Dagur - 08.07.1943, Blaðsíða 2

Dagur - 08.07.1943, Blaðsíða 2
2 DAGUR Fimmtudagur 8. júlí 1943 Uppskeruhátíð Sjálfstæðismanna Þeir, sem telja sig til forustu fallna í Sjálfstæðisflokknum, hó- uðu nýlega saman allmörgum ' fylgispökum flokksmönnum í höfuðstaðnum og nálægum kaupstöðum og auk þess ein- hverjum strjálingi manna utan af landi, svo sem Jakobi frá Hranastöðum og Ólafi á Gilsá. Var samkoma þessi nefnd lands- fundur sjálfstæðismanna, en öllu réttara hefði verið að kalla hana uppskeruhátíð sjálfstæðismanna, því að aðaltilgangurinn sýnist hafa verið sá, að láta fundar- menn samþykkja þakkarávaip til foringjaklíku Sjálfstæðis- flokksins fyrir hina miklu upp- skeru, er íslenzku þjóðinni hafi hlotnazt af stjórnmálastarfi klík- unnar á síðari tímum. Þetta þakklæti dundi þó vitanlega mest á formanni flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, herra Ólafi Thors, fyrir hans miklu afrek á stjórnmálasviðinu þá fáu mánuði, er hann taldist sitja við stýrið á stjórnarfleyt- unni. Hinir ýmsu þættir uppsker- unnar, sem landsfundur sjálf- stæðismanna þakkaði með hrærðum huga, voru m. a. þessir: Friður í landi. Forráðamönnum Sjálfstæðis- flokksins er þakkað fyrir ,,til- raunir til að koma á stjórnmála- friði í landinu og varðveita hann.“ Allir vita, að stjórnmálafriður sjálfstæðismanna var í því fólg- inn að slíta samvinnu við Frarn- sóknarflokkinn, vekja upp eitt helzta deilumál og heitasta, sem fyrir hendi var, eftir að hafa lof- að að láta það kyrrt liggja, og steypa þjóðinni út í tvennar al- þingiskosningar sama sumarið. Þakkarávarp fyrir þessa frið- artilraun var samþykkt „ein- róma“, segja blöð Sjálfstæðis- flokksins. Ábyrgð á erfiðum stjórnar- störfum. I öðru lagi var forustuher Sjálfstæðisflokksins þakkað fyrir þann kjark „að taka einn á sig ábyrgð á erfiðum stjórnarstörf- um“. Forustuherinn sat einn að völdum í fáeina mánuði og tókst á þeim tíma að auka dýrtíðina úr 83 stigum í 172 stig eða nokkru meira en um helming. Ólafur Thors hefir skýrt frá því, að kommúnistar hafi í raun og veru fengið að ráða aukningu dýrtíðarinnar gegn því, að hann fengi að vera við völd um stund- arsakir. Því skal nú hreint ekki neitað, að það þurfi nokkurn kjark til að verzla á þenna hátt við kommúnista, enda mundu engir aðrir en hetjur Sjálfstæðis- flokksins hafa sýnt af sér þvílíka karlmennsku. Örugg forusta í sjálfstæðis- málinu. í þriðja lagi var formanni Sjálfstæðisflokksins og nánustu samstarfsmönnum hans þakkað fyrir „örugga forustu í sjálfstæð- ismálinu á síðastl. ári.“ Þessi skelegga forusta í sjálf* stæðismálinu, sem hér er átt við, birtist í stóryrtum yfirlýsingum sjálfstæðismanna á undan kosn- ingum í fyrra vor, þar sem þau loforð voru geíin kjósendum, að fullur-skilnaður við Dani færi tafarlaust fram og að lýðveldi yrði stofnað á íslandi á því ári. Eftir kosningar var því svo lýst yfir, að ekkert gæti orðið úr skilnaði á því ári, og lýðveldis- myndunin yrði því að bíða. Það kom með öðrum orðum í ljós, að