Dagur - 28.09.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 28.09.1944, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 28. september 1944 D AGUR AF SJÓNARHÓLINORÐLENDINGS Áburðarverksmiðjumálið. 1 fyrra urðu nokkrar umræður um áburðarverksmiðjumálið í blöðum landsins. Tilefnið var það, að atvinnumálaráðherrann, Vilhjálmur Þór, lét hefja raun- hæfan undirbúning málsins. Að- ur hafði talsverðum tíma verið eytt í vangaveltur og tilgangslitl- ar umræður, en ekkert hafði ver- ið gert. Vilhjálmur Þór kvaddi hingað sérfræðing frá verkfræð- ingafirmanu Chemical Con- struction Corporation og lét hann athuga allar aðstæður hér, m. a. með tilliti til þess, hvar heppilegast væri að reisa hið nýja stórfyrirtæki. Verkfræðing- ur þessi kom m. a. hingað til Ak- ureyrar í þessum erindum. Þessi ferð sérfræðingsins hingað varð til þess, að Morgunblaðið, mál- gagn Reykjavíkurvaldsins, hóf hinar hatramlegustu árásir á V. Þór. Taldi það hina mestu óhæfu, að láta sér detta í hug, að áburðarverksmiðjan mundi reist nokkurs staðár nema í Reykja- vík. Akureyri nefndi blaðið í þessu tilefni „útskækil". Áður hafði þetta sama málgagn, sem svo mjög lét málstað „dreifbýlis- ins“ til sín taka meðan stóð kjördæmabreytingunni 1942, talið sjálfsagt, að „brátt risu upp í nágrenni Reykjavíkur áburðar- verksmiðja, sementsverksmiðja og lýsisherzlustöð". — Erindi verkfræðingsins hingað var vitaskuld einungis það, að gera raunhæfar athuganir á aðstöðu fyrir áburðarverksniiðju m. a. við annað stærsta orkuver lands- ins. „Útskækils“bragurinn á höf- uðstað Norðurlands var því ekki meiri en það, að hann átti þetta mannvirki og hafði þegar ráðizt í stórkostlega aukningu þess. • Undirtektimar nyrðra. För verkfræðingsins hingað norður var vel tekið í biöðum hér og á mannfundum. M. a. birtust þá hér í blaðinu greinar um málið, og var á það bent, að vitaskuld ætti að reisa verk- smiðjuna þar, sem hlutlaus at- , hugun sérfróðra manna sýndi, að hagkvæmast væri, burt séð frá pólitískri aðstöðu einstakra byggðarlaga. Var og bent nokkrar staðreyndir í sambandi við aðstöðu Akureyrar. Er óhætt að fullyrða, að þessar umræður svo og hin fruntalega og ósmekk- lega árás Mbl. á „útskæklana", þ e. bæi og þorp úti um byggðir landsins, vöktu mjög mikla at hygli hér um slóðir, enda hér um að ræða tvö mikilvæg atriði byggingu stórfyrirtækis, sem mikla þýðingu hefir fyrir annan aðalatvinnuveg þjóðarinnar, og úrskurður um það, hvort Reykja vík á að vera einráð um aðgerðir ríkisins í slíkum málum. Þannig stóðu málin í fyrra Norðlendingar fylgdust vel með því, sem gerzt hafði og kunnu at vinnumálaráðherra þakkir fyrir það, að hafa fengið hingað hlut lausan sérfræðing til þess að undirhúa framkvæmdir. Jafn Iramt var vel tekið eftir hinum áberandi fjandskap Morgun- ilaðsins í garð „útskæklanna" og ieirri skoðun Reykjavíkurvalds- ins, að allar hinar nýju stórverk- smiðjur, sem nú eru ráðgerðar á vegum ríkisins „verði reistar í nágrenni Reykjavíkur", eins og Víbl. telur sjálfsagt. Nýr skriður á málið. Síðan hefir lítið skeð opinber- lega í málinu fyrr en nú á dög- unum, að atvinnumálaráðherr- ann lagði fyrir Alþingi frum- varp um byggingu áburðarverk- smiðju ríkisins og birti niður- stöður hins ameríska sérfræð- ings. Má því gera ráð fyrir, að ákvarðanir um framkvæmdir séu á næstu grösum. Er því ekki úr vegi að athuga hver líkindi eru til, að „útskækla'rnir" haldi hlut sínum fyrir málsvörum Reykja- víkur, þá er á hólminn kemur. Frumvarpið. í frumvarpinu er gert ráð fyr- ir, að ríkissjóður láti reisa full- komna verksmiðju til vinnslu köfnunarefnisáburðar. Skal vinnslugeta verksmiðjunnar full- nægja þörfum landsins. Ríkis- sjóður leggur fram fé til stofn- unar verksmiðjunnar og er það óafturkræft. Nær fjárframlag þetta ekki aðeins til þess, að reisa verksmiðjuna sjálfa, heldur og til þess að tryggja henni nægi rafmagnsorku til vinnslunnar. Verksmiðjan skal vera sjálfseign- arstofnun, er lýtur sérstakri