Dagur - 26.08.1943, Blaðsíða 1

Dagur - 26.08.1943, Blaðsíða 1
Vikublaðið DAGUR Ritstjórar: INGIMAR EYDAL, JÓHANN FRÍMANN. AfgreiÖsla, auglýsingar,' innheimta: Sigurður Jóhannesson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. Sími 96. Argangurinn kostar kr. 8,00. Prentverk Odds Bjömssonar. IF* GUR XXVI. árg. Akureyri, fimmtudaginn 26. ágúst 1943 35. tbl. Afurðaverð til bænda hækkar. Vísitölunefnd sú, er skipuð var síðastl. vor til þess að finna vísitölu framleiðslukostnaðar a landbúnaðarvörum, sem fara . skyldi eftir við ákvörðun afurða- verðsins, hefir skilað tillögum sínum og áliti til ríkisstjornar- innar á tilsettunr tínra. Varð nefndin öll sanrmála um niður- stöður sínar. Nefndinni var ennfrenrur fal- ið að finna hlutfall nrilli verð- lags landbúnaðarvara og kaup- gjalds stéttarfélaga, er miðast skyldi við það, að heildartekjur þeirra, er vinna að landbúnaði, yrði í senr nánustu sanrrænri við tekjur annarra vinnandi stétta. Nefndin komst að þeirri nið- urstöðu, að bóndi við meðalbú þyrfti að lrafa í atvinnutekjur kr. 14.500. Til að ná þessu nrarki þarf afurðaverðið til bóndans að vera sem lrér segir: Mjólk kr. 1.23 1., nauta- og dilkakjöt kr. 6.20 kg., kýrkjöt kr. 3.00 kg., kýr- húðir kr. 1.60 kg., kjöt af dilk- um, veturgömlu fé og sauðum kr. 6.82 kg., kjöt af öðru fé kr. 3.50 kg., gærur kr. 3.50 kg., ull kr. 8.50 kg., kartöflur kr. 106.00 tunnan, hrossakjöt kr. 3.00 kg., hrosshúðir kr. 1.60 kg. Hér við bætast svo kostnaðar- liðir við dreifingu og sölu var- anna, geymsla þeirra o. fl. Verð- ur því útsöluverðið ákveðið af þeim aðilum, sem lög mæla fyr- ir um. Eitt er auðsætt: Verð á land- búnaðarvörum hlýtur að hækka allverulega samkvæmt þessu. Það hækkar hina almennu vísitölu, en það hefir hækkað kaup í för með sér. Dýrtíðin eykst því frá því, sem hún er nú. Það, sem ávinnst er þetta: Dýr- tíðin á að geta haldizt í föstum hámarksskorðum, fyrst um sinn frá 15. n. m. til jafnlengdar næsta ár, og deilur um hlufall Framhald á 4. síðu FRIÐLEIEUR JÓHANNSSON Fáoætur stórtiugur, ræður í stærsta útgerðar- bænum við Eyjafjörð. Ólafsfirðingar byggja rafveitu, hitaveitu og ágæta, nýtízka sund- laug og gufubaðstofu í senn, og hefjast samtímis handa um stor- fellda hafnargerð, til þess að koma í veg íyrir þann aðsteðjandi t anda, að höfn þessarar stóru verstöðvar kefji í sandi. Allir verk- tærir Ólafsfirðingar og starfandi íyrirtæki í kauptúninu hafa í sumar og í fyrrasumar gefið allar atvinnutekjur sínar „hafnarsjóðs- daginn“ til þessa mannvirkis og hyggjast gera það árlega eftirleiðis. Útgerð í verstöðinni færist enn í aukana. Samtal við Jón Þorsteinsson, kennara. gLAÐIÐ hefir haft spurnir af því, að Ólafsfirðingar standi í miklum stórræðum um þessar mundir, og greip því tækifærið, þegar Jón Þorsteinsson kennari og útgerðarmaður í Ólafsfirði var hér á ferðinni nti á dögun- um, og spurði hann frétta af þess- um hamförum. — Jú, satt er það, sagði Jón Við Ólafsfirðingar höfum ýmis- legt á prjónunum eins og stend- ur: Rafveitu, hitaveitu, sund- laug og hafnargarð. En hvað hið síðasttalda mannvirki snertir má með sanni segja, að ill nauðsyn reki þar á eftir okkur að hefjast handa um svo stórt og dýrt útgerðarmaður ‘á Siglufirði varð sjö- tugur 15. þ. m. (S.br. grein Berrtharðs Stefártssonar alþm. í síðasta „Degi". — Myndin varð á seinni skipunum og gat þvf ekki