Dagur - 31.05.1945, Blaðsíða 4
4
DAGUB
Ritstjóri: Hmikur Snorrason.
Afgreiðslu og innheimtu annast:
Marinó H. Pétursson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 87. — Sími 166.
Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi.
Árgangurinn kostar kr. 15.00.
Prentverk Odds Björnssonar.
Nú skal kné látið fylgja kviði!
yNDANFARNA MÁNUÐI - eða allt síðan,
að fyrirsjáanlegt var orðið, að nazistarnir
þýzku mundu að lokum verða ofurliði bornir í
yfirstandandi lieimsstyrjöld — hafa kommúnistar
hér tekið þann ljóta leik að kalla höfuðandstæð-
inga sína í landinu nazista eða iasista, og allar
tilraunir til þess að koma í veg fyrir vaxandi of-
ríki sitt og yfirgang hafa þeir kallað skemmda-
starfsemi og jafnvel landráð. Ekki hefir borið á
öðru en að önnur blöð núverandi stjómarflokka
hafi — allflest a. m. k. — látið sér þennan ófélega
munnsöfnuð vel líka og hvergi hreyft andmæl-
um. Aðalmálgagn Sjálfstæðisflokksins, Morgun-
blaðið, hefir meira að segja nú alveg nýskeð tekið
mjög kröftuglega undir þetta og heimtað, að
stjórnarandstæðingum verði refsað á sama hátt
og ófriðarþjóðirnar hegna nú stríðsglæpamönn-
um. Er óþarft að taka það fram, að algengasta
refsing fyrir afbrot slíkra manna mun um þessar
mundir vera dauðarefsing eða æí ilöng fangelsis-
vist. Fer þá að gerast alláhættusamt að vera í
stjórnarandstöðu, eða gagnrýna gerðir yfirvald-
anna hér á voru landi íslandi, ef þessar tillögur
blaðsins gefa rétta mynd af hugarfari og fyrir-
ætlunum húsbænda þess. Engin ástæða er raunar
til þess að ætla, að hér sé aðeins um venjulegar
„fjólur“ að ræða, svo oft og greinilega sem blaðið
hefir slegið á þessa strengi nú upp á síðkastið.
Upphrópanir um siðleysi, skemmdastarfsemi og
landráð og kröfur um „viðeigandi gagnráðstaf-
anir“, ritskoðun, höft og bönn gegn málflutningi
og athöfnum andstæðinganna eru orðin dagleg
tíðindi að kalla þar á bæ, engu síður en í Komm-
únistablöðunum sjálfum.
þESS SJÁST nú ýmis sólarmerki, að stjórnar-
liðið ætli ekki lengur að láta sitja við orðin
tóm í þessum efnum, en hugsi til róttækra fram-
kvæmda, áður en langt um líður. Nú á að beita
stjórnarandstæðinga atvinnukúgun og neyta
valdaaðstöðunnar til þess að svipta þá opinberum
störfum. Og raunar ekki aðeins þá, sem sjálfir
eru berir að því að gagnrýna stjórnina og neita
opinskátt að láta beita sér.í blindri auðmýkt fyrir
sigurvagn hennar, heldur einnig ættingja þeirra,
vini og venzlamenn! Þeim, sem kynnu að efast
um, að hér sé rétt frá skýrt, skal ráðlagt að lesa
t. d. aðalritstjórnargrein „Þjóðviljans“ frá 24.
þ. mán. Þar stendur skýrum stöfum: „Ríkisvaldið
er nú 'í höndum stjórnar, sem studd er af öl'lum
andstöðuöflum Framsóknarflokksins, og virðist
því með öllu ástæðulaust að láta Framsóknar-
menn vasast í þeim störlfum, sem ríkisvaldiinu til-
heyra.“ Hér þarf sannarlega ekki að kvarta yfir
því að talað sé undir rós eða í hálfkveðnum vís-
um. Krafan um atvinnukúgun gegn pólitískum
andstæðingum verður naumast ótvíræðar orðuð
en þetta né heldur þarf hún nánari skýringa við.
