Dagur - 08.03.1945, Blaðsíða 4

Dagur - 08.03.1945, Blaðsíða 4
4 DAGUR Fimmtudaginn 8. marz 1945 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. AíqreiSslu og innheixntu annast: Marinó H. Pétursson. Strifstofa við Kaupvangstorg. — Sími 96. BlstSið kemur út á hverjum fimmtudegi. Árgangurinn kostar kr. 15.00. Prentverk Odds Bjömssonar. Umræður um atvmnumál ÖÐRUM STAÐ'hér í blaðinu er í dag birtur úrdráttur úr erindi því, sem fulltrúaráð verk- lýðsfélaganna á Akureyri hefir sent bæjarstjórn viðvíkjandi atvinnuhorfum hér í bænum. Er er- indi þetta í flestum greinum hófsamlegt og at- hyglisvert og [tví líklegur grundvöllur undir áframhaldandi umræður og athuganir í þessum efnum. Er ekkert nema gott eitt um það að segja, að þögn sú, er ríkt hefir um þessi mál að undan- förnu í blöðum og á mannfundum hér, hefir nú verið rofin. En svo sem getið var um hér í blað- inu fyrir skemmstu, hafði þá Framsóknarfélag Akureyrar eitt orðið til þess að taka atvinnumál- in til athugunar á umræðufundum sínum fyrr í vetur. Síðan hafa fleiri félög bætzt í hópinn og nú síðast fulltrúaráð verklýðsfélaganna, svo sem að ofan getur. Þá er það og góðra gjalda vert, að fulltrúaráðið kýs að ræða málefnin með hófsam- legu og kurteislegu orðbragði og algerlegá á rök- víslegum grundvelli, og stingur'sá málflutningur mjög í stúf við vinnubrögð kommúnistablaðsins hér, þar sem skætingurinn og illkvittnin í garð eiristakra manna flýtur út yfir alla bakka og yfir- skyggir gjörsamfega allt vit og rökvísi, hvenær sem þessi málefni ber þar á góma. Er vafalaust, að slíkur málflutningur verður jalnan til ills eins, enda viðbúið, að til þess sé hann fyrst og fremst ætlaður af feðrum sínum. J^TVINNUMÁL BÆJARINS hafa þrásinnis verið rædd hér í blaðinu, bæði atvinnu- ástandið yfirleitt og einstakar verklegar fram- kvæmdir. Lætur ,,Dagur“ sér því nægja að sinni að taka eftirfarandi fram viðvíkjandi tillögum og greinargerð fulltrúaráðsins: Blaðinu er ókunnugt um þær „háværu radd- ir“, sem ifulltrúaráðið telur í greinargprð sinni, að uppi séu um það, „að bæjarfélagið eigi að liafa sem minnsta íhlutun um atvinnuframkvæmdir í bænum“. Má fullvist telja, að þetta sé ekki skoð- un meirihluta bæjarstjórnar, og ætti það því ekki að verða tillöguntim að falli. F.ina „röddin“, sem lieyrzt hefir í þessa átt, hefir komið fram í ,,Verkam.“, þar sem blaðið falsaði á"*grófan hátt ummæli „Dags“ um útgerðarmál nú fyrir skemmstu, en ekki er sú „rödd" líkleg til að hafa nokkur áhrif. Það mun véra skoðun flestra bæjar- manna, að bæjarstjórn beri að stuðla að aukinni atvinnu og framkvæmdum í bænum að fremsta megni. Hins vegar er víst, að nokkurs skoðana- munar gætir um það, liversu stuðningi og íhlut- un bæjarvaldsins verði bezt hagað í þessum efn- um. „Dagur“ hefir nú fyrir skemmstu lýst af- stöðu sinni og tillögum varðandi útgerðarmálin, og verður það ekki endurtekið hér að sinni, enda er athugun sú, sem bæj'arstjórn lætur nú fram fara á þessu sviði, í samræmi við það, sem stung- ið hefir verið upp á hér í blaðinu. Vonandi ber sú athugun tilætiaðan árangur. Um hafnarmann- virkin hefir og áður