Dagur - 12.04.1945, Síða 2

Dagur - 12.04.1945, Síða 2
2 D A © U R Mestu framfaraár ísl. landbúnaðar Fimmtudaginn 12. apríl 1945 ERLEND TIÐINDI: VESTRÆNT OG AUSTURLENZKT LÝÐRÆÐI Atburðirnir í Rúmeníu j Það orkar ekki tvímælis, að langsamlega stórstígasta fram- faratímabil í landbúnaðarsögu þjóðarinnar eru árin 1927— 1942. Gildir þetta bæði um aukna tækni og aukna fram- leiðslu. Sú raunalega staðreynd blasir þó við, að einmitt á þessu tímabili fækkaði fólki í sveitum úr 52 þús. niður í 46 þúsund. Á kyrrstöðutímum hefði af- leiðing fólksfækkunar í sveitum hlotið að verða á þá lund, að bú- stofn bænda og framleiðsla hefði dregizt saman. Þessi hefir þó ekki orðið reyndin að þessu sinni, þvert á móti hefir fram- leiðsla landbúnaðarins stórauk- izt þrátt fyrir minnkaðan vinnu- kraft. Auknar framfarir og auk- in tækni í sveitum hafa gert miklu meira en vega upp á móti fólksfækkpninni. Árið 1927 vom taldir 29 þús. nautgripir í land- inu, en 1942 voru þeir taldir 41 þúsund. Á 15 árum hefir þeim því fjölgað um 12 þúsund eða yf- ir 40%. Á þessu tímabili hefir skæð pest herjað sauðfjárstofn- inn, og þó hefir sauðfjáreignin nokkurn veginn haldizt við. Uppskera garðávaxta hefir tvö- faldazt og uppskera grænmetis i gróðurhúsum margfaldazt. Töðumagn hefir um það bil 'tvöfaldazt á þessum tiltölulega fáu árum og heyvinnuvélar a. m. k. tífaldazt á sama tíma. Þá hafa miklu meiri byggingafram- kvæmdir átt sér stað en á nokkr- um jafnlöngum tíma áður og þannig mætti lengi telja. Þegar á allt þetta er litið, er það alveg undarlegt, hve miklu fáliðaðir bændur hafa getað af- kastað á undanförnum árum, en þeir gera heldur ekki kröfu um 8 stunda vinnudag og húsfreyj- urnar þaðan af síður! En á þetta er sjaldan minnst í samanbuiði á kaupgjaldi sveitabænda og verkamanna kaupstaðanna. Það er ekki tilviljun ein, að framfarir í landbúnaði hafa orð- ið mestar á árunum 1927—1942. Þetta tímabil fellur saman við yfirstjórn Framsóknarflokksins á málum landbúnaðarins. Þar mættist framfaraáhugi bænd- anna og velvilji og skilningur þingflokksins á málefnum sveit- anna. Það var því í alla staði eðlilegt, að vaxtarþróun sveit- anna yrði mest á þessu árabili. Þetta hafa bændur líka skilið til fullnustu, og þess vegna hafa þeir að mestu fyllt Framsóknar- flokkinn, og þó að ekki hafi ver- ið sparað að rægja ráðamenn flokksins í augum bænda, þá hefr það engan árangur borið. „Höfðingjar*1 hins eiginlega í- halds í Sjálfstæðisflokknum og *þjónar erlends valds í kommún- istaflokknum hafa löngum lagst á eitt með að beita þessum rógi. Látum svo vera, því að það þurfti engum að koma á óvart. Hitt er enn fyrirlitlegra, þegar menn úr flokki bænda ganga á mála hjá andstæðingum þeirra í því skyni að blekkja bændur og villa um fyrir þeim undir yfir- skyni bændavináttu. Þessa mála- menn er stundum illt að varast fyrir hrekklausa stéttarbræður þeirra, Áð vísu eru þeir sjald- gæfir, en þó eru þeir til og hafa jafnvel komizt í trúnaðarstöður. En yfirleitt eru bændur stað- ráðnir í því að láta hvorki póli- tíska æfintýramenn né vikapilta íhaldsins ná nokkurs fangstaðar á sér. Þeir eru fastráðnir í því að beita sér fyrir málefnunr og nrálstað sveitanna. Sá flokkur er Framsóknarf lokkurinn. ★ Þrátt fyrir allar þær umbætur og framfarir, sem orðið hafa á sviði landbúnaðarins á tveim síðustu áratugum, fer því þó