Dagur - 05.04.1945, Blaðsíða 1
ANNALL
DAGS
:-ú=
27. MARZ. Vamarkerfi þýzka
hersins, anstan Rínar, reynist í
molum eftir hina geysihröðu
stórsókn Bandamanna yfir fljót-
ið. Hersveitir Montgomery
herða sóknina í áttina tii Ruhr-
héraðs. Skriðdrekasveitir Banda-
ríkjamanna vaða áfram, taka
Limburg, nálgast Wirtzburg. —
Rússar sækja fram í Siésíu og
Ungverjalandi. Vopnaviðskipti á
götum Kaupmannahafnar inilli
þýzkra hermanna og Gestapo-
manna. Argentína segir Möndul-
veldunum stríð á hendur. a
28. MARZ. Hersveitir Mont-
gomery taldar um 30 km. frá
Múnster. Bandamenn taka
Mannheim. Bilið milli hersveita
Konievs að austan og Pattons að
vestan um 450 kin. Barizt í
Frankfurt-við-Mai n. Rússneskir
lierir komnir að landamærum
Austurríkis. Uppþot í Vínar-
borg.
29. MARZ. Fréttabann á fram-
sókn Montgomerys inn í Þýzka-
land. Taiið er að herir hans sæki
hvarvetna fram. Bilið milli herja
Montgomery norðaustan Ruhr-
héraðs og 1. ameríska hersins,
suðvestan héráðsins, um 50 km.
Rússar komnir inn í Austurríki.
Rússar taka Danzig. Amerískur
og brezkur floti gera árásir á
Ruyiku-eyjar, norðan við For-
mosa.
30. MARZ. Þriðji Bandaríkja-
herinn tekur stórborgina Frank-
furt-við-Main. Bandamenn hafa
nær umkringt Ruhr-hérað.
Framhald fréttabannsins á sókn
herja Montgomery. Japanar
birta fregnir af landgöngu
Bandaríkjamanna á Okinava í
Ruviku-klasanum.
DAGUR
XXVIII.
arg.
Akureyri, fimmtudaginn 5. apríl 1945
14. tbl.
Íslendingum var ekki boðið lil San Fransisco ráðstefnunnar
Fjárhagsáætlun Akureyrarkaupstaðar
fyrir árið 1945.
Hæstu niðurstöðutölur í sögu bæjarins.
pjÁRHAGSÁÆTLUN kaup-'
staðarins var vísað til 2. um-
ræðu á síðasta bæjarstjórnar-
fundi.og verður hún væntanlega
afgreidd á næsta fundi. Niður-
stöðutölur áætlunarinnar eru
þær hæstu í sögu bæjarins, eða
kr. 3.264.160. Árið 1944 var
þessi tala kr. 2.580.900. Útsvörin
eru áætluð kr. 2.287.160, og er
það rösklega 15% hærri upphæð^
en í fyfra, en útsvörin þá lækk-,
uðu um 10% l’rá því sem var
1943. Þessi hækkun á útsvorun-;
um í Heild mun þó ekki þýða '
sömu hlutfallshækkún á útsvör-'
um einstaklinga, Jrví að gjald-J
endunr hefir fjölgað. Hækkunin
stafar af auknum útgjöldum
bæjarins, bæði vegna framlaga til
opinberra framkvæmda og auk-
ins reksturskostnaðar. Reksturs-
‘kostnaðurinn hefir aðallega
aukizt vegna Irreytinga á launa-
kjörum starfsmanna í samræmi
við þá allsherjar breytingu, senr
Lúðrasveit Akureyrar hefur fengið
ný hljóðfæri frá Ameríku
. -------♦-
Reykvískir listamenn halda hljómleika hér
í vor og sumar.
Á Skírdag buðu Lúðrasveit
Akureyrar og Tónlistarfélag Ak-
ureyrar bæjarstjórninni og
fréttamönnum til kaffidrykkju
að Hótel KEA. Tilefni boðsins
var að sýna hin nýju hljóðfæri,
senr Lúðrasveitin hefir nýlega
fengið frá Ameríku<pg skýra frá
fyrirætlunum Tónlistarfélagsins.
Undir borðum fluttu Stefán Ág.
Kristjánsson, form. Tónlistarfé-
lagsins, ræðu og skýrði frá hljóð-
færakaupunum og fyrirhuguð-
um hljómleikum hér á Akureyri
fyrir atbeina félagsins.
Hin nýju hljóðfæri eru 19
talsins. Eru þau keypt frá Amer-
íku fyrir milligöngu KEA og
kostuðu röskar 17 þúsund kr.
Hafa þau reynst ágætlega. Bæjar-
sjóður helir styrkt kaupin með
10 þúsund kr. framlagi.