stjórn. Stjórnin skal skipuð þrem mönnum. Velur Búnaðarfélag íslands einn, stjórn Sambands ísl. samvinnufélaga annan og landbúnaðarráðherra hinn þriðja. Fyrsta stjórn verksmiðj- unnar skal ákveða hvar hún skuli reist. Þetta eru helztu at- riði frumvarpsins og er rúmsins vegna sleppt að gera nánari grein fyrir því að sinni. Úr niðurstöðum sérfræðingsins. í fylgiskjölum þeim er fylgja frumvarpinu, er meðal annars að finna þessar upplýsingar: Ameríski sérfræðingurinn, sem áður er nefndur, rannsakaði skil- yrði fyrir starfrækslu verksmiðj- unnar á Svalbarðseyri, Húsavík og Oddeyri norðanlands og á Brekku og Miðsandi og við Ell- iðaár sunnanlands. Áleit hann Oddeyri bezta staðinn norðan- lands og Elliðaár sunnanlands. Til þess að hægt sé að starfrækja verksmiðjuna á Oddeyri þyrfti að auka Laxárvirkjunina um nær 6000 árskw. og virkjunin myndi kosta 7.4 milj. kr. Til þess að hægt væri að starfrækja verk- syiiðjuna við Elliðaár, þyrfti að virkja Efra-Sogið, og áætlar Steingrímur Jónsson rafmagns- stjóri, að 11 þús. ha. stöð þar myndi kosta 22.7 milj. kr. Stofnkostnaður verksmiðj- unnar sjálfrar er áætlaður 1.100 þús. dollarar eða ca. 7.15 milj. ísl. kr. Er þá gert ráð fyrir yfirvegunar, ráði verksmiðju- efniskaupum vestra og miðað við núgildandi kaupgjald. Árlegur rekstrarkostnaður er áætlaður 328 þús. dollarar eða 2.13 milj. ísl .kr. og er þá miðað við núver- andi kaupgjald hér og að ktvst. kosti 5 aura. Gert er ráð fyrir að ársframleiðslan sé 3150 smál ammoníumnitrats, er að inni- haldi samsvari 5370 smál. nótró- kalki (201/2% N2). Það sézt á þessu, að framtíð áburðarverksmiðjunnar er mjög undir því komin, að auðið verði að tryggja henni ódýrt rafmagn og verður að velja henni stað með tilliti til þess. Sérvirkjun fyrir hana kemur vart til greina, a. nt. k. á þeim stöðuin, sent hér er niinnst á, og mun hún því þurfa að njóta gÓðs af þeint stór- felldu raforkufrantkvæmdum, sem ráðgerðar eru og byggist eig- inlega á þeim. Sú tillaga, að hún geti notazt við afgangsorku í Reykjavík að næturlagi, stenzt ekki að áliti hins ameríska verk- fræðings. staðnum. Þetta ákvæði er ekki komiðl gegnum þingið og verð- ur fróðlegt að sjá, hvernig því reiðir af. Ef dæma má af reynsl- unni, er líklegast, að þingið breyti því á þann hátt, að einn maður verði skipaður af hverj- um stjórnmálaflokki, en það þýðir, ef að venju lætur, 4 Reyk- víkingar, og er þá ekki að sökunt að spyrja. Þeir, sent ekki fást til að trúa því, að Reykjavík ráði úrslitum 2/3 ntála á Alþingi ættu að fylgjast með örlögum þessa ákvæðis áburðarverk- sntiðjufrumvarpsins. Athyglisverðar staðreyndir. Af sjónarhóli Norðlendinga sýnast þetta allt athyglisverðar staðreyndir, og ekki sízt þessar: Oddeyri er talinn beztur staður norðanlands. Til þess að hægt sé að starfrækja verksntiðjuna hér þarf að auka Laxárvirkjunina um 6000 árskw. og ntundi það kosta 7.4 milj. kr. Til þess að starfrækja verksmiðjuna við Elliðaár þarf að virkja Efra-Sog- ið og mundi 11000 ha. stöð þar kosta um 22.7 milj. króna. Hér er um að ræða 15 miljón króna mismun kostnaðarverðs án þess að fengin sé það mikið meiri orka með virkjuninni syðra, að það vegi upp á móti þessum mismun. Ef 6000 árskw; aukning hér samsvarar ca. 8— 9000 ha. er auðséð, að virkjunin hér er stórum hagkvæmari en fyrir sunnan. Úrslitavald. Norðlendingar mega nú vera minnugir þess, að fyrir deyfð þeirra og annarra, sem dreifbýl- ið byggja, hefir Reykjavík nú al- gjörlega meiri hluta á Alþingi, þ. e. að stór meiri hluti alþingis- manna eru Reykvíkingar, sem fyrst og fremst hugsa um hag höfuðborgarinnar, þótt þeir séu þingmenn fyrir ýms kjördæmi í frístundum. Þetta kemur til þess að hafa úrslitavald í áburðar- verksmiðjumálinu, því að í þeim efnum er allt vald hjá þinginu. Það er því næsta líklegt, að hvað sem áætlunum um hagkvæman rekstur áburðarverksmiðjunnar líður, fái Reykjavík því ráðið, gegnum pólitíska aðstöðu, að verksmiðjan verði reist þar. Og svo mun verða