Dagur - 25.11.1943, Blaðsíða 3
Fimnitudaginn 25. nóvember 1943
DAGUR
3
misviturlegum ráðstöfunum. En auð-
vitað verður það til þess að torvelda
enn aðstöðu annarra landshluta til
heilbrigðrar og æskilegrar samkeppni
við höfuðstaðarbúa, — t d. og ekki
hvað sízt á iðnaðarsviðinu, því að þar
hefir til skamms tíma hin ójafna að-
staða að öðru leyti jafnast nokkuð
með minni dýrtíð og framleiðslu-
kostnaði úti um land en í höfuðborg-
inni sjálfri. En nú virðist af ráðnum
hug að því stefnt að brjóta einnig
það vígi dreifbýlisins niður og lög-
festa að kalla einu og sömu óbotn-
andi dýrtíð alls staðar á landinu.
Sigmundur K.
Björnsson
FRÁ YTRA-HÓLI
FRÁMSÓKNARFÉLAG AKUREYRAR
Fundur íSKJALDBORG næstk. mánudagskvöld, 29. nóv. kl.
8.30 e. h. - DAGSKRÁ: ATVINNUMÁL. - Málshefjandi ÁRNI
JÓHANNSSON. — Félagar fjölmennið! — Mætið stundvíslegal —
Stjórnin.
Fóðursíld.
Þeir, sem hafa pantað hjá oss FÓÐURSÍLD, eru
lézt að heimili sínu mánudaginn
22. þ .m., en hann var fæddur 6.
júlí 1862 að Svertingsstöðum í
Kaupangssveit. Fluttist hann
þaðan með foreldrum sínum
tveggja ára gamall að Ytra-Hóli
í sömu sveit og dvaldi þar síðan
til æfiloka.
1889 kvæntist hann Friðdóru
Guðlaugsdóttur frá Þremi í
Eyjafirði. — Hófu þau búskap á
Hóli árið eftir. Jafnframt bú-
skapnum stundaði Sigmundur
kambasmíði og mun hann hafa
sett upp. rúmlega 3000 pör af
ullarkömbum. Konu sína missti
hann 1928 og hætti búskap á
næsta ári. Dvaldi hann eftir það
hjá bömum sínum og tengda-
börnum á Ytra-Hóli. Sigmundur
var maður glaður í lund og í
sveit hinna vinsælustu bænda
hér um slóðir.
beðnir að sækja hana sem fyrst, þar sem birgðir
eru takmarkaðar, og þeim sem ætla að kaupa fóður-
síld, er bent á, að gera það hið fyrsta, áður en birgðir
þrjóta.
KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA
LOÐSÚTAMR GÆRUR
hvítar, gráar og svartar, eru nú
mikið keyptar til híbýlaprýði. —
Venjulega fyrirliggjandi á af-
Jarðarför Slgmundar Björnssonar, Ytra-Hóli,
cr ákveðin þriðjudaginn 30. nóv. n.k. og hcfst með hús-
kveðju frá heimilinu kl. 11 f. hádegi.
Aðstandendur.
Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum að móðir
okkar, Jónína Friðrika Guðmundsdóttir,
andaðist að heimili sínu, Munkaþverárstæti 11, þ. 23. þ.m.
Jatðarförin er ákveðin þriðjudaginn 30. þ. m. og hefst
kl. 1 frá Akureyrarkirkju.
Fyrir hönd okkar systkinanna.
Tryggvi Jónatansson.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför
STEFÁNS JÓNSSONAR á Munkaþverá.
Ennfremur þökkum við stjóm Kaupfélags Eyfirðinga fyrir þá
sæmd er hún auðsýndi minningu hins látna.
Vandamenn.
Karlmannafalnaður
Ofl
rykfrakkar
í HAUST var mér dregið lamb
með markinu blaðstýft fr. h. og
miðhlutað v. — Lamb þetta á eg
ekki og getur réttur eigandi vitj-
að þess til mín.
Eyrarbakka, 20. nóvember 1943.
Ágúst Haraldsson.
greiðslu verksmiðjunnar og hjá
kaupfélögum víðsvegar um land.
Skinnaverksmiðjan IÐUNN
KAUPFÉLAO EYFIRDINGA
Vefnaðarvömdeild.
Sambúðin í tvíbýlinu á íslandi hefir verið allgóð eftir ástæðum.
