Dagur - 06.09.1945, Blaðsíða 2

Dagur - 06.09.1945, Blaðsíða 2
2 DA6UR Fimmtudaginn 6. septmber 1945 Samanburður á afstöðu Framsóknar- manna og kommúnista til nazismans. Niðurlag.. Skopparakringlan snýst. Þegar vináttan var undir lok liðin milli Sovétríkjanna og naz- ista, eftir að Þjpðverjar rufu vin- áttusamninginn og réðust á Rússa, tók hin pólitíska skopp- arakringla^ommúnista að snú- ast með hraða. Áður höfðu kommúnistar verið margmálugir um ,,kúgun“ Breta, og að þeir væru „sterkasti óvinurinn“, sem íslendingar ættu. Ennfremur að hið brezka hervald væri fjand- samlegt íslenzku þjóðinni", það hefði „beinlínis sýnt sig í verki“, og þess vegna hlytu íslendingar að dæma það „á sama hátt og danska og norska þjóðin lítur á þýzka herinn þar“. Þá staðhæfðu kommúnistar, að landvarnar- vinna íslenzkra verkamanna í þágu Bandamanna væri „glæp- samleg", enda hefði íslenzka rík- isstjórnin rekið verkamenn til vinnu hjá innrásarhernum. Á þessa leið var tónninn í „Þjóðviljanum" alla þá tíð, er Bandamenn börðust fyrir frelsi og lýðræði móti kúgunarstefnu nazista, án þátttöku Rússa. En eftir að nazistar rufu griðasátt- málann og neyddu Rússa í stríð við sig, mælti Þjóðviljinn á þessa leið 19. maí 1942: „Þeir, sem hamast nú gegn landvarnarvinn- unni á Islandi, eru að vinna í þágu Quislings og Hitlers.“ Þarna höfum við skýra og ó- tvíræða yfirlýsingu frá kommún- istum sjálfum um afstöðu þeirra til utanríkismálanna: Það var glæpsamlegt að inna af höndum landvarnarvinnu, meðan Rússar tóku ekki þátt í stríðinu. En þeg- ar Rússar voru komnir í stríðið, var það þjónusta við landráða- menn og nazista að vera á móti landvarnarvinnu á íslandi. „Þjóðviljinn" fór eftirfarandi orðum um nazista í jólagrein 1942: „Þesir böðlar mannkynsins fara fram úr öllu því, sem veröld- in hefir áður séð af grimmd. Öll veröldin mótmælir. Allt hið sið- aða mannkyn lýsir hatfi sínu og1 fyrirlitningu á þessum níðing- um. En á íslandi er þagað. Þegar Sósíalistaflokkurinn, eini flokkurinn, sem allt- hefir haft ákveðna stefnu í utanríkismálum íslend- inga - sýnir fram á, hver nauðsyn ís- lendingum sé á því, að skera upp úr um með hvorum samúð þeirra sé í frelsisstríðinu gegn fasismanum, þá eru slík úrþvætti héí- á íslandi, sem beint eða ó- beint taka upp hanzkann fyrir Hitler." Sjálfir höfðu kommúnistar áð- ur kallað það landráð, ef íslend- ingar vildu ekki gera viðskipta- samning við þessa „böðla mann- kynsins" og „níðinga", og hellt skömmum og svívirðingum yfir þá, er sýna vildu þeim stríðsaðil- anum samúð, er barðist gegn fas- ismanum. Það þarf mikil brjóst- heilindi, eða öllu heldur ó- skammfeilna bíræfni, til þess að storka þjóðinni með skrurai um„ að Sósíalistaflokkurfnn sé eini flokkurinn, sem alltaf hafi haft ákveðna stefnu í utanríkismál- um, eins og kommúnistar gerðu * tilgreindum unrmælum „Þjóð- viljans." Þegar sýnt þótti að Banda- mönnum tækist að sigra í stríð- inu, sýndu kommúnistar skrið- dýsreðli sitt með því að smjaðra fyrir Bandamönnum og flaðra upp um þá. í september 1940 sagði „Þjóðviljinn“: „Þegar ís- land væri orðinn einn liður í hervarnakerfi Bandaríkjanna, myndi um leið sjálfstæði þess og frelsi vera glatað unr langan tíma. En í janúar 1944 talaði sama málgagn um „fórnir ís- lands í baráttu þjóðanna fyrir lífinu og frelsinu, fórnir, sem eru þungar á