urn fleiri stór- framkvæmdir ríkisins. í frum varpinu er að vísti gert ráð fyrir, að stjórn verksmiðjunnar, sem er skipuð af aðilum, sem dreif- býlið m<4 treysta til hjutlausrar Hvar er hagkvæmast að reisa verksmiðjuna? Sá er þetta ritar, er ekki i nokkrum efa um, að mjög sterk- ar stoðir renni undir þá skoðun, að hagkvæmast sé að reisa áburð- arverksmiðjuna hér á Oddeyn. Áætlunin um kostnað við raf virkjun fyrir verksmiðjuna, sem fyrr getur, styður þetta mjög. En hér kemur margt annað ti greina og skal nú drepið á nokk- ur atriði, sem miklu máli skipta: Siglingamar. Lesendum Dags er kunnugt um ástandið í siglingamálum Norðlendingafjórðungs, bæði af eigin sárri reynslu og skrifum blaðsins um þau efni á undan förnum árum. Skal fæst af þv endurtekíð hér, en aðeins bent á eftirfarandi staðreyndir, ei snerta áburðarverksmiðjumálið Því nær allur innflutningur landsmanna fer um höfriina Reykjavík. Af því leiðir að rnikl ir flutningar eiga sér stað þaðan til hafna úti um land. Skipin sem t. d. sigla hingað norður hafa jafnan nóg að flytja, og gengur oft erfiðlega að koma flutningi með þeim, til dæmis hingað til Akureyrar. Þegar skipin sigla héðan, vestur eða austur um land, á leið til höf uðstaðarins, er hins vegar allt of lítið um flutning og skrölta skip in oft á tíðum hálftóm á þessum leiðum. Ef Reykjavík heldur að- stöðu sinni sem innflutnings höfn, og ekki er annað sýnna eri svo verði, meðan forráðamenn siglingamálanna breyta ekki um stefnu, — væri áburðarverk smiðja hér, ásamt flutningaþörf héðan til hafna úti um larit skynsamleg lausn á þessum hluta flutningavandræðanna. Skipin mundu þá, eins og hingað ti hafa nægan varning að flytj hingað, en breytingin yyði sú, að jafnan mundi fyrir hendi flutn ingur héðan. Af þessu mundi leiða, að flutningskostnaðinum yrði skipt á rniklu meira vörumagn en ella og er auðsé$ hverja þýðingu það hefur. Áður hefur verið bent á þá staðreynd, að höfnin hér er allt að því helmingi ódýrari en höfnin í Reykjavík. Er þó höfn- in hér ágæt, svo sem kunnugt er, og aðstaða til þcss að taka á móti og afgreiða vörur góð. Þar við bariist, að ef verksmiðjan yrði reist hér, mundi hún byggð fast við liöfnina. í Reykjavík er ráð- gert að byggja hana við Elliðaár. Yrði því um stórfelldan mismun að ræða í framskipunar- og flutn- ngskostnaði. Að lokum má svo aenda á það, sem með hverjum deginum verður skýrara, að það er hættulegt fyrir framtíð þjóð- félagsins, að stefna öllu valdi, fjármagni, atvinnulífi og allri nýsköpun í þessum greinum, til aöfuðborgar, sem þegar er hlut- fallslega allt of stór. I þessu efni er þjóðinni bráð nauðsyn, að skapa mótvægi gegn ofurvaldi íöfuðstaðarins. Fyrir legu sína og aðstöðu er eðlilegast að Ak- ureyri verði efld til slíks mót- vægis. Það er ekki aðeins hags- munamál fyrir Norðlendinga- fjórðung heldur fyrir þjóðina alla. Norðlendinguv. Notkunarreglur fyrir .eldfast4 gler 1) Notið jafnan lítinn eld eða rafmagnshita. Glerílát hitna afar fljótt og spara þess vegna mikið eldsneyti. Viðbrennsla er merki um of mikinn hita. 2) Glerílát má eigi skilja eftir tóm yfir eldstæði. Látið ávallt vatn eða fitu í ílátið áður en hitað er. Suða í glerílátum þarfnast minni fitu en suða í öðrum ílátum. 3) Notið ekki of mikla fitu þeg- ar steikt er. Látið aldrei kalt vatn út í potta með sjóðandi vatni. — Notið ávallt þurrt stykki til að taka á heitum glerílátum. Látið aldrei heit ílát á blautan eða kald- an bekk. HREINSUN ÍLÁTANNA. Venjulega er nóg að þvo ílátin úr sápuvatni, en í sérstökum til- fellum getur verið nauðsynlegt að leggja þau í bleyti í sódavatn. — Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og glervörud. Alls konar eldfast gler í miklu úrvali. t ^###############################y i ii 99 Aladdin lampar Olíulugtir Lugtaglös fl. teg. Lampaglös 6, 8,10,12,14 og 20 % Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeild. .»>» Auglýsið í DEGI >♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.