Dagur - 18.01.1945, Síða 8
X
DAGUR
Fimmtudagur 18, janúar 1945
Ú» IÆ OC BYGGÐ
KIRKJAN. Messað á Akureyri n.k.
sunnudag kl. 2 e. h.
MöðruvaUakl.prestakalL Messað á
Möðruvöllum sunnudaginn 21. jan., í
Glæsibæ sunnudaginn 28. jan. og að
Bægisá sunnudaginn 4. febrúar.
Nýjar bækur. — Lærðu að fljúga,
eftir Frank A. Swoffer, Horit um öxl
og fram á leið, eftir Brynleif Tobias-
son, F erðamirminéar Soffaníasar
Thorkelssonar og fleiri rit hafa ný-
lega borizt blaðinu til umsagnar. --
Verður þeirra væntanlega getið nán-
ai í næsta blaði.
Aðalfundur Ferðafélags Akureyrar
verður haldinn að Hótel Gullfoss
miðvikudaginn 24. þ. m. kl. 8.30 e. h.
Venjuleg aðalfundarstörf. Skugga-
myndir.
Verkamannafélaé Akureyrarkaup-
staðar heldur fund í Verklýðshúsi- .u
næstk. sunnudag kl. 1.30 síðdegis.
Stúkan Ísafold-F jallkonan nr. 1
heldur fund næstkomandi þriðjudag
kl. 8.30 síðd. í Skjaldborg. Fundar-
efni: Kosning embættismanna. Ferða-
saga (Kristján S. Sigurðsson). Stutt
erindi (Kristján Róbertsson). Upp-
lestur. Framhaldssagan o. fl.
Barnastúkan Sakleysið nr. 3 held-
ur fund næstk. sunnudag kl. 1 e. h. í
Skjaldborg. Fundarefni: Inntaka. C-
flokkur skemmtir (leikrit).
Bridée-keppni verður háð hér á
Akureyri á næstunni fyrir forgöngu
Bridgefél. Akureyrar. Keppnin mun
fara fram í tveimur flokkum, fyrst í
I. flokki og að henni afstaðinni í
meistaraflokki; búizt er við mikilli
þátttöku, virðist áhugi manna hér í
bæ fyrir Bridge fara ört vaxandi. —
Voru félagar í B. A. í vetrarbyrjun
30, en eru nú um 60. Keppnin mun
fara fram á Hótel KEA og áhorfend-
um leyft að koma eftir því, sem við
verður komið.
Kyrrlát saga úr Fjörunni.
Framhald af 5. síðu
ursett 1893. Hún er líklega elzta
tré, sem hér lifir nú. Ein af hin-
um fyrstu Steincke-hríslum
stendur við hús hans, sem síðar
var kallað Laxdalshús, en hún er
nú fyrir löngu farin að feyskna
og falla. Áhugi var hér talsverð-
ur fyrir trjárækt, en margir
gerðu þó gys að, töldu þeim
tíma, sem^ fór í umönnun
plantnanna illa varið. Þetta hefir
breytzt til batnaðar smátt og
smátt.“
Við höfum setið léngi að þessu
tali og raunar komið víðar við.
En 'nú er tekið að rökkva og mér
þykir tími til kominn, að halda
heim og raunar ekki illa til fund-
ið, að gera reynihríslurnar að
síðasta umræðuefninu. Þær
sönnuðu á sinni tíð, að þriflegur
trjágróður. dafnar hér með
góðri umhirðu. Hinn aldraði
iðnaðarmaður hefir að sínu leyti
gegnt svipuðu hlutverki í garði
sjálfstæðs iðnaðar þessa bæjar-
félags. Hann nam iðn sína vel og
stundaði hana af alúð og frá-
bærri samvizkusemi um áratugi.
Slíkt er góður jarðvegur. í þeirri
oróðurmold mun iðnaður okkar
ná miklum þroska.
H.
Verða tvö tónlistarhús í bænum?
