Dagur - 05.04.1945, Blaðsíða 6

Dagur - 05.04.1945, Blaðsíða 6
6 BAGUR Fimmtudaginn 5. apríl 1945 Mig langar til þín - Saga eftir ALLENE CORLISS (Framhald). En nú var brotið blað. Til hvers var að halda áfram þessurn leikaraskap? Var ekki bezt að ganga hreint til verks og segja nú það, sem þurfti að segja? Varir hennar bærðust, en hún kom ekki upp nokkru orði. Það var Red, sem rauf þögnina. „Þú ert þreytuleg, Ginny. Við skulum láta allt eiga sig hér og fara að hátta.“ Ginny leit á hann. Rödd hans hafði verið eðlileg — af ásettu ráði, en í augum hans las hún bæn um að fresta uppgjörinu enn um hríð, til morguns að minnsta kosti. Hann mundi þá ef til vill vita betur hvað hann sjálfur vildi og til hvers hann ætlaðist af henni. Það flaug Ginny í hug, löngu síðar, að ef hún hefði haft kjark til þess að meta staðreyndirnar, hefði allt máske farið öðru vísi. En það var ekki fyrr en eftir þrjá mánuði. Og Ginny skildi þá naum- ast hvernig hún hefði farið.að því, að lifa þá þrjá mánuði. Því að varla leið þá sá dagur, að Red hringdi ekki heim og segði: ,,Eg kemst ekki heim af skrifstofunni strax, Ginny, og kem þess vegna ekki í kvöldmat“. En hún reyndi þá að láta sem ekkert væri, að minnsta kosti kosti talaði hún aldrei um það við Lísu Pellham, Barry eða neina af kunningjakonum sínum. Þegar kom fram í ágúst varð Barry til þess að brjóta ísinn. „Eg veit að þú kærir þig ekki um að tala um heimilisástandið, Ginny,“ sagði hún, „en mér finnst þú ættir að láta til skarar skríða og gera upp sakirnar við Red. Það þýðir ekkert að tala við Cecilíu. Eg hefi reynt það mörgum sinnurn." „Eg get það ekki, Barry," svaraði Ginny. „Það mundi aðeins gera hlutina erfiðari en þeir eru. Það uppgjör mundi ekki verða nerna á einn veg, eg mundi grátbiðja hann um að snúa við, — eg er ekki nógu sterk á svellinu til þess að halda fram rétti mínum. Hann mundi auðvitað ekki sinna slíkum grátbænum. Upp úr þessu mundi verða opinskár ófriður á heimilinu, en við liöfum þó forðast það til þessa.“ Og raunin varð sú, að þau forðuðust það til hins síðasta. Þegar endirinn kom varð hann skjótur og án málalenginga. Þann dag hafði Red hringt heim og sagt, að hann mundi ekki verða heima um kvöldið. Ginny hafði borðað kvöldmatinn með drengjunum og si'ðan hjálpað Mörtu til þess að koma þeim í rúmið. Eftir það hafði hún gengið út á hússvalirnar. Þar hafði hún setið hreyfingar- laus í kyrrð sumarkvöldsins. Hún vissi, að endirinn hlaut að vera nærri. Þau Red gátu ekki haldið þessari leiksýningu áfram. Henni fannst, að þolinmæði hans væri einnig á þrotum. Hún hefði átt að yfirgefa hann fyrir löngu, hugsaði hún, og líklega mundi hún hafa gert það, ef börnin hefðu ekki verið. Það mundi alltaf verða erfið- ast þeirra vegna, að leysa upp lieimilið, en engu að síður varð það að gerast. Hún var í þessum hugleiðingum, þegar Red ók heim að húsinu. Henni hafði rétt í þeim svifum flogið í hug, að ef til vill væri enn- þá ein lausn á málinu, — sú, að hún hyrfi á brott, einsömul. Red hafði læst húsinu og var kominn inn á rnitt stofugólfið áður cn hann sá hána. „Ginny," sagði hann, undrandi, ,,eg hélt að þú værir sofnuð fyrir löngu, það er orðið svo framorðið." „Hvað framorðið?“ spurði hún. „Klukkan er að ganga eitt. En eg er samt feginn, að þú ert á fót- um. Eg þarf að tala við þig, Ginny.“ „Eg veit það,“ sagði hún. „Þú ætlar að tala um Cecilíu. Þú ætlar að biðja mig um skilnað, svo að þú getir gifst lienni. Það er þetta sem þú vilt, er það ekki, Red?“ „Jú, það er skilnaður, sem eg ætla að tala um.