Dagur


Dagur - 21.12.1944, Qupperneq 3

Dagur - 21.12.1944, Qupperneq 3
Fimmtudaginn 21. desember 1944 Ð AG U R S iFXT* Chmítnas í Carol' ,1? Ch&rles Dickens qj þetta sinn þurfti Scrooge ekki og bíða eftir því, ^ að klukkan slægi eitt högg. ÞVí að jafnskjótt og liann var kominn heim í rúmið sitt aftur, ljóm- aði allt hergbergið hans í undarlegri, skærri, græn- leitri birtu, eins og það væri hellir. Á rniðju gólfi stóð nokkurs konar hásæti og á það var hlaðið kjúklingum, jólagæsum, svínslærum, ávöxtum öl- föngum, — öllum þeim veizlumat, sem- hugurinn girntist. Við fótskörina var hin veglegasta púns bolla. Efst í hásætinu sat glaðlegur, feitur risi. „Eg er andi þeirra jóla, sem við nú lifúm“. „Andi!“, sagði Scrooge. „Farðu með mig hvert. sem þú vilt“. Kannske hefur það verið samúð andans með þeim, sem bágt eiga, sem leiddi þá fyrst að dyrum þeirra, sem voru starfsmenn gamla Scrooge. Við þröskuld hússins hans unga Cratchits stanzaði and- inn og blessaði húsío og íbúa þess. Ungi Cratchit kom hlaupandi inn úr dyrunum og Tumi litli, sonur lians sat á öxl lians. Turni litli hélt á hækjunni sinni í heridinni. „Og hvernig hagaði Tumi litli sér í kirkjunni?", spurði móðir hans. „Hann var indæll“, svaraði ungi faðirinn. „Hann er þægur og góður drengur hann Tumi. Og meira en það. Hann er svo vel hugsandi. Hvað heldurðu að hann hafi sagt við mig í kirkjunni? Hann sagði, að hann vonaði að kirkjugestirnir hefðu haft gott af að sjá liann í guðshúsi, þetta jólakvöld. Því að éf til vill mundi hækjan hans minna fólkið á, hver það var, sem lét blinda fá sýn og halta ganga.“ Og nú var jólagæsin sótt. Hún var ekki sérlega feit, — ekki af dýrustu tegund, en hvað gerði það til, þegar hugurinn var glaður. Börnin þeirra Cratchit-hjónanna borðuðu nægju sína. Og aldrei höfðu þau fyrir hitt aðrar eins krásir. „Guð blessi okkur matinn“. sagði Tumi litli. Hann sat við hlið föður síns. Ungi Cratchit hélt grannri, veiklulegri hendi sonar síns fast í lófa sín- um, eins og hann óttaðist, að einhver mundi koma og hrífa hann burt frá þeim. „Andi!“, sagði Scrooge. „Segðu mér, hvort Tuini litli á langt líf fyrir höndum?“ „Eg sé autt sæti,“ svaraði andinn, „þarna úti í arinhorninu, og á stólnum liggur hækja, vel geymd og ekki gleymd. En eigandinn litli er horfinn. Ef skuggarnir, sem nú teygja sig um litlu stofuna, fá að þrífast óáreittir, er barnið dæmt til dauða“. „Nei, nei“, hrópaði Scrooge. „Það má aldrei verða. Segðu heldur að honum verði hlíft.“ ■ j* gf* Chtidtnas Carol Charltj Dtcliem NDINN hreif Scrooge með sér í fjarlægan borg- arhluta. Scrooge undraðist það mjög, að hann heyrði þar rödd, er hann kannaðist vel við. Hann þekkti brátt, að það var raust systursonar hans. „Víst er það satt“, heyrði hann frænda sinn segja. „Hann sagði að jólin væri helber vitleysa." Hann var að segja félögum slínum frá því, hvernig Scrooge héldi upp á jólin. Það var glatt á hjalla. Næst skyldi farið í jólaleiki. Leikurinn var nefndur: „Já og nei.“ Frændi Scrooge átti að hugsa sér eitthvað, og hinir áttu að geta upp á hvað það væri. Hann mátti aldrei svara spurningúm þeirra nema með orðunum: Já og nei. Spurningunum rigndi yfir hann, og innan lítillar stundar varð það heyrinkunnugt, að hann var að hugsa um kvikindi, leiðinlegt, skapillt dýr, sem stundum. rumdi í og stundum talaði og átti heima í borginni. „Eg veit hvað það er, — eg er búinn að finna það Friðrik,“ hrópaði einhver í hópnum. „Hvað er það?“ hrópaði Friðrik. „Það er frændi þinn gamli, hann-Scroo-oo-ge!“ Enn sól klukkan eitt högg. Scrooge leit upp þar sem hann lá í rúmi sínu, og sá skuggalega veru, sveipaða dökkum kyrtli, ganga að rúmstokkunum. „Ert þú andi hinna ókomnu jóla?