Dagur - 25.11.1943, Blaðsíða 1

Dagur - 25.11.1943, Blaðsíða 1
Vikublaðið DAGUR Hiutjórar: INGIMAR EYDAL, JÓHANN FRÍMANN. auglýsingar innheinna Sigurður Johauuesson. ókrifitofa v»3 Jvaupvangstoig Simi 96. Aigangurinn kostar kr. 8,00. Prentvcrk Odds Bjömssonar. XXVI. árg. Skipaútgerð ríkisins og farþegaflutninga tekur að sér póst- milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Hefur leigt nýtt 103 smálesta skip til flutninganna. Ferðir, tvisvar í viku, hefjast eftir helgina. Glímumenn. Fyrir allmörgum árum, með- an Þingeyingar og Eyfirðingar ennþá voru áhugasamir iðkend- ur okkar þjóðaríþróttar, fór hóp- ur ungra manna úr Þingeyjar- sýslu til Akureyrar til að glíma. Þetta var i þeirri fornöld, að al- gengustu farartæki okkar tíma voru alveg óþekkt, og urðu pilt- arnir að pjakka í sínurn tveim jafnfljótum, og tók ferðin lengri tími en förin nú til fjarlægustu heimsálfa. Og svo fór á glímu- móti þessu, að Þingeyingar báru mjög lægri hlut fyrir Eyfirðing- um. Um atburði þessa kvað Indriði á Fjalli ferskeytlu eina: „Það má segja um þessa menn, þeir eru ekki latir: Tölta dægrin tvenn og þtenn til að liggja flatirA Hver heilbrigðirr, ungur mað- ur hefir yfir orku að ráða, — jneiri, en hann að jafnaði þarf að eyða til sinna daglegu starfa. Hvað um afganginn verður, ræður hending oft og tíðum, Eg tel heppni með í vali Þingeyinganna, sem glímdu heima, og gengu til Akureyrar, jafnvel þótt án sigurs væri heim snúið. E. t. v. þurftu Þingeying- ar að fá lækkuð seglin. Einhver var einhvern tíma að segja, að Þingeyingar væru montnir. Hver trúir því? Guom. á Sandi var vfst ekki með í för þessari til Akureyrar. Hann þurfti ekki svo langt til sinnar glímu, T. d. um sigur pinnar slfkrar er kvæðið: „Ekkj- an við ána“, elskað listaverk. Jakob Hálfdánarson, Eenedikt á Auðnum, Pétur á Gautlönd- um o. fl. þreyttu glímuna og hófu framkvæmdir tíl vegs, sem urðu — og verða — meðal helztu menningarafla Þingeyinga. — Glímur þessara manna voru oft þreyttar að aflqknp prfiðu og lpngu dagsstarfi til viðhalds lífi sínu og sinna, En tímarnir breytast og menn- jrnir með. Þjóðaríþrótt okkar er ekki lengur í hávegum höfð, hvorki vestan eða austan Vaðla- heiðar. Um landið víðs vegar starfa verkalýðsfélög, sem hrósa sér af því að hafa stórum bætt kjör verkalýðsins á síðustu árum. Þessara breytinga gætjr og yjð þÚStörfin, víða um sveitir. 1 sjávarþorpunum gætir þó, virð- ist mér, mestrar breytingar vegna afskipta verklýðsfélag- anna. Nú er dagsverkinu lokið kl. 5 og nógir peningar f vasann. En hvað er svo við að glíma? Veita félögin því athygli, hvern- ig varið er þessum langa frítíma og ríflegu vasapeningum? Sé ekki að nokkru leyti varið til efl- ingar manngildi og efnalegu sjálfstæði, má telja, að um skaða, en ekki vinning, sé að ræða með þessum breyttu kjörum. I smáþorpunum gefast e. t. v, ífðtir én áftnar* ittátt t«kifær! FRÁ BÆJARSTJÓRN. Bæjarstjóra falið að kalla saman undir- búningsfund til stofn- unar nýrrar dráttar- brautar. Vill aö einn sérleyfishafi annist póst- og fólksflutn? inga á landieiðinni Reykjavík—Akurey r i. Á bæjarstjórnarfundi síðastl. þriðjudag var samþykkt tillaga frá atvinnumálanefnd, um að fela bæjarstjóra að fá á fund með fjárhagsnefnd kaupstaðar- ins og hafnarnefnd, nefnd þá, sem kosin var af fjórðungsþingi