Dagur - 29.12.1944, Blaðsíða 2

Dagur - 29.12.1944, Blaðsíða 2
2 BAGUR Föstudaginn 29. desember 1944 KVEÐjA Frá bókamarkaðiiium Með útkomu þessa tölublaðs er ritstjórn minni við Dag lokið. Blaðið hóf göngu sína í árs- byrjun 1918 og er því 27 ára gamalt um þessar mundir. Þeúna tíma hefi eg haft ritstjórn þess nieð höndum að undan- teknum 8 árum, (frá 1920 ti'l 1927 ,er Jónas Þorbergsson var ritstjóri þess) ýmist eirwi eða með öðrum. Samanlagt hefi eg því gegnt ritstjórnarstarfi við Dag 181/) ár, en áður hafði eg verið meðritstjóri íslendings 1V& ár, og er þess yegna 20 ára ritstjóra- afmæli mitt nú. Þykirmérþvível hlýða að hverfa nú frá þessu starfi, með því líka að árin eru farin að færast yfir mig og heils- an nokkuð *tekin að bila. Um þessa ráðabreytni hefir verið fullt samkomulag milli mín og útgáfustjórnar blaðsins eins og jafnan áður. Blaðamennskustarf mitt hefir lengst af verið hjáverkastarf sam- fara öðrum skyldustörfum. Það er jafnan talin nokkur hætta á því, að sá, sem hefir mörg járn í eldinum í senn, brenni eitt eða fleiri. Það er ekki mitt að dæma um, hvort svo hafi farið fyrir mér, þegar um blaðamennsku mína er að ræða. Sá dómur heyr- ir til lesendum blaðsins. En af þeim. kynnum, sém eg hefi af þeim haft að öllu samanlögðu, hefi eg enga ástæðu til að kvíða þeim dómi, þó að mér sé hins vegar ljóst, að blaðamennsku minni hefir að ýmsu verið meir ábótavant en skyldi. En þrátt fyrir allt það, sem ábótavant kann að hafa verið, get eg skilið ánægður við Dag, þegar litið er til þróunarsögu blaðsins frá fæðingu þess og fram á þenna dag. Dagur byrjaði sem dvergur, en er nú orðinn risi meðal blaða utan Reykjavíkur, og allar horfur á, að hann eigi éftir að taka mikl- um vexti í framtíðinni, ef allt fer að sköpuðu. Þó að blaðstærð- in ein segi ekki til um gæði og áhrif blaðsins, þá er hún samt mikilvægt atriði, og engurn get- ur dulizt, að Framsóknarflokkn- um og samvinnustefnunni er þörf á auknum blaðakosti. En undir merkjum þessara tveggja skyldu aðila hefir Dagur ætíð unnið og mun vinna í framtíð- inni. Um leið og eg hverf nú frá rit- stjórn Dags, ber eg fram þá hug- heilu ósk, að honum megi auðn- ast um allan ófarinn veg að styðja öfluglega að framgangi allra góðra, réttlátra og heil- brigðra málefna og verðí sterk- ur Þrándur í götu alls þess, er til óheilla horfir fyrir hina ís- lenzku þjóð. Megi Haðið vinna sem íiesta sigra á þeirri leið. Öllum samstarfsmönnum mfn- um við blaðið fyrr og síðar þakka eg ánægjuleg og vinsam- leg viðskipti ,svo og öllum þeim, er á einhvern hátt hafa staðið að útgáfu blaðsins. Ekki sízt vil eg færa þeim prentmeisturunum, herra Oddi Björnssyni og þig- urði syni hans, svo og öl'lu sfarfs- fólki prentmiðjunnar, mínar beztu þakkir fyrir langt og vin- samlegt samstarf. Ingimar Eydal. Dráttarvextir falla á ógreiddan tekju- og eigna- skatt frá áramótum. Greiðið þinggjöldin nú þegar. Skrifstofa Eyjafjarðarsýslu og Akureyrar, 27. des. 1944. Sig. Eggerz TILKYNNING FRÁ SKATTSTOFU AKUREYRAR Frestur til þess að skila skattframtölum er til 31. janúar n. k. Fram- tölum skal skila í skattstofuna. Aðstoð við að fylla út framtalseyðu- blöð verður veitt alla virka daga fráT kl: 5—7 e. h. í skattstofunni, HAFNARSTR. 85, 3. hæð, frá 2.