Dagur - 01.06.1944, Page 2

Dagur - 01.06.1944, Page 2
2 DAOUR Fimmtudagur 1. júní 1944 Sveitafölkið skarar fram úr i þátt töku i þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þar sem sambandslögin fré 1918 heimtuðu minnst 75% þátttöku í þjóðaratkvæða- greiðslu á íslandi sem grund- völl eða skilyrði fyrir sambands- slitum, óttuðust margir áhuga- menn þessa máls, að þegar til kæmi gæti þessi tilskilda þátt- taka orðið fyrir neðan lágmark- ið og sett á þann hátt slagbrand fyrir, að íslendingar næðu fullu þjóðfrelsi. Hið þrönga ákvæði sambandslaganna ásamt gam- alkunnri deyfð ýmissa kjósenda við undanfarandi þingkosningar gat verið hættulegt fyrir úrslit málsins. Hér við bættist það, að einfaldur meiri hluti gat sam- kvæmt sambandslögunum ekki leitt málið til lykta á jákvæðan hátt, heldur varð þar að ráða úrslitum 75% lágmarksat- kvæðatala eða nokkru meira en helmingur þess atkvæðamagns, er krafizt var. Einkum var það sveitafólkið, er áhugamenn í kaupstöðum báru kvíðboga fyrir að yrði lint í kjörsókninni, þegar til þjóðar- kvæðagreiðslunnar kæmi. — Menn skildu það rétt, að sveita- gólk á miklu örðugri aðstöðu um kjörsókn en kaupstaðabúar, bæði vegna meiri og minni f jar- lægðar frá kjörstað og fólksfæð- ar og þrotlausra anna á heimil- unum. Lítt góðgjarnir menn i garð sveitanna hafa og haldið því fram, að sjóndeildarhringur bænda væri svo þröngur, að hann næði ekki út fyrir dilks- lærin þeirra. Það væri því ekki líklegt, að þeir reyndust skelegg- ir, þegar til þjóðaratkvæða- greiðslunnar um sjálfstæðismál- ið kæmi. En nú hefir reynslan skorið úr í þessum efnum. Þrátt fyrir glæsilega kjörsókn i öllum kaupstöðum, jafnvel 100% á Seyðisfirði, hafa þó sveitakjör- dæmin að öllu samanlögðu skotið kaupstaðakjördæmunum aftur fyrir sig, þegar um kjör- sóknina er að ræða. Og ekki mun hin jákvæða þátttaka sveitafólksins í atkvæðagreiðsl- unni heldur standa að baki þvi, er átt hefir sér stað í kaupstöð- unum, heldur mun þar frekar hallast á kaupstaðina. Mitt í erfiðleikum vorharð- inda hefir sveitafólkið hávaða- og hljóðalaust þyrpst að kjör- borðinu, nálega hver atkvæðis- bær maður, lægst 98% og allt upp í 100% í fjölda mörgum hreppum. Ánægjulegt er t. d. til þess að vita, að í öllum Eyja- firði framan Akureyrar, þar sem eru þrír samliggjandi hreppar, hefir hver og einn einasti at- kvæðisbær maður neytt at- kvæðisréttar síns, og í öllu Eyjafjarðarkjördæmi hafa að- eins 12 verið á móti sambands- slitum og 32 á móti lýðveldis- stjórnarskránni. Herblástur „Al- þýðumannsins“ hefir því lítinn hljómgrunn fengið í Eyjafirði eins og vænta mátti, jafnvel þó að blaðið tæki „Skutul“ á ísa- firði sér fyrir meðhjálpara. Og það var enginn dræming- ur og ekkert hik á sveitamönn- um við atkvæðagreiðsluna. Fjöldi þeirra lauk sér af strax fyrsta dag atkvæðagreiðslunnar. Þegar á allt þetta er litið, væri ekki vanþörf á, að þeir, sem haft hafa ótrú á sveitunum í þessum efnum og öðrum, tækju skoðanir sínar til ræki- legrar endurskoðunar. Það verður munað sem sögu- legur merkisviðburður, að það voru sveitabændur, sem voru í íararbroddi, er lokasporið var stigið í stjórnaríarslegri sjált- stæðisbaráttu íslenzku þjóðar- irtnar. Það var sveitafólkið, sem fyrst og fremst leiddi málið fram til sigurs. Ofurlítill hópur íslendinga hefir beðið ósigur við þjóðar- atkvæðagreiðsluna. Þessi fá- menni hópur leit svo á, að þjóð- frelsið yrði okkur til minnkun- ar, af því að við værum ekki