Dagur - 16.09.1943, Blaðsíða 2

Dagur - 16.09.1943, Blaðsíða 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 16. september 1943. ÞRIÐJA LEIÐIN í fjárlagaræðu sinni á dögun-1 arnrálsins heldur beittist fyrir um mælti fjármálaráðherra á þessa leið undir ræðulokin: „Þótt afkoma ríkissjóðs virð- ist mjög sæmileg eins og sakir standa, eru allar áætlanir fram í tímann byggðar á sandi, rneðan þjóðin hefir ekkert fast undir fótum í dýrtíðarmálunum. Sú óvissa, sem nú liggur eins og móða yfir öllum atvinnurekstri þjóðarinnar, torveldar allar framkvæmdir, dregur úr viljan- um til starfa, örvar eyðslusemi og gerir menn tómláta um framtíð- ina. Þjóðin þarfnast fjárhagslegs öryggis til að geta starfað, og hún verður að fá það. Það er annað og meira í húfi en sparifé landsmanna, sem þeir hafa dregið saman á áratugum og nú er hið lifandi blóð at- vinnurekstursins í landinu. í húfi er einnig það, sem mikill hluti þjóðarinnar þarf að bíta og brenna, af þeirri einföldu ástæðu, að verðbólga, sem engar skorður eru settar, mundi stöðva alla útflutningsframleiðslu landsins. Til þess má ekki koma, ef nokkur kostur er að fyrir- byggja það. Nú er gerlegt að setja skorður við frekari vexti verðbólgunnar og þar með tryggja þann at- vinnurekstur í landinu, sem starfað getur með núverandi verðlagi. Eg efast um, að til sé nokkur maður í þessu landi, sem vildi taka á sig þá ábyrgð, eins og sak- ir standa, að opna nú flóðgáttir dýrtíðarinnar, meðan nokkur von er um að halda öldunni í skefjum". Jafnframt upplýsti ráðherr- ann, að það myndi kosta ríkis sjóð um 10 milj. kr. að halda verði á kjöti og mjólk í núver andi vérðlagi á innlendum mark aði, en ef sett yrði verð á þessar framleiðsluvörur samkvæmt til- lögum sex manna nefndarinnar myndi það hækka vísitöluna um 17 stig. Loks gat ráðherrann þess, að ef innlenda verðið á kjötinu ætti að bera uppi erlenda verðið, svo að bændur fengju það verð. sem sex manna nefndin ákvað, þyrfti hvert kg. að kosta 11—12 kr., en það hefði í för með sér um 30 stiga hækkun vísitölunnar, sem þá kæmist upp í 280 stig. Svarræðu sína endaði fjár málaráðherrann á þá leið, að þó dýrt væri að halda vísitölunn niðri með greiðslum úr ríkis sjóði, þá yrði þó enn dýrara fyrir þjóðina að sleppa dýrtíðinni lausri. Ekki orkar það tvímælis, að dýrtíðin og úrlausn hennar er mikið vandræðamál. Menn hafa áþreifanlega reynzlu fyrir því að það er auðveldara verk að koma dýrtíðinni upp en færa hana niður aftur. Menn vita hver er aðalorsök þessara vand ræða. Eysteinn Jónsson talaði a:' hálfu Framsóknarflokksins, þeg ar fjárlagaumræðan fór fram. M a. mælti "hann á þessa leið: „Þau undur gerðust vorið 1942, að ný ríkisstjórn kom tis valda, er taldi sig engu skipta a:- drif langstærsta málsins, dýrtíð' tvennum kosningum til að koma fram öðru ótímabæru máli, kjör- dæmamálinu. Sjálfur forsætis- áðherra þeirrar stjórnar hefir lýst yfir því, að hann hafi þegið stuðning kommúnista með því skilyrði að efna ekki til neins ágreinings við þá, þó allra sízt í dýrtíðarmálunum. Afleiðingin er öllum kunn. Vísitalan hækk- aði á örskammri stund úr 183 í 272 stig“. Það var ógæfustjórn Sjálfstæð- isflokksins með Ólaf Thors í rroddi fylkingar, sem magnaði svo dýrtíðardrauginn, að síðan er hann illviðráðanlegur. Nú eru þrjár leiðir fyrir hendi dýrtíðarmálunum, í fyrsta lagi að sleppa dýrtíðinni lausri sem kallað er, láta verðlagið hækka í samræmi við niðurstöður land- !)