—31. janúar, að báðum dögúm með- töldum. Aðstoð verður enn fremur veitt frá kl. 8.30—9.30 e. h. síðustn vikuna í janúar. Þeim, sem eigi hafa skilað framtölum innan þessa frests, verður áætlaður tekju- og eignaskattur. Samkvæmt ráðuneytisbréfi, er öllum, sem grciða laun, skylt að gefa upp þær greiðslur, á þar til gerðum eyðuhlöðum, fyrir 10. janúar n.k., og liggja sektir við, ef þetta cr vanrækt: Þeir, scm eigi fá þcssi eyðublöð send, skulu vitja þeirra í skattstofuna. Akureyri, 27. desember 1944. Skattstjórinn Hugiún: Við sólarupp- rás. Rvík 1944. — Sögur. — Skáldkonan Filippía Krist- jánsdóttir frá Brautarhóli í Svarfaðardal, sem tekið hefir sér rithölundarheitið Hugrún, send- ir frá sér sögur undir þessu nafni. Áður hafa komið út el'tir hana 2 kvæðasöfn: Mánaskin o<f Stjörnublik. Með þessari nýjti bók sinni: Við sólaruprás, legg- ur -hún inn á leið sagnagerðar- innar, og er sú léið, að eg hygg, ný fyrir hana og -henni ókunn. En hún veit, hvað hún vill, og er takmarki sínu trú. Ilún vi-11 auðsjáanlega greiða sólu trú- ar og siðgæðis leið'ina. Hún vill að enginn verði að verra manni, er sögur hennar les, nema síður væri, og það er óhætt að lullyrða, að í því tilliti nær hún tilgangi sínum. Frásögn liennar er látlaus og oftast ljós og ailþýðleg. Við einn yfirlestur virtist mér bókin vera skrifuð á góðu, norðlenzku máli, og prófarkalestur betri en oft gerist. Þegar um efnismeð- ferð höf. á að dæma, verður að gæta þess, að hana ber að skoða með það fyrir augum, að bókin J er ' skrifuð með vissu, áður, greindu takmarki í framsýn. Hið sama gildir og um efnisvalið. Eg ! geri ekki ráð fyrir, að bókin standi öðrum sams konar bókum framar í þessu tilliti, en eg hygg hana yfirleite standa mjög svo jafnfætis í sinni röð innlendum og útlendum bókuin Jreim er mér eru kunnar. Eg skal ekki neita Jrví, að mér virðist bókin myndi liafa grætt á jrví, að sagt hefði verið frá sterkari átökum, meira hafróti í sálum söguper- sónanna og meira tvísýni á leiks- lokurn. En vel má vera, að ein- hverjum hefði Jiá ekki þótt bók- in jafn markviss, en»það ætla eg Jió vafamál. Hvort skáldkónunni láti betur bundna en óbundna formið, læt eg ósagt að svo stöddu. Eg vil fá fleiri sögur frá hennar hendi, áður en úr Jrví verður skorið. Eg vil líka af öðr- um ástæðum fá fleiri sögur frá henni. Eg veit, að hún muni aldrei skrifa sögu (eða ljóð) án Jiess að ætila Jrví að vinna eitt- hvert gott verk. Sjálfsagt tekst Jiað ekki æfinlega, eins og gerist og gengur. En að álíta að það takist aldrei, er íjarstæða. Eg hvet skáldkonuna til framhald- andi ritstarfa, en let ekki. Reynslan kennir henni að bæta úr göllum, sem finnast kunna á frumsmíð hennar, og um þörf jxjóðarinnar á góðum trúrænum og siðrænum sögum efast eng- inn. V. Sn. Islenzk alfræðabók í 12 bindum verður gefin út á næstu árum, ef nægileg þátttaka fæst r Aðalritstjóri verksins verður Arni Friðriksson Árni Friðriksson fiskifræðingur kvaddi blaðamenn í Rvík á fund; sinn nvlega og skýrði þeiin frá nýju útgáfufyrirtæki, „Fjölsvinnsút- gáíunni*1, sem ætlar sér að gefa út íslenzka alfræðabók — Encyclo- pædia Islandica — og hefir Jregar verið hafinn undirbúningur að verkinu. Er Árni aðalritstjóri alfræðabókarinnar en aðstoðarritstjóri Ei- ríkur Kristinsson cand. mag., og hefir hann verið fastráðinn starfs- maður útgáfunnar frá því í ágúst í sumar, að ákvörðun var tekin um útgáfuna. Gert er ráð fyrir að verkið verði í 12 bindum. Um undirbúning málsins fórust Árna Friðrikssyni orð á þessa leið: Þegar hafizt var handa um þetta verk, var fyrsta torfæran sú, að við vtissum ekki til að neinn íslenzkur maður hefði reynslu í því hvemig slíkt verk skyldi vinna. Við urðum því að leita til erlendra alfræðabóka um fyrirmyndir, og var byrjað á því að athuga gaumgæfilega, hve mikil éherzla þar er lögð áýmsar greinar efnisins. Var valin fyrirmyndar al- fræðabók og tekin úr henni 13—14 þús. uppsláttarorð eftír ákveðnum reglum, svo að tilviljun um val orða kæmi ekki til greina, og var athugað hve mikið rúm hvert uppsláttarorð tók. Úr þessum efnivið var