menn til að fara með það. Nú er það skylda allra íslendinga að leggjast á eitt um það, að þessi skoðun andstæðinga skilnaðar og lýðveldis reynist á sandi byggð. Það hæfir ekki að leggja hina sigruðu í einelti með ófrægingum og illmælum. Hér á landi á að ríkja skoðanafrelsi og málfrelsi, án þess að persónu- leg áreitni og getsakir um illar hvatir komi þar á móti. Hitt er svo annað mál, að skoðanir og málflutningur verður að þola og standast hispurslausa gagnrýni, ef hvort tveggja á að halda velli. Það verða andstæðingar skiln- aðar og lýðveldis að sætta sig við, ekki síður en aðrir. U1 Askorun kolasparnað Með því að miklir örðugleikar hafa verið á því undanfarið að fá nægileg kol til landsins og líklegt að svo verði fyrst um sinn, er hér með brýnt fyrir öllum að gæta ýtrasta sparnaðar um kolanotkun, og jafnframt skorað á menn að afla og nota inn- lent eldsneyti að svo miklu leyti sem unnt er. Er sérstaklega skorað á héraðs- og sveitarstjórnir að hafa forgöngu í því að aflað verði innlends elds- neytis. Viðskiptamálaráðuneytið, 20. maí 1944. VO^ytytytytytytytytytytytytí^^ SÖGN OG SAGA ---Þjóðfræðaþættir „Dags“_ ÞÁTTUR AF ÞÓRÐI SÝSLUMANNI í GARÐI. (Framhald). verið grafletur, en varla varð lesið þegar eg man fyrst glöggt eftir (um 1895), enda var þá reising þessi að falla saman í sundurlausar fjalir. Síðar á árum (fyrir 1908) var þarna tekin ný gröf og þá komið ofan á kistu Þórðar sýslumanns, er mjög var þá af sér geng- in. Var hirtur af henni stór, sporöskjulagaður skjöldur úr blýi eða messing með miklu grafletri, læsilegu, og man eg þar eftir nafni Þórðar, ártölum úr ævi hans og orðunum: „kanselliráð og konungs valdsmaður“. - Ekki veit eg, hvort nokkur hefir skrifað upp þetta glöggva grafletur. En eftir skildi þessum man eg heima í Garði í Aðaldal, og mun hann hafa farið suður þaðan, líklega til afkomenda Þórðar , Reykjavík eða þá á Þjóðminjasafnið, og væri hann þar bezt kominn. Á leiði Hallgríms Þórðarsonar var htil hella úr hvítum mar- mara. Lá hún lárétt og ber á leiðinu og hafði greypzt um þykkt sína ofan í grassvörðinn. Á henni var glöggt og vel gert latínu-letur. En yfir grafletrinu var upphleypt handaband, líkt og enn mun mega sjá á ýmsum gömlum legsteinum. Hafði ekkja Morgunn í maí Morgunn vorsins. Sólin stim- ir á hvítar sumarfannirnar og lóan auðgar himinblámann söng. Maí er mánuður endurfæð- ingarinnar. Þá rís allt af dvala og dauða vetrarins, rís til lífs og söngva. Svo nátengt er mann- fólkið náttúrunni að sami sólar- kossinn og sami vorþeyrinn vek- ur og glæðir lífsvilja og lífsafl beggja jafnt. Maí er mánuður búflutninga og hreiðurbygginga, jarð- vinnslu og vaxtargróðurs. Frá því sem var, til þess sem verður liggja leiðir lífsins. Að það sem verður sé betra því sem var er krafa framþróunarinnar. Maívonir, maítrú og maí- vilji örfa hjartslátt og táp þeirra, sem fúsir ganga til starfa undir hinu bjarta merki framþróunar- innar í mannfélagsmálum, þeirra, sem styrkja vilja réttindi einstaklingsins og samhæfni fjöldans til þess að gera landið jafn vel til þess fallið, að auka andlega sem efnalega auðsæld þjóðarinnar allrar. Það er engín tilviljun að verkafólkið í landinu hefir valið 1. maí sem dag málefna sinna. Valið hann til þess að átta sig á því sem var og gera sér grein fyrir því sem það vill að verði. En hvað var og hvað skal verða? Jafnan hefir íslenzkur al- menningur verið fátækur af veraldarauð. Starfsvilji hans hefir þó löng- um