gAMKVÆMT NF.FNDRI aðalritstjórnargrein
stjórnarblaðs þessa skal herferðin hafin með
því, að víkja formanni Viðskiptaráðs, Svanbirni
Frímannssyni, frá störfum. Hann er borinn þeim
sökum, að undir forystu hans gangi Viðskiptaráð
á forgangsrétt Reykvíkinga til innflutnings í
landið, einkum að því er við kemur byggingar-
vörum: „Reykvíkingar hafa hlutfallslega meiri
þörf fyrir byggingarefni en aðrir landsmenn,"
stendur þar, því -að aðrir landshlutar (þ. e. „út-
skæklarnir" á máli Morgunblaðsins!) „þurfa að-
eins að sjá um endurbyggingu og viðhald húsa
fyrir það fólk, sem þar hefir dvalið, en Reykja-
vík verður auk þess að sjá á annað þús. nýrra
íbúa fyrir húsnæði ár hvert." — En þyngsta sök
B AGUR
í'immtudagur 31. maí 1945
HRYÐJUVERK NAZISTA
Þessi mynd er frá fangabúðum Þjóöverja í Nordhausen. Þar fundu Banda-
menn fleiri hundruð fanga, sem höfðu látist af hungri o£ illri meðferð. Aðrir
voru aðfTamkomnir og deyjandi. Á meðal fanganna voru konur og börn. —
Ameríski herinn skipaði borgurum í bænum Nordhausen að grafa hina dauðu
að kristinna manna sið. Myndin sýnir þýzka borgara við þau störf.
Nýjar tillögur um Listigarðinn.
ÍUTÁRGAN BÆJARBÚA mun hafa
tekið það sárt, þegar fréttist um
skemmdir þær, er eftirlitslaus börn
ollu í Listigarðinum okkar fyrstu dag-
ana eftir að hann var opnaður fyrir
almenning nú í vor. Garðurinn er stolt
og prýði bæjarins. Góðir menn — og
þó einkum góðar konur — hafa únnið
þar mikið og óeigingjarnt hugsjóna-
starf í þágu okkar, sem eigum kost á
að njóta sumars og sólar í skjóli og
unaði gróðursins á þessum yndislega
bletti og allra þeirra, sem eiga eftir að
koma þar í framtíðinni. Engum má að
ósekju haldast uppi að valda þar
spjöllum. Annað hvort verður að auka
garðvörzluna svo, að viðhlítandi og
öruggt megi teljast, eða banna eftir-
litslausum börnum með öllu aðgang
að garðinum. Auðvitað verður ávallt
aðalatriðið að vernda það og varð-
veita, sem fyrir er á þessum stað, ann-
ars er öllu því starfi, sem unnið hefir
verið — og unnið verður — í Lysti-
garðinum, á glæ kastað. En þetta er
þó ekki nóg. Ráðamenn bæjarins
verða einnig að sjá garðinum fyrir
nýju landrými og beita sér fyrir því,
að hann verði sem fyrst stækkaður,
ræktunin aukin og vel séð fyrir vexti
hans og viðgangi í hvívetna.
Svanbj. Frímannssonar virðist
þó vera sú, samkv. „rökfærslum"
blaðsins, að hann er „alinn upp
undir handarjaðri t'ilvonandi
forstjóra S. í. S„ Vilhjálms Þór,
og bróðir kaup'félagsstjórans við
K. E. A.“.
yELMETINN OG RAÐHOLLUR
V borgari hér í bænum kom nýlega
að máli við blaðið og skýrði frá tillög-
um sínum og bollaleggingum um
þetta efni. Hann taldi sjálfsagt, að
Lystigarðurinn verði sem allra fyrst
stækkaður til vesturs og suðurs, allt
að Búðargili. En jafnframt benti
hann'á, að garðurinn þyrfti einnig að
eignast brekkuna austan við Spítala-
veg gegnt núverandi garðstæði, allt
niður að Hafnarstræti og komast
þannig í beint samband við aðalgötu
bæjarins. Taldi hann, að þarna gæti
í framtíðinni orðið alfegursti blettur-
inn í garðinum, enda sé brekka þessi
ekki til annars betur fallin en slíkrar
ræktunar, því að hús verði aldrei
byggð á þessu svæði. Auðvelt taldi
hann að tengja þennan nýja hluta við
gamla garðinn með því að byggja
göng undir Spítalaveg eða brúa hann
á annan hátt, svo sem títt er erlendis
í sambandi við járnbrautir, og getur
slík tilhögun farið mjög vel í alla
staði. Þá minntist tillögumaður á það
í þessu sambandi, að Akureyri er nú
orðin einn mesti skólabær landsins,
að tiltölu við íbúafjölda. Taldi hann,
að nemendur skólanna þyrftu að læra
m. a. garðyrkjustörf, og væri því til-
valið verkefni íyrir þá að vinna haust
og vor að ræktun og skipulagningu
hinna nýju garðhluta, er þannig bætt-
ust við Lystigarðinn. Og ómetanlega
gæti slík starfsemi orðið mjög þýð
ingarmikill þáttur uppeldis skóla-
fólksins í framtíðinni. „Dagur“ vill
mæla sem bezt með ofangreindum til-
lögum um leið og þeim er hér með
komið á framfæri við almenning og
forráðamenn bæjarins til athugunar
og framkvæmda.
