Dagur - 21.09.1944, Blaðsíða 1

Dagur - 21.09.1944, Blaðsíða 1
Sauðf járslátrun er nú haf in Fé með vænna móti gAUÐFJÁRSLÁTRUN í slát- urhúsi Kaupfélags Eyfirð- inga hófst sl. mánudag og stend- ur yfir til þriðjudagsins 10. októ- ber. Alls verður slátrað þar um 22.200 kindum. í fyrra var tala sláturfjár um 22.500. Eftir því sem þegar er séð, er fé vel feitt á þessu hausti og mun betra en í fyrra. Kjöt- og slátur- sala er hafin frá sláturhúsinu. Sú nýbreytni hefir verið tekin upp í sambandi við rekstur slát- urhússins á þessu hausti, að starf- rækt er veitingastofa í sambandi við húsið, þar sem starfsmenn og bændur geta fengið keyptan mat og drykk. Er þetta til mikils hag- ræðis. Sláturhússtjóri er hinn sami og undanfarin ár, Halldór Ás- geirsson. | NÝJABÍÓ I I sýnir í kvöld kl. 9: Söngvaflóðið I Föstudaginn kl. 9: Auðugi flakkarinnj i Laugardaginn kl. 6: Bill sjóari i Laugardaginn kl. 9: Söngvaflóðið ! Sunnudaginn kl. 3 og 9: Auðugi flakkarinni j Sunnudaginn kl. 5: j. Söngvaflóðið ........«••«••••«•»•••••¦•«••••*»•••¦......•*•¦*............•HlHlliiMlWi . _ I | SKJALDBORGARBÍÓ | I Föstudag.......... kl. 9, | Laugardag ........ — 6 og 9, [ i Sunnudag .........— 5 og 9: i Perlukóngur á Suðurhaf seyjum i Mánudag .............. kl. 9, i i Þriðjudag .............. — 9, j j Miðvikudag ............ — 9: j Eltingaleikur í Alpaf jöllum Verð á aðéönéumiðum: i Beztu sæti..........'. kr. 3.00 | Í Betri sæti ........... — 2.50 j j Fremstu sæti......... — 2.00 | i Barnasýn. (Barnamiði) — 1.50 i i Barnasýn. (FuHorðinsm.) — 2.00 i j Myndskrár...........— 0.25 | I Aðgöngumiðasala daglangt í j Í verzlun JÓH. RAGÚELS a'lla I I sýningardaga, nema kl. 1—2 | aðeins á sunnudögum. j jí SKJALDBORG eru að-1 i göngumiðar einnig seldir | j hálfri stundu fyrir hverja sýningu. XXVII. árg. Akureyri, fimmtudaginn 21. september 1944 Stjórnmálaöngþveitið: 38. tbl. Engin framtíðarlausn fengin í dýrtííarmálunum Ríkisstjórnin hefur sagt af sér Þingflokkarnir reyna að mynda stjórn Eins og lauslega var frá skýrt í síðasta blaði setti- ríkisstjórn Björns Þórðarsonar þinginu þá kosti í útvarpsumræðunum í sl. viku, að stjórnin myndi fara frá, ef þingið gerði ekki ráðstafnir til varnar yfirvofandi dýrtíðaraukn- ingu fyrir 15. sept. Þingið svar- aði á þann hátt, að veita stjórn- inni heimild til að greiða niður dýrtíðina til 23. september n.k. Þar sem stjórnin mun hafa talið, að í þessu svari fælist engin lausn á aðkallandi vandamálum, lagði hún lausnarbeiðni fyrir forset- ann laugardaginn 16. þ. m. Samkvæmt ósk forsetans tók stjórnin þó að sér að gegna stjórnarstörfum þangað til n'ýtt ráðuneyti hefði verið myndað. Forsetinn ræddi samdægurs við forseta sameinaðs Alþingis og formenn þihgfldkkanna og lýstu þeir yfir því, að þeir myndu halda áfram tilraunum til mynd- unar þingræðisstjörnar. Þessi þingræðisstjórn hefir ennþá ekki verið mynduð og engar líkur til að það verði í þessari viku. Situr ráðuneyti dr. Björns Þórðarsonar