Dagur - 06.09.1945, Blaðsíða 5

Dagur - 06.09.1945, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 6. september 1945 DAGUR & Stolið úr Landsbókasafninu! - Sænsku samvinnufélögin Framhald af 1. síðu Borizt hefir mér til eyrna, að stolið sé úr Landsbókasafnmu _ bókum, handritum og myndum. Þetta sögðu þeim, er undir grein þessa ritar, — einmitt tveir af landsbókavörðunum, — og allt annað en ómerkir menn. Mér hnykkti við, er eg heyrði þetta, því að eg er einn þeirra manna, er annast er urn þetta ómetanlega safn og þykjast eiga bróðurpart af því sem aðrir landsmenn. Allt það, er þetta safn geymir, er sannarlega kjör- gripir íslenzkrar þjóðar — og óbætanlegt, ef safnið verður af því. Kjörgripir þeir eru einhver mesta kjölfesta íslenzks þjóðernis og munu bverjir þeir, er skyn á bera, eigi heimta skjallegri rök fyrir slíku — í örstuttri blaða- grein. Enda er það ljóst mál, að eigi munu þeir, er unna sjálfum sér svo hundslegrar ósvífni, að hnupla úr safninu, velja annað þýfi en það, er þeim þykir sér og sinni óþekku starf'semi mega að einhverju haldi koma. Hér þykir mér, sem efalaust þurfi skjótra og skarpra aðgerða. — Allir landsmenn þykjast, eins og þegar er sagt, eigá safnið, og engir þeir, er áhuga hafa fyrir ís- lenzkum fræðum og fornra minja geymslu, munu mega þola það, að þreifað sé um_ safnið þjófshöndum. Landsbókaverðir töldu ekki framkvæmanlegt að finna slíka þjófa, — og mér þóttu þeir taka lint á málinu. Og er þetta hér ritað, svo aðrir aðilar og eigend- ur safnsins geri sér ljóst, hvort þeir una svo veilunr vettlinga- tökum —'eða engum tökum. Hér þarf auðvitað að beita öruggri og eftirgrennslunarsamri rannsóknar-lögreglu, — og er ég illa svikinn, ef bókaverðirnir vilja ekki né geta bent á hina lík- legustu sökudólga. Þykir mér illa komið, ef þeim finnst það við eiga um alla þá, sem lestrar- salinn sækja: „Sá ég engan ýta þar öðrum drengilegri," eins og stendur í gamalli rímu. Þó að ekki fyndist nema einn sekur, þætti mér það miklu betra en ekki neitt. Ef svo skyldi til takast, að einn þjófanna fyndist — eða fleiri, lagði ég til við safn- verði, að afglöpum þessum væri að vísu þyrmt við fangelsi, en ættu þá aldrei framar aftur- kvæmt, til æviloka, inn fyrir dyrustaf hins dýrmæta húss. Enda mun og réttlát grein fyrir slíkum viðurlögum vera til í reglugjörð safnsins. Hér þarf, svo sem áður segir, að taka hörðum tökum og hlífa lítt þeim andlegu vesalmennum, er svívirða þannig sjálfa sig. — Er þegar helzt til mikillar hlífni og roluháttar gætt við aukna skrílmenningu í landi voruy þótt þjófum og hrakmennum þolist eigi að þukla aftur og aftur um hina afstolnu kjörgripi. Einhver gat þess, þjófnaðin- um til afbötunar, að einnig væri stolið úr erlendum bókasöfnum. Má vel vera, að svo sé. — Þó hef ég aldrei verið þeirrar skoðunar, að oss íslendingum væri æskilegt að taka til eftirbreytni — ódyggð- ir erlendra þjóða. Konráð Vilhjálmsson, frá Hafralæk. Athugasemd frá landsbókaverði Landsbókavörður hefur beðið blaðið fyrir athugasemd í tilefni af grein Konráðs Vilhjálmssonar. Telur hann að grein Konráð geti gefið ókunnugum mjög rang- ar hugmyndir um safnið og segir síðan: „Ég vil sérstaklega taka það fram, að það er gersamlega staðlaus jrvættingur, að handrit hafi glatazt í safninu. Slíkt hefur aldrei komið fyrir svo að mér sé kunnugt. Hins vegar má