Dagur - 26.08.1943, Blaðsíða 3

Dagur - 26.08.1943, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. ágúst 1943 DAGUR 3 Jfin Heigason í Eiirarlandi áttræður 30. júlí 1943. Með aöstoð Braga eitthvað vildi eg um þig segja, góði Jón, hann veit, þó að þel'vi eg rímið, þá næ eg ei hóum tón. Hugmyndir af skornum skammti skenktar voru áður mér, raunalega rýr því verður réttur, sem ég færi þér. Upphaf málsins er, að fæddur ertu, Jón minn, þenna dag; tvenna ferna tugi ára tekið gazt þú undir lag. Heiðurs varstu -kufli klæddur, kraft til dáða áttir þú; ellin þó að að þér sæki, enn þú stundar rausnarbú. Marga hildi háð og unnið hefir þú á lífsins braut, vinum þínum varstu styrkur, vildir lina allra þraut. Störfjn leystir létt af höndum, leikur Vinna þér var öll; fetaðir þú frjáls og glaður fram um lífsins glímuvöll. Drottinn blessi þig og þína, það sem enn til baka er, og þér veiti aðstoð sína eins og bezt þér hentast sér. Vanangurs að hlíðum háu hann þig leiði, er æfin dvín, þar sem eilíft yndi og gleði er — svo hljómar kveðjan mín. J. Ó. HJARTAlgS þakkir til allra þeirra vina og kunningja, sem glöddu mig á sjötíu ára afmæli rrunu þann 19. ágúst, bæði með rausnarlegum gjöfum og heillaóskaskeytum. Guð blessi ykkur öll og gefi gleðiríkt líf. Lifið heil. Sílastöðum, 24. ágúst 1943. ÁGÚST JÓNASSON. IJHS<B><B><H><BS<H><B><B><H><H><H><H><H><H><H><H><H><B>ÍH><H><B><H><H><H><H><H>i KAUPFELAG SKAGFIRÐINGA SAUÐARKRÓKI selur spaðsaltað kjöt af vænu fullorðnu fé, 115 k(ló í tunnu, á aðeins 300 krónur tunnuna fob. Sauðárkrók. Kjötið er ágætlega gott. — Þetta eru ódýrustu matarkaup, sem nú er hægt að fá, V KAUPFÉLAG SKAGFIRÐINGA SAUÐÁRKRÓK! vegna þess að ekki fáist meira heitt vatn í sundlaugina en þegar er fengið. Það fyrsta, sem gera þarf, er að fá menn til þess að athuga leiðsluna úr Glerárgili og gera við hana, ef með þarf, svo og að grafa eða bora eftir meira vatni uppi í gilinu. Ef þetta bæri ekki tilætlaðan árangur, þarf að reyna önnur ráð, og yrði þá helzt að ,hita með rafmagni, en það myndi mega fá ódýrt á nóttunni. Utvega þyrfti tæki til þess að hita vatnið með, og mætti þó e. t. v. hafa eitt- hvert gagn af tækjum þeim, er hita vatnið í steypiböð gufubaðstofunnar. Hvaða ráð, sem notuð yrðu, þá er þetta mál, sem þolir enga bið, og er þegar búið að bíða úrlausnar allt of lengi. Nú líður að hausti, og skólar taka brátt til starfa, en ein af skyldu- námsgreinum þeirra er sund, en við núverandi skilyrði er það augljóst að ekki verður hægt að halda uppi sundkennslu að neinu gagni í vetur. Eg vil því fyrir hönd allra Akur- eyringa, er unna sundíþróttinni, beina þeim eindregnu tilmælum til sund- nefndar og bæjarstjórnar, að hún láti málið þegar til sín taka og geri nauð synlegar ráðstafanir til úrbóta, því að þetta er mál, sem varðar allra bæjar- búa, unga sem gamla. Baldur Ingólfsson. Eins og myndin sýnir, er vöxtur manna á- kaflega breytilegur. Það skiptir hins- vegar engu máli fyrir oss. Hvernig sem menn eru byggðir, fara þeir allir jafn harðánægðir út af Saumastofu vorri. — \/É Við látum fötin fara jafn vel á feitum sem mögrum, háum sem lágum. Saumastofa Gefjunar húsi K.E.A., 3ju hæð átvinna. Stúlka getur fengið fasta atvinnu frá 15. sept. eða 1. okt. næstk. í smjörlíkisgerð vorri. —4Upplýsingar í verk- smiðjunni. — Ennfremur vantar unglingspilt til sendistarfa o. fl. frá 15. september. