Dagur - 29.12.1944, Blaðsíða 3

Dagur - 29.12.1944, Blaðsíða 3
Föstudaginn 29. desember 1944. Ð AG U R 3 Óskir og afhafnir Ég vildi að ég væri. — Ég vildi að ég ætti. — Ég vildi, að ég gæti. — Hljóða ekki eitthvað á þessa leið óskahættir mannanna. — Einu sinni var ungur, fá- tækur bóndi. Vor eitt, er hann var að vinna á túrii sínu, sveitt- ur og mæddrir, kom til lians gömul norn. „Hér stritar þú og útslítur þér,“ mælti hún. „Gakk þú í tvo daga, unz þú kernur að stóru reynitré, senr ber hæst í skóginum. Fella skalt jrú það, og þá er þér borgið.“ Bóndi hætti verki sínu og fór að ráðum nornarinnar, aills hug- ar feginn. Hann fann tréð og felldi það, en þá ultu úr toppi þess tvö egg. Bæði brotnuðu þau af fallinu. Innan úr öðru kom arnarungi, en hinu gullhringur. Arnarunginn óx og óx og varð fleygur á samri stundu. Hann þakkaði bóndanum fyrir það, að leysa sig úr álögunum og gaf honum hringinn að launurn. Honum fylgdi sú náttúra, að hann gat uppfyllt eina ósk, sem borin var fram við'hann. Bónd- inn dró hringinn á fingur sér og sneri heim harla glaður i bragði. Á heimleiðinni gisti hann hjá gullsmið nokkrum, slægum bragðaref. Hann sýndi gullsmiðnum hringinn og sagði honum frá eiginleikum hans. Um nóttina, meðan bóndinn svaf, smeygði gullsmiðurinn óskahringnum. af hendi hans og læddi á hann öðrum, sem éins var að útliti, en ekki var gæddur neinum undramætti. Morguninn eftir vakti hann bóndann snemma og taldi hon- um hentast að halda ferð sinni áfrarii. Síðan lokaði hann sig inni í svefnhúsi sínu, handlék hringinn með græðgislegri að- dáun og sagði: „Það vildi eg að eg ætti miljón krónur.“ Sam- stundis komu krónurnar yfir hann í miskunnarlausri nrálm- hríð, senr hann fékk eng'a rönd við reist og endaði nreð því, að hann lá dauður og grafinn undir sínum eigin óskaauði. Þegar bóndinn kom heim, sýndi hann konu sinni hringinn og sagði lreirni frá hans dulda krafti. Hún gladdist mjög og vildi þegar nota óskina. „Það er stór, þýfður óræktarmór um- hverfis túnið okkar,“ sagði hún. „Við skulunr gera hann sam- stundis að túni.“ „Það getunr við gert án þess að eyða til þess ósk- inni,“ sagði bóndi. Svo unnu þau kappsamlega allt árið og mórinn breyttist í mylldað túnstæði, og auk þess áttu Jrau fjárhæð af- gangs ársarðinum. „,Nú skulum við nota okkur óskina og eignast kú,“ sagði konan. „Óþarft er að eyða óskinni til þess,“ sagði bóndi. Svo unnu þau annáð ár af sanra kappi og hið fyrra, geyptu sér og samt óx sjóðurinn þeirra. Þannig lifðu þau langa æfi í vaxandi v.elgengni. Aldrei taldi bóndinn sig þurfa að leita hjálpar lrjá hringnum og konan nrinntist æ sjáldnar á það að nota óskina hans. En hjónunum brást aldrei sú sæla vissa, að bóndinn hefði óskahringinn á lrendi sér, frelsisgjöfina frá arn- arunganum. Þegar dauðinn sótti þau heim í hárri elli, þá sögðu börnin i þeirra: „Við skulunr. láta hring- I inn fylgja pabba í gröfina, nramnra hefir svo oft lrorft á hann. Við hann nrun tengd ein-1 lrver fögur minning." Eg vildi, að eg væri, — eg vildi, að eg ætti, — eg vildi, að