bónda, Hlíðarenda, eða Björn Halldórsson, lögfræðing, Akureyri. IILKYNNING Samkvæmt tilmælum landbúnaðarráðuneytisins hefir kjötverð- lagsnefnd ákveðið eftirfarandi verðlag á kjöti og vörum unnum úr kjöti: Hangikjöt í heildsölu kr. 7.70 hvert kg. Hangikjöt i smásölu kr. 8.80 hvert kg. Saltkjöt í heildsölu kr. 730.00 hver 112 kg. tn. Salt- kjöt í smásölu kr. 5.20 hvert kg. Ærkjöt i heildsölu, kroppar 19 kg. og yfir, kr. 4.40 hvert kg. Kroppar undir 19 kg. kr. 3.90 hvert kg. Nautakjöt i heildsölu, heilir og hálfir kroppar, kr. 5.60 hvert kg., lœri kr. 6.90 hvert kg., frampartur kr. 5.00 livert kg. Alikálfakjöt i heildsölu, heilir og hálfir kroppar, kr. 6.40 hvert kg. Ungkálfakjöt í heildsölu kr. 3.00 hvert kg. Smásöluverð lækki í samræmi við ofangreint heildsöluverð og heildsölu- og smásöluverð á kjötfarsi, pylsum, söxuðu kjöti og kæfu lækki í hlutfalli við það. x Kjötverðlagsnefndin. NYKOMID FRÁ AMERÍKU: Kremkex í pökkum á 50 aura pakkinn K. E. A. Nýlenduvörudeild TIL SÖLU er vörubiíreið 1 Vz tons, nýstandsett. — Upplýs- ingar hjá Sigursteini Steinþórs- syni, benzínafgreiðslu KEA. Árbækur Espólíns (ljósprentuð útgáfa) koma á bókamarkaðinn fljótlega. Tekið á móti áskrifendum í Bókaverzluninni EDDU Sími 334. ERLEND TÍÐINDI (Framhald af 1. síðu). bæði að sunnan, á Ítalíu, og að vestan og norðan, á Þýzkaland. Almennt er gert ráð fyrir að til mikilla tíðinda muni innan skamms draga í styrjöldinni og muni Roosevelt og Churchill, sem nú sitja á ráðstefnu í Was- hington, ásamt æðstu foringjum hers, flota og flughers landa sinna, vera að leggja síðustu hönd á áætlunina um innrás í virki Hitlers á meginlandinu, * ! sýnir í kvöld kl. 9: A r i z o n a Föstudag kl. 6 og 9: Broadway lokkar Laugardag kl. 6: Broadway lokkar Laugardag kl. 9: A r i z o n a Sunnudag kl. 5: Broadway lokkar Sunnudag kl. 9: Arizona Knattspyrnumót fyrir Norðlendingafjórðung hefjast: I 3. fl. 3. júiií og í meist- araflokki 12. júní, keppt er um nýjan verðlaunagrip „Valash- bikarinn”. — Umsóknir, ásamt nafnalista, séu lagðar í póst fyrir kl. 12 á hádegi, 1. júní fyrir 3. flokk og 9. júní fyrir meistara- flokk, merktar: Knattspyrnu- nefnd í. R. A., box 121, Ak. íþróttafélagið Þór. Karlmannsúr fundið á syðri brekkunni. Afgr. vísar á. 2 ungar kýr til sölu. Afgr. vfsar á, TILKYNMNG Samkvæmt heimild í lögum um dýrtíðarráðstafanir frá 4. apríl 1943, hefir landbúnaðarráðuneytið með samþykki Búnaðarfélags íslands gert ráðstafanir til að lækka veru- lega útsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum, kjöti og kjötvörum. Tilgangurinn með þessari verðlækkun var meðal annars sá, að gera almenningi kleift að auka neyzlu á þessum hollu og næringarmiklu fæðutegundum. Ráðu- neytið vill því hérmeð beina því til almennings að athuga vel hve hagkvæmt það er að kaupa þessar vörur nú og auka neyzlu sína á þeim. Söluverðið á framangreindum vörutegundum verður ekki lækkað frekara en orðið er til 15. september 1943. Landbúnaðarráðuneytið. AÐ GEFNU TILEFNI tilkynnist hér með, að olía sú, er seld hefir verið til ljósa hér á landi undanfarandi stríðsár, er sömu tegundar frá öllum olíufélögunum. Akureyri, 19. maí 1943. r Olíuverzlun Islands h.f. ÞEIR VIÐSKIPTAMENN, sem kaupa mjólk í lausu máli í mjólkurbúðum vorum, eru hér með vinsamlega áminntir um að koma ekki með flöskur undir mjólkina, því slíkt tefur afgreiðsluna mjög mikið og búðirnar hafa ekki tæki til flöskuáfyllingar. Kaupfélag Eyfirðinga. AÐVÖRUN Almenningi er bent á eftirfarandi ákvœði húsa- leigulaga frá 7. apríl 1943: 1. Bannað er að leigja húsnæði öðrum en heimilis- föstum innanbæjarmönnum. 2. Húseiganda er óheimilt að segja upp húsnæði nema hann þurfi á því að halda fyrir sjálfan sig eða skyldmenni í beinan legg, og hafi eignazt húsið fyrir 9. sept. 1941. 3. Utabæjarmönnum er óheimilt að flytja í íbúðir í bænum, sem þeir hafa keypt eftir 7. apríl 1943. 4. Baninað er-að taka íbúðarhúsnæði til annarrar notkunar en íbúðar. Verði þessi ákvæði brotin, verður beitt sektum, allt að kr. 10000.00, og þeir, sem ólöglega flytja inn í íbúðir bornir út. Akureyri, 10. maí 1943. Húsaleigunefnd Akureyrar. Nú fer MÁLNINGARTÍMINN í hönd. Við höfum fyrirliggjandi: Titanhvítu — Zinkhvítu No. 1 — Dekkhvítu — Olíu- rifna málningu, marga liti — Lagaða málningu, marga liti — Japanlakk — Gólflakk, 4 stunda — Eikar- lakk — Ahornlakk — Skipalakk — Vélalakk — Menju Bronze — Fernis — Þurrkefni — Terpentinu — Kítti Krít — Málningarduft — Trélím — Kalt lím. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Járn- og glervörudeildin.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.