fjarri að nokkru lokatakmarki sé náð. 1 hverju atriði blasa við vaxtarmöguleikar þessa atvinnu- vegar og óleyst verkefni..Fram- leiðsla landbúnaðarins getur enn margfaldast. á ýmsum svið- um með aukinni tækni við rækt- un lands og heyöflun, kynbótum búfjárins og að mörgu öðru. Öll heyöflun Jrarf að fara fram á vel ræktuðu, véltæku landi, eins og Framsóknarflokkurinn berst fyrir að hrundið verði í framkvæmd á næstu árunr. Margvíslegar nýjungar Jrurfa að ryðja sér til rúms. Skal hér af mörgum bent á eina, sem nú er til athugunar og rannsóknar meðal áhugamanna, og sem haft getur stórkostlega þýðingu og faldan ávöxt. Er það heyþurk- unaraðferð, sem talið er að taki hinum eldri aðferðum langt fram og nefnd er súgþurkun. Þessi heyverkunaraðferð er tek- in til notkunar bæði í Ameríku og í Svíþjóð og er í því fólgin, að heyið er flutt hrátt í hlöðu og þurkað þar með til gerðurn útbúnaði með því að hleypa loftstraum í gegnum það. Hér við vinnst tvennt. í fyrsta lagi verða menn óháðir veðráttu um heyþrírkun, og í öðru lagi helzt krafturinn í heyinu betur en með þeirri aðferð, sem venjulega hefir tíðkast. Síðasta þing Búnaðarfélags ís- lands hafði m. a.þessa merkilegu nýjung til merðferðar og mun hafa ákveðið að taka málið til ýtarlegrar rannsóknar, til þess að komizt verði að raun um, hvort Jressi heyverkunaraðferð getur ekki orðið okkur hagkvæm. Til Jiess Jrarf auðvitað að gera til- raunir, og verður harla fróðlegt *að vita til hvers Jrær leiða. Menn geta naumast gert sér í lmgarlund, hversu mikill léttir og vinnusparnaður yrði því sam- fara að verða óháður veðrátt- unni, þegar um heyþurrkun er að ræða, að losna við allt það stríð og allt Jrað hugarangur er því fylgir að berjast við óþurrk- ana í rigningasumrum og verða svo að lokum að sætta sig við að koma heyfengnum eftir allt amstrið í garð hálfónýtum eða meira en það. Mikið gleðiefni væri það, ef vökumönnum landbúnaðarins tækist með hjálp búvísinda að losa menn við þetta stríð, sem háð hefir verið oft nreð stuttu millibili í þúsund ára landbúnaðarsögu ís- lands. Aukin tækni í þágu landbún- aðarins er mjög mikils virði og er því sjálfsagt að efla hana eftir föngum. En bætt vinnubrögð eru ekki nóg. Það þarf á ýnisan hátt að gera sveitirnar vistlegri en ennþá er orðið. Það þarf að hraða byggingaframkvæmdum og bættum húsakynnum, þar sem þeirn ennþá er ábótavant. Það þarf að vinna bug á ein- angrunni með bættum samgöng- um, bættum farartækjum og símalagningum, og umfram allt þarf að vinna ötullega að raf- magnsmálum sveitanna, til þess að útiloka kuldann og myrkrið óg létta undir með heimilisstörf- in. Þéttbýli í sveitum á að auka, þar sem hentar bezt. Félags- og skemmtanalíf Jrarf að efla eins og föng eru til. Stefna ber í þá átt að gera sveitalífið að fjöl- breytni, ánægju og þægindum sem líkast því og í kaupstöðun- um, án þess Jró að skuggahliðar kaupstaðalífsins fylgi Jiar með. Þetta er hið eina, sem hamlað getur á móti fólksstraumnum úr sveitunum til kaupstaðanna. ★ Nú kunna einhverjir trúar- sterkir menn að spyrja: Hvað er verið að bollaleggja um allt þetta, Jregar blessuð ríkisstjórnin hefir í málefnasamningi sínum lofað „nýsköpun“, jafnt á sviði landbúnaðarins sem annars staðar? Þar til er því að svara, að bændur eru ekki sterktrúaðir á ,,,nýsköpun“ stjórnarinnar og treysta hvorki á Kveldúlf eða