Dagur - 12.04.1945, Qupperneq 3
Fimmtudaginn 12. apríl 1945
DAGUR
S
Af sjónarhóli Norðlendings
„Skipið er nýtt, en skerið er
hró....“
Það er orðið langt síðan að
nokkur félagsskapur hefir
minnst ríkisstjórnarinnar á þann
veg, að tiltækilegt þætti að birta
frásögn um það í útvarpi. í þessu
efni er orðin mikil breyting á,
því að á sl. hausti var þetta al-
gengt útvarpsefni. Traustsyfir-
lýsingum og blessunarorðum
rigndi þá yfir stjórnina úr ýms-
um landsfjórðungum. Margir
lögðu trúnað á loforðin um ný-
sköpun og allsnægtir fyrir alla.
Stjórnin var í þeirra augurn eins
og nýtt skip, sterkt og burðar-
mikið, en dýrtíðin og öngþveitið
í fjármálum og atvinnumálum
tildur eitt og hró, sem mundi
fljótlega láta undan, er stjórnin
léti nýsköpunargamminn geysa
fram. „Skipið er nýtt, en skerið
er hró, og skal því undan láta“,
var orðtak þeirra tíma. Síðan eru
liðnir margir mánuðir. Stjórnar-
fleytan er farin að veðrast og
gljáinn á nýviðnum er farinn að
láta á sjá. Þakkarorðin eru
hljóðnuð, en skerið stendur enn
og er nú hærra úr sjó en fyrr.
Dýrtíðin hefir aldrei verið nreiri
og útlitið í fjármálum ríkisins
aldrei óglæsilegra.
Það er því ekki nema vonlegt,
að þeir sem mestar vonir bundu
við loforðin um nýsköpun og
allsnægtir séu farnir að verða
nokkuð langeygir eftir því, að
stjórnin láti .nýsköpunargamm-
inn geysa á skerið, og láti skera
úr um það hvort „muni undan
láta“. Það er’ heldur ekki ólíkt-
legt, að ráðamenn á stjórnar-
fleytunni telji sig þurfa að gefa
þjóðinni eitthvað meira en lof-
orðin tóm, og að ekki muni út-
gerðin verða arðbær öllu lengur
fyrir tilstilli þeirra.
Andxómantískur gamanleikur.
Við erum nú komnir það langt
fram á árið 1945, að farið er að
hilla undir bæjarstjórnarkosn-
ingar í kaupstöðum landsins í
byrjun næsta árs. Það er hætt
við því, að háttvirtir kjósendur
muni þá.heimta einhverjar efnd-
'ir á nýsköpunarloforðunum áð-
ur en þeir varpa atkvæðum sín-
um á stjórnarflokkana. Stjórnar-
blöðin eru þess vegna þegar
byrjuð að svipast um eftir ein-
hverju af því tagi, sem líklegt
væri að halda flokkum þeirra á
floti, meðan siglt er yfir ólgusjó
kosninganna. Það verður að
virða þeim það til vorkunnar, að
ekki er um auðugan garð að
gresja, enda hafa tveir flokkarnir
þegar gripið dauðahaldi í sama
flothylkið, og vill hvorugur
sleppa. Þessi viðuréign stóð fyrir
skemmstu í Morgunblaðinu og
Þjóðviljanum og var skopleg fyr-
ir margra hluta sakir og ekki
alls ófróðleg. Raunalegast hlýtur
það að hafa verið, að þetta ný-
sköpunarflothylki var alls ekki á
flot komið frá stjórnarskútunni
heldur frá fyrrverandi ríkis-
stjórn. Það var hún, sem samdi
um kaupin á Svíþjóðarbátunum
áður en stjórnarsamvinnan
hófst, á ofanverðu sl. surnri, og
smíði bátanna er því alls engin
„nýsköpun" fyrir anda eða til-
vei'knað stjórnarsáttmálans. En
hestinn munar um pundið, þeg-
ar hartn er þreyttur. Svíþjóðar-
bátarnir eru orðnir eina hald-
reipi komnxúnista og sjálfstæðis-
rnanna í undirbúningi bæjar-
stjórnarkosninganna í Reykja-
vík. Báðir þakka sér og báðir
ákæra hinn aðilann fyrir að hafa
,,snuðað“ Reykjavík um sinn
réttláta skerf af ávöxtunum.