fyl$t $reinirmi þá). Forstöðukvenna- skipti við Lauga- landsskóla. J7RK. Dagbjört Jónsdóttir, er verið hefir forstöðukona hús- mæðraskólans að Laugalandi i Eyjafirði síðustu árin, hefir sagt starfi sinu lausu frá 1. september næstkomandi. — Okkur þykir ntjög slæmt að missa hana frá skólanum, hún hefir í alla staði reynzt prýði- lega í starfi sínu, sagði formað- ur skólaráðs, Davíð Jónsson á Stóra-Kroppi, í símtali, er blað ið átti við hann í gærmorgun. — En það er bót í máli, að við ger- um okkur beztu vonir um hina nýju forstöðukonu, er nefndin hefir ráðið í hennar stað næsta ár. Hún heitir Svanhvít Frið riksdóttir frá Efri-Hólum í Núpasveit og er nýkomin heim eftir fjögra ára námsdvöl erlend- is. Hefir luin stundað nám í hús- stjórnar- og hannyrðaskólum í Svíþjóð og Noregi (ekki Dan- mörku eins og útvarpið sagði). Kom loftleiðis frá Svíþjóð til Englands og þaðan með togara út hingað. Eins og stendur dvel- ur hún heima í fæðingarsveit sinni, en tekur við starfi sínu á Laugalandi 1. sept. n. k. — Skólinn er auðvitað full- skipaður í vetur? — Npfndu ekki ósköpin. Þeg, fyrirtæki á þessum erfiðu verð- bólgutímum. Svo er mál með vexti, að hafnarskilyrði í Ólafs- firði — sem þó mun einhver stærsti útgerðarbær á Norður- landi nú orðið — hafa ávallt ver- ið mjög ill, eins og mörgum er kunnugt. Við höfurn orðið að flýja með allan veiðiflota okkar af legunni inn á Eyjafjörð eða Akureyrarpoll á haustin og langt fram á vor, og hvenær sem hvesst hefir að mun eða brimað veru- lega af norðaustri á öðr- um tímum árs. Og þó hefir stór- tjón og slys jafnan vofað yfir skyndilegum stórviðrum og kviku. Mun t. d. mörgum minn isstætt, þegar 13 smærri bátar og 7 stærri fórust á höfninni í Ó1 afsfirði á hvítasunnudag 1935. — En nú kastar þó fyrst tólfun- um, því að eina bryggjan, sem nú er til í kauptúninu, er óðum að færast á þurrt land, sökum aðburðar þar af sandi og grjóti úr tveim áttum. Kveður svo ramt að þessu, að ekki hefir þótt viðlit að salta síld í Ólafsfirði í sumar, þar sem fullfermdir bát- ar fljóta nú naumast framar upp að bryggjunni, nema með há- flóði. — Hvað hefir verið gert til þess að bæta úr þessu? — Við höfum þegar fengið (Framh. á i. síðu). ar skólanefndin í desember s. 1. ráðstafaði þessum 32 heimavist- arplássum, sem til eru í skólan- um, höfðu þegar borizt um 150 umsóknir um skólavist að Lauga- landi. Síðan hafa auðvitað marg- ar bætzt við. — Hvernig líkar þér tíðar- farið? — Þetta er hörmung að kalla — næst kaldasta sumar, sem ég man eftir. En „mislingasumar- ið“ svonefnda, 1892, var þó stór- um verra; alger óáran þá, gras- brestur, þurkleysi og harðindi, en nú er þó sprettan sæmileg orðin allvíða, og öðru hverju þornar úr flekk — seinast í vik- unni sem leið. Nú veltur á því, segja sumir, hvernig hann bregzt við upp úr höfuðdcRÍnum. Anna Kristjánsdóttir húsfreyja á Víðivöllum í Fnjóska- dal á áttræðisafmæli næstkomandi mánudag, 30. ágúst. — Anna er fædd á Úlfsá í Bárðardal 30. ágúst 1863. Anna er alþekkt hér norðanlands sem mikill áhugamaður um öll félags- mál. — Það mun vera leitun á þeirri konu á landi hér, ef hún er þá nokk- ur, sem tekur Onnu fram um þekk- ingu og góðan skilning á íslenzkum kvenfélagsmálum. — Hún hefir jafn- an lesið mikið, og þókakostur er mik- ill á Víðivöllum, þau hjón og börn þeirra eru bókamenn miklir. — Lík- lega er það nær