Þá skýrði Stefán Ág. Krist-
jánsson frá því, að ákveðið væri,
að nokkrir Jrjóðkunnir lista-
rnenn frá Reykjavík kæmu hing-
að i vor og sumar og héldu hér
hljómleika á vegum félagsins.
Guðmundur Jónsson söngvari
kemur hingað um mánaðamótin
næstu og heldur hér hljómleika
með aðstoð Fr. Weishappel. Páll
ísólfsson kemur í maí og mun
halda kirkjuhljómleika. Þá er
ákveðið að 12 manna strengja-
hljómsveit, undir stjórn dr. Ur-
bantschitsch léiki mér fyrri hluta
júnínránaðar.
Aðrir ræðumenn voru Ólafur
Tr. Ólafsson, framkvæmdastjóri
Lúðrasveitarinnar og Steinn
Steinsen, bæjarstjóri.
Að lokum lék Lúðrasveitin,
undir stjórn Jakobs Tryggvason-
ar, nokkur lög.
Tónlistarfélagið biður þess
getið, að nýjir styrktarfélagar
geti skráð sig í verzl. Ásbyrgi og
bókaverzl. Eddu.
orðið hefir á launum, eftir setn-
ingu launalaga á Alþingi. Af
framlögum til opinberra fram-
kværnda má helzt nefna til spí-
talans 150 þús., til Gagnfræða-
skólans 230 þús., til Kvennaskól-
ans 50 Jrús, og til Matthíasarbók-
hlöðu 50 Jrús.
Helztu tekjuliðir eru Jiessir:
Skattar af fasteignum 199 þús.,
tekjur af fasteignum 97 þús.,
ýmsar tekjur, Jrar á meðal þátt-
taka bæjarstofnana í rekstri
kaupstaðarins og skattar af ríkis-
verzlun 183 þús., framlag trygg-
ingarstofnunar og jöfnunarsjóðs
til örorkubóta 236 Jnis., hluti
bæjarsjóðs af stríðsgróðaskatti
70 þús., skattur af kvikmynda-
húsum 13 þús. og útsvör 2.287.
160.
Gjaldamegin eru þetta helztu
liðirnir:
Vextir og afborganir af föst-
um lánum 56 þús.'; stjórn kaup-
staðarins 197 þús., löggæzla 99
þús., heilbrigðisráðstafanir 31
þús., þrifnaður 110 þús., vegir
og bygginganrál 203 þús., til
nýrra vega 300 þús., kostnaður
(Framhald á 8. síðu).
— Upplýsingar brezks blaðs. —
Það var New York Times.sem upplýsti, að Rússar
hefðu beitt sér fyrir kröfunni um stríðsyfirlýsingu.
I London Times 7. marz sl. er skýrt frá boði stórve'ldanna Jn iggja
til San Fransisco-ráðstefnunnar, senr hefjast á 25. Jr. m. Eru þar
taldar upp 45 Jijóðir, sem taldar eru „hæfar“ til þátttöku og er
ISLAND EKKI Á MEÐAL ÞEIRRA. Er þar með ljóstaðuppleynd
islenzku ríkisstjórnarinnar um Jietta abriði, en frá henni hefir ekk-
ci’t heyrzt, hvorki um þetta atriði né stríðsyfirlýsingarmálið fræga.
Verður þó vai'la sagt, að ríkisstjóirnlin sé spör á birtingar fréttatil-
kynninga, jafnvel um hina ómerkilegustu hluti.
Verður skortur á
útsæði í vor?
Blaðið hefur komið að máli
við Edwald Malmquist, garð-
yrkjuráðunaut bæjarins, og
spurst fyrir um útlit með nægi-
legt útsæði til kartöflusáningar
á þessu vori. ,,Það er mikill
hörgull á útsæðiskartöflum,“
sagði Malmquist, ,,en hins vegar
eru erlendar kartöflur væntan-
legar til landsins um næstu mán-
aðarmót. Verða það bæði matar-
og útsæðiskartöflur. Nokkur
hætta er á því, að þetta útsæði
komi ekki nægilega snemma
hingað norður til þess að það
verði nothæft til annars en mat-
ar. Með tilliti til þess væri mjög
æskilegt, að þeir sem nú eiga
kartöflur, sem hæfar eru til út-
sæðis, notuðu þær ekki til mat-
ar heldur létu þær af hendi við
Jrá, sem skortir útsæði. Matar-
kartöflur verður áreiðanlega
hægt að fá. Ég er fús til að vera
milligöngumaður með þetta og
vona að menn skilji nauðsyn
þessa og bregðist vel við."
