Dagur - 21.09.1944, Blaðsíða 6

Dagur - 21.09.1944, Blaðsíða 6
6 Hrösun Edwards Barnard Saga eftir W. Somerset Maugham W—II—H—II ---------------------lljl (Framhald). „Góðan daginn, ísabella," sagði hann, hress í brágði. „Qóðan daginn, Bateman." „Þú varst væn, að þekkja rödd mfna. Hvernig fórstu að því?“ „Það er nú ekki svo langt um liðið, síðan eg heyrði til þín síð- ast, og þar að auki bjóst eg við að heyra frá þér.“ „Hvenær fæ eg að sjá þig?“ „Þú lætur svo lítið að borða hjá okkur í kvöld, nema þú hafir eitthvað annað betra fyrir stafni?“ „Þú veizt vel, að eg gæti ekki haft neitt annað betra fyrir stafni." „Eg vona að þú hafir ýmsar fréttir að færa?“ Honum fannst hann heyra eftirvæntingu í rödd hennar. ,,Já,“ sagði hann. , Jæja, þú segir mér allt af létta í kvöld. Vertu sæll." Hún hringdi af. Það var líkt henni, að geta beðið svo marga klukkutíma að nauðsynjalausu, eftir því að heyra fréttirnar, sem skiptu hana þó svo miklu. Bateman þótti aðdáunarvert hugrekki koma fram í þolinmæði hennar. Sama tilfinningin greip hann í kvöldverðarboðinu, sem hann sat á heimili hennar. Þau voru þar tvö ein, ásamt foreldrum hennar. Hún ræddi um ýms smáatriði daglega lífsins. Honum flaug í iiug, að^jannig mundi dauðadæmd- ur markgreifi á miðöldum líka hafa talað um hversdagslegustu hluti, meðan böðlar hans komu fallöxinni í réttar skorður. Andlits- fall hennar minnti hann líka sterklega á glæstan aðalsmann. Hver sæmilega menntur maður mundi sjá, að í æðum hennar flaut blóð beztu ætta Chicagoborgar. Borðstofan var auk þess hæfileg um- gjörð um hina sérkennilegu fegurð hennar. ísabella hafði komið því til leiðar, að húsið, sem var nákvæm eftirlíking á frönsku að- alssetri, hafði verið búið húsgögnum frá tímabili Loðvíks XV., að ráði ensks sérfræðings. Hinn þægilegi skrautbúnaður liússins, sem var þannig tengdur nafni hins glysgjarna þjóðhöfðingja, yarpaði ævintýrabjarma á yndisþokka hennar og skapaði honum virðuleik. Því að hugur Isabellu var hlaðinn alvarlegum efnum, og þótt við- ræður hennar væru léttar á yfirborðiftu, voru þær þó'ekki léttvæg- ar. Hún talaði í þetta skipti um hljómleikana, sem hún og móðir hennar höfðu hlýtt á þá um daginn og um fyrirlesturinn, sem enskt skáld hafði haldið þar í borginni. Hún minntist léttilega á stjórn- málaástandið og drap á málverkið, eftir hollenzka meistarann, sem faðir hennar hafði nýlega komizt yfir í New York og greitt fimm- tíu þúsund dollara fyrir. Bateman fannst huggun að lieyra til henn- ar. Hann fann til þess, að hann var aftur mitt á meðal menntaðs fólks, í miðpunkti menningar og lista. Honum var rórra, því að einhverjar ókennilegar hræringar, sem vaknað höfðu, — gegn vilja hans, — í hjarta hans meðan hann dvaldiáSuðurhafseyjunum, voru nú loksins hjaðnaðar, — sofnaðar fyrir fullt og allt. „Það er dásamlegt að vera aftur kominn til Chicago," sagði hann. Kvöldverðinum var loksins lokið og þau stóðu á fætur og gengu út úr borðsalnum. Þá var það, sem stundin langþráða rann upp. ísabella sagði við móður sína: „Eg ætla að bjóða Bateman upp með mér. Við þurfum að spjalla um ýmsa hluti.“ „Eins og þú vilt, góða mín,“ sagði frú Longstaffe. „Við faðir þinn verðum í Madame du Barry-herbergjunum. Þið getið fundið okkur þar á eftir.“ ísabella leiddi hinn unga mann upp breiða stigana og vísaði honum inn í herbergin, sem áttu svo margar kærar minningar í huga hans. Hann þekkti þar hvern hlut og þó gat hann ekki stillt sig að hrópa upp yfir sig af ánægju, þegar hann gekk inn fyrir þröskuldinn. Hún leit í kringum sig og brosti. „Já, herbergin eru falleg. Eg held mér hafi tekizt vel með þau. Aðalatriðið er, að hér er allt í stíl. Ekki einu sinni öskubakki, sem ekki tilheyrir réttu tímabili.