“ Hann gekk að borðinu og greip vindling úr kassa og kveikti i. Hún sá, að hendur hans skulfu, honum var ekki rótt. „Góða, vertu ekki með þennan hörmungasvip,“ sagði hann allt í einu. „Ætlastu til, að eg sé fagnandi?" „Nei, en ekki með þennan hörmunga- og ásökunarsvip, Eg get ekki að þessu gert. Eg hefi reynt allt sem hægt var síðan þú komst heim, en það hefir ekki stoðað.“ ,,}á, eg veit það. Eg hefi tekið eftir því.“ „Þú hefir verið góð, Ginny, þú hefir staðið þig eins og hetja.“ „Já, kannske, en ekki nógu vel þó. Því að þetta er þó endirinn, ekki satt? Manni er svo gjarnt, að reyna að draga endirinn á langinn. Við skulum ekki gera það, Red! Við skulum skilja strax. — núna á þessari stundu!“ „En, Ginny-----“ „Vertu ekki með neinar úrtölur. Eg meina það, sem eg segi. F.g (Framhald). TILKYNNING FRÁ NÝBYGGINGARRÁÐl: UMSÓKNIR UM FISKIBÁTA BYGGÐA INNANLANDS Ríkisstjórnin hefir ákveðið að láta byggja innanlands á næstu 1—2 árum 50 fiskibáta af þessum stærðum: 25 báta, 35 smálestir að stærð, og 25 báta, 55 smálestir að stærð. Tilskilið er að ríkisstjórnin geti selt jressa báta einstakl- ingum, félögum eða stofnunum til reksturs. Teikningar af 35 smálesta bátunum hafa þegar verið gerðar og eru til sýnis hjá Nýbyggingarráði, en verið er að fullgera teikningar af 55 smálesta bátunum og verða þær og til sýnis strax og jreim er lokið. Umsóknir um þe,ssa báta sendist ti! Nýbyggingarráðs, sem allra fyrzt, og eigi síðar en 15. maí 1945. Þeir, sem jieg- ar hafa óskað aðstoðar Nýbyggingarráðs við útvegun báta af þessum stærðum, sendi nýjar umsóknir. Við úthlutun bátanna verður að öðru jöfnu tekið tillit til Jress í hvaða röð umsóknirnar berast. f NýbyggmgiU’ráð. Tilkynning ; Opnurn í dag saumastofu vora í Skipagötu 6, uppi. : j; Saumum allan algengan karlmannafatnað. Dökk, 1; ensk fataefni fyrirliggjandi. Einnig mjög smekklegt ;; ( úrval af sumarfataefnum. ; 1®“ Áherzla verður lögð á vandaða vinnu og ör- ; - ugga afgreiðslu. — ; Verksmiðjan Draupnir h.f. Sigurður Guðmundsson, klæðskeri ii Húseignin Hafnarsfræfi 77 fil söluí 'r Bæði atvinnurekstrarpláss og íbúðarpláss laust 14. maí í vor. - Björn Halldórsson. - Sími 312.< I þrótf anámskeið verður haldið að Laugaskóla frá 15. apríl til 6. maí n. k. Kennarar verða Óskar Ágústsson og væntanlega* Þorsteinn Einarsson íjiróttafulltrúi. Námskeið í orgelspili terður á sama tíma. Kennari Páll H. Jónsson. Umsóknir sendist Óskari Ágústssyni og Páli H. Jóns- syni, Laugum. 1 ( NOTIÐ SJAFNAR-VÖRUR Ht Hér fara á eftir tvær skákir úr símakapptefli milli Akureyrar og Keflavíkur um sl. helgi. Úrslit: Akur- eyri 5 vinninga, Keflavík 3. Borð I. Hvítt: Jóhann Snorrason, Ak. Svart: N. N., Keílavík. 1. c14—Rf6. 2. Rf3—g6. 3. c4—d5. 4. Rc3—Bg7. 5. Bf4—0—0. 6. e3— c5. 7. Db3—cxd4. 8. Rxd4—dxc4. 9. Bxc4—Rbd7. 10. Rf3—Da5. 11. Rg5 —Rb6? 12. Bxf7f—Kh8. 13. 0—0— Rfd7. 14. Be8—Rc5. 15. Rf7f—Kg8. 16. Rh6ff—Kh8. 17. Dg8f. Gefið. Borð II. Hvitt: Júlíus Eggertsson, Keflavik. Svart: Júlíus Bogason, Akureyri. 1. d4—Rf6. 2. e3—g6. 3. Bd3—a5. 4. Rd2—Bg7. 5. c3—0—0. 6. h3— Rd7. 7. f4—b6. 8. Df3—c5. 9. Re2— Bb7. 10. g4—Re8. 11. Rg3—e6. 12. h4—f6. 13. h5—f5. 14. g5—Rd6. 15. Dg2—Re4. 16. Rf3—Hc8. 17. Bd2— Hc7. 18. Rh4—Kf7. 19. Be2—RxR. 20._ DxR—Hh8. 21. 0—0—0—cxd4. 22.’ exd4—Bxd4. 23. Df3—Bg7. 24. hxgf—hxg. 25. Rxg6—KxR. 26. HxH —DxH. 27. Hhl—d4! 28. Gefið. Amerískur SUNDFATN AÐUR fyrir D Ö M U R væntanlegur. Mjög smekklegt úrval. BRYNJÓLFUR SVEINSSON h.í. Sími 129. Akureyri. Cory Sjálfvirkar kaffikönnur, þrjár stærðir. Ennfremur VARAHLUTAR svo sem: Yfirkönnur, undir- könnur stauta og lok. Verzl. Eyjafjörður h.f. Blikkfötur mjög ódýrar. Verzl. Eyjafjörður h.f. Stálborar flestar stærðir. Verzl. Eyjafjörður h.f. Olíusuðuvélar þríhólfa. Verzl. Eyjafjörður h.f. WhwhkhHhWhWHWhKHKhwhWhwhw

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.