(Framhald af 1. síðuj.
göngu hlotnuðust „Geysir“ af-
not af skála þeim í Grófargili,
sem er ennþá heimili hans. Hér
er um algert bráðabirgðahús-
næði að ræða, jafnvel þótt kór-
jnn hafi nú keypt skálann, vegna
þess meðal annars, að skálinn
fær ekki að standa þarna nema
um takmarkaðan tíma. Þótti því
sýnt, að ekki yrði komizt hjá
því, að hef jast handa í húsnæðis-
málunum. Á fundi sínum í fe-
brúar 1944 var kosin nefnd í
málið og henni falið að hefja
raunhæfan undirbúning. Hefir
verið unnið að ltonum í sumar
og fyrsta undirbúningi er þegar
lokið fyrir nokkru: Lóð fengin
fyrir húsið á gatnamótum Bata-
vegar og Gilsbakkavegar og
teikning af húsinu fyrir nokkru
fullgerð í aðalatriðum. Sam-
kvæmt henni verður hér um að
ræða myndarlega byggingu. í
henni er stór æfingasalur, auk
annars minni, sem jafnframt
verður liægt að nota sem kaffi-
stofu í sambandi við lítið eld-
hús. Auk þess eru 4 herbergi,
sem ætluð eru til kennslu og
raddæfinga, auk tveggja annarra
herbergja fyrir húsvörð og til
geymslu.
Kórinn hefir þegar fyrir
nokkru síðan ákveðið að hefja
byggingu -strax í .vor og ljúka að
minnsta kosti æfingasalnum á
þessu ári, hvað svo sem síðar
verður ráðið. Eg vil táka það sér
staklega fram, að þetta verk
mundi kórnúm alveg um megn,
ef kórfélagar hefðu ekki þegar
lofað að leggja fram mest allt
verkið við bygginguna í sjálf-
boðavinnú. Kórinn hefir. staðið
sem ein nmaður um málið, enda
var það eitt af mestu áhugamál-
um hins vinsæla og ágæta for-
manns „Geysis“,, Þorsteins lieit-
ins frá Lóni. Auk þess hafa þeir
hafizt handa um að sýna hér
leikrit í vetur til ágóða fyrir
húsbyggingasjóðinn og eru æf-
ingar þegar byrjaðar. Væntan-
lega gefst tækifæri til, að greina
nánar frá því síðar. Eg vil taka
fram, í sambandi við það, sem
Tónlistarfélag Akureyrar hefir
tilkynnt um fyrirhugaða tónlist-
arbyggingu, sem það gengst fyrir
og óskir þess um samvinnu við
söngfélög bæjarins, áð „Geysir“
telur undirbúningi sínum um
húsbyggingu svo langt komið,
að hann geti ekki yaskað þeim
fyrirætlunum héðan af, en hins
vegar mun hann síður en svo
leggja stein í götu fyrirætlana
TónlistarfélagsinS, þótt hann
geti af eðlilegum ástæðum ekki
orðið aðili að þeim framkvæmd-
um.“
Blaðið ræddi einnig við Stefán
Ágiist Kristjánsson, formann
Tónlistarfélags Akureyrar um
fyrirætlanir þess í húsbygging-
armálum. Fórust lionum m. a.
orð á þessa leið:
„Tónlistarfélag Akureyrar
tók þá ákvörðun á aðalfundi sín
um 14. nóv. sl. að reyna að gera
að veruleika þá hugsjón, sem
vakað hefir fyrir því frá stofnun
þess 4. maí 1943, að hér verði
byggt fullkomið og veglegt tón
listarhús, með hljómleikasal, æf
ingastofum fyrir söngfélög,
lúðrasveit og væntanlega hljóm-
sveit, og þar sem fyrirhugaður
tónlistarskóli félagsins geti haft
aðsetur.