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Milli fjalls og fjöru. Akureyringar lAta stríðsgróðann ganga þrjár merkilegar stórbyggingar, sem lengi munu launa bæjarbúum framsýni yfirstandandi tíma. Er þar fyrst að telja íþróttahúsið rétt hjá hinni góðu sund- laug. Eru þar tveir íþróttasalir og ætlað rúm fyrir hinn þriðja, auk margs kónar jæginda um fundaherbergi fyrir íþrótta- félög bæjarins. Næst kemur Gagnfræða- skólinn, sem verður fullgerður bið ytra hattst, og nokkrar stofur fullbúnar. Sennilega \erða þar innan skamms um 300 nemendur í gagnfræða- og iðnskól- anum. í þriðja lagi er nú fullgengið frá stað og tcikningum hins nýja húsmæðra- skóla. Stjórnin befir, eftir fyrirlagi Al- þingis, lagt fram 75 þús. kr. í bygginguna, sem byrjttnarframlag. Guðjón Samúelsson húsameistari, byggingarnefnd skólans og vænlanleg forstöðukona, Ranmeig Krist- jánsdóttir frá Dagverðareyri, hafa lokið sameiginlegum undirbúningi. Húsmæðra- skólinn á Akureyri verður stærslur af þess háttar byggingum, sem enn hafa verið reistar hér á landi. Þar verður engin heimavist, cn skipulagi hans svo háttað, að allar líktir benda til að allar ungar stúlkur, sem fæðast upp í bænum, geti fengið þar hagnýta hússtjórnarfræðslu. Hvar sem fréttist til úr byggðum kauptúnum og kaupstöðum, eru allir ein- huga um að þjóðin eigi að ganga frá lýðveldismynduninni eftir næstu áramót. Svipað má segja um Reykjavík, að því frátöldu, að þar er í myndun lítill og vesall félagsskapur, sem hefir það að tak- marki, að vinna móti frelsistöku þjóðar- innar, nema áður sé fengið leyfi danskra valdamanna. í Englandi voru hinir fáu borgarar sem vildu taka upp þar í landi stjórnarhætti Hitlers og Mussolinis i stríðsbyrjun, settir í andlcga sóttkvi. Innan skamtns verða þeir útskrifaðir, og þá skoðaðir sem merkir forngripir, eins og nál Kleópötru á Thamesbökkum. Sorglegt rná það teljast, að lítt hefir verið grynnt á ríkisskuldum íslands er- Iendis, meðan hið óvenjulega peninga- flóð er í landinu. Ef til vill er enn tími til að bjarga nokkru í þessu efni. Þing það, sem kemur saman í byrjun septem- ber gæti tekið nýja stefnu í þessu máli; reynt að einbeita orku þjóðarinnar að þvi að gera hana skuldlausa gagnvart útlönd- um,' um leið og hún slítur síðasta hlekk- inn af pólilískum viðjurn frá 13. öld og úr Kópavogi, sællar minningar. /• / 2 ungar kýr til sölu nú þegar eða í haust. Önnur snemmbær. Afgr. v. á. vinnuna og stríðsþörf Breta, er veiðiskip þeirra voru tekin til hernaðaraðgerða, þá eru allar líkur til að forustulaus þjóð myndi klippa af krónunni