Dagur - 16.09.1943, Blaðsíða 4

Dagur - 16.09.1943, Blaðsíða 4
DAGUR Fimmtudaginn 16. september 1943. DREKKIÐ APPELSIN AYAXTADRYKK ÚR BÆ OG BYGGÐ I.O.O.F. = 1259l78'/2 = Kirkjan: Messað í Akureyrarkirkju næstk .sunnudag kl. 2 e. h. Gjöf til Akureyrarkirkju. Kr. 200 frá enska flugliðinu. Þakkir. — A. R. Áheit á Akureyrarkirkju: Kr. 25.00 fré ónefndri. — Þakkir. — A. R. Gjafir til Efilheimilisins í Skjald- arvík: Frá Áma Árnasyni kr. 24. Frá N. N. kr. 100. Fró Reyni Hörgdal kr. 100. Frá Rósu Þorsteinsdóttur kr. 50. Frá N. N. kr. 300. — Hjartans þakkir. Stefán Jónsson. Elliheimilissjóði Akureyrar hafa borizt að gjöf 200 kr. frá N. N. — Beztu þakkir. — G. R. Gullbrúðkaup eiga í dag hjónin Guðbjörg Sigurðardóttir og Einar Ein- arsson, fyrrv. útgerðarmaður, Strand- götu 45, Akureyri. Kaffisala verður í Zion föstud. 17. þ. m. kl. 3—10 e. h. Ennfremur verð- ur útsala á nokkrum heimaunnum munum o. fl. vörum. Dánardægur. Bógi Daníelsson, fyrrv. veitingamaður, andaðist að heimili sínu, Hafnarstræti 64 hér í bæ, þann 10. þ. m. Hjúskapur. Nýlega hafa verið gef- in saman í hjónaband af sóknarprest- inum, sr. Friðrik J. Rafnar, vígslu- biskupi: Ungfrú Ólöf Sigurðardóttir og Þorgeir Pálsson, verzlunarm. Ung- frú Fanney Svanbergsdóttir og Arni Indriðason, bifreiðastj. Ungfrú Sigur- björg Jóhannesdóttir og Stefán ís- aksson, iðnverkam. Ungfrú Guðrún Ásgrímsdóttir, Efra-Ási, Hjaltadal og Ferdinand Rósmundsson, Kjarvals- stöðum, Hjaltadal. Hlutaveltu heldur kvenfélagið „Framtíðin“ næstkomandi sunnudag kl. 4 e. h. í Samkomuhúsi bæjarins. Allur ágóði rennur til sjúkrahússins. Ferðatélaé Akureyrar fer næsta sunnudag gönguferð é Staðarbyggða- fjall. Ekið verður að Staðarhóli og gengið þaðan á fjallið og svo niður að Munkaþverá. Þaðan ekið að gróð- urhúsunum við Brúnalaug og að korn- ökrunum í Klauf. — Sunnudaginn 26. þ. m. er ráðgerð ferð suður á Vatnahjalla. Nýja-Bíó sýnir í kvöld kl. 9: MAJOR ROGERS OG KAPPAR HANS Föstudag kl. 9: HETJUR ERELSISSTRÍ ÐSIN S Laugardag kl. 9: _ MAJOR ROGERS OG KAPPAR HANS Sunnudag kl. 2Vz og 9: HETJUR FRELSISSTRÍÐSINS Sunnudag kl. 5: MAJOR ROGERS OG KAPPAR HANS Til sölu rafmagnseldavél, lítið notuð og í góðu standi. Afgr. vísar á. STÚLKUR eða ELDRI KON- UR vantar á elliheimilið í Skjaldarvík. Stefán Jónsson, klæðskeri. — Sími 163. TAPAZT HEFIR hjólkoppur af Studebaeker- bíl. Vinsamlegast skilist í , benzínafgreiðslu KEA. Orðsending til lesenda Dags (Framhald af 1. síðu). líka í því efni nýir mciui, þegar þess þarf með. En meginstyrkur Dags er nú og vcrður fólgiun í áhrifum dreifbýlisins. Dagur á að geta orðið jafn nauðsynlegt menning- arfyrirtæki á sínu sviði, eins og Menuta- skólinn á Akureyri, Kristneshæli cða al- mennt sjúkrahús, sem ríkið starfrækir. Eftir því setn Dagur eflist um efni og al- tnennan stuðning lcsenda og kaupcnda, því áhrifanteiri verður hann scm mál- svari hugsjóna og hagsmuna hinna drcifðu byggða. Útgefendur Dags hafa nú í vor hafið mikla sókn um útbreiðslumálin. Blaðið er nú sent og sclt víða um land. l‘að er prentað í stærra upplagi Iieldur en mörg blöð í höfuðstaðnum, sem láta talsvert mikið til sín taka um vandamál lands- manna. Dagur hefir nú þegar fcngið stórauk- inn fastan kaupcndafjölda síðan í vor. En nú í haust eiga margir af lesendum blaðsins að segja til, hvort þeir ætla að gerast fastir kaupendur framvegis. I*að bczta er, að slíkir mcnn skrifi afgreiðslu úaðsins og segi til um vilja sinn. Líka má ná takmarkinu með því að fela því kaupfélagi, sem hlutaðeigandi maður skiptir við, að greiða hið lága gjald fyrir fyrsta