Dagur - 16.09.1943, Blaðsíða 1

Dagur - 16.09.1943, Blaðsíða 1
Vikublaðið DAGUR Rilstjórar: INGIMAR EYUAL, JÓHANN FRÍMANN. Afgreiðsla, auglýsingar, innheiuua: Sigurður Jóhannesson. Skrifstofa við Kaupvangstorg. Sími 96. Argangurinn kostar kr. 8,00. Prentverk Odds Björnssonar. If* mmm XXVLárg, Akureyri, fimmtudaginn 16. sept. 1943. 38. tbl. Orðsending til lesenda Dags Akurcyri er höfuðstaður Norðurlands og að mörgu leyti liöfuðstaður byggða- valdsins, í mótsetningu við þéttbýlisvald höfuðstaðarins. Milli þessara tveggja stærstu bæja á íslandi er og vcrður jafn- an góð santbúð. En milli þeirra á að vera heilbrigð verkaskipting og drcngileg keppni um þá hluti, sem tnega verða þjóðinni allri tii gagns. Það er gæfa liverrar þjóðar, þar sem gott samræmi er um allan vöxt og þroska. 5ums staðar ber höfuðborgin ofttrliði alla aðra bæi. Annars staðar er höfuðbærinn að vísu áhrifamikili svo sem vera ber, cn þó margar aðrar borgir, sem setja svip á þjóðlífið. Hér á landi er Reykjavík orðin of stór og of áhrifamikil. Hún er eins og gífurlega stórt höfuð, sem ber líkamann ofurliði. Allir vel viti bomir Reykvíking- ar vita, að það cr ólán fyrir bæinn og ólán fyrir landið, að þriðji hver íslend- ingur skuli eiga þar heima. Ofvöxtur Reykjavíkur verður á næstu árum mesta hannabraut fyrir þá, scm þar búa. Það er í frásögur fært í fornöld, að mönnum norðanlands þótti sinn metnað- ur cigi nægur með því að hafa biskup sinn suður á landi. Þess vegna efndu þeir til biskupsstóls á Hólum. Þeim þótti ekki heldur viðhlítandi, að sækja allan skólalærdóm suður um heiði. Þcss vegna komu þeir upp menntaskóla á Hólum í Hjaltadal. Þegar fslendingar byrjuðu að rétta við, endumærðir af nýju frelsi, fengu þeir aftur menntaskóla á Akureyri, og hæli fyrir brjóstvcikt fólk í Kristnesi. Fram undan cm vel undirbúin átök um að rcisa fullkomna deild af landsspítalan- um og geðveikrahælinu á Akureyri. Eng- in af þessuni framkvæmdum er gerð fyrir Akureyri sérstaklcga. Þetta eru allt jafn- vægishræringar. Akureyri er í þessu efni aðeins nokkurs konar brennipunktur fyrir ákveðinn hluta af dreifbýli landsins. Hið þunga höfuð, Rcykjavík, hcfir lengi verið áberandi í skipulagi blaðanna. f höfuðstaðnum hafa verið gefin út öll stærstu blöð' landsins, sem jafnframt liafa orðið hin álirifamcstu. Það má heita, að í engum ræðustól á landinu heyrist til allra landshluta, nema talað sé frá Reykjavík. Útgefendur „Dags“ hafa um nokkur undanfarin ár stefnt að því að gcra í þessu efni nokkra undantekningu. Þeir hafa viljað gera blað sitt að landsblaði, þó að Jiað ætti ekki heima í höfuðstaðn- um. Það hefir verið unnið markvisst í þessu efni. Starfsmönnum við blaðið hef- ir verið fjölgað. Efni blaðsins hefir verið gert mjög fjölbreytt. Þjóðin hefir viður- kennt þetta í verki: Kaupendum Dags hefir fjölgað á undangengnum missiium, og það svo mjög, að í vor sem leið hafði blaðið flciri kaupcndur heldur en nokk- urt blað á íslandi, sem gefið licfir verið út utan höfuðstaðarins hefir nokkutu tíma haft. Jafnframt Jiessu var talið nauð- synlegt, að Dagur liefði fast samband