þARNA HAFA MENN ÞAÐ,
svart á hvítu: Allir þeir, sem
ekki er nægilega þægir íleppar
í skóm Reykjavíkurvaldsins og
vilja ekki skilyrðislaust heimila
því meiri rétt hlutfaMega en
„útskæklamönnunum", skulu
miskunnarlaust flæmdir frá
störfum. En einkum og sér í lagi
skulu þeir þó gjalda þess, ef þeir
eru frændur eða vinir pólitískra
andstæðinga ríkisstjórnarinnar.
Þanriig hugsa stjórnarliðar sér
hið félagslega lýðræði, mannrétt-
indi, skoðanafrelsi og jöfnuð
allra þegna hins íslenzka lýðveld-
is í framkvæmd!
Enn um Laugarskarð.
j ÞESSU SAMBANDI leyfi eg mér
enn að benda á það, að Laugar-
skarð er tilvalinn og sjálfsagður stað-
ur til þess að koma upp fögrum og
sérkennilegum lystigarði fyrir útbæ-
inga. Þessa dagana er eitthvað verið
að lagfæra kringum Andakílinn þar,
enda var sannarlega engin vanþörf á
því. En skúrarnir í gilinu verða að
hverfa sem allra fyrst, því að þeir eru
bæði til mikillar óprýði og hamla því,
að allt svæðið niður að Kaupvangs-
stræti verði strax tekið til ræktunar
og fært í það horf, sem nauðsynlegt
er fyrir útlit og sóma bæjarins. Og
svo þarf síðar meir — en þó einnig
sem allra fyrst — að loka gilinu að
ofan með myndarlegri og stílhreinni
Framhald á 9. sjðu.
Eyfirðingar minnast aldarártíðar Jónas-
ar Hallgrímssönar.
(Framhald af 1. síðu).
í dag minnist íslenzka þjóðin Jónasar Hall-
gríijissonár með ýmsu móti. Listamannaþingið í
Reykjavík er helgað minningu hans. Hér í fæð-
ingarsveit lians eru ekki tök á að minnast lista-
skáldsins svo sem vert væri.... Það eru höfuð-
snillingar íslenzkrar"tungu og bókmennta einir
færir um að gera. Við getum aðeins notið Jónas-
ar, notið lirynjandi rnáls hans og birtunnar, hlýj-
unnar og elskunnar í kvæðum hans. Við geturn
ekki skýrt þau og áhrif þeirra með orðunt. En þó
við getum þetta ekki og mig skorti bæði þekk-
ingu og orðsnilld til að ræða og skilgreina verk
Jónasar Hallgrímssonar, þá getum við Öxndæl-
ingar þó minnst ágætasta og ástsælasta sonar dals-
ins okkar með þakklátum huga og beygt höfuð í
vriðingu fyrir minningu hans....
Jónas Hallgrímsson var Öxndælingur. Hann
var fæddur hérna yfir á Hrauni 16. nóvember
1807. Foreldrar ltans bjuggu þá þar. . . .
Vorið eftir að Jónas fæddist fluttu foreldrar
hans að Steinsstöðum og bjuggu þar síðan. Þar
ólst Jónas upp, og Steinsstaði mun hann Jrafa tal-
ið hið raunverulega heimili sitt til æviloka, því
að þó hann dveldi langvistum annars staðar síðar
á ævinni, þá átti rnóðir hans þar lieima og hjá
henni og systur sinni átti hann jafnan athvarf,
þegar hann var hér á ferð. Og hvar átti maður,
sem aldrei auðnaðist að stofna sitt eigið heimili,
að kalla heima lijá sér, nerna einmitt hjá móður
sinni? „Heirna hjá mömmu, heima á Steinsstöð-
um“, hefir Jónas án efa sagt alla ævi.
