Dagur - 23.12.1943, Side 2

Dagur - 23.12.1943, Side 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 23. dasember 1943 „SMJÖR SENT ÚR BÆNUM" j SÍÐASTA tölubiaði „ísl.“, I sem út kom 17. des. $1., er for- j ustugrein blaðsinsnefnd: „Smjör sent úr bænurn". í greininni leit- ast ritstjórinn við að „hagræða sannleikanum" af svipuðu inn- ræti og oft áður hefir komið í ljós hjá honum varðandi starf- rækslu Mjólkursamlags K. E. A„ verðlagningu mjólkur og mjólk- urvara og margt fleira, sem hann á undanförnum mánuðum og ár- um hefir látið birtast í þessu blaði. — Öll eru þessi skrif með soramarki þess manns er virðist hafa mjög sterka og sjúka löng- un til þess að vekja tortryggni, skapa misskilning og koma af stað hreyfingu, er valdið geti óánægju, bæði hjá bændum í sveit, sem viðskipti hafa við Mjólkursamlagið, og einnig hjá þeim fjölmörgu neytendum hér á Akureyri, sem kaupa þessar vörur bænda. Er fyrrnefnd grein blaðsins í góðu samræmi við það sem áður er komið af slíku. Aðalefni þessarar „íslendings"- greinar er það, að reyna að telja mönnum trú um, að enginn smjörskortur hafi gert vart við sig í Reykjavík að undanförnu, því að dagblöðin þar tali ekkert um þetta. Og ástæðan fyrir þessu muni sennilega vera sú, að Mjólkursamlag K. E. A. á Akur- eyri flytji svo mikið smjör til Rvíkur, að þar hafi allir nóg. Til sönnunar þvl, að þessu sé þannig háttað, sé það, að ein- hverjir menn hafi tekið eftir því, að Mjólkursamlagið hér hafi sent tvo kassa af smjöri með skipinu „Hrímfaxi", er fór héð- an fyrir nokkru áleiðis til Reykjavíkur. Telur ritstjórinn þetta hafi valdið mikilli gremju og mælst illa fyrir, þegar þetta hafi kvisast út um Akureyrarbæ. Já, hvílíkt hneyksli! „Smjör sent úr bænum". Ef einhver, sem les greinina í „ísl.“ væri svo auð- trúa eða ófróður, að vilja gleypa þessa flugu, sem ritstjórinn hef- ir kastað út á svo lævíslegan hátt í þeim tilgangi að skapa óánægju hér á Akureyri, væri gott fyrir þann hinn sama að fá upplýsing- ar um: 1. A Ð vikulega að undanförnu hefir verið selt hér í mjólkur- búðunum 350—500 kg. af smjöri, og að þetta er næst- um öll smjörframleiðsla Mjólkursamlagsins á þessum tíma. 2. A Ð árlega kaupa Akureyr- ingar aðeins rúman helming að meðaltali af framleiðslu- vörum Mjólkursamlagsins. Hefir þó aldrei verið vöntun á mjólk eða mjólkurvörum á Akureyri í þau nálega 15 ár, síðan Samlagið byrjaði að starfa, fyrr en nú, að smjörið er minna en bæjarbúar óska eftir. Samt fá Akureyringar helmingi meira smjör þessa undanfarna mánuði, en nokkru sinni fyrr. 3. A Ð öll undanfarin ár og enn í dag hefir Mjólkursamlagið þurft að leita til annarra en Akureyringa um kaup á nærfellt helmingi allrar frain- Mðlbl sinnar, tvo *enj til Siglufjarðar, Reykjavíkur og annarra bæja og kaupstaða og á undanfömum ámm hafa viðskiptamenn í þessum sömu bæjum keypt af Mjólk- ursamlaginu meira en helm- ing allrar smjörframleiðsl- unnar, og það jafnvel á þeim tímum, þegar mjög erfitt reyndist að selja smjör. Margur mundi telja það rétt- láta ráðstöfun, með tilliti til }>ess, sem hér er upplýst, að Mjólkursamlagið sendi við- skiptamönnum sínum út um land smjör í svipuðum hlutföll- um og áður var, enda hafa þess- ir