FiskideildarNorðlendinga nú ný- lega, og aðra þá, er líklegir eru til að hafa áhuga á byggingu nýrrar dráttarbrautar hér í bæn- um, til þess að ræða þetta ngál og koma með tillögur um fram- kvæmdir. Á fundinum var m. a. rætt um póstsamgöngur i tilefnj er- indis milliþinganefndar í póst- málum. Samþvkkt var svofelld ályktun frá allsherjarnefnd: Bæjarstjórn telur æskilegt, að daglegar póstferðir verði milli Reykjavíkur og Akureyrar alit árið, pg gerir ráð fyrir, að það sé tiltækilegt, þegar lokið verður lagningu vegarins milli Akur- eyrar og Reykjavíkur. Vil} bæj- arstjórnin þyí leggja mikla áherzlu á, að því verði hraðað sem mest, Bæjaystjórnin telur nauðsyn- legt, að flugvélar séu meira not- aðar til póstflutninga en nú er gert, og vill í því sambandi benda á nauðsyn þess, að hraðað sé sem mest byggingu flugvallar í nágrenni Akureyrar. Bæjarstjórnin telur heppilegt, að aðeins einum séyleyfishafa sé veitt leyfi til póst- og fólksflutn- inga á sérleyfisleiðinni Akureyri —Reykjavík, enda sé honum skylt að annast ferðir allt árið eftir því sem færð leyfir. Þá tel- ur bæjarstjórnin réttara, að bif- reiðarnar séu látnar fara fyrir Hvalfjörð til þess að ferðirnar séu síður háðar sjávarföllum og veðrum. til að nota á æskilegan hátt frí- tímana, — við nám, við iðkun íþrótta eða njóta góðra skemmt- ana í hópi hollvina. Aftur á móti er ekkert þeirra svo aumt, að eigi hafi á boðstólum cigarett- (Fratnhald á 4, Xnflúensix-far- aldnp í Rvík. SKÓLUM LOKAÐ UM STUNDARSAKIR. Veikinnar hefir lítillega orðið vart hér. Inflúenzufaraldur gengur í Reykjavík og fer ört yfir. Hefir barnaskólum verið lokað þar til helgar. Veikin er talin mjög væg, Héraðslæknirinn hér hefir tjáð blaðinu, að nokkurra til- fella hafi orðið vart hér í bæn- um, en engin brögð eru að enn- þá. LEIKFÉLAG AKUREYRAR. Frumsýning á franska „Æfinlýr- inu“ um helgina. LEIKFÉLAG akureyrar hefir nú að undanförnu ver- ið að æfa franska gamanleikinn Æfintýrið eftir Robert de Flers og Gaston de Caillavet og eru æfingar nú svo langt á veg komnar að ákveðið hefir verið að frumsýning á leiknum verði um næstu helgi að öllu forfalla- lausu. Leikstjóri er Jón Norðfjörð, sem jafnframt Ieikur eitt aðal- hlutverkið. í öðrum hlutverk- um eru ýmsir af helztu leikur- um félagsins, en auk þess koma þarna fram á sjónarsviðið leik- endur sem lítið eða ekkert hafa starfað með félaginu áður. Aðaluppistaða leiksins er hin létta, franska gamansemi, en hún er, eins og kunnugt er, nokkuð sérstæð og einkar hugð- | næm, enda eru franskir gaman- leikir mjög vinsælir. Maður hverfur. LÖGREGLA OG SKÁTAR HAFA LEITAÐ ÁN ÁRANGURS. Um klukkan 7 s.l. sunnudags- kvöld fór Gísli Jóhannsson, skipstjóri, Fjólugötu 3 hér f bænum, heiman að frá sér og hefir hans hvergi orðið vart síð- an. Er óttast að hann hafi farizt á voveiflegan hátt. Lögregla bæj- arins, með aðstoð skáta og Skip- stjórafélagsins, hafa leitað hans, en án árangurs. Gísli er maður um fe.rtugt, ókvæmur- Samgöngumálin hér norðan- lands komast á nýtt stig nú eftir helgina. Ferðir m/s „Víðis“ milli Sauðárkróks og Akureyrar hefj- ast í næstu viku. Skipaútgerð ríkisins annast ferðir skipsins en afgreiðslan hér er á vegum Eim- skipafélagsins. Farið verður tvisvar í viku. Eins og lesendum blaðsins er kunnugt var hafizt handa um s.l. áramót um breytingu