Dagur - 26.08.1943, Blaðsíða 2

Dagur - 26.08.1943, Blaðsíða 2
DAGUR Fimmtudagur 26. ágúst 1943 Réttarhótin mikla og loforðaísvikln miklu. Hin tilvitnuðu orð notar Morgunblaðið 17. þ. m. um breytingu þá á kosningafyrir- komulaginu, sem komið var á síðastl. ár. Grein „Mbl. um „réttarbótina miklu" hefst á þessa leið: „Aldrei hafa Sjálfstæðismenn fundið það eins greinilega og þetta síðasta ár, hve mikils virði þeim er réttarbótin, sem-náðist í fyrra, með breytingunni á kosn- ingafyrirkomulaginu". Öll Mbl.greinin er síðan lof- söngur um „réttarbótina miklu“ og lýsing á þeirri sælu, er Sjálf- stæðismenn hafi orðið aðnjót- andi eftir afrekið í kjördæma- málinu. Eins og kunnugt er, var „rétt- arbótin mikla" í því fólgin, að Sjálfstæðisflokknum tókst að afla sér fjögurra minnihluta- þingmanna í stað sex eins og upphaflega var ætlazt til. í>að eru hinir fjórir minni- hluta-þingmenn, sem skapa þessa miklu sælutilfinningu inn- an Sjálfstæðisflokksins, semMbl. er að segja frá. En Mbl. láist að geta um eitt í þessu sambandi. Það minnist ekki einu orði á það, að „réttar- bótinni miklu“ var komið á í skjóli hinna stórfelldustu lof- orðasvika, er átt hafa sér stað í þingsögunni. Alþjóð veit nú orðið um drengskaparheit það, er þeir Ól- afur Thors og Jakob Möller unnu aðfaranótt 17. jan. 1942. Ólafur rétti upp 3 fingur til vitnis um, að það loforð sitt skyldi verða haldið, að ekki yrði hreyft við kjördæmamálinu að sinni. Möller lofaði hinu sama, en rétti ekki upp 3 fingur. .011 þjóðin veit, að þetta há- tíðlega drengskaparheit var rof- ið. Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, vann það til að verða heitrofi, til þess að geta orðið æðsti maður í stjórn lands- ins með stuðningi kommúnista. Ólafur Thors hefir hælt sér og flokki sínum fyrir þá ,,fórn“ að taka við stjórn landsins á erfið- um tímum. Vissulega mun sú fórn lengi í minnum höfð. Sjö mánaða stjórn Sjálfstæðisflokksins gleymist ekki vegna afleiðinga, er hún hafði í för með sér. Seinni hluta ársins 1942 er mesta óstjórnar- og niðurlæging- artímabil í sögu þjóðarinnar, síðan stjórnin fluttist inn í land- ið. Á skömmum tíma tókst stjórn Ólafs Thors að tvöfalda dýrtíðina í landinu og gera hana óviðráðanlega. Stjórn Ól. Th. hefir játað, að hún hafi keypt sér fylgi sósíalista gegn því lof- orði að aðhafast ekki neitt, er ágreiningi ylli í dýrtíðarmálun- um. í því efni afsalaði hún sér völdunum í hendur sósíalista. Stjórn Sjálfstæðisflokksins bjóst við að geta setið áfram, eftir að hún baðst lausnar, hún treysti því, að þingræðislegri stjóm yrði ekki á komið, og þá væru ekki önmir ráð fvrir hendi en að fela fráfarandi stjórn að fara áfram með völd. Á þessari skoðun ból- aði í einni þingræðu Magnúsar Jónssonar. Þetta hefði líka reynzt svo, ef engin breyting hefði ver- ið orðin á æðstu stjórn landsins. En ríkisstjóri fór aðra leið. Ilann myndaði nýja stjórn og vék um leið óstjórn Ólafs Thors frá völdum á kurteisan hátt. Þar með var valdadraumur hennar á enda kljáður. Ólafur Thors lofaði að fram- fylgja gerðardómslögunum. Hann brást því loforði og tvö- faldaði dýrtíðina. Hann lofaði forustu