eins dæmi, að kona, sem nú stendur á áttræðu, fylgist jafnvel með öllu, sem gerist í félags- málum þjóðarinnar og Anna á Víði- völlum. — Anna er góð kona og heimili þeirra hjóna hefir jafnan ver- ið fyrirmynd að reglusemi og prúð- Framhald á 4. síðu. Eyfirzkar bergvafn§- ár og bleikfurækt. Merkilegur árangur af friðun veiðiTatna. Fiskiræktarráðunautur ríkisins, Ólafur Sigurðsson frá Hellu- landi, er nýkominn úr eftirlitsferð austan úr Fnjóskadal og Höfða- hverfi, þar sem hann hefir gert athyglisverðar athuganir á aukn- ingu bleikjustofnsins í Fnjóská við friðun undanfárinna sex ára. Enskur vísindamaður og aðal-veiðimálaráðunautur Bretlands, sem skoðaði ána fyrir sex árum, hefir látið þau orð falla, að vöxtur íiskistofnsins í Fnjóská sé eins dæini í heiminum, og sé áin að verða ein bezta bleikjuá í víðri veröld. — í eftirfarandi grein gerir Ólafur nokkra grein fyrir þessum athugunum og þeirri skoðun sinni, að með réttum aðferðum sé auðvelt að auka stórum fiskimergð í ey- firzkum bergvatnsám, og geti Eyjafjörður þannig á fáum árum orðið eitt hið frægasta bleikjuveiðisvæði, en sú veiði er nú í mikl- um metum og mjög eftirsótt með d veiðimanna úti um allan heim. Ritstj. j EYJAFJÖRÐ falla nokkrar bergvatnsár, sem sumar hverj- ar gætu orðið hinar ágætustu veiðiár, ef rétt og viturlega væri að þeim búið. Þessar ár eru: Gljúfrá og Fnjóská í Höfðahverfi, Eyja- fjarðará, Öxnadalsá og Hörgá, Þorvaldsdalsá, Svarfaðardalsá og árnar tvær í Fjörðunum, Hólsá og Gilsá. Eg á hér við, að þeim leifum af bleikjustofni, sem enn er eft- ir í þessum ám, sé leyft að vaxa eins hratt og eðlilega og hann hefir möguleika til. Mundi þá eftir nokkur ár, t. d. 10—12 ár, verða það mikil bleikjuveiði í þessum ám, að engin dæmi yæru til slíks, síðan á landnámsöld. Bleikjustofninn eykst miklu hraðar en t. d. lax, sem stafar af því, að bleikjan hrygnir oftar en einu sinni — jafnvel 3—4 sinnum. Vil eg nú færa franf nokkrár staðreyndir fyrir þessari fullyrð- ingu. Síðastliðna viku hefi eg verið að athuga Fnjóská með hinum enska veiðimanni,Mr. Fortescue, sem leigir hana. Áin hefir verið alfriðuð í 6 ár og auk þess dálít- ill partur af sjónum báðum meg- in ósanna, eða frá No]]i að K,ljá- strönd. Þó var einnig í upphafi friðunartímabilsins gerður fisk- vegur upp yfir Laufásfossa. Arangurinn af þessari aðgerð á ánni og 6 ára friðun, er alveg stórkostlegur og mörgum sinn- um meiri en bjartsýnustu kunn- áttumenn þorðu að vona. Ensk- ur vísindamaður og aðalveiði- málaráðúnautur Bretlands í fiskirækt, sem skoðaði ána fyrir 6 árum, hel ir látið þau orð falla, að vöxtur fiskstofnsins í Fnjóská sé alveg einsdæmi í heiminum; telur hann, að Fnjóská sé á leiðinni að verða ein bezta bleikjuá í víðri veröld. Laufásgljúfrin frá fossi og nið- ur þar til áin slær sér út, eru tæpir 2 km. á lengd. Sjónarvott- ar hafa sagt mér, að í júlí í sum- ár liafi stórir partar af ánni í þessum gljúfrum verið bókstaf- lega fullir af fiski. Fiskmergðin hefir efalaust skipt mörgum þús- undum. — Nú síðustu daga hefi eg verið að athuga fiskmagn og hreyfingar fisksins frá degi til dags í Laufásgljúfrum og kom- izt að þeirri niðurstöðu, með því að telja.það, sem eg gat séð með þar til gerðu áhaldi, að í gljúfrunum væri ekki minna en 12—1500 fiskar, en gætu verið (Framhald A 3. síðn).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.