klíku komnrúnista sér og nrálum sínum til fulltingis. Þeir atburð- ir, er gerzt hafa í vetur, eru held- ur ekki vel fallnir til að styrkja trúna á þessa aðila. Bændur gáfu eftir 9.4% af verðlagi landbún- aðarafurða á síðasta hausti í trausti þess, að tilsvarandi lækk- un færi fram á öðrum sviðum. Síðan hefir stjórnin og flokkar lrennar jafnt og þétt unnið að hækkun kaupgjalds í landinu og þar með aukningu dýrtíðarinn- ar, sem girðir fyrir alla nýsköp- un atvinnuveganna. Á Alþingi voru flest stórmál landbúnaðar- ins annað hvort drepin eða þeim vísað frá. Þessi er nú reynslan af nýsköpunar-plötuslættinum frá því í haust. I annan stað hefir svo land- búnaðarfræðingur kommúnista, sex þúsund kr. skáldið, H. K. Laxness, skrifað nýja grein í Tímarit máls og menningar. Samkvæmt búvísindum hans borgar sig ekki að heyja, ef ekki fást 100 þurheyshestar eftir manninnn á dag, eða 200 hestar eftir karl og konu. Þá stendur skáldið á því fastar en á fótun- um, að matvælaframleiðsla bænda, sem á markaðinn kemur, sé óæt öllunr siðuðunr mönnurn, en ekki lreldur þó skáldið því fram, að hún sé „hreinn skítur“, heldur eitthvað blandaður eftir orðaskýringu Björns Sigfússon- ar. Með slíkri fyrirlitningu lítur H. K. L. túnræktina í sveitum landsinsy að hann velur túnun- um hið smekklega nafn „túðr- ur“. Loks fræðir H. K. L. lesend- ur sína, á því, að mesti búvís- indamaður á Norðurlandí vilji aðeins láta nota við landbúnað- arvinnu hin söinu verkfæri og notuð voru á íslandi á 10. öld! Það er engin ástæða til, að bændur og aðrir landbúnaðar- vinir treysti þeim mönnum fyrir Meðal erlendra blaðamanna og stjórnmálamanna er nú mjög rætt urn nauðsyn Jress, að góð samvinna takizt með vestrænu lýðræðisríkjunum og Sovét-Rúss- landi eftir stríðið. Hinar daglegu blaða- og útvarpsfréttir bera með sér, að ýmsar snurður eru á þræðinum, og ekki verður enn séð hvernig takast muni að binda band trúnaðar og hreinskilnis vinfengis í milli stórveldanna. Hinn 25. marz sl. birtist athyglis- verð grein um Jiessi mál í hinu frjálslynda, brezka blaði „The Observer", og er þar gripið á Jrví meininu, sem djúpstæðast er, og líklegt til Jiess að reynast erf- iðast í sambúðinni. Það er' hin minsmunandi merking, sem Vesturlandabúar og Rússar leggja í orjðið ,,lýðræði“. Atburð- irnir í Rúmeníu, sem gefa blað- inu tilefni til Jress að ræða þessi mál, en þar urðuð svo sem kunnugt er, stjórnarskipti ný- lega. Stjórn Radescu hrökklaðist frá völdum, en Rússar komu á fót „lýðræðisstjórn“ á sína vísu, en Radescu flúði á náðir brezka sendiherrans og baðst ásjár, þar sem setið væri um líf sitt. Dr. Groza myndaði nýju stjórnina, með aðstoð Vyshinsky, aðstoðar- utanríkisráðherrá Rússa. Segir svo í greininni m. a.: „Meðan Vyshinsky, aðstoðar- utanríkisráðherra Sovétstjórnar- innar dvaldi í Rúmeníu hélt hann margar ræður, sem eru þess virði, að þeim sé veitt at- hygli. Hann lagði einkum áherzlu á, að með myndun Groza-stjórnarinnar hefði verið brotið blað í sögu landsins. Hann skoraði á þjóðina, að fylkja sér um stjórnina og bætti við: „Munið það ævinlega, að við hlið þjóðar ykkar, sem telur 18 milljónir, stendur sterkt ríki, sem telur 190 milljónir". Sérstaka athygli vekja ummæli Vyshinskys um réttindi stjórnar- andstöðunnar og lýðræðisins. í ræðu, í Búkarest, liinn 9. marz, sagði hann m. a.: „Það væri misskilningur