Sjálfstæð- isflokksins á Alþingi eftir „um- bæturnar“ á kjöfdæmaskipun- inni. Sú forusta fórst fyrir. „Umbæturnar" á kjördæma- skipuninni — „réttlætismálið mikla“ — hefir leitt af sér óstarf- hæft þing, annað ekki. En eina stóra fórn hefir for maður Sjálfstæðisflokksins* fært. Með öllum sínum heitrofum hef- ir hann fyrir sína hönd og flokks síns fórnað drengskapnum. Allt eru þetta förunautar „réttarbótarinnar miklu". Ekki er furða, þó að Sjálfstæðismenn séu glaðirl En mundi gleðin vera óbland- in hjá þeim öllum? Haldið Grundar- kirkju betur. Góðir Eyfirðingarl Eg var ný- lega á ferðinni og kom þá að hinu fræga höfuðbóli ykkar, Grund. Eðlilega ætlaði eg að skoða kirkjuna og gerði það líka. Mér var góðfúslega leyft það. Eg get ekki annað en dáðst að kirkj- unni og þeim stórhug, sem hún auglýsir. En — viðhaldið þykir mér ekki sómasamlegt, svo að eg segi eins og mér býr í brjósti. Þegar eg kom að sáluhliðinu, þá leit eg það, sem mér féll illa. Fokið hefir, að líkindum, yfir- bygging þess, eg veit ekki fyrir hvað löngu, en hitt er v'íst, að hún liggur þar í grasinu og grotnar sundur að fullu í hirðu- leysi. Inni í kirkjunni er líka ýmislegt fært úr lagi. Einn ofn sá eg í henni, en voru þeir ekki upphaflega tveir? Eftir hurðum og gluggum þyrfti að líta og svo þarfnast kirkjan málningar. Margt, sem mér virtist að gera þyrfti fyrir kirkjuna, kostar í sjálfu sér lítið — og þá er bara að gera það. Sómi ykkar liggur við, Eyfirðingar, að halda þetta dýrlega musteri vel í alla staði. Sé íjárþröng' orsök lélegs við- valds, þá er s.á fyrir hendi að reyna að afla henni fjár. Eg er viss um, að ferðamenn, sem koma og skoða kirkjuna, myndu fúslega bregðast vel við, ef þeim væri gerð þörfin ljós, sé hún fyr ir hendi. Eg eggja ykkur lögeggj- an, Eyfirðingar, að halda Grund- arkirkju betur! Ferðalangur. Verkafólk það er vann á Sláturhúsi voru á Akureyri síðastliðið haust, og ætlar að vinna þar nœstkomandi haust er beðið að láta skrá sig á skrifstofu vorri eigi síðar en 10. sept. n.k. KAUPFÉLAG EYFIRDINGA Er sundlaug Akureyringa að kólna? gLAÐINU hefir borizt eftirfarandi pistill frá Baldii Ingólfssyni, for- manni sundfélagsins Grettis. Er þar bent á þá staðreynd, að aðsóknin að hinni ágætu sundlaug Akureyringa hefir farið þverrandi nú í seinni tíð, helztu orsakir þess raktar nokkuð frá sjónarhóli þessa áhugamanns um sundíþróttina og loks hreyft nokkrum athyglisverðum tillögum til úrbóta. Segir þar á þessa leið: J^YRIR nokkrum árum var sundlaug Akureyrar sá staður, sem flestir bæjarbúar vitjuðu í frístundum sín- um. A hverju kvöldi eftir vinnutíma, sem þá var mun lengri en nú, þyrpt- ist fólkið upp í sundlaug, til að hressa sig að loknu dagsverki og æfa sund, og á sunnudagamorgnum var ætíð ys og þys við laugina. íþróttafélög bæj- arins héldu uppi sundæfingum, sem voru vel sóttar, sundmót voru haldin, og kepptu þar ýmsir ágætir sund- menn og konur, og var síðasta mótið sumarið 1940. Nú er þetta nokkuð breytt,því aðnú er oft og tíðum mannfátt við laugina og eru það helzt krakkar, sem þangað koma, svo og ferðafólk, sem langar til að þvo af sér ferðarykið. Hvað veldur þessari