hálfa árið. En þcir, sem ckki vilja gcrast kaupendur blaðsins, eru beðnir að cndurscnda það afgreiðslunni á Akureyri, og er það glöggt og gilt svar á sinn hátt. Ég hefi átt þátt í með niörgum öðrum áhugamönnum, að skapa jafnvægi milli höfuðstaðarins og dreifbýlisins með stofn- un Kristneshælis og sjálfstæðs mennta- ikóla á Norðurlandi. Ég niun sömuleiðis beita mér eftir fönguni fyrir því að full- kominn almennur landspítali verði reist- ur á Akureyri. Ég lít sömu augum á efl- ingu Dags til að vcrða landsblað. Það er tð vísu rnikils virði fyrir þann flokk, sem itcndur að blaðinu. En efling Dags á að verða mcira. Hún á að verða þýðingar- inikil fyrir heilbrigðan þroska þjóðarinn- tr. Efling Dags á að vinna móti því að kaupstaðir, kauptún og byggðir verði of ihrifalítil í jafnvægistafli mannfélagsins. Jónas Jónsson frá Hriflu. Annar ársfundur lærðra og leikra norðanlands ræðir vanda- mál vfirstandandi tíma. (Framh. af 1. síðu). og voru eftirfarandi erindi flutt i fundinum: Séra Benjamín Kristjánsson: Kristur og lýðræðið. Jón Þ. BjÖrnsson skólastjóri: Áhrif kristindóms á mótun skap- gerðar. Eiríkur Sigurðsson kennari: Lífskjör og uppeldi. Pétur Sigurðsson erindreki: Þingræði og þjóðræði. Séra Friðrik A. Friðriksson: Andleg og stjórnarfarsleg við- reisn. Þrjú hin fyrri erindi voru flutt á laugardag og urðu um þau miklar og fjörugar umræður. Snerust þær einkum um hið kristilega og siðferðilega upp- eldi æskunnar, og samvinnu heimila, skóla og kirkju um þau mál. Virtist það vera alrnenn skoðun fundarins, að meiri og dýpri kristin áhrif myndu í senn skapa rneiri festu og heilindi í líf einstaklinganna og tryggja og treysta grundvöll hins sanna lýð- frelsis, sem frá ö.ndverðu hefði ætíð þróast bezt í skjóli kristin- dómsins. Þá var einnig mikið rætt um á lrvern hátt yrði bezt náð til æskunnar með hin kristnu áhrif og lífsskoðanir, og var þá meðal annars bent á nteiri samvinnu heimila, skóla og kirkju um þau mál, aukna kirkjurækni, skipulegri fræðslu í barna- og framhaldsskólum og síðast en ekki sízt efliing heirnil- anna og heimilislífsins, þar sem grundvöllurinn er lagður að hinu kristilega og siðlega upp- eldi barnsins. í sambandi við framhaldsskólana var sérstaklega bent á hið mikla hlutverk hús- mæðraskólanna í þessum efnum, að búa hinar verðandi mæður undir það, áð geta veitt börnum sínum heilbrigt, kristilegt upp- eldi. Þá var einnig bent á æsku- lýðshús, þar sent unga fólkið ætti kost á að koma sarnan til kristi- legrar starfsemi undir leiðsögn presta og kennara. Á laugardagskvöld komu fundarmenn og gestir þeirra saman til kaffidrykkju í sam- komuhúsinu Skjaldborg og skemmtu sér þar við ræður og söng fram eftir kvöldinu. Klukkan 1 á sunnndag hlýddu fundarmenn messu hjá j vígslubiskupi, séra Friðrik J. | Rafnar, en klukkan 2 síðd. var aftur settur fundur og fóru þá fram umræður um tvö síðari er- indin. Um þessi erindi urðu einnig miklar umræður, einkum erindi Péturs Sigurðssonar: Þingræði og þjóðræði. Þarna voru menn af öllum stjórnmálaflokkum, en allir virtust vera sammála um það, að umbóta væri þörf á stjórnarfyrirkomulaginu, hins vegar voru dálítið skiptar skoð- anir um leiðir þær, er leiddu út úr ógöngunum. Klukkan 9 um kvöldið flutti séra Þorgrímur Sigurðsson á Grenjaðarstað opinbert erindi á vegum fundarins, er hann nefndi: Vegur Krists til varan- legs friðar. Klukkan 1 á mánudag var aft- ur settur fundur og voru þá teknar til umræðju ályktanir, sem fram voru bornar í byrjun þessa fundar, en þær voru svo- hljóðandi: 1. Annar ársfundur um kristna þjóðmenningu, haldinn á Ak- ureyri dagana II.