verið ríkur og starfsgleði hans vökul. Harðir jcostir landsins og húm fákænskunnar hafa aldir alda sniðið þjóðinni þrengri stakk en samræmdist vaxtareðli hennar og þroskamöguleikum. Hún hefir því oft orðið að sætta sig við harðgreipina eina. Þegar tímar runnu og alþýða heimsins tók að rísa gegn kvöl- urum sínum, þá barst til íslands ýmur hins unga kalls. Hér voru það ekki innlend stéttaátök, sem greiddu veg rétt- lætisins, heldur samþjóðleg réttindabarátta gegn erlendri drottnan. Og áfram vallt tímans hjól. Með fjölbreyttari starfshátt- um mynduðust nýjar stéttir. Hvað skeði þá? Fjölgandi skrifstofufólk og verkamenn í vaxandi þorpum og bæjum aðskildust frá áiinni lifandi æð framleiðslunnar, villt- ust frá uppsprettum auðsins: landinu og sjónum. Hjá þeim sljófgaðist hin samþjóðlega til- finning og þeir bundust stétta- [ og hagsmunasamtökum gegn I þeim, sem vinnuna ráku og J veittu. Nú er svo komið að fé- ! lagsmálaáhugi og félagsmálalok bæjaalþýðunnar hvorf ist um það eitt að bæta kjör sín svo sem hún frekast getur, án tillits til þess hvort það sé í samræmi við þol þeirra atvinnuvega, sem undir störfum hennar standa. Þar í liggur okkar hættulegasta þjóðfélagsmein. Er það vilji þjóðarinnar að slíku vindi fram? Þyki henni sjúkdómur æskilegur, þá er svo, annars ekki. Meðan þjóðir þær, sem okk- ur eru skyldastar, hafa þolaö stórar mannfórnir og misst öll sín dýrustu verðmæti, höfum við dundað við það, að tína perlur og kuðunga af fjörum mannlegra harmsjóa. Sú arfgenga fátækt af verald- arauð, sem íslenzkar kynslóðir hafa viðtekið hver af annarri, hefir vikið fyrir strxðsgróðanum nýja. Erum við þá jafn rík af starfsvilja og vökulli starfsgleði og fyrrum í fátæktinni? Þeirri spurningu verður ekki svarað nema með komandi dæmum úr þjóðlífinu. Ef okkur tekst að beygla hinn nýja auð, verja honum til var- anlegra umbóta á framleiðslu- kerfi lands og sjávar, þá munu (Framhald á 7. síðu).. Hallgríms sent hellu þessa út hingað frá Höfn til minningar um mann^inn og hið skammvinna hjúskaparskeið þeirra. Eftir hellu þessari man eg heilli og óskemmdri á barnsárum mínum. En síðar á árurn höfðu hestar einhvern tíma konrizt inn ' ( í garðinn og hellan þá brotnað. Lá hún lengi sprungin í smá- parta á leiðinu, en hélzt þó saman af giasróinni í kring. Man eg þar efir, að gras var farið að gróa upp urn brestina. — Síðast minnir mig, að eg sæi brotin af þessari hellu vestur í Garði og má vera, að þau hafi einnig lent suður til Reykjavíkur ásamt skildin- um Þórðar. Af eftirlátnum munum Þórðar sýslumanns er enn til í Garði veglegur skápur eða skatthol, sem alltaf er nefndur „sekreteri" og mun hafa verið nefndur svo á dögum Þórðar. Hann er meira en mannhæðar-hár og breiður að því skapi. Efri hluti framhliðar hans er með fallhurð, er gengur fram og vel má nota fyrir skrif- borð, enda er talið, að hann hafi bæði verið peningahirzla og skrifborð sýslumanns. í honum er fjöldi skúffna, stærri og minni. — Eftir daga Þórðar var skápur þessi keyptur og fluttur frá Garði. En myndarbóndinn Baldvin Sigurðsson „homopati", er lengi bjó í Garði, faðir og afi núverandi bænda þar, keypti „sekreterann" heim í Garð aftur og hafði hann fyrir meðalaskáp og skrifborð langa ævi. Hefir hann nú verið málaður upp með eikarmáli og settur nýjum handgripum, og er nú hin eina sýnileg minning um Þórð Björnsson á hinu gamla sýslumannssetri. (Framhald).

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.