eg gæti! Við óskum og óskum. Þetta stutta, raunsæja æfintýri, senr hér er rakinn þráðurinn úr, bendir jrað okkur ekki á það, hvar óskasteina okkar allra er að finna? Það er ofur auðvelt að lesa sögur og æfintýri, dást að þeim og setja út á Jrau eftir atviktxnr. Hitt er aMt örðugra, að lifa og skapa síxra eigin sögu svo, að vel fari. Mjög er Jrað þó undir erfð- um og aldarhætti konrið, hvern- ig aðstaða er til þess. Mér virðist æfixrtýrið um unga bóndamr og gullsmiðinn spegla okkur aðstöðu og birta okkur æfispár íslenzka sveitafólksins í dag. Keirna ekki margir hina gömlu norn? Hversu víða hefir hún ekki komið til sveitamamr- anna síðustu árin nreð sakleysis- svip hagsýirnar vizku og sagt: „Hættið þessu óarðbæra striti. gangið í tvo daga 'ög þá er ykkur borgið.“ Hversu margir hafa ekki hlýtt ráðunr hennar allls hugar fegnir. Yfirgefið sínar óarðgæfu sveitir með sínum þýfðu túirum, blautu engjum, mæðiveiku ánr, og gerzt vinnu- menn hjá auðsterkunr atvinnm rekendum, hjá ríkinu og jafnvel sjálfu Bretaveldi og fengið að laununr dagkaup, sem fram til þessa hefði frernur miirnt á kónga exr kögursveirra. Margir þessara nranira hafa ætlað sér að snúa aftur heim, þegar þeir eru orðnir ríkir af skjótfengnum gróða. Hveririg gefst óskaauðurínn? Gista ekki ýmsir lrjá bræðrum gullsmiðsins, nrönnum, sem með eiirum og öði'um hætti lrafa lag á því, að ná í feng ferðarinnar? Giafast ekki heimfararáform annarra undir nýjunr fyrirætluir- um um emr umfangsmeiri krónuafla? Það er kyrjaður myrkur kvæðasónn af ýmsunr málrófs- mönrium þessa lairds, í því skyni að rýra álit sveitanna og trúna á gildi lairdbúnaðarins. Þessi kvæðasómr er kyrjaður af svo skipulögðum krafti, að lrairn lref- ir nrikil áhrif, jafnvel á sveita- nreirnina sjájlfa, veikir þá and- lega, hnikar skoðunum þeirra og lanrar trú þeirra á sjálfa sig, verk sín og sína heimahaga. Þó eru auðlindirnar miklu, sem oft er vitnað til, sem einhverrar ágætustu arfleifðar íslenzku þjóðarinnar: frjómoldin, fossa- aflið og jarðhitinn, fyrst og fremst eignir sveitanna. Sú stað- reynd sannar bezt, hvé liinn nryrki kvæðasóirn er af fölskum í ótum íunninn. Af.honunr stafar samt stór háski, eins og þegar hefir verið lýst, háski, sem sveita- lolkið verður að sigrast á mteð einhug og einbeittni. Hvað græddi viirur okkar, ungi bóndinn í æfintýrinu á himnaför sixrni? Græddi hann fé? Græddi hann hamingju? Hann eignaðist sjálfs- traust, trú á starf sitt og starfs- glleði sína. Hinn ímyndaði óska- máttur hringsins varð aðeins hans aflvaki, krafturinn sjálfur tíjó í eðli bóndans. Sjálfstraustið og starfstrúin veittu honum fjár- muni og hanringju. Unga sveitafólkið, sem sækir svo ákaft að heiman síðustu árin « í atvinnuleit og hamingjuleit, eignast það aukið sjálfstraust. og aukna trú á framtið sveitanna við sína heimangöngu? Samtíðin spáir, sagan sker úr. Það eitt er víst, að gæfa íslands er undir því komin, að sveita- 'fólkið þekki og skilji sinn vitj- unartíma, þekki og s.kilji skyldur sínar, í dag. ÖIIl eigum við okkur,. sem í sveitununr