viðureign blaðanna um það,
hvort stefna Sjálfstæðisflokksins
í bæjarmálum Reykjavíkur hafi
verið „lífæð“ höfuðstaðarins eða
„lind dauðans", nálgast það að
vera and:rómantískur gaman-
leikur, á borð við skemmtun þá,
er reykvískir menntaskólanem-
endur buðu landsmönnum upp
á í útvarpi fyrir skemmstu.' Þar
gerði hinn aldni gráskeggur
Beinard Shaw, gys aðrómantísku
hermennskunnar, einknnisbún-
inganna og glysgirninnar. Viður-
eignin um Svíþjóðarbátana er
raunverulega ekkert nema spott
um rómantísku nýsköpunarinn-
ar, sem er eins og nýju fötin
keisarans. Þar er allt innantómt
þegar til á að taka.
„Tilgangur stjórnarsamvlinn-
unnar“.
En það kemst margt skrítilegt
upp þegar hjúin deila. í sam-
bandi við þessa sýningu á eyði-
mörk nýsköpunarinnar flutti
Morgimblaðið fróðlegan pistil
um „tilgang stjórnarsamvinn-
unnar“. Þar segir: „Þjóðvilja-
mönnum gagnar ekki að segja,
að þeir séu einungis í samvinnu
um ríkisstjórn, en ekki bæjar-
stjórn. Öllum er vitað, að meðal
helztu forustumanna um stjórn-
arsamvinnuna eru einmitt sum-
ir hinna atkvæðamestu manna í
bæjarstjórn. Fyrir þessum mönn-
um vakir, að án náíns samstarfs
ríkis og bæjar, muni erfitt að
forðast hér erfiðleika og öng-
þveiti áður en langt um líð-
ur... ."
Þetta eru ekki alls ófi'óðlegar
upplýsingar, til dæmis fyrir þá,
sem úti um land búa og eru nú
að reyna að mynda samtök til
varnar gegn yfirgangi Reykja-
víkurvaldsins á sviði atvinnu-,
verzlunar- og menningarmála.
Það er samvinna ríkis og bæjar
(ekki bæja eða sveita) sem er að-
alatriðið. Nýja stjórnin átti að
veiða eins konar ríkisbæjar-
stjórn. Til þess voru refirnir
skoi'nir. Upplönd liöfuðstaðar-
ins, skattlöndin og „útskæklarn-
ir“ voru ekki með í taflinu. Það
voru bærinn og fíkið sem ætluðu
að taka höndum saman og hefja
nýsköpunina.
„Nýja-Ameríka“.
Eg gat þess fyrir skemmstu, að
í undirbúningi brezku þjóðar-
innar til friðaráranna gætti nú
rnjög ráðstafana í þá átt, að
dreifa atvinnufyrirtækjum, iðn-
aði og fólki .um byggðir lands-
ins, og jafna aðstöðuna til þess
að lifa í ýmsum landshlutum. Eg
saknaði Jxessa atriðis xir nýsköp-
unarprógrammi íslenzku ríkis-
stjórnarinnar og gat þess til, að
hún mundi engan skilning hafa
á mikilvægi þessa atriðis og enga
stefnu hafa í Jxví, nema þá, sem
þegar væri komin í ljós — einok-
un allra framkvæmda í höfuð-
staðnum og einbeiting allra
stjórnarathafna við hagsmuni
Jxess bæjarfélags. Þarf nú ekki
lengur vitnanna við um þetta
atriði, Jxar sem Morgunblaðið
gefur til kynna, að um þetta hafi
beinlínis verið samið af stjórnar-
flokkunum.
Frá sjónarhóli Jxeirra, sem lxúa
úti um land má segja, að eftir
þessar upplýsingar sé vandalaust
að skera úr í deilunni um „lífæð
Reykjavíkur" og „lind dauðans".