únaðarvísitölunefndar og dýr- tíðarvísitöluna hækka í samræmi við það. Þessa leið munu flestir eða allir telja ófæra, jafnvel þeir, sem mest hafa unnið að aukn- ingu dýrtíðarinnar með ráðslagi sínu á árinu 1942, hrópa nú há- stöfum á samtök um að bjarga rjóðinni úr þeim ógöngum, er reir sjálfir hafa skapað. í öðru lagi er sú leið fyrir hendi að halda vísitölunni í ikefjum og jafnvel lækka hana með framlögum úr ríkissjóði. Þessa leið_ hefir núverandi ríkis- tjórn farið, og fjármálaráðherra .etlast sýnilega til, að hún verði enn farin um sinn. En hér er ekki urn neina fttllnægjandi lausn að ræða fyrir framtíðina, þó að ekki verði hjá því komizt að grípa til hennar í bili til þess að sporna við frekari hækkun dýrtíðarinnar. Þegar til lengdar lætur, hlýtur ríkissjóður að spyrna fótum við, trénast upp á hinum miklu fjárframlögum í þessu skyni og jafnvel reynast ófær um að inna þau af hendi. Og þó að hægt væri að borga dýrtíðina niður á þenna hátt, þá er það í raun og veru blQkking, því að fjárframlögin til þess koma ekki annars staðar frá en úr atvinnulífinu, sem verið er að reyna að bjarga. Niðurgreiðslu- leiðin er því ekki annað en neyð- arráðstöfun, sem gripið er til á neyðaraugnabliki, eða eins og Eysteinn Jónsson sagði í fyrr- greindri ræðu: „Hún leysir mál- ið aðeins um stundarsakir og skilar því svo í sömu sporin, eft- ir að búið er að eyða miklu fé“. Þar sem fyrsta leiðin kemur ekki til greina og önnur leiðin er neyðarúrræði, vaknar sú spurning, hvort engin þriðja leið sé finnanleg til varanlegrar úr- lausnar. Og sú leið er vissulega til. Það er sú leið, sem Fram- sóknarmenn hafa benf á og er í því fólgin að færa niður verðlag og kaupgjald í réttum hlutföll- um. Þetta er eina lausnin til frambúðar og hún er réttlát, því lnin gengur hvorki á hlut fram- leiðenda eða launþega. Setj- um svo að framleiðslukostnaður landbúnaðarvara lækki um helming vegna hlutfallslega lækkaðs kaupgjalds, leyfir það tilsvarandi lækkun á verðlagi framleiðslunnar, án þess að bændur missi nokkurs í við það, en 50 kr. í vasa kaupandans gera sama gagn og 100 kr. áður, með- an varan var í tvöföldu verði. Almenn niðurfærsla kaup- gjalds og verðlags er því eina Œramhald á 3. síðu). WJJXXXAC’JStXnHXJll BmiMHtaeaHMg! Er of mikið til af kjöti — og of fáir verkamenn á vinnumarkaðinum? ■^ÝLEGA stóð svohljóðandi klausa í „Þjóðviljanum", málgagni Sam- einingarflokks alþýðu — sósíalista- flokksins: „Ekkert væri meira i sam- ræmi við hagsmuni t. d. kjöt- tramleiðenda sveitanna, en ef hægt væri að útvega nokkrum hundruðum þeirra (þ. e. bænda) öruéga atvinnu í bæjum lands- ins, svo að þeir yrðu neytendur kjöts, sem markað skortir iyrir, í stað þess að vera framleiðend- ur kjöts, sem oí mikið er til aí“. Jæja. Er þá svo komið, að „flokk- ur verkamanna“ sjái þá leið greiðfaer- asta út úr vandræðunum, að hvetja ríkisvaldið til þess að flytja „nokkur hundruð" bænda í „örugga atvinnu“ í bæjum landsins, svo að þeir geti keppt um vinnumarkaðinn við verka- menn þá, sem þar eru fyrir? — Það rifjast upp fyrir oss í þessu sambandi, að bæjarstjórn Reykjavíkur taldi sig nýlega sjá ástæðu til að kjósa nefnd manna til þess að athuga, hvaða ráð- stafanir bæjarfélagið gæti gert