viðskiptamenn krafist þess, að fullt tillit væri tekið til við- skipta sinna við Samlagið mörg undanfarin ár, en þá hefði hlut- ur Akureyringa orðið sá, að í þeirra hlut hefði fallið aðeins helmingur þess smjörmagns, sem nú að undanförnu hefir verið selt í bænum. En Mjólkursamlagið hefir ekki farið þessa leið. Það hefir að eigin ákvörðun rofið hin fyrrgreindu viðskipti manna úti um land, með það fyrir augum, að geta látið neytendur á Akur- eyri fá þeim mun meira af smjörinu. Þrátt fyrir þetta er ritstjóri „Isl." að dylgja um óleyfileg viðskipti í sambandi við það, að Mjólkursamlagið skuli hafa sent stærsta viðskiptamanni sínum í Reykjavík nokkra smjörböggla til jólaglaðningar þurfandi fólki, sem ekki hefir bragðað smjör mánuðum saman. Sjálfstæðismenn hér á landi hafa jafnan talið sig vera hina einlægustu formælendur og verndara athafna og einstaklings- frelsis í hvaða mynd sem er. En með fyrmefndri forustugrein í blaði Sjálfstæðismanna á Akur- eyri sýnir ritstjórinn spegil- mynd þeirrar góðvildar réttlætis og athafnafrelsis, sem hann og húsbændur hans vilja skammta öðrum mönnum. Jónas Kristjánsson. Jólahugsanir. (Framhald af 1. &(8u). inga. Sú saga er að efni til á þessa leið: Maður nokkur tók sér fyTÍr hendur að leita að Kristi. Hann fer víða um, en leitin ber engan árangur. Eftir mörg ár snýr hann heimleiðis hryggur i huga. Á leiðinni settist hann niður við læk einn til að hvíla sig og kasta mæðinni. Þá bar þar að fátækan pílagrím, tötralega klæddan og skinhoraðan. Langferðamaður- inn kennir i brjósti um hann, réttir honum hönd sína, býður honum að setjast hjá sér og skipt- ir Htilfjörlegum matarforða sínum milli þeirra. Þá brá svo við, að pflagrímurinn ummynd- aðistá einu augabragði, og ásjóna hans og klæði verða björt og skfnandi ,og hann mælir við velgjörðamann sinn: Eg er Kristur, sem þú hefii leitað að langt yfir skammt. Vita skaltu, að í hverjum nauðleitar- manni, sem á vegi þínum verð- ur, gftnr þú ftmdið mig, Allt, §kólabörn stofna sjóð til styrktar munaðarlausum börnum í her- numdum löndum EFNDU TIL SÖLU SÍÐASTL. SUNNUDAG Á MUNUM ER ÞAU HÖFÐU SJÁLF BÚIÐ TIL. Skólabörnin hér á Akureyri hafa, fyrir forgöngu skólastjóra og kennaraliðs, stofnað sjóð til styrktar munaðarleysingjum f stríðslödunum. Sl. sunnudag höfðu börnin bazar f Barnaskól- anum til ágóða fyrir sjóðinn. — Voru þar seldir ýmsir munir er börnin höfðu að mestu leyti búið til sjálf, undir hand- leiðslu kennara og foreldra. Blaðamenn og nokkrir aðrir gestir skoðuðu muni þessa á laugardaginn í boði skólastjór- ans og kennara. Skólastjórinn, Snorri Sigfús- son, skýrði þar frá sjóðstofnun- inni og tilgangi kennara og barna með henni. Lagði hann einkum áherzlu á, að það kynni að vera hollt viðfangsefni fyrir börnin, að leggja eitthvað af mörkum, fyrirhöfn eða aura, til þeirra, sem bágast eiga í hinum stríðsfjötruðu nágrannalöndum. Það hefði komið greinilega í Ijós í vetur og við undirbúning bazarsins, að bömin legðu mikla rækt við þessa hugsjón og að for- eldrarnir hefðu mætavel skilið það, að slfk viðfangsefni væru þroskavænleg fyrir bömin sjálf, kenndi þeim að taka tillit til annarra og meta hið góða, er þeim sjálfum hefði fallið í skaut. Kvað hann það