Dagur - 08.03.1945, Síða 2

Dagur - 08.03.1945, Síða 2
2 DA©UR Fimmtudaginn 8. marz 1945 Loforð og efndir ríkissf jornar- innar í skaffamálum Stjórnin lofaði réttlátum skattaálögum; þær skyldu fyrst og fremst lagðar á stórgróðann, en ekki á lægri tekjur. Efndirnar eru þær, að auðugasta gróðafélagi landsins er veitt algeít skattfrelsi, en nýjum sköttum hlaðið á önnur tekjuminni atvinnufyrirtæki og allan almenning. Þegar Kveldúlfs-kommúnista- stjórnin settist í' valdastólana, hoðaði hún stórfellda nýsköpun á öMum sviðum. Auðvitað mundi þessi nýsköpun kosta mikla peninga, svo að hjá því yrði ekki komizt að þyngja skatt- ana, því að stjórnin þyrfti að hafa úr miklu að spila við ný- sköpunarverk sitt. Almenningur mætti samt vera rólegur, skatta- álögurnar kæmu ekki á hann, þær yrðu lagðar á „breiðu bök- in“, á stórgróðann. Um miðjan febrúar var lagt fram stjórnarfrumvarp á Al- þingi, sem mjög kemur í bága við téð fyrirheit stjórnarinnar. Fjallar frumv. þetta um að veita Eimskipafélagi íslands fullt skattfrelsi árin 1945 og 1946, enda verji þá félagið tekjuaf- gangi sínum ,,til kaupa á skipum eða á annan hátt í þágu sam- göngumála". Eins og kunnugt er, hefir Eimskipafélagið notið skattfrels- ishlunninda um mörg undanfar- in ár, bg var lengi enginn ágrein- ingur um þetta. En árið 1943 brá svo við að félagið græddi tugi miljóna. í reikningum félagsins var gróðinn talinn 18 miljónir kr., en var raunverulega drjúg- um meiri. Varð þá öllum ljóst, að félagið var orðið stórgróðafé- lag. Út af fyrir sig var það gleði- efni að félaginu vegnaði vel og eignaðist digra sjóði, en gallinn var bara sá, að óviðfelldið var að þessi mikli gróði þess var mynd- aður á kostnað allrar þjóðarinn- ar. Hann var allur tilkominn vegna óhæfilega hárra farm- gjalda, sem að sjálfsögðu hækk- uðu vöruna mjög í verði 'og juku þannig dýrtíðina að mikl- um mun, Er það í aðra röndina broslegt, að á sama tíma og ríkið ver gríðarhárri upphæð til þess að hindra vöxt dýrtíðarinnar, er það látið viðgangast að „óska- barn þjóðarinnar" auki dýrtíð- ina í svipuðu hlutfalli, til þess að geta hlotið óhemju mikinn gróða. Þegar komið var í ljós að Eim- skipafélag íslands var orðið mesta stórgróðafélag landsins, og að sá gróði var allur fenginn úr vösum almennings, þótti mörg- um að ástæðan fyrir skattfrelsi félagsins væri ekki lengur fyrir hendi og það ekki sízt af þeim sökum, að fjöldi annara fyrir- tækja og einstaklinga, sem minni máttar voru en Eimskipa- félagið, urðu fyrir æ þyngri skattaálögum. Einkum voru þó foringjar verkalýðsflokkanna liarðorðir út af stórgróða Eim- skipafélagsins, enda hafa þeir jafnan talið sig andvíga auðsöfn- un á hendur fárra manna og jafnvel látið svo, sem það væri í þessum efnum. En nú er komið nokkuð ann- að hljóð í strokkinn hjá þessum herrum. Nú tekur stjórnarliðið á Alþingi höndum saman um að Eimskipafélagið haldi áfram að vera skattfrjálst næstu tvö árin, til þess að gróði þess geti haldið áfram að vaxa. Það er reyndar á orði, að ráðherrar verkalýðs- flokkanna hafi verið nokkuð tregir til þessa samkomulags og þótt viðurhlutamikið að gera svo augljósa „kollsteypu“ í mál- inu fyrir auðvaldið, en létu þó tilleiðast, sennilega gegn hæfileg- um fríðindum á móti. Það er látið heita svo, að skattfrelsið sé veitt með því skilyrði, að tekju- afganginum verði varið til skipa- kaupa eða annarra samgöngu- máli, en svo lauslega er þetta orðað í frumvarpinu, að ekki veitti af að gera þar á bragarbót. Það verður að leggja megin- áherzlu á, að Eimskipafélag ís- lands er til vegna þjóðarinnar, en þjóðin ekki vegna þess. Þetta þurfa allir