til þess að koma í veg fyrir atvinnu- leysi, sem fyrirsjáanlegt væri þar þeg- ar á næsta vetri. Og sjálfsagt væri fleiri bæjarfélögum þarft og gott að athuga það mál hjá sér í tæka tíð. En kommúnistar virðast kunna ráð við vandanum á sína vísu: „Blessaðir flytjið þið bara „nokkur hundruð" bænda hingað til okkar á mölina, og látið þá umfram allt hætta þeirri bölvaðri vitleysu að framleiða svona mikið af kjöti og mjólk, sem ekkert er framar við að gera í heiminuml! Og ekki eta þeir svo sem neitt kjöt, meðan þeir eru að þessu hokri uppi í sveitinni, (nema þá kjöt af gamalám og pestarrollum, þegar bezt gerist). Blessaðir flytjið þá sem fyrst til okk- ar, piltar, til þess að þeir geti farið að borða gott kjöt, eins og aðrir neyt- endur. Og umfram allt: Fleiri neyt- endur — færri framleiðendur! Það er okkar pólitik". Fróðlega spurt — og svarað! SÍÐASTA tbl. „Verkamannsins“ getur að líta svohljóðandi spurn- ingu, sem einhver frómur lesandi blaðsins, sem auðsjáanlega hugsar mikið og djúpt um gang heimsstyrj- aldarinnar, hefir stunið upp við rit- stjóra blaðsins. Sem betur fer, kemur hann ekki að tómum kofunum hjá þeim karli, enda er hann einhver helzti sérfræðingur okkar Akureyr- inga um allt það, er lýtur að hernað- arrekstri og heimspólitík, og er þá mikið sagt, en ekki ofmælt þó! Og ritstjórinn er hjálpfús maður og til- lögugóður í hvívetna og kippir með krafti fróðleiks síns og góðvildar þessu slæma „Þ“ (þorni) vanþekk- ingarinnar tafarlaust úr auga sam- ferðamanns síns! Greinin nefnist: „Hvar eru hinir 7?“ og hljóðar á þessa leið: Hr. ritstjóri! í útvarpsfréttum og blöðum, er sifellt talað um brezka 8. her- inn, ef minnst er á hernaðarað- gerðir Bandamanna. Mér skilst, að augljóst sé, að Bretar eigi þá að mirmsta kosti 7 aðra heri. Hvar eru þeir og hvers vegna eru þeir ekki sendir til irmrásar á meginlandið? Þ. Svar: Það mxm vera rétt, að Bretar eigi aðra 7 heri, og þeir eiga jafnvel fíeiri. Hvar allir þessir herir eru niðurkomnir, er ÓSKAPLEGT LEYNDARMÁL, en það eitt er víst, að þeir eru ekki í Berlín. Þeir munu ekki hafa verið sendir til innrásar etm, sökum þess, að afturhaldið ræður ríkj- um í Stóra-Bretlandi og leggur það auðsjáanlega meiri áherzlu á, AÐ RÚSSUM BLÆÐl SEM MEST, heldur en að frelsa JÓNAS JÓNSSON: 1 1S- HNEFI ÓFESGS í SKÖRÐUM Ófeigur í Skörðum er einhver hugðnæmasta söguhetja .lenzku fornbókmenntunum. Hann er höfuðsmaður Reykhverf- inga í Þingeyjarsýslu. Guðmundur ríki á Möðruvöllum á þar nokkra valdaaðstöðu og beitir sér þar með yfirlæti þess manns, sem veit, að hann hefir valdið og fjármagnið. Bændum í Reykja- hverfi þykir illt að búa undir yfirlætisframkomu goðans á Möðru- völlum. Ófeigur í Skörðum ásetur sér að bæta úr þessum vanda. Hann skipuleggur ekki uppreist gegn Guðmundi ríka. En liann vill lægja ofsa hans, og það gerir hann með því að láta hann sjá, alveg áþreifanlega, að til sé annað vald og annar kraftur, sem bezt sé fyrir hann að taka tillit til. Ófeigur byrjar að setja Guðmund ríka í réttar skorður með því að leggja hnefa sinn á borðið fyrir framan hann og spyrja nokkurra spurninga um þennan hnefa, bæði stærð hans, og líkur fyrir því, hversu þung högg hans myndu vera. Guðmundur athugaði vel hnefann og tók síðan skynsam- legar ákvarðanir gagnvart bændunum í Reykjahverfi, á þann veg sem hæfði réttdæmi