öllum vera ljóst, að þar sem hundruð bóka eru í hillum lestrarsalsins, öllum frjálsar til afnota án milli- göngu bókavarða, muni geta komið fyrir, að mynd eða blaði sé kippt úr bók eða tímaritshefti og stungið í vasa. En þetta kem- ur örsjaldan fyrir, og koma þó árlega 10—15 þúsund gestir í lestrarsalinn. — FOKDREIFAR (Framhald af 4. síðu). góði gripahirðir, sem skammtar þegn- unum aliríflega á jötuna, og sér þeim fyrir öðrum brýnustu nauðþurftum — hugsar fyrir þá og ráðstafar öllum þeirra málum, sem eins konar yfir- náttúrleg og algóð forsjón! Trúar- brögð „Verkam.“ og hans nóta eru sömu ættar og sú trú, sem Grímur bóndi á Bessastöðum kallaði „fjós- trú“ og lýsti annars svo, að þeir, sem hana aðhylltust, hugsuðu um það eitt að hafa að éta: „-----og á vel tyrfðum bundinn bás baula efur töðumeis“. Hinir trúa bara á Pétur! tjFTIR FORUSTUGREIN síðasta „ísl.“ að dæma, virðast Sjálfstæðis- menn, enn sem komið er a. m. k., naumast eins öruggir í „fjóstrúnni“ eins og kommúnistarnir. En þeir eru þá aðeins þeim mun öruggari í trú sinni á „foringjann“ — og er þá allt á sömu bókina lært hjá flokkunum, hvorum um sig, eins og ávallt áður! I grein þessari segir svo um þetta sama efni, þ. e. Búnaðarráð og skipun þess: „Það er að vísu rétt, að lög þessi veita búnaðarráðherra mikið vald, þar sem hann á að tilnefna alla mennina í verðlagsráðið, og gæti því orðið mis- beitt, ef lítt ábyrgur maður gegndi þvi embætti. En í höndum núverandi ráð- herra er vald þetta hættulaust“(!) — Það mun almennt viðurkennt, að „upplýst einveldi“ sé bezta stjórnar- fyrirkomulag, sem um getur í sögum, að því tilskildu, að stjórnarherrann sé afbragð allra annarra manna um stjórnvizku, góðfýsi og yfir höfuð alla mannkosti aðra. Engin lög munu vera svo ill eða fráleit, að við þau kunni ekki að vera unandi, ef framkvæmd þeirra er í höndum slíks úrvalsmanns. Hins vegar hefir engum lýðræðisþjóð- um hugkvæmzt fram að þessu að miða löggjöf sína og stjómarform við svo sjaldgæfa manntegund. En nú hafa stjórnarflokkarnir íslenzku, sam- kvæmt þessu, riðið á vaðið í þessu efni með því að setja lög, sem miðuð eru við það, að þau séu meinlaus, ef viss ágætismaður sjái um framkvæmd þeirra. Og ágætismaðurinn er — Pét- ur Magnússon! — Háðsmerkið er hér fremur miðað við hugsunarháttinn, sem í þessu birtistyenmanninnsjálfan, því að hann kann að hafa nokkuð sér til ágætis, ef góðfúslega er á hann lit- ið og dálítið vandlega. íanh bætti við: Já, og þá fáum við Íslandssíldina aftur! Síldin téðan verður sem sagt takmörk- uð í sumar, en það senr á vantar verður bætt upp nreð norskri stórsíld, senr er þó lrvergi nærri eins feit og góð vara. En prisfrága. — Hvernig er útlitið nreð síld- arkaup Svía lrér í framtíðinni? — Det ar en prisfrága — það er undir verðlaginu konrið. Áreið- anlegt er, að mikill markaður er í Svíþjóð fyrir síldina, en verð- lagið nrun ráða nrikiu unr inn- flutningsmagnið. Ef verðið verð- ur mjög liátt nrá búast við því, að sænskir fiskimenn auki mjög síldarútgerð hér við ísland. Sænski síldariðnaðurinn þarfnast mjög síldar. íslenzk síld er eitt lrið nauðsynlegasta hráefni lrans. Útflútningsverð íslendinga nrun ráða nriklu unr það lrvort sænsk- ir fiskinrenn freista þess í franr- tíðinni, að veiða fyrir niðursuðu- verksmiðjúrnar í stærri stíl en nú er. Nú eru hér við land unr 20 skip, flest