við mann í höfuðstaðnum, sem sendi Jiaðan nokkurt eftii, um bylgjugang hins póli- tíska lífs i höfuðstaðnum. Síðast liðið vor tók ég að mér að gera þetta verk um sinn. Þegar mín nýtur ekki við, koma (Framheld ó 4. síðu). HIÐ RAUNVERULEGA SJÁLFSTÆDISMÁL NÓDARINNAR ER FÓL6IÐ I FJÁRHAGSLEGU ÖRYGGIKOMANDITÍÐA OG UMBÓTUM A STJÓRNAR- FARI RÍKISINS Suðupvígstöðvap Evrópu. íslenzku kaupfélögin safna fé til viðreisn- ar samvinnufélögum á meginlandi Evrópu S i S hefir gefið 26 þúsund krónur og K E A 10 þúsund kr. í sjóð Alþjóðasambands samvinnumanna um. Það er því siðferðileg skylda pYRIR skömmu var birt hér í blaðinu ávarp frá stjórn Al- þjóðasambands samvinnumanna í London, þar sem skorað var á samvinnumenn í frjálsum lönd- um að leggja fram nokkum skerf til viðreisnar kaujrfélögunum í þeim löndum, sem hafa átt að búa við kúgun og áþján undan- gengin stríðsár. A síðasta aðal- fundi Sís var mál þetta tekið til meðferðar og var samþykkt í einu hljóði tillaga frá stjórn sambandsins þess efnis, að Sís legði fram 1000 sterlingspund (26000 kr) í sjóð þennan. Jafn- framt var skorað á kaujifélögin að bregðast >rel við og hefjast handa um fjársöfnun til hjálpar samvinnumönnum í hinum und- irokuðu löndum. Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga samþykkti á fundi sínum í s.l. viku, að félagið skyldi leggja fram 10.000 krónur í hjálparsjóð Alþjóðasambandsins. Jafnframt var ákveðið að fjársöfnunarlisti skyldi liggja framrni á skrifstof- um félagsins, svo að þeir' félags- menn, er þess óska, gæti lagt fram sinn skerf til þessarar starf- semi. Fidl ástæða er fyrir alla góða samvinnumenn, að taka vel í þetta mál. Þótt fregnir frá her- numdu löndunum í Fvrópu séu nokkuð óglöggar er víst, að sam- vinnufélögin þar liafa goldið hið mesta afhroð á undanförnum ár góðra samvinnumanna í frjáls- um löndum að rétta þeim hjálp- arhönd, ef þeir eru þess megn- ugir. Nú er það ekkert leyndar- mál,. að íslendingar er ein af þeirn fáu þjóðum í Evrópu, sem efnast hefir á liðnum styrjaldar- árum. Það mundi þykja undar- legur hugsunarháttur meðal er- lendia samvinnumanna, ef ís- lenzkir skoðanabræður þeirra vildu á slíkum tímum ekki sýna neinn lit á að rétta þeim hjálp- arhönd. Þar að auki er svo þess að gæta, að á næstu áratugum munu íslendingar þurfa að eiga mikil og margvísleg viðskipti við ýms þau lönd, sem nú búa við hernám og kúgun. Skilning- ur á þrengingum þessara þjóða nú mundi ekki spilla fyrir þeirri samvinnu, sem þá verður nauð- synlegt að efna til. Landabréfið sýnir Miðjarðarhafs- svæðið, þar sem stórfelld átök eiga sér stað í milli Bandamanna og Þjóð- verja, eftir uppgjöf Itala. Akkeris- merkin sýna flotastöðvar en punkta- linurnar helztu sjófarendaleiðir um Miðjarðarhaf og vegalengdir í milli helztu stöðva. Bandamenn sækja nú norður efitr Italíu frá Kalabríuskaga. ítalski flotinn er nær allur á valdi Bandamanna. Tónlistarfélag Akureyrar Samkv. ujrplýsingum, sem blað inu hafa borizt frá stjórn Tón- listarfélagsins, verða tveir fyrstu hljómleikarnir á vegum þess næstu viku. Fyrri hljómleikarn- ir verða miðvikud. 