hans. Ófeigur beitti hnefanum aldrei móti Guðmundi ríka, og dró ekki heldur sverð úr slíðrum móti hon- um. En hann skipulagði valdið, móti ofbeldinu, en beitti síðan vitsmunum og réttlætiskennd til að korna málum samherja sinna í rétt og gott Korf, án þess að þurfa að ganga lengra en að sýna sterkan hnefa. Ég hefi leyft mér að vitna til Ófeigs í Skörðum, þegar ég hefi leitazt við að skýra hinn nýja þátt í félagsmálum landsmanna, þar sem bóndinn rnarkar afstöðu sína glögglegar en áður. Menn, sem ekki þekkja fornsögurnar, hafa sýnt nokkra fáfræði, er þeir hafa rætt um þetta sögudæmi. Þeir hafa haldið, að Ófeigur 1 Skörðum hafi fellt Guðmund ríka með þungum hnefahöggum. Þeir vissu ekki, að Ófeigur er í íslenzkri sögu tákn styrks, sem stendur að baki friðsömum og viturlegum félagslegum ráðstöfunum. íslenzkir kommúnistar hafa flutt hina trylltu og löglausu vald' boðsstefnu inn í þjóðlífið, Þeir viðurkenna, að það séu þeirra vinnubrögð. Þeir eru ófáanlegir til að byrja á ofríki og ójöfnuði. fyrirfram ráðgerðu vinnubrögð, að koma máli sínu fram með ofbeldi. Þeir segjast ætla að brjóta niður þjóðskipulag íslendinga með byltingu. Þeir segja, bæði hér og erlendis, að þeir ætli að viðhalda völdunum í landinu með ofbeldi, eftir að þau eitt sinn eru fengin. Þeir segja, að í þeirra ríki eigi minnihlutinn að ráða fyrir meirihlutanum og neyta til þess allra þeirra tækja, sem fylgja skipulegu ofbeldi í stjórnarháttum. í því eina landi, þar sem kommúnistar ráða, hafa þeir staðið við öll heit sín um harðstjórn, kúgun og grimmd. Kommúnistar hafa unnið sína fáu sigra hér á landi með yfir- gangi og ofbeldi. Sumarið 1942 riftuðu þeir öllum samningum sem þeir náðu til og sköpuðu gegndarlausa upplausn. Þeir hafa barizt með grjótkasti við skipavinnu á Siglufirði. Þeir liafa tvisvar í sumar látið fámennan hóp verkamanna á Siglufirði rjúfa gerða samninga og liótað að eyðileggja sumaratvinnu þúsunda af stall- bræðrum sínum. Það voru kommúnistar, sem létu skip með hita- veituefni liggja óafgreitt í Reykjavíkurhöfn með þeim árangri, að við borð lá, að þjóðin missti stórfellda aðstöðu til að draga að sér lífsnauðsynjar frá Ameríku. Kommúnistar hafa nú um nokk- urra ára skeið gengið um hér á landi eins og endurfæddir Þjóst- ólfar, með öxi reidda um öxl, stöðvað vinnu og hindrað iðjusamt fólk frá að vinna, ef það hentaði ekki duttlungum hinna rúss- nesku umboðsmanna hér á landi. Kommúnistar hafa gert ofbeldi og hótanir um ofbeldi að föst- um lið í starfskerfi sínu. Átökin 9. nóv. 1932 voru lítils háttar æfing. Næstu höfuðátök hugsa þeir sér þegar verðfallið kemur við lok stríðsins. Nú kemur vandinn að dyrum framleiðenda í landinu. Á und- angengnum árum hafa þeir orðið að búa við sífellt ofbeldi komm- únista. Þeir eiga meira í vændum. Mér virðist, sem þolinmæði borgaranna sé að þrotum komin. Mér er kunnugt um merkis- presta, hámenntaða friðsemdarmenn, sem álíta að bændur og aðrir framleiðendur verði að minnast þess, að sjálfsákvörðunar- rétturinn er óvéfengjanlegur. Sama virðist vera orðið nokkuð útbreidd hugsun meðal bænda í landinu. Bændastéttin íslenzka mun í þessu fylgja fordæmi hins gilda bónda í Skörðum. Guðmundur ríki byrjaði ójafnaðarleikinn. Ófeigur tók upp vömina. Islenzkum bændum eru kærust þessi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.