því enn við stjórn, en viðræður flokk- anna halda áfram. Samkomulagstilraunirnar munu hafa grundvallast á því, að reynt verði að halda verðlagi í skefjum um nokkurt tímabil, Gjafir til Nýja-sjúkrahússins Frá frú Guðlaugu Sigfúsdótt- ur, til minningar um mann hennar, Eggert Einarsson og tvo syni, þá Bolla Kjartan Eggerts- son, og Karl Eggertsson, kr. 10000.00. - Frá Elísabetu Bjarnadóttur kr. 10.00. - Frá gömlum sjúklingi kr. 1000.00. Með þökkum móttekið. G. Karl Pétursson. Kartöflusigti Kaupfélag Eyfirðinga lórn- 09 glervörudelldin. Enginn umsækjandi um byggingafulltrúastarfið Á síðasta bæjarstjórnarfundi var samþykkt að fela Tryggva Jónatanssyni byggingameistara að annast byggingafulltrúastarf- ! ið fyrst um sinn. Halldór Hall- dórsson, sem gegnt hefir starfinu um 16 ára skeið, sagði því lausu frá 1. október. Starfið var aug- lýst laust frá sama tíma, en engar urpsóknir Wrust. þannig, að verð landbúnaðaraf- urða verði það sama og nú er, og ríkissjóður greiði verðbætur til bænda, svo sem verið hefir, jafn- framt verði kaupgjaldi haldið í skefjum og grunnkaupshækkan- ir ekki leyfðar nema til samræm- is. Jafnframt verði leitað eftir því, hvort bændur vilji falla frá kröfu um 9,4% hækkun land- búnaðarvísitölu, sem nú er orð- in af völdum hækkaðs kaup- gjalds. Búnaðarþing kemur saman til aukafundar í dag til þess að taka afstöðu til þessa m. a. — Er gert ráð fyrir að samkomulag þetta, ef fram gengur, standi i tvö ár. Á þessum grundvelli mun enn leitað sátta, en allsendis óvíst hvernig fer að öðru leyti en því, að samkomulag verður ekki fyrir 23. ,sept. og verður Alþingi þá væntanlega að „framlengja víx- ilinn" frá 15. sept. um greiðslur úr ríkissjóði. Merkilegur árangur af fram- ræslu Staðarbyggðarmýra Lokið við framræslukurði í Svarfaðardal 11 km. af framræsluskurðum þegar fullgerðir á Staðarbyggðarmýrum Arni G. Eylands framkv^stj., formaður Verkafæranefndar rík- isins var hér á ferð um s. 1. helgi. Var tilgangur ferðar hans m. a. sá, að láta hefja framkvæmdir við vegagerð meðfram framræslu- skurðum á Staðarbyggðarmýrum. Bauð hann blaðamönnum að skoða verkið og aðrar framkvæmdir við framræslu mýranna. Ur reglugerð um barna- vernd á Akureyri „1. gr. I umdæmi barnaverndar nefndar Akureyrar er bannað að selja börnum og unglingum innan 16 ára aldurs tóbak, hverju nafni sem nefn- ist, gefa þeim það, eða stuðla að því að þau neyti þess eða hafi það um hönd. 4. gr. Börnum og unglingum innan 16 ára aldurs er bannaður aðgangur að almennum knattborðsstofum, dans stöðum og öldrykkjustofum. Þeim er og bannaður aðgangur að almennum kaffistofum eftir klukkan 6 síðdegis nema með aðstandendum sínum. Éig- endum og umsjónarmönnum þessara stofnana ber að sjá um, að börn og unglingar fái þar ekki aðgung og haf- ist þar ekki við. A tímabilinu frá 1. okt. til 31. marz ár hvert er börnum og unglingum inn- an 16 ára aldurs, bannað að vera úti eftir kl. 8 á kvöldin, nema í fylgd með foreldrum eða