22. sept. kl. 9 e. h. í Samkomuhúsinu. Verð- ur það einleikur á flygil: Arni Kristjánsson. Síðari hljómleik- arnir verða á laugardaginn 25. sejit: Björn Ólafsson fiðluleikari með aðstoð Árna Kristjánssonar jrianoleikara. — Hljómleikarnir verða aðeins fyrir styrktarfélaga og gesti þeirra. Þeir, sem enn ekki hafa gerzt styrktarfélagar, en kynnu að lrafa hug á að kom- ast á þessa hljómleika, ættu ]rví nú þegar að snúa sér tii Björns Halidórssonar gjaldkera félags- ins eða einhvers úr stjórn þess, þar sem sætarúm Samkomuluiss- ins er þá og þegar fullskijrað. Annar ársfundur lærðra og leikra norðanlands ræðir vandamál yfir- standandi tíma. ^AGANA 11. — 13. sept. s.l. var haldinn á Akureyri 2. árs- fundur jrresta, kennara og leik- manna um kristna þjóðmenn- ingu, en til samtaka áhuga- manna um þessi mál hafði verið stofnað á síðastliðnu ári, og var þá fyrsti ársfundur þessara sam- taka haldinn hér á Akureyri. Að þessu sinni sóttu fundinn 53 áhugamenn af Norðurlandi og 2 úr höfuðstaðnum, eða 11 jirestar, 25 kennarar og 17 leik- menn. Séra Páll Þorleifsson á Skinna- stað setti fundinn, fyrir hönd undirbúningsnefndar, með stuttri ræðu, og tilnefndi forseta fundarins þá Snorra Sigfússon skólastjóra og Friðrik A. Frið- riksson jrrófast á Húsavík, en fundarritara Hannes J. Magnús- son. Aðalumræðuefni fundarins var: Kristileg menning og lýðfi'elsi Framhnlri 4 4. aíBu. Guðmundur Jónsson bass-barytonsöngvari liefir að undanförnu haldið þrjár fjölsóttar söngskemmtanir hér í bænum, og auk þess sungið við góða aðsókn bæði á Húsavík og Siglufirði. Einar Markússon hefir annazt undirleikinn. — Óhætt er að segja, að listamönn- um þessum hefir verið óvenju- lega vel fagnað, enda virðast þeir báðir hinir efnilegustu hvpr í sinni grein. Báðir eru þeir enn kornungir menn, og er gott til þess að vita, að þeim gefst nú færi á framhaldsmenntun í Vest- urheimi. Guðmundur Jónsson hefir fágætlega fagra og þrótt- mikla djúprödd af svo ungum manni að vera og byrjanda að kalla í sönglistinni. Er ekki ólík- legt, ef allt fer áð réttum sköp- um, að hann eigi mikla og glæsilega framtíð fyrir sér í heimi tónanna. 7. iðnþing íslendinga hefst á morgun í Flensborgar- skólanum í Hafnarfirði og stendur fram í næstu viku. Mörg mál, er snerta hagsmuni, réttindi og félagssamtök iðnaðarmanna í landinu liggja fyrir þinginu til athugunar og afgreiðslu. Má þar m. a. nefna: lög og reglugerðir um iðnaðarnám og iðnfræðslu (ekki sízt rekstur og tilhögun iðnskólanna), útvegun efnis og áhalda til iðnrekstrar, gjaldeyr- is- og innflutningsmál, skipu- lagsmál iðnaðarmanna o. m. fl. Blaðinu er kunnugt um eftir- talda fulltrúa á iðnþinginu frá félögum og stofnunum hér í bænum: Frá Iðnaðarmannafélagi Akur- eyrar: Indriði Helgason raf- virkjameistari, Vigfús Friðriks- son ljósmyndasmiður og Guð- mundur Guðlaugsson forstjóri. Frá Iðnráði Akureyrar: Gaston \smundsson byggingameistari. Frá Iðnskóla Akureyrar: Jó- hann Frímann skólastjóri. Hinir síðustu fulltrúanna lögðu af stað héðan í morgun áleiðis suðuy á þingið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.