Dagur


Dagur - 18.01.1945, Qupperneq 6

Dagur - 18.01.1945, Qupperneq 6
D A © U R Fimmtudagur 18. janúar 1945 EDUJIIRDS BORIMDRD (Framhald). frá íbúum landsins og trú þeirra og þjóðsögum; opnaði þeim ævin- týraheim svaðilfafa til ókunnra stranda, ásta og dauða, hláturs og liefnda. Bateman hlustaði í fyrstu með ólund, en brátt náðu töfrar orðanna og frásagnarsnilldarinnaf valdi á honum og hann sat eins og í leiðslu. Hillingar ævintýranna skyggðu á hversdagsleikann. Hafði hann gleymt því, að þessi eiginleiki hans, ásamt elskulegu viðmóti, hafði lokkað stórar f járhæðir úr vasa almennings og nær því leyst hann undan þyí, að afplána réttmæta hegningu fyrir af- brot sín. Enginn var meira sannfærandi og fáir kunnu betur að segja frá. Allt í einu stóð hann á fætur. ,,Jæja, drengir, þið hafið án efa margs að minnast og margt að spjalla. Eg ætla þess vegna að draga mig í hlé. Eddi vísar yður á svefnherlDergið, Hunter.“ „En eg hafði ekki hugsað mér að ónáða yður með gistingu," sagði Bateman. „Yður kemur til með að líða miklu betur hér. F.g skal sjá um, að þér verðið vakinn í tíma.“ Hann kvaddi þá með handabandi, virðulega eins og kirkjuhöfð- ingja hefði sæmt. „Eg skal aka þér til bæjarins í kvöld ef þú vilt,“ sagði Edward. „En þú ættir að vera kyrr. Það er jeiðinda-ferðalag í myrkri.“ Báðir voru þögulir um stund. Bateman var að hugsa um hvern- ig hann ætti að hefja máls á erindi sínu. Það sem skeð hafði í dag sannfærði hann ennþá betur um, að allt væri ekki með felldu. „Hvenær ætlarðu að koma heim til Chicogo?' ‘spurði hann allt í einu. Edward svaraði ekki. Stundarþögn var. Því næst sneri hann sér að vini sínum og brosti. „Eg veit ekki. Ef til vill kem eg þangað aldrei aftur.“ „Hvað meinarðu, maður, ertu genginn af göflunum?" hrópaði Bateman. „Nei, nei. Langt í frá. En eg kann vel við mig hér. Mér líður vel hér. Væri þá ekki heimskulegt að breyta til?“ „En herra minn tr’úr! Þú getur ekki eytt ævi þinni hér á þessum útkjálka. Þetta er ekkert líf fyrir mann ejns og þig. Þetta er að grafa sig lifandi. Edward, þú verður að fara héðan. áður en það er of seint. Egvissi alltaf, að ekki var allt með felldu. Staðurinn hefir náð einhverju töfravaldi yfir þér. Þú hefir lent í slæmum félags- skap. En þetta er allt hægt að laga, — kostar ekkert nema að rífa sig upp úr því. Þetta líf verkar á þig eins og eiturlyf. Ef þú kenmr með mér muntu skilja eftir skamman tíma, að andrúmsloftið liér er eitra,ð. Þú gerir þér enga grein fyrir því lengur hversu dásamlegt það er, að lifa í hreinu og hressandi andrúmsloftinu heima." Bateman talaði hratt, af æstu skapi. Orðin hrutu af vörum hans áður en hann vissi af. Rödd hans var einlæg og tilfinriingarík Edward komst við. „Það er fallegt af þér, gamli vinur, að ltera minn hag svo fyrir brjósti.“ „Komdu með mér á morgun, Edward. Þú héfðir aldrei átt að fara hingað. Þetta er ekkert líf fyrir'þig." „Þú talar mikið um lífið hér og lífið heirna. En hvernig veiztu á hvern hátt menn verða hamingjusamastir?" „Það ætti ekki að vera vandi að svara því. Aðeiris eitt svar til við þeirri spurningu. Með því að gera skyludu sína, starfa af alúð og þjóna landi sínu og þjóð af trúmennsku.“ „Og hver er svo umbunin fyrir það?“ „Umbunin er góð samvizka, ánægja yfir því, að hafa lokið því verki, sem maður hefir sett sér.“ „Mér finnst þetta næsta fánýtt, — þú fyrirgefur," sagði Edward og húmið náði ekki að dylja bros hans. „Þú ert hræddur um, að mér hafi hrakað á sorglegan hátt. Víst er margt nú orðið í fari mínu, sem mundi hafa hneykslað mig meira en lítið fyrir þremur árum.“ „Hefir Arnold Jackson kennt þér þá hluti?