verið ýtarlega rætt hér í blað- inu, og verða þau væntanlega enn gerð hér að umræðuefni, áður en langt um líður, svo og ýmis önnur atriði, sem drepið er á í nefndu erindi fulltrúaráðsins. jþAf) FR ATEIYGLISVERT, að þess verður hvergi vart í erindi verklýðsfélaganna, að verkamenn geri sér von um nokkra atvinnulega „nýsköpun“ fyrir atbeina „nýsköpunar-s.tjórnar- innar“, sem lofaði þó að útrýma öllu atvinnu- leysi hvarvetna á landinu og koma öllum at- Risa-flugvirki á sýningu í New YORK. í sambandi við fjársöfnun til styrjaldarrektursins var nýlega haldin sýning á risaflugvirki í New York. Myndin sýndr stél virkisins og gefur það nokkra hugmynd um stærð þess og vopn. Þegar rauða höfuðskepnan geisar. pLDSVOÐINN í Hafnarstræti sl. mánudag gefur tilefni til hugleið- inga um ýmis þau efni, sem okkur eru ekki sérlega hugstæð hversdagslega, en eru þó eigi að síður ávallt fullrar athygli og varúðar verð. Sannarlega skall þar hurð nærri hælum. Það er auðvelt að hugsa sér, hvernið farið hefði, ef eldurinn hefði brotizt út að næturlagi, og allir íbúar þessa stóra timburhúss hefðu verið í föstum svefni. Mjög er hætt við, að þá hefðu gerzt þarna mjög harmsöguleg- ir atburðir. Og hvernig hefði tekizt að verja önnur timburhús norðan „Jerú- salem“ eða- jafnvel handan við göt- una, ef jafn hvasst hefði verið um morguninn, meðan eldurinn geisaði þama í fullum mætti, eins og síðar um daginn, svo að ekki sé lengra til jafnað? Það var þó sannarlega lán í óláni, að eldurinn skyldi koma upp á þessum tíma sólarhrings og í jafn kyrru veðri og í þetta sinn. f^ÓTT KOMIZT yrði hjá manntjóni í eldsvoðanum á mánudaginn, hafa þó allir hinir mörgú íbúar húss- ins orðið fyrir meira eða minna tjóni og sumir mjög tilfinnanlegum skaða. Sumar fjölskyldurnar munu hafa misst allt sitt að kalla í eldhafinu, en húsgögn og munir þeir, sem björguð- ust, meira og minna skemmdir og af vinnurekstri í fullkomið lag og nýtízkt horf í hvívetna. Enda er það sannast mála, að enginn hef- ir enn orðið var við nokkra við- leitni úr þeirri átt til annarrar „nýsköpunar" en nýrrar skatt- píningar þegnanna í óhófshít daglegs reksturs ríkisvélarinnar. Þá er þess og skemmst að minn- ast, að liðsmenn „nýsköpunar- stjórnarinnar" hafa á Alþingi komið áburðarverksmiðjumál- inu fyrir kattarnefn, og þar með komið í veg fyrir, að stórkostleg „nýsköpun“ gæti hafizt í at vinnulífi þessa bæjar, auk hinn- ar miklu þýðingar, sem áburðar- verksmiðjan myndi hafá fyrir landbúnaðinn og raunar af- komu þjóðarinnar allrar. Verka- mönnum hér er því sízt láandi, þótt þeir kjósi að ræða sem fæst um afrek ríkisstjórnarinnar og vænti sér og málefnum sínum lít- ils stuðnings úr þeirri átt. Ráð- herrarnir hafa reynzt skjótir til stórra orða og loforðá, en seinlát- ir til röggsamlegra efnda og þýð- ingarrnikill^ athafna. göflum gengnir. Sumar fjölskyldurn- ar munu hafa vátryggt húsmuni sína mjög lágt, en aðrar alls ekki, og getur hver séð sjáfan sig, ef hann stæði nú í þeirra sporum, enda munu fæstir íbúa hússins svo stæðir fjárhagslega, að þeir megi við því að verða fyrir miklum skakkaföllum af þessu tagi. Er vonandi, að