að ætla, málefnum sínum, sem á þenna veg tala og breyta. Hitt vita þeir aftur á móti fullvel, að þing- flokkur Framsóknarmanna hefir af heilum hug stutt landbúnað- arframfarir með ráðum og dáð síðustu tvo áratugi og að á því verður áframhald í enn stærri stíl en áður. En til þess að stuðn- ingur Framsóknarflokksins við landbúnaðinn komi að fullum notum og beri tilætlaðan árang- ur, þurfa bændur og allir frjáls- huga menn að fylkja sér einhuga um llokkinn og efla hann til nýrra og aukinna átaka, ekki að- eins á sviði landbúnaðarmál- ann, heldur hvarvetna annars staðar þar sem þörf er viðreisn- ar og umbóta til fullkomnara og betra lífs þjóðarheildarinnar og einstaklinga hennar. að myndun Groza-stjórnarinnar hafi tekizt án þess að ýms and-lýðræðis- leg þjóðfélagsöfl reyndu að sporna í móti. Aðalhlutverkið í þessari and- stöðu léku hinir svonefndu sögulegu flokkar, réttara væri að nefna þá for- tíðarflokka og ennþá betra að kalla þá flokka, sem tilheýra skjalasöfnum eða ruslakistum. Eins og kunnugt er, bauð dr. Groza fulltrúum þessara flokka að taka þátt í stjórnarmynd- uninni við sömu skilyrði og þau, sem i gildi voru þegar þessir flokkar höfðu leiðsögu rikisins með höndum, en til- boð dr. Groza var miðað við það, að þeir fengju aðstöðu í stjórninni, sem væri í samræmi við núverandi að- stöðu þeirra í rikinu. En þeir höfnuðu þessu tilboði og dróu sig í einangrun. Rúmenskt lýðræði varð sigursælt .... Til þess að tryggja og efla í sessi þau lýðræðisöfl, sem komu þessu í kring, er aðeins eitt ráð: Að láta ekki glepjast af umræðum um „lýðræði“. Slíkar umræður gerast nú tíðar. Blekkingar-lýðræðissinnar eru manna hættulegastir, og þá verður að forðast". í ræðu, í Cluj, hinn 13. marz, vék Vyshinsky aftur að þessu atriði og sagði: „Groza-stjórnin er réttilega nefnd stjóm allra lýðræðissinna, þvl að að- eins þeir, sem engan rétt hafa til þess að kalla sig lýðræðissinna, eru í stjómarandstöðu". Því næst gerði hann eftirfarandi skilgreiningu á „lýðræði". „Lýðræðismenn eru þeir, sem vinna fyrir fólkið og em reiðubúnir að fórna lífi sínu fyrir það, ef með þarf — starfa fyrir bændur, verka- menn og menntamenn, og alla þá, sem með starfi skapa þau verðmæti, sem þeir eiga fyrsta rétt á að nota“. 'Um þessa skilgreiningu segir „Observer“: „Á vestrænan mælikvarða er þetta ekki skilgreining á lýðræði. Það er líkara því, að vera skil- greining á einræði öreiganna. Meðal lýðræðisríkjanna í vestri er það talið til kjarnans í lýðræð- inu, að ríkjandi sé frelsi ti! stjórnarandstöðu og frjálsrar samkeppni margra flokka um at- kvæði allrar þjóðarinnár (þar með taldar mið- og efristéttirn- ar). Skylt er að játa, að í einu til- felli hefir Sovétstjórnin ekki vé- fengt Jiessa vestrænu skilgrein- ingu lýðræðisins. Í .Finnlandi eru nýlega um garð gengnar kosningar, þar sem þátttöku- frelsi var jafnt fyrir „lýðræðis- bandalagið", sem kommúnistar réðu yfir og samsvarar „Jijóðlega lýðræðisbandalaginu" í Rúmen- íu, sem styður Groza, — og hina gömlu ,,sögulegu“ flokka. Úrslit- in sýna, að 3/4 kjósendanna í Finnlandi fylgja „sögulegu" flokkunum. Sovétstjórnin leyfði frjálst lýðræði í finnsku kosning- unum og það er þakkarvert. En enginn skyldi láta Jiað dragar úr ummælum Vyshin- skys, því að þau eru þung á met- (F.ramhald á 3. síðu).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.