forustumenn Sjálfstæðis- flokksins höfðu gert skilnaðar- málið og lýðveldisstofnunina að kosningabeitu sér til pólitísks framdráttar. Þetta var hin „ör- ugga forusta í sjálfstæðismálinu", sem verið var að þakka á upp- skeruhátíð Sjálfstæðisflokksins. Allir skilja til hvers þessir ref- ar eru skornir. Það er verið að Iæða því inn meðal landsmanna, að Ólafur Thors og klíka hans sé traustasti grunnurinn undir sjálfstæði þjóðarinnar og þaðan sé að vænta öruggastrar forustu í því máli. En í sömu andrá er gefið í skyn í aðalmálgagni flokksins, að fylgi Sjálfstæðis- flokksins við málið eigi að kosta það, að ekki megi hækka skatta á stríðsgróðamönnum. Kirkjan og kristindómurinn. Eftir allar þakkirnar fyrir hina miklu uppskeru af starfi sjálfstæðisforustunnar lýsir Iandsfundur Sjálfstæðismanna yfir „eindregnum stuðningi sín- um við kirkju og kristindóm og telur það höfuðnauðsyn, að kristileg áhrif aukist og eflist með þjóðinni". Það var hyggilega gert að láta þessa kirkju- og kristindómsyf- irlýsingu fljóta með sem nokk- urs konar varaskeifu. Það er sízt fyrir að synja, að einhverjar skæðar tungur kunni að fara að halda því fram, að uppskera höfðingja Sjálfstæðisflokksins á þjóðmálasviðinu sé ekki á marga fiska, því að hún sé lítið annað en svik á svik ofan í dýr- tíðarmálunum og sjálfstæðismál- inu, og þar á ofan hafi þessi höfðingjaklíka kynt ófriðarbál í Hér á landi eru nú fjórir ílokkar með þingfylgi og auk þess flokkur svokallaðra þjóð- veldismanna og flokkur Ragnars Jónssonar og Árna frá Múla. Slíkum flokkum getur vel fjölg- að á næstunni undir verndar- væng stjórnarskrár, sem kennd er við upplausn og þjóðarsundr- ungu. En þó flokkar séu hér margir, þá eru í landinu ekki nema tvær stefnur, og mun andstaða þeirra verða því gleggri, sem tímar líða. Annars vegar eru menn, sem ætla að ganga af núverandi þjóðskipulagi dauðu, með at- vinnuhruni og byltingu. Hins vegar eru menn, sem vilja bæta þjóðskipulagið, eða hvergi rjúfa samhengið við fortíðina, þar sem um verðmæti er að ræða, and- leg eða efnaleg. Kommúnistar eru forkólfar byltingarstefnunn- ar. Menn í borgaralegu flokkun- um vilja ekki hrun, ekki bylt- landinu, þegar mest reið á frið- samlegu starfi og samvinnu. En þá er alltaf hægt að vitna til kirkju- og kristindómsáhuga forystumanna íhaldsins segj- andi: Sjálfstæðisflokkurinn er þó að minnsta kosti betur krist- inn en hinir flokkarnir. Það sýnir ylirlýsingin, sem Gunnar Thoroddsen flutti á uppskeru- hátíð flokksins vorið 1943, er samþykkt var ,,í einu hljóði“. Svo er fyrir að þakka, að enn er til í landinu allmikið fylgi við kirkjuleg málefni. Kristin- dómsvinir eru víst finnanlegir í öllum stjórnmálaflokkum, jafn- vel í Sósíalistaflokknum. Þetta vita foringjar Sjálfstæðisflokks- ins, og því þá ekki að reyna að færa sér það flokkslega í nyt með því að flagga með yfirlýsingum um stuðning við kirkju og krist- indóm og telja það eitt höfuð- áhugamál sitt að efla og auka kristileg áhrif meðal þjóðarinn- ar. Á