Dagur - 08.03.1945, Síða 6

Dagur - 08.03.1945, Síða 6
6 B AGUR Fimmtudaginn 8. marz 1945 - Mig langar til þín - Saga eftir ALLENE CORLISS &ííííí4íííííí: (Framhald). „Gerum hvað upp?“ spurði Red. Víst vissi hann hvað hún átti 'við, en hann vildi aðeins fá tíma til umhugsunar. Ginny var vænt- anleg lieim á morgun, og það hafði verið í fyllsta máta heimsku- legt af honum að samþykkja að hitta hana hér. En hún hafði hótað að koma á skrifstofuna* til hans og hann þóttist þekkja hana nógu vel til þess að vita, að hún liefði ekki hikað við að framkvæma hót- unina. Þess vegna var það nú, sem hann hafði játað. Hún sveigði bílinn inn á hliðargötu og stöðvaði hann þar, Þ\ í næst sneri hún sér að honum. „Red, þú veizt, að'þú mátt ekki vera svona kaldranalegur við mig.“ „Vera hvað?“ spurði Red. Hann vildi enn.fá tíma til að átta sig.' Hann vissi vel hvað hún átti við, því að hann hafði forðast að verða á vegi hennar síðustu þrjá dagana. „Vertu ekki með þessa uppgerð. Þú veizt vel hvað eg á við. Þú lieldur þó ekki, að þú getir sagt skilið við mig þótt Ginny sé vænt- anleg heim á morgun?" „En Cecilía, þú verður að gera þér ljóst. ..." „Að þú ert giftur,“ greip hún fram í. „Það er engin ný frétt fyrir mig. Eg vissi það þegar eg sá þig fyrst. En eg lét það ekki hafa nein áhrif á mig þá og eg geri það heldur ekki nú.“ „1 því efni gegnir ekki sama máli með mig,“ svaraði Red. Hann þorði varfa að líta á hana. Treysti sjálfum sér ekki of vel. Því að hún var fögur og heillandi. Nærvera hennar gerði hann æstan í skapi. Hann fann hjartað berjast ákaft í brjósti sér. „Það gegnir vást sama máli, í raun og veru. Þú heldur að svo sé ekki, en það er rangt. Þú átt laglega konu og tvö indæl börn. Og þú heldur að það sé allt og sumt?“ „Það er allt og sumt.“ „Nei, langt í frá. Eg skal sanna þér það!“ Hún færði sig nær honum, lagði handleggina um hálsinn á hon- um og dró hann að sér. Á næsta augnabliki ltélt hann henni í faðmi sér og kyssti liana, lieitt og innilega. Hann hafði aldrei kysst hana þannig áður. Hafði aldrei ætlað sér það. F.n var ekki bezt að vera hreinskilinn og horf- ast í augu við staðreyndirnar?- Hann var ofsalega ástfanginn af Iienni. Það þýddi ekki að neita því. Hann hafði aldrei elskað Ginny á þennan liátt. Það var ekki hægt að bera saman hógláta ást hans til Ginny og þær ofsalegu tilfinningar sem hertóku hann í návist þessarar fögru, óstýrlátu stúlku. Allt í einu smeygði Cecilía sér úr faðmi hans og lagði liöfuðið hljóðlega á öxl hans. „Þarna sérðu,“ sagði hún hægt og sigri hrós- andi. „Þú elskar mig heitara en allt annað. Er það ekki satt, Red?“ „Það er líka satt. Hamingjan hjálpi mér! Það þýðir ekki að neita því.“ „Þú elskar mig,“ sagði hún, „og eg elska þig. Hvað tekur svo við?“ Hann var þögull um hríð. „Eg veit það ekki, vina mín,“ sagði hann loksins. Ginny varð fyrri til að sjá Red, þegar hún steig út úr járnbraut- arlestinni morguninn eltir. Hún sá, að hann var í þunnu, ljós- brúnu fötunum, sem klæddu hann svo vel og virtust gera liann ennþá hærri og grennri en hann var í raun og veru. Hún sá, að liann var að litast um eftir henni, en hún varð fyrri til að kalla naín hans, glaðlega og barnslega eins og það hefði verið Mikki, drengsnáðinn þeirra litli. „Red!“ kallaði hún. „Red!“ og því næst hjólp hún í faðm hans. „Velkomin, fallega stúlkan mín.“ Fallega stúlkan! Þannig hafði hann heilsað henni fyrst þegar þau sáust fyrir níu ái-um. Það liafði verið á Biltmore-gistihúsinu; lnin var þá lítil, feimin stúlka í rauðum kjól með rauðan hatt. Hann hafði horft í andlit henni þegar þau voru kynnt og hafði sagt: „Sæl, fallega stúlka!