bæjarbúar sjái sóma sinn í þvi að greiða fyrir öllu þessu fólki í vandræðum þess eftir beztu föngum og rétti því hjálparhönd í hví- vetna. Eftirfarandi bréf, sem blaðinu hefir borizf í tilefni þessa atburðar, bendir og til þess, að ýmsir bæjarbú- ar hafi vaknað til umhugsunar um þetta, þegar þeir sáu bálið leika við himin á mánudagsmorguninn. Embætti og aðbúð. j BREFI, sem blaðinu hefir borizt frá „bæjarkonu", segir svo m. a.: „Eg hefi lengi ætlað mér að vekja athygli á því, í einhverju bæjarblað- inu, hvernig búið er að ljósmóður bæjarins af opinberri hálfu. Gefst nú til þess sérstakt tilefni, þar sem frú Jórunn var ein þeirra, er misstu allt sitt í brunanum hér í bænum sl. mánudag. A hún því enn við húsnæð- isvandræði að stríða í viðbót við SignatjÓn. . . . Ljósmóðurstarfið er svo mikilsvert, að ekki er sæmandi annað en búa vel að hverjum þeim, er gegnir því. Eg efast um að launa- kjör ljósmæðra séu í samræmi við ýms önnur störf i þágu ríkis og bæja, sem þó eru erilminni og sum ómerk- ari. Væri vafalaust ekki vanþö.rf á því, að athuga það nánar. Hitt tel eg tvímælalaust óviðunandi, að þessi mikilsverði embættismaður skuli þurfa að vera í sífelldu húsnæðis- hraki. Tel eg, að það mál verði ekki leyst á annan veg en þann, svo tað viðunandi sé, að bærinn byggi yfir ljósmóðurina og veiti henni þar bú- stað með góðum kjörum. Væri þá þetta mál leyst, ekki aðeins gagnvart þeirri ágætiskonu, sem nú gegnir þessu starfi, heldur og um alla fram- tíð. Eg tel víst, að konur bæjarins mundu fylgja þessu máli. Er hvort tveggja, að þeim er ljósari en öðrum þörfin á því, að bæta aðbúð ljósmóð- urinnar og þeim mundi kært, að geta átuðlað að framgangi málsins og á þann hátt vottað frú Jórunni þakk- læti sitt fyrir framúrskarandi alúð, samvizkusemi og lipurð í störfum sín- um. Þótt karlmenn eingöngu skipi nú- verandi bæjarstjórn, treysti eg því, að þá bresti ekki skilning á því, að hefj- ast hér handa og beini eg þeirri áskor- un til þeirra, að hafa forgöngu í þessu máli.“ Eg tel uppástungu þessarar góðu konu á allan hátt athyglisverða og beini henni til bæjarstjórnar Qg bæj- arbúa í þeirri von, að þessu máli verði sýndur sá sómi, sem það á skilið. (Framhald á 5. síðu). Þeir dást að okkur í Kaliforníu! F.g komst nýlega yfir .bækling, sem svonefnt Mannraéktarfélag Kaliforníu í Bandríkjunum gal út. Bæklingur þessi, hinn 35. í röðinni, fjall- ar nær eingöngu um ísland. Er þar margt skríti- legt og ekki allt nákvæmt, En aðalatriðið er þó það, að hQÍundurinn telur íslendinga eina af fyr- irmyndarþjóðum veraldar, sérstaklega vegna þess, að þeir eru göfugra ætta og höf. telur, að þeir liafi sýnt það með þúsund ára sögu sinni, að góður stofn framleiði meira al' úrvalsmönnum en hinn meiðurinn, sem sé blandinn og úrættaður. Hann telnr íslendinga sanna allra þjóða bez.t kenningu mannræktarsinna, því að stofn þeirra sé enn 9914% lueinn og óblandaður utanaðkom- andi blóði.