Hinn 1. marz var skýrt frá því
hér í blaðinu, samkvæmt brezk-
um og amerískum útvarpsfregn-
um, að íslenzku ríkisstjórninni
hefði borizt orðsending frá
Krím-ráðstefnunni, þess elnis, að
íslendingar mundu fá sæti á San
Fransisco-ráðstefnunni, ef þeir
yrðu búnir að segja iýlöndul-
veldunum stríð á hendur fyrir 1.
marz. Jafnframt. var Jiess getið,
að amerísk blöð teldu kröfuna
um þessi skilyiði komna frá
Rússum. Þessi blöð hafa nú bor-
izt hingað til lands og hefir fregn
Dags um þetta Jrar með verið
staðfest. Frá þessu er greint m. a.
í stórblaðinu New York Times
frá 25. febrúar. Segir þar, að
fram hafi komið á ráðstefnu
Ameríkuríkjanna í Mexico, að
krafan um stríðsþátttöku ýmsra
þjóða, áður en Jneim væri boðið
til San Fransisco, liafi komið frá
Rússum. Þessar upplýsingar taka
af allan efa um það, hver hafi
verið afs.taða kommúnistanna
hér til Jressa stríðsyfirlýsingar-
máls. Blöð Framsóknarflokksins
hafa haldið því fram, að komrn-
únistar hafi viljað gera ísland að
stríðsaðila. Til þess að fá fulln-
aðarsönnun í málinu hefir þess
verið krafizt, að öll gögn Jrví við-
víkjandi verði birt almenningi.
Fyrir atbeina kommúnista í rík-
isstjórninni hefir það ekki verið
gert, en í krafti þeirrar ósvífnu
leyndar, sem stjórnin hefir
spunnið um málið, afneita þeir
afstöðu sinni og þora ekki við
hana að kannast.
En saga konnnúnista í utan-
ríkismálum er slík, að ekki Jrarf
lengur að „dæma þá eftir líkum“
í Jressu máli, jafnvel Jrótt þeim
takizt að halda gögnum málsins
leyndurn enn um hríð. Afstaða
þeirra í þessu máli markast af
undirlægjuhættinuín við Rússa.
Þetta er engin nýjung um stefnu
þeirra í utanríkismálum. Meðan
griðasáttmáli Rússa og Þjóð-
verja var í gildi nefndu þeir
styrjöldina milli vestrænu lýð
ræðisríkjanna og nazistanna
„auðvaldsstríð". — í nóvember
1939 gerði formaður flokksins,
núverandi menntamálaráðherra,
þessa grein fyrir hinum stríðandi
aðilum: ,,Þó að þýzki nazisminn
sé erkióvinurinn á núverandi
tímabili, má ekki gleyma hinu,
að brezka auðvaldið er sterkasti
óvinurinn.“
Þegar setuliðsvinnan hófst hér
á landi fjandsköpuðust kommún-
istar við því. „Ekkert handtak
sem unnið er fyrir hinn brezka
innrásarher, er þjóðinni í hag,
þvert á móti, þau eru henni öll
í óhag“, skrifaði ritstj. Þjóðvilj-
ans 31. jan. 1941. Þá var þýzk-
rússneski sáttmálinn enn í gildi.
Bretar stóðu einir í baráttunni
við nazismann.
í siglingamálum íslendinga
markaðist stefna kommúnjsta
af þýzk-rússneska sáttmálanum.
Þá fjandsköpuðust þeir við
flutningi á íslenzkum matvælum
til hinnar stríðandi brezku þjóð-
ar. Hinn 18. marz birti Þjóðvilj-
inn svohljóðandi fyrirsögn:
Þjóðin heimtar að Englandslerð-
um togaranna sé hætt. í næstu
blöðum Þjóðviljans var því hald
ið fram, að senda ætti íslenzk
fiskiskip til Newfoundlands og
gera Jrau út þaðan. Einn komm-
únisti lagði þá til í Þjóðviljan-
um, að Rússum yrði sendur fisk-
urinn, enda mundu Þjóðverjar
óðara leyfa það í krafti vináttu-
sáttmálans.
Þegar herverndarsáttmálinn
við Bandaríkin var á döfinni og
fyrir dyrum stóð, að ísland yrði
ein hin þýðingarmesta hernaðar-
stöð í orrustunni um Atlantshaf-
ið, fjandsköpuðust kommúnistar
gegn Jrví að sú aðstaða yrði veitt
og greiddu loks atkvæði gegn
sáttmálanum á þingi. Á því saina
þingi vildu þeir að Rússar vrðu
beðnir um að taka ábyrgð á sjáll-
stæði íslands og hafa síðan klifað
á nauðsyn þess í tíma og ótíma.
Sú ábyrgð mundi hafa leitt til
Jress, að Rússar hefðu fengið hér
hernaðarbækistöðvar. Það er
óþarfi að taka það. fram, að mál-
gagn kommúnista hér var í öllu
á sömu „linu“ og móðurskipið í
Reykjavík.
(Framhald á 8. síðu).