breytingu? munu menn spyrja. Er það leti og áhugaleysi? Er það hin óvenjumikla atvinna, eða hvað er það yfirleitt? p|G HYGG að þessi breyting stafi af þrem ástæðum aðallega. Sumarið 1940 kom hingað brezkt setulið og fékk það þegar, er á leið sumarið, að nota sundlaugina, en þó varð það bæjarbúum ekki til mikils óhagræðis þá, en næsta sumar hafði það laugina til afnota frá síðari hluta sunnudags og þar til um hádegi þriðjudögum, er laugin var tæmd. Með þessu móti misstu bæjarbúar beztu tækifærin til sundiðkana, þar sem þeir voru alveg útilokaðir frá lauginni þá daga, sem hún var heit- ust. Svo í fyrrasumar var laugin lok- uð bæjarbúum alveg um helgar og misstu þá margir einu tækifærin, sem þeir höfðu til þess að synda. Hin óvenjumikla vinna hefir valdið því, að margir vinna meira en áður og nenna svo ekki í sund, er þeir koma þreyttir frá verki, og svo hafa flestir meiri peningaráð en áður og skemmta sér meira en áður fyrr og fara þá gjarnan í bíó eða kaffihús, í stað þess að nota kvöldið til íþrótta- iðkana. Svo er það með stúlkumar, að þær geta sumar hverjar ekki farið í sund vegna þess, að það tekur þær of langan tíma að koma hárinu í lag. Kannske tekur „ástandið" líka tíma frá sumum þeirra. Þá er og fjöldi af unglingum og ungum mönnum í vinnu utan bæjarins, bæði í síldarverk- smiðjum og annars staðar. ^EIGAMESTA orsök þessarar aft- urfarar mun vera sú, að laugin er mun kaldari en hún hefir verið, en nú í sumar er hún kaldari en nokkru sinni fyrr, og er hún oft ekki nema 16—17 stig fyrstu dagana eftir að runnið hefir í hana eftir tæmingu. Svo þegar hún er orðin þolanlega heit eftir helgar, er hún tæmd aftur. Nú í sumar hefir setuliðið engin telj- andi afnot haft af lauginni, svo að ekki er hægt að kenna því um deyfð- ina, sem nú er hér yfir sundinu í sumar. Vatnið í steypiböðunum er bæði lítið og kalt, og er fjarri því að hægt sé að hlýja sér undir þeim, þeg- ar kpmið er upp úr lauginni, og er það hinn mesti ókostur. Allir hljóta að sjá, að við svona skilyrði er mjög erfitt að halda lífi í sundíþróttinni í bænum, því að til þess að gott sé að æfa sund, þarf vatnið að vera a. m. k. 22—23 stig. Sundhöllin í Reykjavík er venjulega um 24—25 stig og jafnvel meira á vetrum. Heita vatnið í laugina er leitt ofan úr Glerárgili um þriggja km. veg, og er leiðslan úr trépípum, sem keyptar voru frá Noregi á sínum tíma. Vatn- inu er náð á þann hátt, að grafið var eftir því með hökum og skóflum um 1—IV2 m., en vatnið seytlar þarna undan þunnu jarðlagi. Orsökin til þess hve laugin er köld hlýtur að vera annaðhvort sú, að einangrun um pípurnar hafi bilað og jafnvel að þær leki, eða þá að sumar af uppsprett- um þeim, sem vatnið er tekið úr, hafi þorrið. Þá á og hin óvenju kalda tíð í sumar sinn þátt í að gera laugina kalda og óvistlega. Þetta mál hefir of lítið verið rannsakað, og er afleitt til þess að vita. ^^KUREYRARBÆR á eina beztu útisundlaug á landinu, og hefir rekið hana með myndarbrag, þannig að hver, sem hefir viljað, hefir átt þess kost að læra að synda og haft aðgang að lauginni ókeypis. Það er því hin mesta skömm, ef sundxþrótt- in hér í bænum á að bíða hnekki y.