Þettá hús þarf að rísa á góðum
stað í bænum og vonandi lætur
bæjarstjórn ekki sitt eftir liggja
að úthluta því. heppilegum stað,
þvj að hvert bæjarfélagmun tejja
sér sóma í og menningarauka að
því, að stofnun sem þessi verði
engin hornreka.
En það þarf mikið átak til að
koma upp slíkri byggingu og
hefir Tónlistarfélag Akureyrar
fyrir nokkru snúið sér til allra
starfandi söngfélaga í bænum og
óskað eftir samvinnu við þau,
fyrst og fremst. í því samstarfi er
gert ráð fyrir að öll félögin til-
nefni sína 2 fulltrúana hvert í
nefnd til undirbúnings og fram-
kvæmda og ennfremur fulltrúa í
sérstaka fjáröflunarnefnd.
Sum söngfélögin hafa þegar
ákveðið að ganga til samstarfs.
Vonandi geta áðurnefndir aðilar
allir sameinast um þetta mikla
menningarmál.
■ En jafn nauðsynlegt og það er
að öll félögin, sem að söngmál-
um og tónlist vinna hér í bæn-
um standi sameinuð um þetta,
þá er líka mjög mikils vert, að
allir bæjarbúar verði samhuga
og samtaka um framkvæmdir os
þá hvað helzt allir tónlistar-
iðkendur og unnendur hér á
Akureyri og jafnvel einnig ann-
ars staðar á Norðurlandi.
Um tónlistarskóla er það að
segja ,að hann væri þegar tekinn
til starfa ef fengist hefðu kennar-
ar í haust í píanóleik og fiðlu-
leik. Var mikið að því unnið, en
bar ekki tilætlaðan árangur. —
Allir, sem fást við slíka kennslu
í Reykjavík hafa svo mikið að
gera, að þeir vildu og gátu ekki
þaðan farið í haust sem leið.
En miklar vonir standa til að
hægt verði að byrja á slíkuskóþ-
haldi hér næsta haust.
. Tónlistarfélag Reykjavíkur
óg kennarar tónlistarskólans þar
hafa heitið Tónlistarfélagi Ak-
ureyrar stuðningi sínum um
stofnun tónlistarskóla hér og
stafar okkur þaðan velvild á ýms-
an liátt.“
FRÁ LANDSSIMANUM
Tvær stúlkur geta fengið atvinnu við landssíma-
stöðina hér frá 1. febrúar n. k. Eiginhandar um-
sóknir, þar sem getið er aldurs og menntunar, send-
ist undirrituðum fyrir 26. þ. m.
Símastjórinn á Akureyri, 14. janúar 1945.
GUNNAR SCHRAM
Aðalfundur
| Heimilisiðnaðarfélags Norðurlands
verður haldinn sunnudaginn 21. janúar n. k.
í vinnustofu félagsins, Brekkugötu 3B, kl.
3.30 eftir hádegi.
Stjórnin
§x§><$K§><§><$><$><§><§><$><$><$>3><$><$><$><$><£<$><§><$>^^
Píanó
til sölu. Upplýsingar gefur
GÍSLI KONRÁÐSSON, KEA.
Jóhann Kröyer fimmtugur.
(Framhald af 4. síffu).
er Margrét Guðlaugsdóttir
Björnssonar verkamanns á Ak-
ureyri.
Meðan Jóhann Kröyer dvaldi
í Grýtubakkahreppi og í Ólafs-
firði tók hann mikinn þátt í op-
inberum málum. Hann. átti sæti
í hreppsnefnd og fræðslunefnd
Grýtubakkahrepps iim skeið og
síðar í hreppsnefnd Ólafsfjarðar-
hrepps. Jafnframt var hann for-
maður skólanefndar Ólafsfjarð-
ar og í sóknarnefnd staðarins. —
Síðan Jóhann flutti hingað til
bæjarins hefir hann ekki haft
mikil afskipti af opinberum mál-
uni, en helgað krafta sína alla
því aðalstarfi, sem honum hefir
verið falið. Þó hefir hann verið
eftirlitsmaður með sláturhúsum
liér norðanlands.