þeirra reknetaskip, og munu hafa aflað sæmilega. Verk- smiðjurnar nrunu fá megirrið af afla þeirra. — — Vel á minnst verðlag — Jrið hafið e. t. v. orðið varir við hátt verð á fleiru en síld? — Ekki getunr við neitað Jrví, segja þeir báðir, hlæjandi. Stund- um finnst nranni, að íslendingar beri ekki nrikla virðingu fyrir peningum, bætir Wehlin við. Eg hefi séð man nlrér nrissa 10 aura á götuna, og hann staldraði ekki við til þess að taka peninginn •upp! Það er vitaskuld ómögulegt fyrir okkur að átta okkur í skjótri svipan á því, senr gerzt hefir í verðlagsmálum á íslandi á stríðsárununr. Ykkar aðstæður hafa verið svo ólíkar því, sem við þekkjum. En enginn ferðamað- ur, senr til íslands kemur frá Skandínavíu, getur komizt hjá Jrví, að taka eftir, að dýrtíð ríkir í landinu. Þó finnst okkur sumt ódýrt. Okkur ógnar t. d. ekki að greiða þrjár og hálfa krónu fyrir amerískar sígarettur. En þrjár krónur fyrir egg á veitingahúsi — það finnst okkur dýrt. Vísitala og verðlag í Svíþjóð. Hvernig er ástandið í verðlags- málum í Svíþjóð? — Vísitalan, sem er miðuð við 100 árið 1913, var 169 í stríðs- byrjun. Árið 1942 var hún kom- in í 237 stig og í ársbyrjun 1945 í 240 stig. Eins og sjá má af þessu hefir hækkað talsvert síðan 1939, en síðan 1942 hefir það að heita má staðið i stað. Enda tók stjórn- in'föstum tökum á málinu í árs- lok 1941. Þá var ákveðið með lögum, að engar verðhækkanir skyldu leyfðar. Þau lög eru enn í gildi. Ríkið hefir greitt með þeim nauðsynjum, sem hækkað hafa á heimsmarkaðinum, t. d. sykri. Yfirleitt má segja, að hækkun á lífsnauðsynjum hafi verið mest á innfluttum vörum, en innlend framleiðsla hefir hækkað sáralítið. — En kaupgjaldið? — Launþegar fá nú 20,7% uppbót á laun sín að 1000 kr. mánaðarlaunufn, vegna verð- hækkunar, en grunnkaupshækk- anir liafa yfirleitt ekki verið Ieyfðar. Launþegar hafa því ekki fengið bætta alla verðhækkunina í hækkuðu kaupgjaldi, heldur íafa þeir orðið að bera mikinn hluta af henni sjálfir. Það er varla hægt að segja, að þetta hafi verið tilfinnanlegt, því að sú stefna var tekin, að skammta all- ar nauðsynjar, hvort heldur skortur var á þeim eða ekki, til ress að fyrirbyggja það ,að menn gætu keypt rneira en nauðsyn krafði og þannig stofnað til verð- bólgu. Rauði þráðurinn í stríðs- búskap Svía hefir verið sá, að tryggja Jrað, að ekki væru meiri reningar f umferð en sem svar- aði vörum á markaðinum. Má segja að Jretta hafi tekizt vel. Sér- stakir skattar á hátekjur voru auk þess lögleiddir. Meira fyrir krónuna í Konsum. — Hvernig hefir samvinnufé- lögunum reitt af á stríðsárunum? — Raunin hefir orðið sú sama í þessu stríði og hinu fyrra, að þegar skórinn fór að kreppa að og menn þurftu að velta hverri krónu tvisvar í hendi sér, áður en þeir eyddu henni, kusu æ fleiri að verzla við kaupfélögin. Fengu meira fy.rir peningana þar en annars staðar. Af Jressum völdum hefir félagatalan vaxið mjög mikið á stríðsárunum, og er nú 790 þúsundir. Mun láta nærri, ef áætlað er að aðeins fjölskyldu- feður séu félagsmenn, að nær því helmingur þjóðarinnar verz.li við kaupfélögin. Viðskiptavelta fé- laganna hefir vaxið að sama skapi, var 531 milljón króna í stríðsbyrjun, en 850 millj. á ár- inu 1944. Höfðatöluregla. — Þegar stríðið skall á, var gerð ítarleg áætlun um þörf þjóðar- innar á nauðsynjavörunr og verzluninni var deilt í