Dagur - 31.05.1945, Blaðsíða 8
Fimmtud. 31. maí 1945
8
I'
AGUR
KIRKJAN. Sjómannadagsmessa á
Akureyri næstk. sunnudag kl. 11 f. h.
Zíon. Samkoma næstk. sunnudag
kl. 8.30 e. h. — Allir velkomnir.
Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað
trúlofun sína ungfrú Anna Arnadóttir,
Jóhannessonar bónda og oddvita á
Þverá í- Eyjafirði og Kjartan V. Har-
aldsson, afgreiðslumaður, B. S. O.
Hjúskapur. Laugardaginn 19. maí
voru gefin saman í hjónaband á
Möðruvöllum í Hörgárdal ungfrú
Ingibjörg Bjamey Jóhannesdóttir frá
Hellu í Skagafirði og Hallgrímur
Jónsson frá Baldursheimi í Arnarnes-
hreppi, starfsmaður Mjólkursamlags
KEA.
Sunnudaéinn 10. júní mun strengja-
sveitin, sem um getur annars staðar í
blaðinu, fara til Lauga og Húsavíkur.
Hefir hljómleika á Laugum kl. 2 e. h.
til ágóða fyrir minningarsjóð Hjálm-
ars heitins Stefánssonar, en leikur
sama dag kl. 6 síðdegis á Húsavík.
Ársrit Ferðafélagsins, 1945, er ný-
komið út. Fjallar þetta hefti um
Fljótsdalshérað og hefir Gunnar skáld
Gunnarsson á Skriðuklaustri ritað lýs-
ingu héraðsins. Ritið er forkunnar
vandað að venju. Meðlimir Ferðafé-
lags Akureyrar geta vitjað bókarinnar
til gjaldkera félagsins, Björns Þórðar-
sonar.
Vinnustofusjóði Kristneshælis hafa
borizt þessar gjafir: Frá Rósu Svein-
bjarnardóttur og Halldóri Friðriks-
syni, Hleiðargarði, til minningar um
Sigrúnu Jónsdóttur, Saurbæ, kr. 200.
Frá ónefndum, til minningar um
Helga Sveinsson, Akureyri, kr. 100.
Kr. H., áheit, kr. 50. Beztu þakkir. —
Jónas Rafnar.
,J3erklavöm“. Fundur í Verzlunar-
mannahúsinu næstk. föstudag, 1. júní.
Fundarefni: Kosning fulltrúa á Lands-
fund S. í. B. S. o. fl. Áríðandi að félag-
ar fjölmenni.
Hjúskapur. Ungfrú Indíana Krist-
jánsdóttir, Gásum, og Agnar Guð-
mundsson, Hvammi. Ungfrú Krist-
björg Ingvarsdóttir og Herbert
Tryggvason, Gefjun, Akureyri.
Sænski sendikennarinn í Reykja-
vík, Peter Halberg, er nýkominn
hingað til bæjarins. Hann mun flytja
erindi um Svíþjóð n.k. mánudagskv.
kl. 8.30 í Skjaldborg og sýna skugga-
myndir (litmyndir) frá Svíþjóð þ.
á m. af íslendingum, er þar hafa
dvalið. Sendikennarinn talar á í s-
lenzku.
Þorlákur Hallérímsson, bóndi á
Syðri-Reistará, varð 60 ára 27. þ. m.
JÓNAS HALLGRÍMSSON.
(Framhald af 4. síðu).
son fyrst þessa heims ljós og hér
í Öxnadal lifði hann sínar sæl-
ustu stundir og líka þær sár-
ustu. Hér lék hann sér í 'æsku,
sæll og glaður og dreymdi sína
æskudrauma og hér naut hann
oft hvíldar, næðis og hjúkrunar
hjá góðri móður og systur. En
hér missti hann líka föður sinn
og hér kvaddi hann stúlkuna,
sem hann unni — og sá hana
aldrei framar.
Hver, sem lítur Hraundranga
minnist Jónasar Hallgrímssonar
um leið. Og eins og Drangi mun
enn standa um óteljandi aldarað-
ir og halda vörð um þann stað,
sem vagga „listaskáldsins góða“
stóð, mun minning Jónasar Hall-
grímssonar lifa — blessuð af öll-
um íslendingum.... —
SVEFNPOKAR nýkomnir.
VERZL. HRÍSEY.