að skilja, ekki sízt forráðamenn félagsins, en því miður virðist þeim ekki vera þetta fullljóst. Þess vegna færist .félagið meira og meira í það horf, að starfa sem einkafyrir- tæki tiltölulega fárra manna, en síður með hagsmuni þjóðar- heildarinnar fyrir augum. Kem- ur þetta m. a. fram í þ’ví að skeyta minna um að tryggja landsmönnum ódýra vöruflutn- inga en að raka saman stórgróða. Það er látið í veðri vaka, að fé- lagið þurfi að njóta skattfrelsis til þess að geta tryggt sem bezt afkomu sína eftir stríð. En hið sama má segja um fjölmörg önn- ur fyrirtæki og flestan einstakl- ingsrekstur, og ef veita ætti þeim öllum skattfrelsi til þess að end- urbyggja sig og tryggja afkomu sína, er hætt við að stjórninni þætti þynnast nokkuð óþægilega um skattgreiðslur í ríkiskassann. Það virðist í meira lagi örð- ugt verkefni að færa rök fyrir því, að rétt sé að taka eitt auðug- asta fyrirtæki út úr og veita því sérréttindi um skattfrelsi, jafn- framt því að öllum öðrum. at- virinufyrirtækjum er ofþyngt með skattaáþján. Sannleikur þessa máls er sá, að Eimskipafélag Islands er færara um en öll önnur íslenzk fyrir- tæki að endurnýja atvinnutæki sín og greiða jafnframt skatta. Það er því ekki annað en hlut- drægni á hæsta stigi að veita fé- laginu sérhlunnindi í skatt- greiðslum. Um málið urðu allhörð átök á Alþingi. Framsóknar- menn voru allir mótfallnir Sögurifun „Verkamannsins" Ritstjóri „Verkamannsins" hef- ir tekið sér fyrir hendur að skrifa sögu áburðarverksmiðjumálsins og birtir plaggið í blaðinu síð- asta laugardag. Sagan hefst á harmagráti yfir því, að Fram- sóknarmenn á Alþingi hafi ekki fallizt á upphaflega tillögu Sjálf- stæðisflokksmanna um að áburð- arverksmiðjan skyldi reist í Reykjavík og rekin þar með af- gangsorku frá Sogsvirkjuninni. Er þetta sama hugmyndin og Morgunblaðið hefir alltaf barizt fyrir með það fy.rir augum, að þetta væri. svo hagkvæmt fyrir Reykjavík, sem þá gæti komið af- gangsorkunni í verð með hægu móti. Hitt minnist Vm. ekki á, að fyrir liggur sérfræðileg athug- un og niðurstaða á því að með þessu ifyrirkomulagi yrði verk- smiðjureksturinn argasta kák, og framleiðsla áburðarins alls ófull- nægjandi til að fullnægja áburð- arþiirfinni. En þetta eru auðvit- að smámunir í augum Jakobs Árnasonar. Hitt er meira um vert frá lians sjónarmiði, að þóknast Reykjavíkurvaldinu og túlka sjónarmið þess í málinu, að því ógleymdu að búa sér til tilefni til rætinna árása á Vil- hjálm Þór og Framsóknarflokk- inn, en á þessa aðila skellir rit- stjórinn allri skuldinni af því, að áburðarverksmiðjan sé ekki kom- in á fót, af því að þeir hafi ekki verið fáanlegir til að hafa sama sjónarmið og Reykjavikurvaíd- ið. Verkamenn á Akureyri ættu vel að athuga og festa sér í minni, að með því að ganga und- ir merki Mbl. og Reykjavíkur- valdsins í áburðarverksmiðju- málinu, gerir Jakob Árnason, þessi frómi leiðtogi verkamanna, sem hann segist sjálfur vera, það sem í hans valdi stendur til að vinna á móti því, að verksmiðj- an verði .reist á Akureyri og svifta verkamenn þar þeirri miklu atvinnuaukningu, er því yrði samfara. Umhyggjan fyrir atvinnu verkamanna á Akureyri verður að víkja ifyrir rógshneigð ritstjóra Vm. þegar Vilhjálmur Þór og Framsóknarflokkurinn er annars vegar. Það er engum vafa bundið, að verkamenn á Akureyri kjósa skattfrelsi félagsins, eins og fjár- hagur þess er nú orðinn glæsi- legur, en biðu lægri blut, þar sem stjórnarflokkarnir allir fylgdu málin ufast eftir. Forsætisráðherra furðaði sig á því við umræður um þetta mál, að Eysteinn Jónsson væri því andvígur, að S. í. S. nyti sömu hlunninda