til bóta á samgöngum hafna í milli hér norðanlands. Bæjarstjórnir Ak- ureyrar og Siglufjarðar og sýslu- nefndir Eyjafjarðar- og Skaga- fjarðarsýslna kusu nefnd til þess að vinnu að málinu. Fór hluti nefndarinnar til fundar við sam- göngumálayfirvöld landsins í Reykjavík og alþingismenn skömmu eftir síðustu áramót. Yar málaleitan þeirra vel tekið. Samgöngumálaráðherrann, Vil- hjálmur Þór, var málinu þegar hlyntur og mun hafa veitt því fullan stuðning. Arangurinn af þessum samtök- um er nú orðinn sá, eins og fyrr segir, að Skipaútgerð ríkisins hefir tekið að sér framkvæmdir, og er þegar sýnt, að mikil bót er að því, hversu skip það, sem leigt hefir verið til flutninganna, er miklum mun fullkomnara en bátar þeir, sem til þessa hafa annast ferðirnar. Skipið heitir „Víðir“ og er eign h.f. Víðis á Akranesi. Það er nýbyggt úr eik, 103 smálestir að stærð, knúið 320 hestafla Lister-dieselvél. Skipið er allt hitað með rafmagni, og því er rafmagnseldavél. Skipið er byggt til fiskiveiða, en innréttingu var breytt er ráðið var um leigu skipsins norður, þannig, að far- þegaklefum var fyrir komið í stafni og miðskipa. Eru þeir sagðir vel úr garði gerðir, bólstraðir bekkir með öllum veggjum og eru klefamir hitaðir með rafmagnsofnum. Þótt skipið sé mjög vandað og nauðsynleg þægindi séu þar bú- in farþegum, verður þó sá ann- marki á þessu skipulagi, að smá- hafnir hér við fjörðinn, sem til þessa hafa búið við 2 ferðir í viku, fá nú aðeins eina ferð, því að svo er til ætlazt að skipið fari einá hraðferð I viku hvetri miiH Akureyrar, Siglufjarðar og Sauð- árkróks, en hina vikuferðina með viðkomum á smáhöfnum, enda mundi skipið ekki anna meiru. Þótt þessu sé þannig far- ið, ættu menn eigi að síður að ifagna þessari breytingu, því að hún kemur samgöngumálum hér á fullkomnara stig og gallar sem á kunna að verða sýnast ekki það stórir, að ekki mætti bæta úr þeim í náinni framtíð. Samgöngur við höfuðstaðinn og umheiminn í vetur standa og miklum mun öruggari fótum en verið hefir, eftir þessa breytingu, því að ráðgert er að bílaferðir verði í vetur til Sauðárkróks, og geta farþegar og póstur því greiðlega komizt leiðar sinnar með hinu nýja skipulagi. Munu flestir Norðlendingar hugsa gott til þessara breytinga. Skipstjóri á m/s „Víðir“ verð- ur Bernhard Pálsson, Akureyri. Með þessari breytingu er lok- ið ferðum þeim, sem þeir Jón Björnsson, skipstjóri, og Stein- dór sonur hans hafa haldið uppi mörg undanfarin ár með m/b „Ester“ og „Mjölni". Hafa þeir áunnið sér þökk og virðingu fyrir framúrskarandi lipurð og mikinn dugnað í starfinu, þótt aðstaða þeirra hafi verið slæm að því leyti, að skipakostur þeirra var alls ófullnægjandi til slíkra ferða. Niðupjöfnun- arnefnd end- urkosin. Á bæjarstjórnarfundi s.l. þriðjudag var kosin niðurjöfn- unarnefnd útsvara fyrir næsta ár. Nefndin var endurkosin óbreytt frá því sem nú er. Þessir menn eiga sæti í nefndinni: Frá Frarn- sóknarfl. dr. Kristinn Guð- mundsson; frá Sjálfstæðisíl. Tómas Björnsson; frá Alþýðufl. jHalldór Friðjónsson; frá Konrm ^únistafl. Tryggvi Helgason. — Bæjarstjórinn, Steinn Steinsen. er formaður nefndarinnar. Feröaiél. Akureyrar hefir skemmti- kvöld í Skjaldborg næstk. laugardags- kvöld kl, 8.30. Fjölbreytt skemniti- lltilt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.