VINNUFÖT
á fullorðna, unglinga og
börn, ódýrust í '
VERZL. HRÍSEY.
Kappreiðar í Stekkjarhólma s.l. sunnudag
Lakari árangur en í kappreiðunum í fyrra.
pjESTAMAN N AFÉLAGIÐ
LÉTTIR á Akureyri hafði
fyrstu kappreiðar sínar á þessu
sumri á skeiðvelli sínum í
Stekkjarhólma við Eyjafjarðará
sl. sunnudag. Keppt var í 2 flokk-
um í 250 m. folahlaupi, 2 flokk-
um í 300 m. stökki og 1 flokki í
350 m. stökki. — Til keppninn-
ar komu 22 hestar, ættaðir úr
Eyjafjarðar-, " Skagafjarðar-,
Húnavatns-, Þingéyjar- og Dala-
sýslum. — Veður var fagurt og
mikill fjöldi manna héðan úr
bænum og nágrenni hans horfði
á kappreiðarnar. Veðbanki var
starfræktur og voru viðskipti við
hann fjörug allan tímann.
Úrslit urðu þessi í úrslita-
sprettum:
250 m. folahlaup:
1. Bóatír, rauðskjóttur, 6 vetra,
úr Húnavatnssýslu, eigandi
Gunnbjörn Arnljótsson, Akur-
eyri, knapi: eigandinn. Tími
21,5 sek.
2. Neisti, rauðnösóttur, 4 vetra,
úr Skagafirði, eigandi Alfr. Arn-
ljótsson, knapi: eigandi. Tími
21,7 sek. Neisti hafði áður sigrað"
í 1. flokki í þessari keppni, á
21,3 sek.
3. Hrani, brúnn, 6 vetra, úr
Eyjafirði, eigandi Björn Hall-
dórsson, knapi: Ragnar Jónsson.
Tími 21, 15 sek.
300 m. stökk, úrslitasprettur:
1. Stjarni, rauðstj., 8 vetra, úr
Húnaþingi, eigandi Þorvaldur
K.E.A. reisir verzlunarhús.
Framhald af 1. síðu
við útbú sitt og hefir nú verið
ákveðið að hefjast handa um
það bráðlega. í Ólafsfirði skoð-
uðu komumenn hina nýju
sundlaug kaupstaðarins, sem
fullgerð er fyrir nokkru. Er hún
sérlega vel og myndarlega úr
garði gerð.
Kaupfélagið byggði sláturhús
í Ólafsfirði á sl. ári og stækkaði
hraðfrystihús sitt þar að veruleg-
um niun. Húsið starfar nú af
fullum krafti, enda er afli góður
í Ólafsfirði um þessar mundir.
Norðurlandasöfnunin í Eyjafirði
(Framhald af 1. síðu).
1000, starfsfólk og sjúklingar
sjúkrahússins á Ak. 1000, Sverrir
Ragnars 1000, starfsfólk Gefjun-
ai* 1 3320, Leo Sigurðsson 1000,
Gunnar Hallgrímsson 1000,
safnað af skátum á Akureyri
20.954.75. Frá Dalvik og Svarf-
aðard. 14300. Þá bárust eftirtald-
ar gjafir í vörum: B. Laxdal
3500, Tómas Björnsson 2600,
Páll Sigurgeirsson 3000, Ryels-
verzlun 2300, A. Laxdal 2000,
Skemman 1500 og Vöruhúsið j
500. Auk þess margar smærri
gjafir.
Söfnun í Ólafsfirði er ekki
meðtalin hér að ofan.
Pétursson, Ak., knapi: eigand-
iún. Tími: 25 sek. í flokkaa-
keppninni hljóp Stjarni vega-
lengdina á 24,6 sek.
2. Hremsa, hvít, úr Eyjafirði,
10 vetra, eigandi María Guð-
mundsdóttir, Stóradal, knapi:
Sveinbj. Jónsson. Tími: 25,1 sek.
3. Geisli, 7 vetra, úr Skagafirði,
eigandi Gísli Magnússon, Ak.,
knapi: Baldur Þórisson. Tími:
25,1 sek.
Útsvarsskráin
er birt í dag
Útsvarsskrá Akureyrarkaup-
staðar er til sýnis á skrifstofu
bæjargjaldkerans í dag og næstu
daga. Ú tsvarsskráin verður að
þessu sinni gefin út og verður
seld á götum bæjarins í dag og
næstu daga.