von sfn og kenn- aranna, að aðrir bamaskólar landsins tækju þessa nýbreytni upp. Gestirnir skoðuðu bazarinn og var þar margt fallegra jóla- muna, er bám bömunum fag- urt vitni um vandvirkni, hug- myndaflug og alúð við það mál- efni er þau hafa tekið að sér að vinna fyrir. Þótt hver skerfur sé smár hefir þátttakan verið svo almenn, að þegar er komin talsverð fjárhæð í sjóðinn. Forráðamenn Barnaskólans, bömin og aðstandendur þeirra eiga lof skilið fyrir þessa ný- breytni. Dæmi barnanna gæti verið mörgum fullorðnum til fyrirmyndar. sem þér gerið mfnum minnstu bræðrum, það gerið þér mér". Á þenna hátt geta menn fund- ið meistarann, í hvers minningu vér höldum heilög jól. Og ef við skyldum einhvern tfma á lffsleiðinni vera nærri því að gefast upp og láta hugfallast fyrir erfiðleikum og sorgum lffs- ins, þá minnumst orða engilsins, sem sagði: „Óttist ekki, því í dag er yður frelsari fæddur, sem er drottinn Kristur". (jidiLf jái! Jarðarför BENEDIKTS BERGSSONAR, sem andaðist að Kristneshæli 18. þ. m., er ákveðin að Möðruvöllum í Eyjafirði þriðjudaginn 28. þ. m. kl. 1 e. h. Aðstandendur. Jarðarför eiginkonu minnar og móður okkar, ÁSLAUGAR JÓNSDÓTTUR, sem andaðist að Kristneshæli 21. þ. ra., fer fram frá heimili okkar, Leyningi, íimmtudaginn 30. þ m., og hefst með húskveðju kl. 10 f. h. Hermann Kristjámson og böm. wtnw—iii—— i—u—ilh———m——mwh—inmniTiiBHiiiMiinir'i Okkar innilegustu þakkir vottum við öllum þeim mörgu, vin- um og vandamönnum fyrir auðsýnda hjálp, samúð og hluttekn- ingu í veikindum og við andlát og jarðarför SYÖVU OLGEIRS* DÓTTUR. Sérstaklega viljum við þakka samstarfsfólki hennar á skrifstofum bæjarins, Björgvin Guðmundssyni tónskáldi og Kan- tötukór Akureyrar fyrir þá virðingu, sem það vottaði hinni látnu starfssystur við útför hennar. Foreldrar og systur. Innilega þakka eg öllum þeim, sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu, með heimsóknum, gjöfum, blómum og öðrum vinakveðjum. Anna Guðmundsdóttir. ><HKH><H5H><rtrtrt«rtrtrtrtrt«rtH><rtrtrtrtrtrtH><rtH><rtrtH><H><rtrtrtrtrtrt«H><rtrtH5 rtrtrtrtHWrtHXrtrtrtHXrtHíHjrtrtrtHSrtHXrtrtHjHCrtrtHCrtHíHXrtrtHXrtHXrtrtrtrtrtWrtrtHXi Hjartanlega þakka eg kvenfélaginu „Voröldu fyr- ir vinarhug og rausnarlega gjöf á 50 ára afmæli mínu 2. september siðastliðinn. Guð og gæfan fylgi ykkur. Sveinbjörg G. Magnúsdóttir, Sámsstöðum. CrtHXHXWHXrtHXrtrtHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXHXrtHXHXHXrtrtHXHXHXrtrtl FRAMSOKNARFÉLAG AKUREYRAR efnir tilJÓLASKEMMTUNARí Samkomu- húsi bœjarins á þriðja í jólum, mánudaginn 27. des. nœstkomandi, kl. 8.30 e. h. TIL SKEMMTUN AR: 1. KVIKMYNDIR. 2. ERINDI (Þórarinn Björnsson Menntaskóla- kennari). 3. SÖNGUR, Kantötukór Akureyrar. Stjórnandi Björgvin Guðmundsson. Aðgöngumiðar í Timburhúsi K. E. A. sama dag. — Kosta kr. 2.00. SKEMMTINEFNDIN. ÚTHLUTUN SKÖMMTUNARSEÐLA fyrir tímabilið 1. janúar til 31. marz, fer fram dag- ana 28., 29., 30. þ. m. kl. 10—12 f. h. og kl. 1—6 e. h. og 31. þ. m. kl. 10—12 fyrir hádegi. —- Munið að vitja seðlanna þessa daga, eftir áramótin er alls ekki hœgt að afgreiða þá vegna uppgjörs við matvöruverzlanirnar. ÚTHI.UTUNARSKRIFSTOFA.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.