—13. septem- ber 1943, leggur áherzlu á það sem staðreynd, að lýðfrjálst þjóð- skipulag byggist bæði sögulega og röklega á lífsskoðun kristin- dómsins, og þessu samkvæmt hljóti það að vera bæði stjórnar- farslegt stefnumál og almennt þegnskaparmál með þjóð, sem vill viðhalda og efla þjóðfrelsi, að varðveita og ávaxta arf krist- indóms og kirkju. Lltaður lopi. Litaði lopinn er nýjasta nýjungin í íslenzkri lopagerð. — Kvenpeysur, unnar úr litaða lopanum þykja hvort tveggja í senn hlýjar og fallegar. Þegar veturinn nálgast fer konan að hugsa um lopapeysuna, sem á að verja hana gegn kulda vetrarins. — Ullarverksmiðjan GEFJUN Tveir ungir dráttarhestar til sölu. Upplýsingar næstu daga í síma 302, eða hjá JÓNI BALDVINSSYNI, sími 193, Akureyri. BRÉFBERASTARFIÐ við póststofuna á Akureyri er laust til umsóknar frá 1. október n. k. Umsóknum ásamt launakröfu skal skilað fyrir þann 25. þessa mánaðar til póstmeistarans á Akureyri, sem gefur nánari upplýsingar. Póststofan, Akureyri. Fundurinn álítur, að það sé þjóð vorri brýn nauðsyn og bein skylda að gerast athafnasamari en verið hefir um kristilegt upp- eldi, og þá sérstaklega að ráða bót á þeiiTÍ háskalegu vöntun á trúarlegri og siðferðislegri hand- leiðslu æskulýðsins á aldrinum frá fermingu til fullorðinsára.. 2. Fundurinn lítur svo a, að hið raunverulega sjálfstæðismál vort nú sé það, að tryggt sé, svo sem verða má, fjárhagslegt ör- yggi ríkisins, að fast sé stutt að bættu uppeldi og aukinni and- legri og siðlegri menningu í landinu, og að verulegar umbæt- ur séu gerðar á stjórnarkerfi og stjórnarháttum ríkisins, er feli í sér fyllri rétt og meira öryggi fyrir þjóðarheilidna en það, er við nú búum við. Báðar ályktanirnar voru sam- þykktar með öllum greiddum atkvæðum. Loks kaus fundurinn þessa menn til að undirbúa næsta árs- fund, sem ákveðið vár að halda á Akureyri: Séra Friðrik A. Friðariksson prófast á Húsavík . Séra Friðrik J. Rafnar vígslu- biskup. Friðrik Hjartar skólastjóra í Siglufirði. Jón Þ. Björnsson skólastjóra á Sauðárkróki. Egil Þórláksson kennara á Akureyri. Á fundinum ríkti rnikill samhugur og áhugi fyrir því, að byggja upp eitthvað nýtt ög betra, og öllum virtist vera það ljóst ,að þar þyrfti að vinna eftir tveimur meginlínum: Að byggja menninguna upp innan frá á grundvelli kristindóms og lýð- frelsis, að byggja hana upp neð- an frá með bættu og fullkomn- ara uppeldi í heimilum, skólum og kirkju. Og í ö.ðru lagi að vinna að því, að hið ytra, stjórn- arfarslega skipulag verði svo BANN Eg undirritaður banna hér með, að tekið sé leyfislaust möl, sandur eða annað byggingarefni úr landar- eign minni. Ytrahóli 15. sept. 1943. TRYGGVI SIGMUNDSSON. T I L S Ö L U 40 ær, ungar og af góðu kyni. — Árni Jóhannsson. K. E. A. visar é. ATVINNA Þrifin og dugleg stúlka getur fengið atvinnu frá 1. okt. næstk. Framtíðar- atvinna getur komið til greina. Afgr. vísar á. Fólk óskast til að taka upp kartöflur. Tæki- færi fyrir þá, sem þurfa að tryggja sér kartöflur til vetrar- ins. Bílferðir frá B. S. A. Talið við mig á torginu laugard. kl. 10-11 e. h. Kristinn Sigmundsson. UNG SNEMMBÆR KÝR óskast keypt. Afgr. v. á. DANSLEIKUR verður haldinn að Þverá í Öng ulsstaðahreppi laugardaginn 18 þ. m. kl. 9.30 e. h. Samkomunefndin. mannbætandi og feli í sér svo mikið menningarlegt og stjórn- arfarslegt öryggi, að í skjóli þess geti vaxið þróttmikil og heil- brigð, andleg menning. AVAXTADRYKKURINN BEZTI ER APPELSIN! Öl- & GOSDRYKKJAGERÐ AKIRFYRAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.