umsjónarmönnum. Undanþegnir eru unglingar þeir, sem eru í kvöldskóla eða þurfa á fé- lagsfundi, enda beri þeir á sér leyfis- kort til sýnis. Auk þess skal gera lög- reglunni aðvart um, hvenær viðkom andi skólar og fundir eru haldnir. Lögreglan getur þó, ef sérstakar á- stæður eru til, veitt unglingum undan- þágur frá ofannefndum ákvæðum, svo sem til íþróttaiðkana eða nauðsyn- legrar vinnu. Foreldrum og húsbændum barn- anna ber, að viðlögðum sektum, að sjá um, að þessum ákvæðum sé fram- fyigt. Akureyri, 8. sept. 1943. Barmverndarnafnd Akureyrar. Þetta er þriðja sumarið, sem skurðgrafan vinnur á mýrunum og er þess vænzt, að verkinu verði lokið næsta sumar. Þegar er búið að grafa annan aðal- skurðinn os> vinna hafin við hinn. Auk þess hafa verið grafn- ir smærri skurðir. Lengd skurða er samtals urn 11 km., en verður um 17 km. er verkinu lýkur. Framræslu- og áveitufélag Stað arbyggðar hafði áhuga fyrir því, að reynt yrði að jafna skurðruðn- ingana á bökkum* skurðanna, þannig, að úr þeim yrði akfær vegur með hey af engjum. Er blaðamenn komu fram eftir var vinna við vegagerð þessa nýlega hafin og sóttist vel. Var ekið spottakorn eftir hinum nýja vegi og reyndist vel. Verkið er unnið á þann hátt, að dráttarvél með jarðýtu (Tractactor T6) fer yfir hryggina og jafnar ýtan þá og gerir úr þeim sómasamlegasta veg. Með því að besa eitthvað af möl „ofan í" veg þennan, er talið víst, að góður akvegur af engj- um fáist með framkvæmdum þessum. . Alls eru það um 600 ha. lands, sem koma til með að njóta fram- ræsluskurðanna. Þótt verkinu sé ekki lokið, er þegar fenginn glæsilegur árangur. Halldór Sig- urgeirsson bóndi á, Öngulsstöð- um, form. Framræslu- og áveitu- félagsins, sýndi fréttamönnun- um t. d. hluta af Öngulsstaða- engi, sem áður var undir vatni að miklu leyti, en er nú svo þurrt orðið, að aka má þar um í bifreið. — Telja bændur þegar fullreynt, að framkvæmdirnar verði til stór hagsbóta fyrir Stað- arbyggð. • SVARFAÐARDALUR. Framkvæmdir með skurðgröfu, sem er eign Verkfæranefndar, hófust í Svarfaðardal í maí sl. — Fyrsta 'verkið, §em rAðizt var í þar, var ffamræsla Sökku-, Skáldalækjar-, Valla- og Öldu- hryggsengja. Er land þetta sam- tals um 100 ha. Hinn 12. f. m. var greftri skurðanna lokið og hafði gengið ágætlega. Voru grafnir samtals um 13.400 ten- ingsmetrar. Mörg önnur verkefni eru fyrir hertdi í Svarfaðardal og mun skurðgrafari væntanlega vinna þar áfram fyrst um sinn. Nýtt kvikmyndahús Sl. sunnudagskvöld bauð Ge- org Magnússon blaðamönnum og ýmsum öðrum bæjarbúum að sjá frumsýningu kvikmyndar í „Skjaldborg" sér í bænum, en hann hefir tekið samkomusal hússins á leigu og hyggst jréka þar bíó. Sýnd var myndin „Perlukónsfur í Suðurhöfum" — „Skjaldborgarbíó" hefir nú byrj- að sýningar fyrir almenning skv. auglýsingu í blaðinu í dag. Churchill sat nýlega ráðstejnu i Canada með Rqpseve.lt. Bandaríkjafor- seta. Ráðgerð var sókn á hendur Jaþönum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.