milli kaupfélaga og einkafyrirtækja á grundvelli sölunnar árin 1937— 1939. Þetta hefir þó ekki orðið félögunum fjötur um fót vegna þess, að félögin hafa getað sann- að það með skömmtunarmiðun- um, sem félagsmennirnir urðu að skila fyrir nauðsynjar sínar, að hluti félaganna af þjóðar- verzluninni var ört vaxandi og hefir skiptingunni í milli einka- fyrirtækja og kaupfélaga á nauð- synjavörum öllum verið breytt á stríðsárunum í samræmi við þessa reynslu. Yfirleitt er óhætt að segja, að kaupfélögin hafi áunnið sér aukið traust og vel- vilja bæði almennings og stjórn- arvalda á stríðsárunum. Skipulag þeirra til vörudreifingar var hag- kvæmt og Jrau hafa jafnan af sjálfsdáðum verið nokkurs konar verðlagseftirlit í landinu, því að neytendurnir — félagsmennirnir — hafa einmitt sérstakra hags- muna að gæta í sambandi við sanngjarnt vöruverð. KF byggir áburðarverksmiðju. En eru ekki félögin auk þess stórir framleiðendur? — Jú, og sú starfsemi hefir einnig aukizt rnjög á stríðsárun- um. Það var þýðingarmikið fyrir þjóðarbúskapinn, að samvinnu- menn höfðu komið upp olíu- herzluverksmiðjunum í Karls- hamm fyrir stríðið, en þær eru rær einu í landinu. Þessar verk- smiðjur gerðu Svíum kleift að framleiða smjörlíki og annað feitmeti öll stríðsárin. Þá er KF mjög að færa út kvíarnar í sam- bandi við gervisilkiframleiðslu, niðursuðuvörur, og sérstaklega má geta um það, að KF er nú um það bil að Ijúka við að reisa áburðarverksmiðju fyrir sænska bændúr. Þetta er mikið fyrir- tæki, á að framleiða kalk-amm- onsaltpétur, og mun verksmiðjan hafa kostað um 20 milljónir kr. KF hefir einnig nýlega eignast verksmiðjur til framleiðslu ým- iss konar landbúnaðarvéla og margt fleira mætti nefna af því taaú. Að öllu samanlögðu er óhætt að fullyrða, að Svíar hafi á stríðs- árunum færzt nær því takmarki samvinnumanna, að ]áta> verzl- unina og framleiðsluna Jrjóna hagsmunum hins óbreytta borg- ara sem neytanda. — Og er ferðinni nú heitið heim? — Já, við höfum dvalið hér í 10 daga. Það er hin nýja flug- tækni, sem veldur því, að við gát- um horfið frá störfum okkar hingað út til íslands á miðju síld- veiðitímabilinu, þegar svo margt kallar að heima. Það er orðið ánægjulegt að ferðast nú á dög- um og væntanlega verður Jrað ennjrá léttara síðar rneir. Við ger- um okkur því vonir um að geta komið hingað aftur í framtíð- inni. Dagur árnar Jæssum ágætu samvinnumönnum faraheilla og róðrar heimkomu. O Blaðið Akranes, hefir komið út á fjórða ár. (Það fæst nú frá upphafi aftur). Kemur út mánaðarlega a. m. k. 12 síður hverju sinni. Árg. kostar 20 kr. Blaðið flytur fjölbreytt efni. M. a.: Ævisögur íslenzkra athafnamanna, sögulegan fróð- leik um Akranes, svo og aðra sagnaþætti. Það flytur margar greinar um alhliða menningar- mál, sem alla landsmenn varða. Vísnablák og ritdóma um bækur o. fl. Blaðið er prentað á mjög vandaðan pappír og jafnaðarleg- ast prýtt fjölda mynda. MlllllllllltllMtlttllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIMItMllltlllUIIIIIIIMIIIMl* (Yfirsængurdúnn; sem þolir samanburð [ við æðardún, en er | mikið ódýrari. I Hálfdúnn í kodda og púða. — § Einnig notaður í yfir- i sængur. I Verzlunin Ásbyrgi h. f. j | Skipagötu 2 — og [Sölut. við Hamarstígj «*iuiiiuiiiiiiitiiiiiitiuiiiiiiitiitiiiiiiimiitiiittiimttiitiimmi«

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.