Þessir bera hæst útsvar að
þessu sinni:
Atli h.f., kr. 10230.00, Balduin
Ryel h.f., 17360.00, Egill S. Jó-
hannsson skipstj., 10560.00,
Gunnar H. Steingrímsson kaup-
m., 13200.00, Hvannbergsbræð-
ur, 10690.00, Jakob Karlsson,
Lundi, 10210.00, Kaupfélag Ey-
firðinga 71170.00, Karl Friðriks-
son, 30800.00, Kristján Kristjáns-
son, BSA, 44000.00, Bernharð
Laxdal, klæðsk., 10470.00,
Njörður h.f., 11440.00, Nýja-Bíó
h.f., 17210.00, Oddi h.f„ 15280,-
00, Ólafur Ágústsson, húsgagna-
sm.meistari, 17420.00, Páll Sig-
urgeirsson, kaupm., 14040.00,
Ragnar Ólafsson h.f., 15040.00,
Samband ísl. samvinnufélaga,
41360.00, Útgerðarfélag KEA.,
27190.00 og Þorsteinn M. Jóns-
son, skólastj., 10740.00.
Stökk 350 m. úrsílitasprettur:
1. Stjarna, rauðstj., 9 vetra, úr
| Eyjafirði, eigandi Bjarni Krist-
! insson, Ak„ knapi: eigandi.
Tími: 28,8 sek.
2. Strútur, grár, 9 vetra, úr
Þingeyjarsýslu, eigandi Grímur
i Laxdal, Nesi, knapi: Páll Jóns-
son. Tími 28,9 sek.
3. Litli-Rauður, 10 vetra, úr
Skagafirði, eigandi María Ragn-
^ ars, Ak„ knapi Jón Þorsteinsson.
Tími: 29,5 sek. Þessi hestur hafði
1 áður sigrað í flokkakeppninni á
28,8 sek.
í fyrra var aðeins keppt í 250
m. folahlaupi og 300 m. stökki.
Náðist þá betri tími á beztu hest-
unum, allt að 1 sek. betri, á vega-
lengdinni. 350 m. stökk var nýr
þáttur í keppninni. Ráðgert er
að efna til kappreiða síðar í
sumar.
Útgerðarfélag Akur-
eyrar stofnað
Stofnfundur hins nýja Útgerð-
arfélags Akureyrar var haldinn
sl. laugardagskvöld. Var félagið
þar formlega stofnað, stofnsamn-
ingur undirritaður, lög sam-
þykkt og bráðabirgðastjórn kos-
in. í henni eiga sæti þessir menn:
Helgi Pálsson, erindreki, Gunn-
ar Larsen, framkv.stj., Steingr.
Aðalsteinsson, alþm., Jón E. Sig-
urðsson framkv.stj. og Guð-
mundur Guðmundsson, skip-
stjóri. Bráðabirgðastjórnin mun
leita eftir aukningu hlutafjárins
og undirbúa frekari fram-
kvæmdir.
AUGIÝSING
Undirritaður hefir til sölu
MORSÖ-miðstöðvarvélar,
ennfremur eldavélar.
Ólafsfirði 20. apríl 1945.
JÓNAS JÓNSSON,
Brimnesvegi 2, Ólafsfirði.
„Nýsköpun" í bygpgamálum.
Þjóðviljinn heimtar meginið af byggingar
efnisinnflutningnum í hendur Rvíkinga
Aðrir landshlutar eiga aðeins að fá efni til „viðhalds“
Frá Tónlistarfélagi Akureyrar.
Framhald af 1. síðu
leika. Hinn fyrri verður 9. júní
í Samkomuhúsi bæjarins og eim
göngu fyrir styrktarmeðlimi fé-
lagsins og gesti, og gilda þá þeir
aðgöngumiðar er félagarnir hafa
þegar fengið senda fyrir nokkru.
Viðfangsefnin verða eftir Moz-
art, Haydn, Robert Fuchs og
Cecil Armstrong Gibbs, en hann
er brezkt nútímatónskáld og
verður farið með konsert fyrir
píanó og strengjasveit eftir hann.
Leikur Dr. Urbantschitsch ein-
leikinn á flygel og stjórnar jafn-
framt strengjasveitinni þaðan.