síðan unn- ið hagfræðilega. Þannig auðnaðist að skapa ramma sem hægt er að hafa til hliðsjónar fyrst um sinn. Nú er á það að líta, að ekki er hægt að taka neina erlenda alfræðabók algerlega tól fyrirmyndar því hér er að veru- legu leyti um nýsmíð við hæfi íslend- inga að ræða. Þetta verk verður að miklu leyti frábrugðið hverri annarri alfræða- bók sem vera skal, og þá sérstaklega vegna þess að mikil áherzla verður lögð á íslenzkt efni, sem mjög er van- rækt í erlendum alfræðabókum. Það nær ekki aðeins til íslenzkra bók- mennta og íslenzkrar sögu, heldur kemur þarna til greina landafræði og náttúrufræði landsins ásamt hundruð- um ævisagna merkra manna, lifandi Dg látinna. Talta verður fullt tillit til þess, að íslenzkar bókmenntir mega teljast mjög snauðar að efni um raun- hæfa hluti, svo sem verkfræði, eðlis- fræði, efnafræði o. fl., og verður að hafa þá staðreynd til hliðsjónar þeg- ar ráðizt er í starf eins og þetta. Sú skoðun hefir gert vart við sig, hvort ekki væri réttara að einskorða alfræðabókina við íslenzk efni, en við nána yfirvegun höfum við komizt að þeirri niðurstöðu að á þann hátt væri ekki unnið nema hálft verk, og lægi þá eftir sá hlutinn sem að öllum lík- indum væri þýðingarmeiri. Þó íslend- , ingum sé, eins og öðrum, opinn að- gangur að erlendum alfræðabókum, eru slíkir gripir fáséðir á íslenzkum heimilum og mætti nefna sem hl'ið- stætt dæmi þá staðreynd, að 'jafnvel perlur heimsbókmenntanna verða ekki slendingum að raunverulegri i eign fyrr en þeim hefir verið snúið á tungu þjóðarinnar. Þegar vinna skal verk eins og það sem hér er fram undan, er tvímæla- laust mestí vandinn að finna nægilegt úrval hæfra manna til að leggja hönd á plóginn. Nær fimmtíu menn hafa þegar lofað ritinu stuðningi sínum. Þá er enn eftir að leita til fjölda manna sem nauðsynlegt er að ná til, og margir þeirra, sem taka að sér að vinna þetta verk munu oft þurfa að leita til annarra þegar út í starfið er komið. Meglináherzla verður lögð á, að út- gáfan verði eins vönduð og nokkur kostur er á. Hér má ekki horfa í kostnað. Aðalatriðið er að árangurinn af þessu átaki megi verða okkur til sóma. Það má nefna dæmi, að óhjákvæmi- legt verður að teikna öll landabréf sérstaklega fyrir þetta verk, m. a. til að losna við erlend hetiti, þar sem ís- lenzk mætu koma í staðinn, en á þann hátt verður birt raunverulega í fyrsta skipti íslenzk landakortabók. i Auk tæknislegra erfiðleika af þessu tagi verður ef til vill aðalvandinn að velja uppsláttarorðin. Áð sjálfsögðu verður stuðzt við þann sjóð af al- þjóðlegum fróðleik og þekkingu, sem heimurinn á í alfræðabókum á ýms- um tungum, en íslenzku viðfangsefnán verða hrein nýsmíð, sem ekki er á færi annarra en lærðustu manna. Af- leiðingin af þessu er sú, að langur tími hlýtur að líða þar tíl fyrsta bind- ið getur komið fyrir almenningssjón- ir, því þá verða öll uppsláttarorðm að vera fyrir hendi, en úr því ætti starf- finu að geta skilað hraðar áfram. Þess verður einnig að gæta, að engin al- fræðabók, sem hægt er að hafa til fyrirmyndar, nær alveg fram á síð- ustu ár, en á þeim hefir margt gerzt, sem verður að taka með. Að sjálfsögðu veltur framkvæmd þessa verks fyrst og fremst á því, hverjar viðtökur það fær hjá þjóðinni. Bak við þetta fyrirtæki verður að standa slíkt bákn fjármagns, að ekk- ert vit væri að setja framtíð þess á guð og gaddinn, og komi í ljós, að ekki sé hægt að afla allmiikils fjölda traustra áskrifenda í náinni framtíð, verður að hverfa frá þessu ráði og hefir þá undirbúningurinn verið unn- inn fyrir gýg. Smokingföt á meðalmann, til sölu á saumastofu Gefjunar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.