. . . .Allir vita, að Jónas Hallgrímsson unni ís-
lenzkri náttúru hugástum og- hún var kærsta yrk-
isefni hans. Að hvað miklu leyti umhverfi æsku-
áranna, náttúran hér í Öxnadal ,hefir vakið þessa
ást, er ekki hægt að segja nú fyrir víst, því að
hann orti ekki mikið um æskustöðvarnar bein-
línis, eða svo sannað verði. En fullyrða rná þó,
að æskuminningar úr Öxnadal eru sterkur þáttur
í skáldskap lians. Eg tel t. d. alls engan vafa leika
á því, að hin elskulega smásaga hans, Grasaferð-
in, er byggð á endurminningum frá æsku hans á
Steinsstöðum og hefi fyrir því góðar heimildir.
í „Grasaferðinni" eru sögu-hetjurnar drengur
á fermingaraldri og fóstursystir hans, nokkuð
eldri. Þau'fara til grasa upp í fjallið fyrir ofan
bæinn. . . . Eg tel alls engan vafa á, að drengur-
inn í sögunni er Jónas sjálfur og stúlkan er ekki
fóstursystir hans, heldur raunveruleg systir og að
Jónas orti vísurnar „Sáuð þið hana systur
mína. . . .“ til hennar, þegar hann var unglingur.
Þessi systir Jónasar hét Rannveig og var fimrn ár-
um eldri en hann. Hún ólst upp á Steinsstöðum,
eins og hann, giftist þar og tók, ásamt fyrri manni
sínum, við jörð og búi af móður sinni og bjó á
Steinsstöðum ti! elli og andaðist þar. Móðir mín
ólst upp hjá henni og seinni manni hennar, og
hún var ekki í nokkrum vafa um, við hverja væri
átt í „Grasaferðinni“ og byggði það á frásögn
Rannveigar sjálfrar. . . .
Dalvísur Jónasar eru áreiðanlega kveðnar um
Öxnadal og umhverfi Steinsstaða. . . . Við Öxn-
dælingar vitum vel livar „Gljúfrabúi'! Jónasar er:
Fram af klettastalli skannnt fyrir ofan bæinn á
Steinsstöðum fellur foss. Lækurinn fellur úr;
gljúfrum eða þröngu klettagili. „Góða skarð'
með grasahnoss“ þekkjum við líka. Það er Steins-
staðaskarðið. Þar uppi«€ru fjallagrös og ef til vill
hafa Jónas og systir hans farið þangað til grasa.
. . . . En það er vitaskuld margt fleira, sem hef-
ir mótað Jónas en minningar æskuáranna. Eitt
var fornbókmenntirnar, annað það, að Jónas
naut kennslu og leiðbeininga góðra kennara í
Bessastaðaskóla. Þegar til útlanda kom opnaðist
honum nýr heimur. Þar kynntist hann heimsbók-
menntunum og heimsmenningunni og þar gat:
hann auðgað anda sinn á margvíslegan hátt. Þá
höfðu miklar frelsishreyfingar gengið yfir Norð-
urálfuna, allt þjóðlegt var í miklum metum.hjá
skáldum og menntamönnum og ættjarðarást var
rnikil. Jónas Hallgrímsson og aðrir ungir náms-
menn í Kaupmannahöfn nrðu mjög hrifnir af
frelsishugsjónum þessara tíma. Hjá þeim vaknaði
heit ættjarðarást og brennandi löngun til að
verða þjóð sinni að gagni.
.... Eg hefi nefnt örfá atriði af þeinr, er ætla
má.'að mestu lrafi valdið um þroska lrans, svo senr
uppeldi, áhrif náttúrunnar, fornbókmenntirnar,
nám lreinra og erlendis, kynni af bóknrenntunr
annarra þjóða og náttúrurannsóknir. En þyngst á
metunum verða þó meðfæddir hæfileikar og and-
ans göfgi.
.... Undir Hraundranga sá Jónas Hallgríms-
I (Framhald á 8. síðu).