Jóhann hefir jafnan reynst
hinn ágætasti starfsmaður við
hvert það verk, sem honum hef-
ir verið falið. Hann hefir því
notið almennra vinsælda hvar
sem hann hefir dvalið, enda
prýðilega greindur, lipurmenni
hið mesta og léttur í lund.
Dagur árnai honum allra
heilla í tilefni þessara tímamóta
í ævi hans.
SNIÐNAR TELPUKÁPVR
með fóðri og tilleggi, seldar á
mánucjgg, — B. LAXPAl.
Jónas Kristjánsson fimmtugur.
(Framhald af 1. síðu).
jafnan skipað sess sem fremsta
mjólkurbú hér á landi. Það féll
í hans hlut, ásamt framkvæmda-
stjórn K. E. A., að skipuleggja
mjólkurmál héraðsins í önd-
verðu og hefja hér mikið braut-
ryðjendastarf, sem síðan hefir
orðið alþjóð lærdómsríkt og
heillaríkt. Jónas Kristjánsson
reyndist þessu starfi vel vaxinn.
Hann hefir reynst mjög skyggn
á allt það, er verða mætti -til
styrktar starfseminni. Hann hef-
ir ekki hikað við að hagnýta
hverja mikilsverða nýung á sviði
mjólkurvinnslutækninnar, er
verða mætti til öryggis neytend-
um og þá um leið hagur fram-
leiðendunum. Stjórn hans á
samlaginu hefir jafnan verið tal-
in mjög til fyrirmyndar.
Jónas Kristjánsson hefir með
starfi sínu ekki aðeins unnið sér
traust og virðingu Eyfirðinga,
heldur og fjölda manna út um
breiðar byggðir landsins, er
kynnst hafa honum og starfi
hans. Hefir hann oftsinnis verið
kvaddur til ráða, er unnið hefir
verið að stofnun mjólkurbúa og
mjólkurvinnslustöðva, og jafn-
an getið sér hinn bezta orðstír.
Þó eiga Eyfirðingar honum
sérstaka Jiökk að gjalda fyrir
starf lians meðal Jreirra.
Jónas Kristjánsson er fæddur
í Víðigerði í Eyjafirði 18. jan.
1895. Foreldrar lians voru Krist-
ján Hannesson, bóndi í Víði-
gerði og kona hans Hólmfríður
Kristjánsdóttir. Dvaldi í Dan-
mörku og Noregi við nám í
mjólkurfraéðum árin 1925 til
1927 og tók við framkvæmda-
stjórn Mjólkursamlags K. E. A.
á öndverðu ári 1928. Hefir gegnt
Jiví starfi síðan. Hefir verið
ráðunautur ríkisstjórnarinnar
um skipulagningu á sölu mjólk-
urafurða. Ennfremur tekið virk-
an þátt í ýmsum framfaramálum
íslenzks landbúnaðar. Kvæntur
Sigríði Guðmundsdóttur Péturs-
sonar útgerðarmanns á Akur-
eyri,
Gerber’s Barnamjöl
Kókosmjöl
Maizenamjöl
Vöruhúsið h.f.
Ýmis konar
ÚTGERÐAR-
VÖRUR
nýkomnar
Vöruhúsið h.f.
2 stúlkur
óska eftir herbergi til leigu.
Vilja láta húshjálp í té.
Afgr. vísar á.
Stúlka óskast í vist
hálfan daginn frá næstu
mánaðamótum.
MARÍA THORARENSEN,
Brekkugötu 11. Sími 126.
NÝJA-Bf Ó
sýnir í kvöld kl. 9:
Ella systir
Föstudaginn kl. 9:
Ella systir
Laugardaginn kl. 6:
FJla systir
Laugardag kl. 9:
Erkiklaufi
Sunnudaginn kl. 3:
Erkiklaufi
Sunnudaginn kl. 5:
Hetjur herskólans
U. •:
Hetjur herskólans