þann hátt er ef til vill hægt að fiska nokkur atkvæði. En hætt er við, að mörgum virðist fara illa sarnan: logandi kristindómsáhugi og margend- urtekin málefnaleg svik. Munið LADY ESTHER \ fegurðarvörur. K.E.A. — nýlenduvörudeild. Rússneskt lýðræði. YRIR síðasta bæjarstjórnarfundi lá bréf frá Verkamannafélagi Ak- ureyrarkaupstaðar, þar sem þess var óskað, að bæjarstjórnin gerðist aðili að kaupsamningi þeim, sem félagið hefir nýlega gert við Vinnuveitenda- félag Akureyrar og Kaupfélag Eyfirð- inga. Bæjarfulltrúar vildu yfirleitt íhuga málið vinsamlega og vísa því til nefndar. Astæðan til þess var tví- þætt. I fyrsta lagi hafði Verkamanna- félagið ekki boðið bæjarstjórn að taka þátt í samningunum, en fór þess nú á leit, að bærinn skrifaði undir samninga, sem þegar var búið að gera. I öðru lagi hefir bæjarstjórn al- drei undirritað slíka samninga, held- ur jafnan greitt kaupgjald skv. gjald- skrá verkalýðsfélaganna, án séstakr- ar samningagerðar. Afstaða bæjar- fulltrúanna til málaleitunar Verka- mannafélagsins var því eðlileg, og raunar ekki í frásögur færandi, ef ekki hefði í þessu sambandi gerzt atburður, sem rétt er að vekja at- hygli á. Stgr. Aðalsteinsson, kommúnisti, lét sér sæma, að flytja bæjarfulltrú- um þann boðskap við þetta tækifæri, að það væri bezt fyrir þá að vera ekki með neina vafninga, því að eí þeir skriiuðu ekki undir samninginn möglunarlaust, yrði séð svo um, að þeir yrðu neyddir til þess, innan skamms! Þetta mun vera það, sem „Verka- m.“ nefnir „rússneskt lýðræði" og „skoðanafrelsi“!! — Bæjarfulltrúun- um til verðugs hróss skal þess getið, að þeir höfðu hótanir rússneska ein- ræðistindátans að engu og visuðu málinu til neindar. Rússneskt „lýðræði“ hneykslað á íslenzku „einræði“. AÐURINN, sem ætlaði að beita Kópavogsaðferðum á bæjar- stjórnarfundi hér fyrir skemmstu, hefir nú ritað hverja greinina af ann- arri í málgagn sitt, „Vm.“, um „ein- ræði“ Vilhjálms Þór í síldarverðsmál- unum. Greinar þessar bera þess ljós- an vott, að uppistaða þeirra e%tekin úr pistlum hins nýja bandamanns kommúnista, Sveins Benediktssonar, í „Morgunbl.“, en ívafið er frá eigin brjósti þess manns, sem meirihl. E. d. síðasta Alþingis lét sér sæma að kjósa fyrir forseta sinn. Þannig held^ ur þessi fyrrv. forseti á sannleik- anum: „— I fyrsta lagi semur hann (V. Þ.) um sölu á afurðum verksmiðj- anna, án þess að verksmiðjustjórnin íái þar nokkuð um að segja (leturbr. forsetans) þótt hún lögum skv. eigi að annast söluna". Veit fyrrv. forseti E. d. Alþingis, Stgr. Aðalsteinsson alþm. ekki, að Viðskiptanefnd annast sölu allra ís- lenzkra afurða, síldarafurða ekki síð- ur en annarra, og semur fyrir hönd Islendinga? í öðru lagi segir þessi fyrrv. em- bættism. Alþingis: — „í fyrsta sinni í sögu verksmiðjanna ákveður hann (þ. e. V. Þ.), að fastaverðið skuli vera lægra, en áætlað vinnsltxverð verk- smiðjanna“ (leturbr. forsetans). Sannleikurinn er: Ráðherrann staðfesti tillögu verksmiðjustjórnar 'um vinnsluverð, óbreytta, og