í hlut- falli við innanlandsþörfina. Verkamenn og launamenn ríkis og bæja gætu þá fengið sömu krónutölu á dag eða á mánuði, æins og fyrr. En áður en langt tum liði, hefði krónan minnkað, eins og þýzka markið og franski frankinn eftir fyrri heimsstyrj- öldina, þar til hinn lögmæti gjaldmiðill þjóðarinnar hefði bókstaflega tekið á sig mynd og líkingu fimmeyringsins. En um leið og sneitt var utan af krón- unni, til að lialda ytra fornri „kjarabótanna“, hefði þjóðin glatað gömlum og nýjum inn- stæðum. íslenzka þjóðin stæði þá eins og skáldið sagði, alein d beru svœði. íslendingum hefði J>á farnazt eins og Austurlanda- manninum, sem var kalífi einn dag. Menn geta spurt, hvað ástæðu leiðtogar kommúnista hafi til að óska eftir eyðileggingu krónunn- ar. Þeir hafa sitt ákveðna tak- mark: Eyðileggingu þingstjórn- arskipulagsins og vonina um ein- ræði ábyrgðarlausrar klíku und- ir rússneskri aðalumsjón. Sum- arið 1942 studdu þeir „auðvalds- stjórn", af því hún var að þeirra dómi veik, og af J>ví að sú aðstaða gaf Jreim aðstöðu til stórkostlegr- ar aukningar á dýrtíð og fölskum kjarabótum. í augum rétttrú- aðra kommúnista er allt gott, sem leiðir til erfiðleika og upp- lausnar núverandi þjóðskipu- lags. Nálega engin aðstaða er í augum þeirra jafn fullkomin og sú, sem Jreir hafa í sambandi við dýrtíðina, þegar verðhrunið dyn- ur á íslenzkum afurðum. Þeir *r f geta blekkt fákæna menn í verkamanna- og launastéttum, með því að heimta að hvergi sé slakað til með launagreiðslur. Þeir sjá ótakmarkaða möguleika í verðfalli krónunnar. Stríðs- gróðamenn tapa öllu sínu. Bjargálnamenn komast á vonar- völ. Gamalmenni, sem dregið liafa saman forða til elliáranna, liafa milli handa tóma spari- sjóðsbók. Leiðtogar konimún- ista, Brynjólfur og Einar, voru peningalausir áhorfendur í Ber- lín, þegar markið var að hrynja. Þeir vita vel af reynslu Þýzka- lands, að menn, sem hafa skyndi- lega tapað peningaeign, sem lengi var unnið til að safna, fyll- ast örvæntingu og ábyrgðarleysi. Hrun þýzka marksins skapaði kommúnismann og nazismann í Þýzkalandi, núverandi heims- styrjöld og alla þá bölvun, sem af henni leiðir. En þróunin þarf ekki að verða á þessa leið. Bændastétt landsins getur tekið höndum saman um stéttarmál sin, þó að menn greini á um ýmsa aðra hluti. Allir framleiðendur í landinu geta átt samleið um að bjarga sjálfum sér og þjóðinni úr vanda komandi missira. Allir, sem eiga sparisjóðsbók, innstæðu 1 banka, tryggingarfé eða verðbréf, hafa ástæðu til að snúa bökum sam- an til að verja íslenzka krónu móti eyðileggingu byltingarfor kólfanna. Sem betur fer, er jafn- vel Kommúnistafl. mjög skiptur í Jressu máli. Leiðtogarnir vilja hrunið af . heimspólitískum á- stæðum. En mikill fjöldi af kjós endum verkalýðsflokkanna eiga nú innstæður í bönkum og spari- sjóðum. Sumir þessir menn eiga Eyfirzkar bergvatnsár og bleikjurækt. (Framhald af 1. síðu). mikið fleiri. Þó sögðu bændurja- ir, sem búa nálægt ánni, að fisk- urinn