höfum fæðzt og lifað, óskir og drauma um sveitir fram- tíðarinnar, sveitir með nægri raf- orku, nrikilli ræktun í kaldri og hlýrri nrold, heilbrigðum, arð- gæfum búpeningi, góðum bæj- um, fögrum lieimiilum og traustri nrenningu. Við getum látið þessar óskir og drauma ræt- ast og við eigum að láta þau rætast. En til þess má sveitafólkið ekki, lrvorki lrið yngra né eldra, vera reikullt og hálfhuga, gestir heinra hjá sér, leitandi lífsverð- mæta sinna utangarðs, lreldur verður það að beita áhuga sínum og starfsorku allri að viðfangs- efnum sveitalífsins. Þá munu líka óskir okkar aillar, varðandi framtíð sveit- anna, rætast í athöfnum kom- andi ára. Jónas Baldursson. . . Svo heiir verið mælt, að eitt sinn, rétt iyrir jól, haíi séra Benedikt prófastur á Hólum í Hjaltadal fest upp skjal á bæj- arþil þar var á það ritaður vísu- partur sem hljóðaði svo: Hóla skolla í dróma dæmdi, dugði þundur fleins ávallt. Loiaði prófastur þeim verð- launum, sem botnaði svo vís- una, að honum líkaði. — Freist- uðu þess nokkrir hagyrðingar, sem komu heim að Hólum um jólin, en prófasti líkuðu hotn- arnir ekki. — Leið svo fram milli jóla og nýárs. — A Hólum var þá unglingspiltur, er Tómas hét. — Hann var lítilla manna, og mælt var, að heldur væri hann hafður útundan með fatn7 að og mat. — Einn dag sér pró- fastur, að nýr botn er kominn á vísuna, skrifaður með viðvan- ings hönd og var á þessa leið: Jólabollann Tómas tæmdi, tuggði sundur bein og allt. Kallaði prófastur Tómas inn í stofu til sín og spurði, hvort hann hefði sjálfur búið til vísu- partinn. — Tómas sagði svo vera. — Klapaði prófastur þá á koll.honum og sagði: „Hér eftir skal eg sjá svo um, að ekki þurf- ir þú að tyggja bein og allt, á meðan þú ert í mínum húsum.“ Rétti hann síðan spesíu að hon- um. — Sagt var að mjög hati batnað hagur Tómasar á heim- ilinu eftir þetta. % ★ Bjarni Bjarnason, sem eitt sinn var bóndi í Sandhólum í Saurbæjarhreppi, og áður hefir verið getið, ræddi eitt sinn um Guðrúnu konu sína. — „Margt er henrú vel gefið," sagði karl, „en þó tel eg það dásamlegast, hve vel hún sýður baunir, því alveg gjörir hún þær vindlaus- ar, . og . má eta þær takmarka- laust, . án . þess . boms heyrist í rassi.“ Bjarni kom eitt sinn að Hálsi í sömu sveit. Þar bjó þá Hall- grímur Thorlacius, sonur séra Einars Thorlaciusar í Saurbæ. Kona hans var Sigríður Jóns- % dóttir Vigfússonar frá Litladal. Var Bjarna boðið irtn, og bar Sigríður honum kaffi. — Var hún í örtnum og gætti þess ekki, að bera sykur með. — Karl tók tók að sötra úr hollanum, og var ygldur í svip. — Tók þá Sigríð- ur eftir, að sykurirm vantaði, og segir: „Nú hefir farið illa, Bjarni minn, eg gleymdi sykrinum, en nú skal eg koma með hann.“ „Nei,“ segir harm. „Eg held eg argi því nú í mig héðan af.“ — Kvaddi hann svo í skyndi og fór. ★ Haustvísa (eignuð Sigluvík- ur- Jónasi). Hríðar gjósa hretin þver hárs um drós til baga. Sólarljós í felur fer, fölnar rós í haga. (Handrit Harmesar frá Hleið- argarði).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.