Stefna stjórnarflokkanna er
áreiðanlega „lífæð Reykjavíkur",
því að hún miðast öll við hags-
muni bæjarins, en hún er jafn-
framt „lind dauðans" fyrir alla
aðra staði á landi hér. Þar á
kyrrstaðan að aukast til þess að
Reykjavík geti haldið áfram að
gegna því hlutverki, sem borgar-
stjórinn þar lýsti í ræðu fyrir
skemmstu, en það var, að taka
við fólki úr örbirgðinni úti á
landi, líkt og Ameríka tók við
innflytjendum héðan, þegar ísar
og hungur herjuðu á byggðii
landsins. „Nýja-Ameríka“ verð-
ur nýsköpun emígrantanna. Það
er boðskapur stjórnarsáttmálans.
N orðlendingur.
ERLEND TÍÐINDI.
(Framhald af 2. síðu).
unum. Hann er sá aðstoðarutan-
ríkisráðherra Sovétstjórnarinnar,
sem fer með Evrópumál. Hann
var þátttakandi í Yalta-ráðstefn-
unni. Hann verður ekki talinn
léttvægur. Orð hans eru auk þess
studd af^stefnu Sovétstjórnarinn-
ar víðar en í Rúmeníu, því að
ekki er hægt að kalla stjórnir
þær, sem komið hefir verið á í
Póllandi, Búlgaríu, Júgóslafíu
og Albaníu lýræðisstjórnir,
nema með því að nota skilgrein-
ingu hans.
Það væri þó einskis nýtt að
deila um skilgreiningar. Þótt.
Sovétstjórnin leggi aðra, og
stundum öfuga, merkingu í orð-
ið „lýðræði“ við það, sem tíðkast
í hinum ensku mælandi heimi,
hefði það aðeins gildi í fræðileg-
um deilum, ef ekki væri sú stað-
reynd, að Yalta-^áttmálinn hefir
gert þetta orð, „lýðræði", að
meginatriði samkomulags stór-
veldanna þriggja um Evrópu.
Og þetta gefur hinum mismun-
andi skilgreiningum orðsins
mjög mikla pólitíska þýðingu.
í Yalta-sáttmálanum skuld-
bundu stórveldin þrjú sig til
þess, að aðstoða sameiginlega
þjóðir Evrópu, bæði þær, sem.
leystar eru undan oki nazismans
og hinar, sem eru sigraðir
Bandamenn Hitlers „til þess að
leysa á lýðiræðislegan hátt hin
aðkallandi fjárhagslegu og póli-
tísku vandamál. . . . “ „til þess að
stofna innlendar ríkisstjórnir,
sem séu á breiðum grundvelli
fulltrúar fyrir öll lýðræðisleg
öfl.“ Þetta orð „lýðræðislegur",
var notað á sama hátt í sam-
komulaginu í Yalta um Pól-
landsmálin og um Júgóslafíu.
Það er því ekki hægt að komast
hjá því, að renna grun í, að
árangur Yalta-ráðstefnunnar að
þessu leyti hafi ekki verið sam-
komulag, heldur misskilrting-
ur........
Yalta var þriðja tilraunin til
þess að finna samkomulags-
grundvöll fyrir stórveldin Jxrjú.
Fyrsta tilraunin var gerð með
brezk-rússneska bandalagssátt-
málanum. Megináherzla var þar
lögð á afskiptaleysi af innanríkis-
málum þriðja aðilans, (annarra
Evrópuríkja). Þetta atriði reynd-
ist ekki framkvæmanlegt. Önn-
ur tilraunin, aldrei staðfest í sátt-
mála, var Teherantímabilið. þar
sem gert var ráð fyrir sérstökum
áhrifasvæðum. Það varð til þess
að tefla í tvísýnu góðri sam-
vinnu Bandamanna. Þriðja til-
raunin er Yalta-samkomulagið
um stofnun „lýðræðis“ í hinum
ýmsu löndum.
Það er því hin mesta nauðsyn,
að samkomulag verði um eina,
glögga skilgreiningu á þessu
sögulega orði“.