“ Þessi orð höfðu verið á vörum hans við slík tækifæri sem þetta. Þau voru eins og þau áttu að vera. En hvað var þá að? Hafði hann ekki kysst hana eins innilega og jafnan áð- ur? Hún vissi það varla, en hún gat ékki að því gert, að þessi fund- ur þeirra á brautarstöðinni hafði valdið henni vonbrigðúm. F.f til vill var þetta bara ímyndun. Hún var nú búin að vera í burtu í sex vikur og vissulega var það allt of langur tími. Kannske var það þess vegna. „Komstu ekki með drengina?' ‘spurði hún. „Komstu ekki með Tomma og Mikka?“ Red brosti til hennar. „Nei, eg þorði það ekki. Marta hélt að þú mundir vera nógu þreytt af ferðinni þótt þeir væru ekki hér til þess að hanga í pilsunum þínum." ?4444Í44444ÍÍ4Í444444444ÍÍÍÍÍ44ÍÍ444Í444444ÍÍÍÍ44ÍÍÍÍÍÍÍ44ÍÍÍÍÍ44444Í44444^ Savon de Paris er sápa hinna vandlátu Fcestí hverri búð Þau gengu út úr brautarstöðinni og út í sólskinið. „Ljómandi eru þetta falleg ferðaföt sem þú ert í,“ sagði Red. „Þau eru bara góð. En við skulum ekki tála um föt. Það er dá- samlegt að vera komin heim aftur. Það var vetur þegar eg fór og nú er komið yndislegt vor.“ „Já, það er vor í loftinu," sagði Red. „Og það er vor heima. Þú þekkir líklega tæpast húsið aftur! Hlífðargluggarnir eru komnir ofan í kjallara, skíðin liafa verið bundin saman og lögð ti! hliðar og fyrstu túlípanarnir eru farnir að stipga köllinum upp í garðin- um.“ Hann breytti allt í einu urn umræðuefni og raddblæ. „Hvern- ig líður rnóður þinni, Ginny?“ „Henni líður betur, miklu betur. .Hún er úr allri hættu. En það mátti ekki tæpara standa fyrstu vikurnar, sem eg var heima. . . .“ „Já, eg veit það. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir þig. Hún heftir treyst sér til að láta þig fara?“ „Já, mikil ósköp. Hún hafði miklar áhyggjur af því hvað eg var búin að vera ílengi að heiman. Hún hélt, að þú og drengirnir væru alveg veikir af óyndi.'1 - Þau sátu í bfl á fleygiferð upp Norðurgötu og nálguðust miðbik bæjarins. Henni fannst allt svo undarlegt og þó gamalkunnugt. Snþtrinn var farinn og trén voru að byrja að laufgast. Garðarnir mundu verða skrúðgrænir eftir sem svo sem eina viku; litir náttúr- unnar voru hvergi sterkari en í Vermont. „Voruð þið þáð?“ „Vorum við hvað?“ „Eg meina, var óyndi í ykkur, söknuðuð þið mín?“ Eitt augnablik sat Red hreyfingarlaus og horfði beint 'fram á veginn. Hann var að hugsa um hvað Ginny mundi segja ef hann segði henni allan sanhleikann: Að liann hefði saknað hennar mikið fyrst í stað, varla verið mönnum sinnandi, en svo hefði það breytzt og upp á síðakstið hefði hann varla munað að hún var til! (Framhald)'. BRÉF (Framhald af 3. síðu). í stóru broti, í vandað skinn- band. F.nda fór það svo', að fyrstu eintökin urðu ekki tilbúin til söl.u fyrr en einni viku fyrir jól. Og það sem verst var: eintökin voru allt of fá. „Bókavinur“ er sennilega ekki með öllu ókunn- ugur samgöngunum milli Akur- éyrar.og Reykjavíkur í skarnrn- deginu og ef hann hefir ein- hyern tíma þurft að konia vör- um á milli þessara staða á þess- um tíma, þá skilur hann, að ekki hefði verið mögulegt að koma þessari bók tii Akureyrar fvrir jól, ef gera hefði átt ráð fyrir því, að bóksalarnir hefðu þurft ein- hvern tíma til sölunnar. Að bóksalarnir á Akureyri hafi sagt „Bókavini", að óvíst væri hvort þjóðsögurnar kæmu norður, dreg eg í efa; 'þeim var öllum ifullkunnugt, hvernig á því stóð að bókin kom ekki, og eg veit, að þeir hafa ekki sagt um jrað annað en llið rétta. Að lokum: Nú eru Þjóðsög- urnar komnar um allt 'land osí vonandi eru allir bókavinir méf sammála um jrað, að ergelsi út af nokkurra vikna drætti á útkom- unni hverfur, Jregar menn hand- leika bókina. Grænar baunir í clósum og lausri vigt. Aspargus, margar tegundir. Soyjabaunir Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenauvörudeild og útibú. Seiidisvein vantar okkur nú þegar. Kjötbúð K.E.A. Hálfdúnn! Nýiar birgðir í útibúi voru Söluturninum við Hamarstíg Sendum í póstkr. út um land ÁSBYRGI h.fAkureyri.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.