“ „Já, sennilega er það einmitt þetta, sem gerir þau svo dásamleg. Þau eru fullkomin, eins og þú sjálf og allt, sem þú kemur nálægt,“ sagði Bateman. Þau settust fyrir framan arinelcíinn. Hann fann stóru, gráu, al- varlegu augun hennar hvíla á sér „Og hvaða tíðindi flyturðu mér svo?“ spurði hún. „Eg veit ekki á hverju eg á'að byrja.“ „Ætlar Edward Barnard að koma aftur?“ „Nei.“ Drykklöng stund leið áður en Batenjan talaði aftur, og meðan þögnin ríkti létu þau bæði hugann hvarfla til liðinnar tíðar. Hann átti erfitt starf fyrir höndum, því að í sögunni, sem hann þurfti að segja henni, var margt, sem mundi særa næmar tilfinningar henn- ar. Honum fannst hann ekk'i hafa þrek til þess að segja henni allt af létta, og þó vissi hanp, að hann mundi gera henni rangt til, — já, og raunar sjálfum sér líka, — ef hann leyndi hana nokkru. Hún átti rétt á að-fá að heyra allan sannleikann, undandráttarlaust. Sagan hófst raunverulega fyrir mörgum árum síðan, þegar hann og Edward Barnard voru báðir skólasveinar og höfðu kynnzt ísa- bellu Longstaffe í te-drykkjuboði, sem haldið var til þess að kynna hana heldra fólki í borginni, um það bil er hún var að verða gjaf- yajda. (Frambald). DAGUR Fimmtudaginn 21. septemlDer 1944 <HKHKHKHWHKHKHKHKHKHKHKHKHÚKHKHKHKHKHKHKHKBKH«(fiHKHKH* INotað þakjárn 1 (ógalv.) | Plötustærð 10 fet. 1 PLÖTURNAR EKKI BOGNAR. | Selt ódýrt meðan birgðir endast. Kaupfélag Eyfiröingaí Byggingavörudeild. g IKMtOfiHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHOHKHKHWHKHKHKHK K. ■ 1 ..—... Ágætt sláturrúgmjöl Saltf gróft og fínt Blandað krydd Pipar Negull Allrahanda Vínedik Edikssýra Saltpétur í kjöt og fleira Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú Greifinn af | Monte Cristo ( 100 ár eru nú liðin síðan j Greifinn af Monte Cristo kom i fyrst út á frummálinu. A þess- j um tímamótum birtist þessi j heimsfræga saga í fyrsta sinn I í íslenzkri þýðingu í vandaðri j útgáfu, sem prýdd er mynd-; um/af helztu atburðum sög-j unnar. j Alexandre Dúmas, höfund- j ur bókarinnar, er einn af j frægustu rithöfundum Frakka j og skipta bækur hans hundr- j uðum, en frægust þeirra allra I er Greifinn af Monte C.risto, j enda hefir hún verið lesin og j dáð í heila öld í flestum lönd- j um heims meir en nokkur j önnur skáldsaga. Greifinn af Monte Cristo f fæst hjá öllum bóksölum j HUGLEIÐINGAR UM SAMVINNUMÁL (Framhald af 3. síðu). ins til endimarka héraðsins eða sýslunnar oð langt inn í næstu sýslu. — Það lítur út fyrir að K. E. A. sé búið að tileinka sér hug- sjónir langsýnna samvinnu- manna, að láta sér ekkert mann- legt óviðkomandi, og heldur ekkert ómáttugt í sínum verka- hring. Um hin menningarlegu álnif samvinnufélaganna fyrir þjóðina mætti segja miklu meira en hér verður gert. — Eg ætla að lokum að taka upp orð manns eins um Kaupfél. Eyfirðinga, er sögð voru fyrir mörgum árum, en þau voru á þá leið, að það hefði unnið meira menningar- starf á 10 árum, en nokkur skóli hefði gert á 50 eða 100 árum. En það er skoðun mín, að ekk- ert kaupfélag eða samvinnufé- lag, sem starfað hefir um nokk- ur ár hér á landi, sé svo lítilitiót- legt, að það hafi ekki unnið töluvert menningarstarf; það liggur svo ríkt í skipulagi þeirra og eðli. Eg held að um það verði ekki deilt, að Samvinnufélögin hér á landi séu orðin fyrir nokkru voldugt ríki í þeipri merkingu, sem brezki ráðherrann meinti. — En að þau séu einnig ríki rétt- lætis, frelsis og framþróunar hefi eg verið að sýna hér í þessu stutta söguágripi. Þar er óendanlegt starf fram undan fyrir þau — og þjóðina alla. KB«H«H«H«H«H«H«H«H«H«H«H«» SEGL tapaðist á leiðinni frá Akur- eyri að Varðgjá, laugardaginn '6. þ. m. — Finnandi beðinn að skila því í bensínafgr. K.E.A., gegn fundarlaunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.