ákvað fastaverðið skv. áætlun fram- kvæmdastj. S. R., þar sem gert var ráð fyrir 17 kr. fastaverði, næði síld- armagnið ekki 500 þúsund málum. Ef nokkrar ályktanir verða dregnar af þessum skrifum „forsetans“, þá er það helzt, að það sé sorglegt tímanna tákn, að slík mannpersóna skuli hafa setið í virðingarstóli í sölum Alþing- is, og ömurlegur vitnisburður um Ak- ureyrarbæ að senda slíkan dáta á löggjafarþing þjóðarinnar. TILKYNNING Viðskiptaráðið hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á rabarbara: f heildsölu ................ kr. 0,60 pr. kr. f smásölu ................. kr. 0,85 pr. kg. Ákvæði þessi koma til framkvæmda frá og með 1. júlí 1943. Reykjavík, 30. júní 1943. Verðlagsstjórinn. Tvenn bandalög ingu, heldur friðsamlega þróun. Þeir mynda mótvægið. Alþýðusambandið er full- myndað bandalag annars vegar. Nú sem stendur hafa kommún- istar ráð þess í hendi sér. Þeir vinna að því með mikilli elju að ala félagsmenn í Alþýðusam- bandinu upp í þeim hugsunar- hætti, sem þeir telja réttan og sáluhjálplegan. Mikill meiri- hluti félagsmanna í þessu banda- lagi eru ekki byltingarsinnar, en þeir hafa nálega orðalaust hlýtt fyrirsögn kommúnista um kröf- ur til framleiðenda, sem geta leitt til fjárhagslegrar eyðilegg- ingar, og ef til vill til byltingar. En í Alþýðusambandinu eru menn úr öllum stjórnmálaflokk- um. Við kosningar í höfuðstaðn- um í haust sem leið hafa Al- þýðusambaridsmenn skipt sér - margir flokkar um almenn stjórnmál milli fimm landsmálaflokka. En um sameiginleg hagsmunamál sín, kaupkröfur og fríðindi, standa þeir saman í einni fylkingu. Til- gangur Alþýðusambandsins er að hafa óbein áhrif á þing og stjórn með félagsmannaf jölda sínum, einbeittni og aðhaldi á einstökum þingmönnum. Framleiðendur eru, eins og launþegar, dreifðir- milli allra stjórnmálaflokka. En þeir hafa enn engin allsherjarsamtök vfir flokkunum. Þessvegna hafa þeir um margra ára skeið tapað hverjum leik. Kommúnistar fullyrða í sinn hóp, að meðan framleiðendur séu að öllu leyti dreifðir og sundraðir, þá sé allt í lagi. Kommúnistar óttast ekki nema einn hlut, og það er að framleiðendur vakni af svefni, og geri með sér bandalag um sameiginlega hagsmuni, án þess að brengla með því nokkurn pólitískan flokk. En nú er ein- mitt verið að stíga þetta spor. Og það er ofsi kommúnista, sem knýr harðast á með að koma á fót þessum nauðsynlegu sjálfs- varnasamtökum. Kommúnistar ætla sér, eftir að ófriðnum er lokið, að koma á nýju skipulagi hér á landi og fara ekki dult með. Þeir ætla að sækja fram eftir tveim leiðum. Annars vegar halda kaupi við framleiðsluna lítið eða ekki hreyfðu, þó að íslenzkar fram- leiðsluvörur falli um 80%. Á þennan hátt ætla þeir að sprengja framleiðsluna til lands og sjávar, og hinn unga iðnað. Þegar atvinnan verður ekki rekin fyrir tapi, kemur hrunið, atvinnuleysið og öll bágindi kreppunnar. Þá ætla kommún- istar að heilsa upp á borgara

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.