* ★ Og þessir amerísku mannræktarspámenn láta ekki sitja við orðin tóm, það sýnir þessi smásaga, úr nefndum bæklingi: Mannræktarfræðingar verða oft fyrir skrítilegri reynsln. Einu sinni kom 24 ára gamall maður til mín (höf.) með einn al' bæklingum té- lags vors. Hann sagði. að foreldrar sínir, báðir ís- lenzkrar ættar, vildu óðfúsir að hann giftist ís- lenzkri stúlku. Margra slíkra væri völ í Ameríku. En gallinn var bara sá, að maðurinn var ákaflega hrifinn af fallegri, en lítilættaðri stúlku af ítölsku bergi. Hann \*ar hræddur um, að fjöl- skylda hennar væri ekki alveg ósnortin af „gangste’r“-mennsku leynifélaggnna, sem um eitt skeifi settu svip á Sikiley og aðrar ítalskar byggð- ir. Hann var raunar trúlof’aður stitlkunni og kom til mín að f:i góð ráð. Eg var svo heppinn að vera sérstaklega kunnugur starfsháttum og eðlis- fari þess fólks, sem stóð að leynifélögunum ítölsku. Eg var líka svo heppinn að hafa komið til íslands. Eg gat því sagt unga manninum frá fólk- inu þar, eins og mér kom það fyrir sjónir og gert samanburð. Eg minnti hann á, að íslendingar væri fyrsta þjóðln, sem hefði orðið 100% læs og skrifandi. Verk þeirra í bókmenntum og listum \'æru undraverð miðað við fólksfjölda. Mann- ræktarlega séð stæðu þeir þjóða fremstir, nærri því 100% í beinar ættir frá göfugum, norrænum víkingum. Ungi maðurinn sannfærðist um, að lítið útlit væri um hamingjusamt hjónaband milli svo ólíkra þjóðerna. Og trúlofunin var upp- halin. Síðar heimsótti ungi maðurinn íslenzkar byggðir í Bandaríkjunum. Þar varð hann ástfang- inn af alíslenzkri stúlku og giftist henni. Hjónin eiga nú 5 mannvænleg, norræn börn, sem öll eru prýðilega gerð til sálar og líkama. Þetta er dæmi um það, hvernig mannræktarhugsjónin stuðlar að bættum kynstofni."! ★ Eg læt°]ietta nægja til þess að sýna hvert álit þeir hafa á okkur í Kaliforníu! En mér datt annað í hug í sambandi við þetta. F.g var nýlega að lesa tímaritið „Heilbrigt líf“. Þar eru tvær athyglisverðar greinar um vítamín og manneldi. Eg tel þær sérlega athyglisverðar fyrir húsmæður. Allar vilja þær ala' heimilisfólk sitt vel, en stundum skortir kunnáttu til þess og enn oftar nauðsynleg matiföng, svo að hver fjöl- skyldumeðlimur fái sinn rétta skerf af vítamín- um. í þessum greinum kemur í Ijós, að sérstakur skortur er á C og B vítamínum hér á landi. C- vítamínið er í ávöxtum og grænmeti og skortur þess alkunnur. Hitt mun síður kunnugt, að B- vítamínið skortir einnig mjög. B-vítatnínið er í korni. Brauð, bökuð úr möluðu korni og hveiti, missa þetta vítamín að mestu. Á stríðsárunum liafa Bandaríkjamenn tekið upp þann sið, að blanda allt mjöl, sem herinn fær til baksturs með B-vítamíni. Er þegar Iramleitt mikið af slíku hveiti í Bandaríkjunum, en ekki hefir það sézt hér ennþá. Væri ekki athugandi, að fá innflytj- endur til þess að. rannsaka þessa hlið korninn- flutningsins? Mannrækt er sjálfsagt góð. En manneldi setur líka sinri svip á manninn. Er þá sérstaklega mik- ils vert, að börnin fái nægan skammt af nauðsyn- legnm fjörefnum. Þetta er mikilsvert mál og lík- lega stöndum við Kaliforníumönnum að baki þar! En hvað sem því líður ráðlegg eg húsmæðr- um eindregið að lesa þessar greinar í „Heilbrigt ltf“. Þær eru skemmtilegar og lærdómsríkar. K. t

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.