og Eimskipafélagið, og léti E. J. sér það vel lynda. Annaðhvort er, að Ólafur Thors er frámunalega illa að sér í gild- andi skattalöggjöf, ellegar hann fer vísvitandi með rangt mál, þar sem á flestra vitorði er, að S. I. S. greiðir fullan stríðsgróðaskatt og ýmsa fleiri skatta. Eysteinn bauð þá Ólafi upp á samkomu- lag um, að Eimskipafélagið borgaði sömu skatta og S. 1. S. Ekki hefir frétzt, að Ólafur hafi tekið því tilboði. heldur fullkomna áburðarverk- smiðju á Akureyri/ sem veitir rnikla og stöðuga atvinnu, held- ur en kákverksmiðju í Reykjavík með afgangsnæturorku frá Sog- inu. Vilhjálmur Þór og aðrir Framsóknarmenn beita sér fyrir hinu fyrrnefnda, Jakob Árnason, ritstjóri Verkamannsins, fyrir því síðarnefnda við hliðina á Reykjavíkurvaldinu. í framhaldi sögunnar, sem raunar er einn mikill hræri- grautur óskyldra efna, svo sem hafnarmannvirkja á Oddeyrar- tanga og- hótelbyggingar KEA, er aðaláherzlan lögð á það, að áburðarverksmiðjumálið hafi ekki verið svæft á nýloknu þingi, heldur liafi því verið vísað til nýbyggingarráðs með rökstuddri dagskrá, samþykktri af stjórnar- liðum. Þessi aðferð, að vísa máli frá þinginu með rökstuddri dag- skrá, hefir löngum þótt handhæg til þess að drepa máli á dreif og kbma því fyrir kattarnef. Ekki skal það dregið í efa, að nýbygg- ingarráð vilji sinna málinu, en ekki er það á þess valdi að gera því neitt til framkvæmda fremur en öðru nýsköpunarskrumi stjórnarinnar. Til framkvæmd- anna þarf fé, sem þingið verður að veita. Og er þá komið að aðal- kjarna málsins, sem ritstjóri ,,Verkamannsins“ hefir annað- hvort gleymt að geta um eða lát- ið niður falla af ásettu ráði, af því það hefir ekki þótt „passa í kramið“. Það, sem Vm. hleypur yfir í ifrásögninni, er þetta: Vilhjálmur Þór hafði í fjár- lagafrumvarpi fyrrv. stjórnar sett upphæð gjaldamegin til áburðarverksmiðju, eins og hann hafði áður gert. Með því sýndi hanrr. alvöru sína í málinu. En hvað gerir stjórnarliðið í vetur? ÞAÐ ER SAMTAKA UM AÐ FELLA ÞESSA FJÁRVEIT- INGU NIÐUR MEÐ ÖLLU. Þarna birtist alvara og áhugi stjórnarinnar og fylgiliðs henn- ar til þessa máls. Það var varla von, að „taglhnýtingur“ stjórn- arinnar við „Verkamanninn“ hefði „karlmennsku“ eða „áræði“ til að skýra frá þessu til- tæki í sögu sinni um áburðar- verksmiðjumálið, því það bregð- ur svo skýru ljósi yfir hug kommúnista og Kveldúlfsmanna til þess. Sigrún Jónsdóttir Fædd 28. nóvember 1882. Dáin 18. janúar 1945. Eftir liðinn æfidaginn með eftirsjá við kveðjum þig, sem aðra þá, er ávallt breiddu yl og birtu kringum sig. Við iðju þína yndi fannstu og umhyggjuna um vinar hag. Og þess vegna var för þín fögur og fjölmennt kringum þig í dag. Heil og sönn og hreinlynd varstu, af hendi vel hvert starf þitt leyst; kona slík í einu og öllu, sem allir gátu virt og treyst. Sást um bú með sóma og prýði, sýndir dug í hverri þraut. Með glaðri lund og góðum huga gekkst þú alla lífs þíns braut. Ástvinirnir urn það vitna: allt hið bezta veitt af þér. Móður kærrar minning lifir. * Miklu starfi lokið er. Þér vjð kærar kveðjur flytjum og kærri þökk en orð fá tjáð. Þér fylgi blessun barna og vina. Þig blessi eilíf drottins náð. B. í. Niðursoðið: Blandað grænmeti Gulrætur Tómatsafi Ilvítkál Grænar baunir Fiskbollur Fiskbúðingur Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild. Nýir ávextir Athygli félagsmanna skal vakin á því, að skömmtun á nýjum ávöxtum stend- ur yfir frá 2. til 10. marz n. k., að báðum dögum meðtöldum. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Nýlenduvörudeild og útibú. d

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.