væri allur að kalla geng- inn upp og væri nú ekkert í gljúfrunum, borið saman við fyrri fiskigengd. Eg var hér við ána urn 3ja vikna tíma í ágúst 1937 við að gera fiskveginn. All- an þann tima sá eg ekki nerna • fáeina silunga í gljúfrunum. — Enski herrann, sem leigir ána og hefir Jrekkt hana síðan 1912, telur að fiskstofninn hafi 10—12 faldast á þessum 6 árum og með- alþyngd fisksins aukizt til rnuna. Þessi tilraun með Fnjóská sýnir ákaflega ljóst vaxtarmátt íslenzka bleikjustofnsins og gróðrarmátt eða framfærslumátt veiðivatna okkar, og að Eyja- fjörður sjálfur er dásamleg afrétt fyrir bleikjuna. Það, sem gert hefir verið fyrir Fnjóská er þetta: 1. Áin hefir verið opnuð til gongu fram í dali, en bleikja, sem hrygnir þar í þverám Fnjóskár: Bakkaá, Timburvalla- dalsá og Hjaltadalsá, hefir rnörg- um sinnum meiri áhrif á fjölgun stofnsins en sú bleikja, sem hrygnir fyrir neðan fossa. 2. Friðað við sjóinn nokkra km. báðum megin við ósa. 3. Alfriðun á ánni sjálfri ög þá sér í lagi hrygningastöðv- anna. 4. Tilraun með laxrækt er haf- in í ánni og nokkur árangur þegar sýnilegur. Þessi tilraun við Fnjóská talar ákaflega skýru máli, fyrst og fremst til eyfirzkra bænda, sem lönd eiga að áðurnefndum ám, svo og til allra landsmanna, sem lönd eiga að veiðiám. Það sem gera þarf hér í Eyja- firði, er að stofna fiskiræktar- og veiðifélög við þær ár,þar sem eft- ir er að koma þeim félagsskap á. Þegar er búið að stofna félag við Gljúfrá, Svarfaðardalsá og Ól- afsfjarðará. Fiskveg þarf að gera yfir fossana í Öxnadalsá og Þor- valdsdalsá. Svo þurfa öll félögin í sameiningu að nota sér heim- ild lax- og silungsveiðilaganna til að útrýrna allri sjóveiði á sil- ungi í Eyjafirði. Með því að taka nú fljótt og myndarlega á þessu máli, verður Eyjafjörður innan fárra ára heimsfrægt bleikju- veiðihérað. Til slíks manndóms treysti eg eyfirzkum bændum ágætlega. P.t. Laufási, 22. ágúst 1943. Ólafur Sigurðsson frá Hellulandi. mjög rnikið geymslufé, og þykir gildi sfnu eftir stríðið, að spari- jafn vænt um þessa sjóði, eins og öðrum kapítalistum. Innan skamms verða þessir menn að velja. Annars vegar er vegur byltingarforkólfanna, sem hafa allt að vinna við eyðileggingu allra lausra fjármuna í landinu. Hins vegar er yfirgnæfandi meiri hluti þjóðarinnar, börn og gam- almenni, verkamenn og stríðs- gróðamenn, bændur, sjómenn, iðnaðarmenn og lausamenn. Allt Jretta fólk á sitt jarðneska gengi og velferð að langmestu leyti undir því, að krónan haldi verð- sjóðsinnstæður barna og gamal- menna, tryggingarfé og stríðs- gróði haldi sínu gildi. Þjóðin á þá fjármagn til nauðsynlegra þarfa. Stríðsgróðinn getur orðið lyftistöng mikilla framfara, ef skynsamlega er á þeim málum tekið. í næstu grein verður bent á leiðina, sem þjóðin á að fara, þegar verðhrunið kemur, ef hún á að geta bjargað krónunni, at- vinnufriðnum og sjálfstæði landsins úr höndum óhlut- vandra æfintýramanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.