vogarskál réttlætisins." En það voru einmitt þessar fórn- ir, sem kommúnistar börðust áður mest á móti og töldu þá hina mestu svívirðu og and- styggð. En þá voru Rússar held- ur ekki orðnir aðilar í stríðinu. Sem dæmi um fórnarvilja kommúnista lögðu * þeir til, nokkru síðar en þeir heimtuðu, að íslendingar hættu að styðja Breta í baráttu þeirra við kaf- báta Þjóðverja með því að flytja til þeirra fisk, að íslendingar tækju upp siglingar til Rússlands í staðinn fyrir að sigla skipum ^sínum til Bretlands, því að sigl- ingaleiðin til Rússlands væri á- hættulítil. Kommúnistar vildu, að vinir nazista nytu góðs af framleiðslu íslendinga, en að lagt yrði siglingabann á óvini nazista. Hin „ákveðna stefna“ komm- únista í utanríkismálum, sem stæra sig af, endaði svo með því, að þeir vildu, að íslendingar færu í stríð við Þjóðverja 1. marz síðastl. vetur. En þegar komnr- únistar fundu megna andúð allr- ar þjóðarinnar gegn þessum vilja þeirra og komust að raun um, að hann hafði engan hljómgrunn í landinu, þorðu þeir ekki annað en leggja niður skottið, én létu „Þjóðviljann" jafnframt lrrópa, að það væri „vísvitandi lygi,“ að þeir hefðu lagt til, að íslending- ar segðu möndulveldunum stríð á hendur. Þrátt fyrir þetta sann- ar „Þjóðv." á þá sökina, þar sem hann segir: „Þeir (það er sósíal- istar) vildu láta viðurkenna, að þjóðin sé raunverulega í stríði, og hafi háð það og vilji heyja það með hverjum þeim tækjum, sem hún ræður yfir.“ Hér þarf ekki frekar vitna við. Auðvitað hlaut kommúnistum, eins og öllum öðrum, að vera ljóst, að stríðsyfirlýsing af hálfu íslendinga var með öllu þýðing- arlaus fyrir gang og úrslit stríðs- ins og gat því ekki orðið til ann- ars en aðhláturs, en var hinsveg- ar stórhættuleg íslendingum, ekki sízt þeim, sem í Þýzkalandi voru. En kommúnistar tóku ekki tillit til þess. Þeim vár nóg að vita að þetta var vilji valdhafa Rússa, og þeim vilja varð að hlýða, hve mikla bölvun sem það leiddi af sér fyrir íslendinga. Að leikslokum. Stríðinu um frelsi og sjálfstæði þjóðanna er nú lokið með sigri lýðræðisaflanna en ósigri nazism- ans. Þó að íslendingar gerðust ekki stríðsaðili, áttu þeir sinn þátt í sigrinum með ýmiskonar stuðningi við Bandamenn, svo sem hervarnarsáttmálanum, frið- samlegri sambúð og samstarfi við setuliðið hér og flutningi á fram- leiðslu okkar til Bretlands, og það án þess að brjóta hlutleysis- stefnu okkar. Fyrir þetta upp- sker íslenzka þjóðin nú að leiks- lokum virðingu og þökk Breta og Bandaríkjamanna og annara lýðræðisþjóða, sem m. a. kom frarn við stofnun lýðveldis á ís- landi. Það getur þvf ekki orkað tvímælis, að við fórum rétta leið í utanríkismálum á stríðsárunum undir forustu leiðtoga Fram- sóknarflokksins og annarra góðra manna. En hvar værum við nú stadd- ir, ef fylgt hefði verið ráðum for- ingja kommúnista, þessum línu- Hinn 14. ágúst sl. varð Karl Ágúst Sigurðsson bóndi á Drafla- stöðum í Fnjóskadal bráðkvadd- ur, var hann þá staddur að Víði- völlum í sömu sveit á búnaðar- félagsfundi, hafði hann beðið um orðið, og er hann stóð upp sagði hann aðeins, að hann mundi ekki geta sagt neitt.og var þegar örendur. Karl var albróðir Sigurðar búnaðarmálastjóra og þeirra mannvænlegu systkina, voru það 5 bræður og 3 systur, eru bræð- urnir allir dánir,. Ingimar bú- fræðingur varð úti á fjallgarð- inum milli