Mikill hluti þjóðarinnar hefir samþykkt með þögn þá rökleiðslu
gestanna, að ef þeir hefðu ekki komið, þá myndi þjóðin hafa
hlotið sama hlutskipti eins og Danir og Norðmenn. Árekstrar hafa
komið fyrir, en ekki margir. Setuliðsmenn unnu, einkum framan
af, nokkur óhappaverk. Illa menntur lýður í þéttbýlinu sýndi
einkum framan af aðkomumönnum vöntun á kurteisi, sem var
til minnkunar fyrir þjóðina. En yfirleitt hefir komið fram góð-
girni og hjálpsemi á báðar hliðar. Við siglingar og hafnarvinnu
hefir samvinnan verið gagnkvæm og fjölþætt. Hin forna gestrisni
hefir alltaf komið fram af hálfu íslendinga við gestiná, einkum í
dreifbýlinu. Fyrir sitt leyti hafa margir gestanna svarað á sama
hátt. Engilsaxi, sem var einn til dvalar í litlu þorpi, ók lækninum
í bíl sínum um allt héraðið, þegar hann mátti sinna því fyrir önn-
um. Honum þótti tilbreytni að mega hreyfa sig og bílinn og gera
öðrum gott. Erlendir læknar hafa oft hjálpað íslendingum við
vandasama sjúkdóma. Auk þess sótt sjúka menn í flugvélum út
um land og flogið með sjúka menn til Ameríku. Einna skemmti-
legust hafa mér þótt kynnin á vegunum. Bæði Bretar og Banda-
ríkjamenn hafa ekið bifreiðum sínum með mestu gætni. Þeir hafa
gert íslendinga að betri ökumönnum, kennt að gera mun á akstri
á hliðarvegum og aðalvegum, kennt að leyfa auðvelda ferð fram
hjá hægfara samleiðarmanni. Hin vinsamlega handabending Eng-
ilsaxa til vegfarenda sem leyft er að fara fram úr, verður góður
arfur til íslenzkra ökumanna, þegar setuliðið er farið. Sú breyting
er táknræn fyrir sambúðareiginleika, sem eru til bóta í hverju
þjóðfélagi.
Nokkru eftir að Engilsaxar voru komnir hér, benti ég í blaða-
grein á þá gagnlegu landkynningu, sem við gætum gert og ættum
að gera. Þar var lagt til, að íslenzka þjóðfélagið legði til fyrirlesara
með skuggamyndir og kvikmyndir til að fræða þá af hermönnum
sem þess óskuðu um landið, þjóðina og sögu hennar, en að auk
þess yrði komið á kennslu í háskólanum fyrir áhugamenn, sem
stundað hefðu málfræði og vildu halda áfram þeim fræðum. Að
slðustu var lagt til að komið væri á kynningu milli íslenzkra og
aðkominna stéttarfélaga, kynna íslenzka lækna erlendum lækn-
utti, ófc aðrat stéttir i «m» hátb Ekkert sf þéwu hefir verið gert,
nema kennslutilraun i háskólanum, sem gestirnir hafa metið
samkvæmt tilgangi. Aðeins einn af forráðamönnum þjóðfélagsins,
Sigurgeir Sigurðsson biskup, hefir komið á mikilli og góðri kynn-
ingu milli aðkomuprestanna og stéttarbræðra þeirra í Reykjavík.
Hefir þetta orðið landinu til sóma og mun verða prestastéttinni
til mikils gagns síðar meir. íslenzka kirkjan mun hér eftir hafa
nokkur kynningarbönd við kirkjufélög í Englandi og Ameríku.
Nokkrir skammsýnir og lítt merkir menn hér á landi hafa viljað
torvelda sem mest sambúð íslendinga og setuliðsins. Það eru
menn úr hópi þess fólks, sem aðhyllist erlendar ofbeldishreyfingar
og hefir óbeit á þingstjórn og persónufrelsi. Úr þeim herbúðum
hefir verið skotið að mér örvum fyrir það, að ég myndi óska að
íslenzka þjóðveldið yrði háð stórveldum Engilsaxa. Þeir menn, er
slíkt mæla, kunna lítt skil á málavöxtum. Ef Engilsaxar tapa
stríðinu, hafa ekki aðeins öll smáríki í álfunni misst frelsi sitt,
heldur líka stórveldi eins og Bretland og Frakkland.
íslenzkt þjóðarsjálfstæði er óframkvæmanleg hugsjón, nema
Engilsaxar vinni lokasigur í stríðinu og verði höfuðþjóðir um
stjórnmál heimsins á komandi tímum. í tvö hundruð ár hefir
Bretland ekki eignazt 1 Evrópu nema tvo kletta, þrátt fyrir öll
sín sigursælu stríð. ísland hefðu þeir getað tekið eða eignazt
mörgum sinnum, ef þeir hefðu lagt stund á það. Eftir Napóleons-
stríðin lögðu Bretar ísland í lófann á Friðrik 6., eftir að hafa
sigrað hann 1 margra ára stríði. Bandaríkjamenn munu ekki full-
nýta sitt mikla og góða land þó að aldir líði. Hefir stjórn Banda-
ríkjanna leitazt við að afhenda til fullkomins sjálfstæðis lönd þau,
er hún bjargaði um síðustu aldamót úr kúgunarklóm Spánverja.
Að vísu veit enginn fyrir orðinn hlut, en eftir reynslu og dómi
sögunnar, er framtíðarfrelsi og þjóðarsjálfstæði fyrst og fremst
komið undir því, að þær þjóðir, sem hafa kennt menntuðu fólki
að meta frelsið og gæta þess, verði ofansjávar í baráttunni við of-
beldisþjóðir nútímans, og þar næst, að við íslendingar sýnum dug,
drengskap og samheldni um að verða frjálsir menn, og gætum
frelsisins eins og bezt má gera, þar sem vörnin hvílir á andlegum
yfirburðum, en ekki á byssustingjum.
Hangikföt
GOTT og ÓDÝRT.
Verzl. Eyjafjörður
Kartöilur
fást nú í
Verzl. Eyjafjörður
„MINUTE MAN”
er ljúffeng og holl
súpa, tilbúin eftir
12 mínútur.
Reynið einn pakka.
KAUPFÉLAG
EYFIRÐINGA
N ýlenduvörudeild.