Síðari hljómleikarnir verða
sennilega í Nýja-Bíó og aðgang-
ur seldur hverjum sem æskir
meðan húsrúm leyfir. Viðfangs-
efni norræn tónlist eftir Edvard
Grieg, Jan Sibelius, Kurt Atter-
berg og íslendingana: Helga
Páísson, Karl O. Runólfsson, Pál
ísólfsson og Pál K. Pálsson. Mun
þá ungfrú Ingibjörg Steingríms-
dóttir syngja nokkur lög með
undirleik sveitarinnar.
Stjórnarmálgagnið Þjóðviljinn
gerir þá kröfu til ríkisstjórnar-
innar, í ritstjórnargrein 24. þ.
m„ að Reykjavík fái forgangsrét.t
að öllu byggingarefni, sem til
landsins flytzt, en aðrir lands-
hlutar fái aðeins efni til „við-
halds og endurbygginga“. I fram-
haldi af þessu segir blaðið: „Það
ætti að vera óþarfi að benda á. að
Reykvíkingar hafa hlutfallslega
meiri þörf (leturbr. hér) fyrir
byggingarefni en aðrir lands-
menn og það meðal annars af
þeirri einföldu ástæðu, að til
Reykjavíkur streymir fólk úr öll-
um landshlutum og það svo ört,
að svo að segja öll fjölgun þjóð-
arinnar lendir hér. Stórir lands-
hlutar utan Reykjavíkur þurfa
aðeins að sjd um endurbyggingu
og viðhald húsa fyrir það fólk,
sem þar hefur dvalið, en Reykja-
v.ík verður auk þess að sjá á ann-
að þús. nýrra íbúa fyrir húsnæði
ár hvert . . . .“
Þjóðviljinn upplýsir í þessu
sambandi, að skortur muni verða
á byggingarefni í landinu í
sumar. Nokkuð af efni muni fást
frá Svíþjóð og segir, að Við-
skiptaráð hafi nú lokið við út-
hlutun þess magns. Kemst blaðið
að þeirri niðurstöðu, að „hlutur
Reykjav.íkur sé fyrir borð bor-
inn“ í þessari skiptingu og krefst
þess, að ríkisstjórnin grípi í
taumana og „kippi þessu í lag“,
á þann veg, að ,,útskæklarnir“
fái efni til að ditta að húsum en
öll nýsmiði fari fram í Reykja-
vík, að svo miklu leyti sem bygg-
ingarefnisinnflutningurinn til
landsins leyfir.
í framhaldi þessara hugleið-
inga um nýsköpunina í bygg-
ingamálum í framkvæmd, ræðst
Þjóðviljinn með offorsi á Við-
skiptaráð og á formann þess,
Svanbjörn Frímannsson, og
krefst þess, að ráðinu verði vikið
frá. Gegn formanni ráðsins hefur
það þær ásakanir einar fram að
bera, að hann sé uppalinn á Ak-
ureyri og sé bróðir núverandi
framkvæmdastjóra K.E.A. Telur
blaðið, „að með öllu sé ástæðu-
laust, að láta Framsóknarmenn
vasast í þeim störfum, sem ríkis-
valdinu tilheyra“ og að ekki nái
nokkurri átt að „láta Framsókn-
armenn ráða því, hve mikið
timbur Reykvíkingar fái til húsa-
gerða á þessu ári.“
Hér er svo greinilega talað, að
naumast er skýringa þörf. Sam-
vizkusamir og réttsýnir embættis-
menn, sem þó ekki hafa nein af-
skipti af stjórnmálum, eiga að
víkja af þeim sökum einum, að
frændur þeirra og venzlamenn
eru stjórnarandstæðingar. í stað
þeirra á að setja menn, sem í
einu og öllu þjóna Reykjavíkur-
stefnunni og beita aðra lands-
hluta síúáxandi ofbeldi í öllu
stjórnarfari.
Haraldur Kröyer og frú hans eru
t nýkomin hingað til bæjarins úr langri
1 námsdvöl í Ameríku. Haraldur hefir
stundað nám í Kaliforníu síðan 1940
1 og hefir lagt stund á ensku og al-
þjóðarétt. Lauk hann B. A. prófi í
ensku og meistaraprófi (M. A.) í al-
þjóðarétti.
Nýlega et kominn hingað norður
Hjörtur Eldjárn frá Tjörn í Svarfað-
ardal, eftir 4 ára búfræðinám við há-
skólann í Edinborg í Skotlandi.
Hjörtur lauk B. Sc. prófi í landbúnað-
arvísindum á sl. vori.