Það er fróðlegt, að) bera þessi
ummæli hins brezka blaðs og
hins rússneska ráðherra, saman
við afstöðu kommúnistanna hér
til lýðræðis. Nýjasta „taktik"
Jxeirra, er að kalla Framsóknar-
menn nazista og dýrkendur
Hitlers! Áður höfðu þeir nefnt
helziu forvígismenn Breta fas-
ista, í sambandi við Grikklands-
málin. Það er gaman að minn-
ast þess nú, í sambandi við þessa
einkennilegu lýðræðisást komm-
únista, hvernig söng í þeim árin
1939—1941, meðan Rússar voru
í bandalagi við Þjóðverja. Þá var
það „smekksatriði" aðeins hvort
menn voru með nazistum eða á
móti þeim og þá prentuðu þeir
í blöðum sínum nafnalista yfir
þá rnenn, sem umgengust brezka
herinn, sem hér dvaldi, á vinsam-
legan hátt, meðan Bretar stóðu
einir í baráttunni við villi-
mennskuna.
Framvegis
tek ég ekki efni til plyseringar.
Ingibjörg Sigfúsdóttir,
Brekkugötu 5.
Quillaja-
börkur
til hreingerninga
Stjörnu Apóteh
Skíðalandsmótið fór fram á
Isafirði fyrir og eftir páskana,
hófst 29. marz og var lokið 3.
apríl. Keppendur voru 45 alls.
Þar af voru 4 frá 1. B. A. og að-
eins 1 frá 1. B. S. (íþróttabandal.
Siglufj.). Verður hér lítillega
getið um úrslit og þó frekar þær
greinir, sem þessir 5 Norðlend-
ingar tóku Jxátt í.
Samanlagt ganga og stökk:
Sigurvegari Guðm. Guð-
mundsson, í. B. A., hlaut 456,4
st., heiðursheitið Skíðakóngur
íslands" og Konungsbikarinn.
Næstur varð Jónas Ásgeirsson, í.
B. S„ eini Siglfirðingurinn,
440,1 st. í 18 km. göngu, A-
flokki, varð
1. Guðm. Guðmundss. á 77 mín 18.
sek., 240 st.
2. Sigurjón Halldórss., í. B. í., 80
mín. 32 sek.
3. Jónas Ásgeirsson 82 mín. 42 sek.
210 st.
Eyrstur varð í B-flokki Reynir
Kjartansson, í. B. R. En Reynir
er þekktur á mótum hér nyrðra
og er Þingeyingur.
Stökk, A-flokkur:
1. Jónas Ásgeirsson (stökk 25,5 og
24,5 m.), 230,1 st.
2. Guðm. Guðmundsson (stökk 23,0
og 24 m.), 216,4 st.
3. Sig. Jónsson, í. B. í. (stökk 20,5
og 21,0 m.), 194,5 st.
Svig, A-flokkur:
1. Guðm. Guðmundsson, 238,8 sek.
Svigmeistari íslands 1945.
2. Magnús Brynjólfsson, í.' B. A.,
245,0 sek.
3. Jón M. Jónsson, í. B. R., 246,2 sek.
Jónas Ásgeirsson varð sá 4. í röð-
inni þarna og 2. í röðinni í B-fl. varð
Finnur Björnsson frá í. B. A.
Slalom-bikar Litla skiðafélags-
ins — fyrir hópkeppni í svigi —
unnu fjórmenningarnir frá Ak„
sveit í. B. A.
Keppni í bruni fór’fram síð-
asta daginn og lauk svo í A-fl.:
1. Jón M. Jónsson, í. B. R.
2. Magnús Brynjólfsson, í. B. A.
3. Hreinn Ólafsson, í. B. A.
Ekki ber fréttum alveg saman
um röð keppenda í sumum
greinum og verður leiðrétt í
næsta blaði, ef hér er eitthvað
mishermt.
Víst má segja, að Norðlend-
ingarnir stæðu sig vel á þessu
móti, svo fáliðaðir, sem þeir
voru. Vegna samgönguerfiðleika
gátu Siglfirðingar ekki kornið
þangað fleiri skíðamönnum. En
á skírdag hófst skíðamót Siglu-
fjarðar og væri æskilegt að fá
fréttir af því til birtingar hér í
blaðinu — og svo fleira um
íþróttamál Siglfirðinga.
Fjórmenningarnir frá Akur-
eyri voru væntanlegir heim með
hraðferð frá Reykjavík í gær.