-TTi íslendingar eiga nú meira í íúfi með gjaldeyri sinn, heldur m nokkurn tíma fyrr. Síðan parisjóðir og bankar tóku að itarfa hér á landi, hefir þjóðin /erið að eignast síauknar inn- stæður. Söfnunarsjóðurinn, líf- eyrir embættis- og sýslumanna, ellitryggingarsjóður og verð- bréfaeign hefir aukizt á undan- ^engnum áratugum, svo að þar er um mikið fé að ræða. Á allra síðustu árum hefir hinn svokall- aði stríðsgróði aukið innstæður landsmanna meira en nokkurn mann óraði fyrir. Að vísu skiptar skoðanir um styrk og haldgæði stríðsgróðans, en þar til anníð kemur á daginn, verð- ur að gera ráð fyrir, að stríðs- gróðinn heyri til ríki veruleik- ans. Málum er nú þannig háttað, að þjóðin hefir eignazt mjög verulegar innstæður, sem geta haft ómetanlega þýðingu, ef þeim er ekki kastað í sjóinn með gálauslegri framkomu lands- Jónas Jón§son: Hvernig má gerakrón- una að fimmeyring? manna sjálfra. Þetta geymda fé | sigurvegaranna í núverandi að vera öryggi hinna aldur- hnignu, og lyftistöng fyrir æsku landsins. Með skynsamlegri notkun þessa hreyianlega fjármagns, á að vera hægt að byggja landið, ný heimili í þúsundatali, og nýja eru atvinnuvegi til lands og sjávar. Fátt væri hörmulegra fyrir þá kynslóð, sem nú er að vaxa upp í landinu, en að glata hinu saman- safnaða fjármagni, og eiga síðan eftir stríðið að senda menn til þeirra landa, sem -hafa fórnað öllu, lífi og heilsu miljóna manna og ógurlegum auði til að bjarga frelsinu í heiminum. Það væri óskemmtilegt ferðalag, að eiga að koma vegna íslenzku þjöðarinnar 1 lánbeiðslnferð til styrjöld. Það mætti búast við, að þeir sendimenn fengju þau svör, að íslendingar hafi fengið nokk- uð einstakt tækifæri til að eign- ast lausa aura. En ef þeir aurar hafi glatazt í stríð.slokin, þá sé vafasamt, hvort öðrum bæri að bæta úr því böli, a. m. k. meðan verið er að reisa úr rústum hin eyðilögðu lönd þeirra þjóða, er barizt hafa fyrir frelsinu. Samt vofir mikil hætta yfir íslenzkri krónu, að hún verði gerð sama og verðlaus. Sú hætta stafar nálega eingöngu frá að- gerðum kommúnista. Ef leið- togar þeirra halda fast við þá marg-endurteknu yfirlýsingu sína, að þeir ætli að halda „kjarabótunum" óbreyttum eft* ir stríðið, þá gera þeir sitt til að eyðileggja allar innstæður í bönkum, sparisjóðum, trygging- arfé og verðbréf, sem til eru í landinu. Eftir stríðið hverfur setuliðið úr landi. Bretar verða sér að mjög verulegu leyti nógir um skipakost til fiskiveiða. Siglinga- floti Breta og Norðmanna byrjar að flytja vörur milli landa fyrir margfalt hærra gjald heldur en kommúnistar heirnta á íslenzk- um skipum. Þegar verðhrunið fellur á erlendis, en dýrtíð hald- ið lítið breyttri á íslandi, stöðv- ast framleiðslan á útflutnings- verðmætum að mestu. Ef fram- leiðendur landsins eru þá sundr- aðir í máttlausa smáhópa, og lítt eða ekki færir til manndóms- átaka, þá verður af vanmegnugu þingi og landsstjórn tekin sú leið, þar sem mejt hallar undan fæti. Ef kommúnistar geta feng- ið verkamenn til að heimta sömu krónutölu í kaup, eins og | tíðkaðist í -skjóli við setuliðs-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.