“ „Þér er ekki um hann gefið? Það er kannske ekkert undarlegt Eg hafði andúð á honum fyrst þegar eg kom hér. Skoðaði hann í sama Ijósi og þú. En hann er enginn hversdagsmaður. Þú heyrðir sjálfur, að hann gerir enga tilraun til þess að leyna því, að hann hafi setið í fangelsi. Eg veit líka, að hann iðraðist alls ekki fyrir þá glæpi, sem leiddu hann þangað. Eina kvörtunin sem komið hefir frá honum um þá hluti var, að heilsu hans hefði því miður hrakað árin í fangelsinu. Hann hefir enga hugmynd um hvað iðrun og samvizkubit eru. Hann á engin siðalögmál. Hann tekur allt eins og það er, og sjálfan sig líka. Hann er örlátur og góðviljaður. „Hann var það alltaf á kostnað annarra," greip Bateman fram í. „Hann hefir reynst mér góður vinur. Og það er ekki óeðlilegt að eg dæmi um manninn eftir þeirri reynslu, sem eg hefi af honum." „Og er árangurinn þá sá, að þú hefir tapað dómgreindinni á eðlismun góðs og ills?“ (Framhald). Innilega þökkum við öllum, sem heiðruðu minningu móður okkar, Pálínu Guðjónsdóttur, og sýndu okkur vinsemd og samúð við andlát hennar og útför. Helgi Sumarliðason. Þórdís Sumarliðadóttir. Amerísk Hickory SKÍÐI meo o<í an c x 0 /4r\. m stalkanta Splitkein .«f" rVý's'-=*W skíði Bindingar Skíðastafir Sjafnarskíða áburður Kaupfélag EyfirÖinga Járn- og glervörudeild <S> I Gefjunardúkar w — | Ullarteppi (♦> I Kam bgarns band I Eopi w ® ' ' / I er meira og minna notað á hverju heimili | á landinu. Gefjunar-ullarvörur eru þjóðkunnar fyrir gæði. f Gefjunar-vörur fást hjá öllum kaupfélögum | landsins og víðar, Ullarverksmiðjan GEFJUN tJrval af ilmvötnum Verð frá kr. 5.00-kr. 335.00 Stjörnu Apótek Málefnasamningur stjórnarinn- ar og landbúnaðurinn. . (Framhald af 2. síðu). mætti næturrafmagn frá núver- andi Sogsvirkjuri við rekstur verksmiðjunnar í Reykjavík, en alveg brýtur sú fullyrðing í bága við álit ameríska verkfræðings- ins, því að hann sýnir frarn á, að þessi orka nægi aðeins svo lítilli verksmiðju, að hún nægi alls ekki þörfum þjóðarinnar, og geti því þessi leið ekki kornið til greina. Rekur enn að hinu sama og áður, að hagsmunir Reykja- víkur eiga að sitja fyrir þörfunr þjóðarinnar í augum Reykjavík- urvaldsins. Að vísu er ekki ann- að en gott um það að segja að hlynnt- sé að höfuðstaðnum, en það má bara ekki vera uni of á kostnað annarra landshluta. Hinar sömu ástæður. Ríkisstjórnin vill láta líta svo i'tt, að hún ætli að fresta áhurð- arverksm iðjumálinu vegna ó- nógs undirbúnings. Þetta er fyr- irsláttur. Mótþrói stjórnarinnar og flokka hennar gegn málinu er af allt öðrum rótum runninn. Hin sanna ástæða er fyrst og fremst sú, að stjórnin er farin að renna grun í, að ekki sé allt með feldu um fjárhag ríkissjóðs og nú þurfi að fara að spara. Og þá er það ráð tekið að láta sparnað- inn koma niður á landbúnaðin- um, því Mbl. segir, að stjórnin geti verið sæmilega örugg í sessi án fylgis bænda, og mest sé um vert að hafa stuðning bæjabúa. Og jafnvel er gengið svo langt í þessum sparnaði, að stjórnarlið- ið er látið fella lögboðnar greiðslur til landbúnaðarins eins og framlagið til framkvæmda lögum um landnám ríkisins. Fleiri stoðir renna og undir mót- þróann. Ein þeirra er sú, að Vilhjálmur Þór undirbjó málið, en þá dugar ekki að viðurkenna að undirbúningurinn hafi verið í nokkru lagi, og því þurfi hin vísa stjórn, sem nú situr að völdum að taka málið til nýrrar athugunar, svo að áburðurinn hlaupi ekki allur í hellu við geymsluna! eins og í pottinn hafi verið búið af hendi Vilhjálms Þór. . En eins og áður er að vikið, rriun stjórnin ekki þurfa að hafa áhyggjur út af hellusamruna áburðarins, og sízt ef verksmiðj- an verður reist á Akureyri, þar sem skilyrðin eru bezt. En það er annað, sem stjórnin þarf ef til vill að bera kvíðboga fyrir, og það er að allur málefnasamning- ur hennar hlaupi saman í hellu og verði ónothæfur, eins og til hans er stofnað frá öllum hlið- um. Og það skal núv. ríkisstjórn og flokkar hennar fá að vita, að til lengdar verður nauðsynja- mál landbúnaðarins ekki stöðv- að. Bændur landsins og Frarn- sóknarflokkurinn munu finna ráð til að koma því aftur á réttan kjöl. Leiðrétting. Blaðið hefir verið beðið fyrir eftirfarandi leiðréttingu í sambandi við opinberunarfregn í 1. tbl. Þar stóð ungfrú Hjördís Jónsdótt- ir, Hrauni Öxnadal og Hallgrímur Vil- hjálmsson, Ak., Á að vera Herdís Jón- asdóttir.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.