“,' spurði Scrooge. Veran svaraði engu, en þeir liðu af stað, til fjar- lægs borgarhluta. Þar var fátæklegt urn að litast. Þar við götu var ógeðsleg kjallarahola. Þar var verzlað með gamlar tuskur, flöskur og rusl. Mitt í draslinu, sem þar var á boðstólum, sat óhreinn, ólundarlegur og úrillur karl, fjörgamall að sjá. Þeir Scrooge liðu inn í herbergið jafnskjótt og kerling kom inn úr dyrunum með böggul undir hendinni. „Leystu utan af bögglinum, Jói karl‘,‘ sagði kerl- ingin. Jói kraup á kné og reif pappírinn utan af böggl- inum. Út úr honum valt dökkt klæði. „Hvað er nú þteta?“ spurði Jói. „Eru þetta rúm- tjöld, eða hvað?“ „Auðvitað eru það rúmtjöld,“ svaraði kering og hló hátt. „Þú ætlar þó ekki að segja mér, að þú hafir tekið þau niður, með hringjum og öllu saman, meðan hann lá dauður í rúminu?“, spurði Jói. „Auðvitað, maður“. svaraði kerling. „Hann þarfnast þeirra ekki lengur.“ Scrooge fann kaldan svitann spretta út um sig allan. Hann þékkti rúmtjöldin. Hann fann, að þannig mundi hans verða- minnzt á hinum mikla degi. ChriítMC íaröL f* V$ Charle# Dickm SCROOGE fórnaði höndum og bað til Guðs. Bað um miskunn og fyrirgefning. Og !í sama mund sá hann, að kyrtillinn dökki hvarf af öxlum and- ans og hann smáóskýrðist, unz hann leið inn í rúm- stokkinn. Já, — þetta var herbergið hans og rúmið hans. En dásamlegast af öllu var þó, að dagana, vikurnar og mánuðina, sem framundan voru, átti hann líka. Framtíðin var hans eign, og honum mudi enn gef- ast tækifæri til þess, að verða góður maður. Hann hljóp út að glugganum, opnaði hann, og stakk höfðinu út. Úti á götunni var tötralegúr drengur. „Heyrðu strákur", kallaði Scrooge. „Ratarðu í kjötbúðina hérna neðar í götunni?“ „Auðvitað rata eg,“ sagði strákur. „Ágætt,“ sagði Scrooge. „Þú ert greindur strákur. Veiztu hvort þeir hafa selt stóru verðlauna-jólagæs- ina, sem var til sýnis í glugganum þeirra?“ „Hún er óseld. Eg sá hana þar áðan.“ „Afbragð," sagði Scrooge. „Hlauptu til þeirra fyrir mig, og segðu þeim að senda mér hana hingað tafarlaust, — og hérna eru aurar fyrir ómakið.“ Hann fleygði silfurpening á götuna. „Eg sendi Cratchit-fjölskyldunni gæsina,“ sagði Scrooge við sjálfan sig. Hann neri saman lófunum af eftirvæntingu og ánægju, og brosti í kantpinn. „Ennþá er tími til að bjarga Tuma litla. Þau fá aldrei að vita, hver sendi þeirn gæsina. En hún mun smakkast vel, og hún er helmingi stærr-i en Tumi litli sjálfur!“ Scrooge fór í kirkju. Hann gekk glaðlega um göt- una og klappaði á kollinn á börnunum. Þegar líða tók á daginn, skundaði hann heim til frænda síns. Hann barði að dyrum. „Það er eg, — það er Scrooge frændi“, sagði hann um leið og hann gekk inn í stofuna. „Eg ætla ekki að borða hjá ykkur, bara spjalla dálitla stund. Má eg koma inn?“ Mátti hann koma inn! Þau tóku honum vel. Hann var eins og heima eftir fáeinar mínútur. Það féll prýðilega á með þeim. Næsta morgun var Scrooge snemma í skrifstof- unni. Bara að hann gæti nú komið þangað fyrstur, og verið vitni að því, er ungi Cratchit kæmi of seint til vinnu sinnar. Og víst kom hann of seint í þetta sinn. Klukkan sló níu og ekki kom piltur. Kortér yfir. Enginn kom enn. Hann var átján mínútum of seinn til vinnunnar þennan daginn. % „Góðan dag“, rumdi í Scrooge. Hann reyndi að stæla ólundina gömlu, sem bezt hann mátti. „Hvernig stendur á því, að þú leyfir þér að koma hingað á þessum tíma dags,“ sagði hann, og byrsti sig. „Eg bið afsökunar, húsbóndi góður,“ sagði Crat- chit dauflega. * „Nú skal eg segja þér nokkuð, karlinn". hélt Scrooge áfram. „Svona nokkuð getur ekki gengið til frambúðar.“ Hann stökk á fætur og gekk hvat- lega til hans. — „Og þess vegna er eg að hugsa um, að,------hækka kaupið þitt talsvert!“ Og nú stóð Scrooge við orð sín. Hann efndi allt, sem hann lofaði, og gerði betur en það. Hann varð annar faðir Tuma litla. Tumi átti góða daga eftir þetta, og dauðinn sótti hann ekki. Scrooge varð góður vinur og góður húsbóndi, eins góður maður og nokkur annar í borginni, — í nokkurri borg eða sveit, hvar sem leitað er á hnettinum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.