Hjaltadals og Hörg- árdals á bezta aldri er hann hafði nýlega lokið námi. Ein systranna er dáin, Guðrún, kona Kristjáns Sigurðssonar á Halldórsstöðum í Kinn, Tvær systranna eru á lífi Jóninna, sem í nrörg ár hefir veitt forstöðu Hótel Goðafoss á Akureyri og Karítas, kona Karls Arngrímsso'nar bónda frá Veisu 'í Fnjóskadal. Tveir af þeim bræðr- urn, Þórður og Jóhann, dóu á unglingsaldri. Foreldrar Karls og þeirra syst- kina voru merkishjónin Sigurð- ur Jónsson og Helga Sigurðar- dóttir, var Sigurður hygginn og gætinn búmaður og Helga ann- áluð fyrir dugnað í allri bú- stjórn. Þau fluttu frá Þúfu í Hálshreppi að Draflastöðum, er Karl var á níunda ári, var jörðin þá mjög illa hýst og jarðabætur engar. Þau hjón byrjuðu .fljót- lega á því að bæta jörðina, en fyrst komst skriður á það, er þeir Sigurður og Karl, sem voru elztir þeiiæa bræðra, komust á lfegg, en Sigurður hvarf fljótt til náms og síðan til opinberra starfa, sem kunnugt er, og lenti því aðal- framkvæmdirnar á herðum Karls, því áð faðir hans féll frá 1897. Það atvikaðist því þannig, að Karl fór aldrei að heiman um lengri tíma til að afla sér skóla- menntunar sem bræður hans, honum fannst hann ekki geta farið frá búskapnum, jarða- og húsabótunum og ekki sízt skepn- unurtii sem hann alla tíð annaðist dönsurum Moskvavaldsins, sem selt hafa-því sál sína og sannfær- ingu? Þeir kröfðust þess, að þjóð- in léti Bandamönnum ekki ann- að í té en fjandskap og illindi, meðan þeir trúðu á vinfengi Hitlers við Stalin. Ef ráði komm- únista hefði verið fylgt, hlaut af- leiðingin að verða fyrirlitning þeirra þjóða, sem við eigum mest saman við að sælda í fram- tíðinni og eigum mikið undir að séu okkur vinveittar. Lengi hefði ísleúzka þjóðin orið að vinna sig upp úr þeirri fyrirlitningu, sem henni var búin með framkomu kommúnista. Og mikil fyrirmunun má það vera, ef margir trúa foringjum kommúnista fyrir málefnum þjóðarinnar og einstaklina henn- ar, eftir þá reynslu, sem af þeim er fengin á undanförnum stríðs- árum, enda óttast þeir sýnilega þá reynslu og vilja því breiða yfir hana með alls konar brögð- um og loddaraskap. af mikilli alúð, sérstaklega hafði hann yndi af góðum reiðhestum. Karl var því sjálfmenntaður í skólalífsins, að öðru leyti en því, •að foreldrar hans höfðu heimilis- kennara á vetrum, er börnin voru að alast upp og var það nokkur nýbreytni þar í sveit á þeim árum. Karl Sigurðsson var fæddur 13. ágúst 1873 og var því einum degi meir en 72 ára er hann lézt. — Hann gifti sig á sumardaginn fyrsta 1901, Jónasínu Dómhildi Jóhannsdóttur frá Víðivöllum, ágætri konu og honum samhent, var hjónaband þeirra hið ánægjulegasta, en varð því mið-_ ur skammvinnra en vonir stóðu til, því að Jónasína lézt eftir 19 ára sambúð. Var það mikið áfall fyrir Karl, en þá sýndi hann livað mestan dugnað, er hann þurfti að vera börnum sínum bæði fað- ir og móðir, því að sum voru í æsku er móðir þeirra féll frá, eri allt fór vel með hjálp dætra hans, sem þá stóðu dyggilega við hlið föður síns. Þau hjón eiga nú níu börn á lífi. Eru þau þetta: Krist- ín, gift Jóni Hall húsgagnameist- ara á Akureyri, Jóhann, heildsali í -Reykjavík, giftur Unni Ólafs- dóttur, Ingibjörg, veitingakona á Selfossi, Helga, gift Gunnlaugi Ketilssyni bónda í Samtúni, Ingi- maría, gift Gunnari Björnssyni í Hveragerði, Karl, giftur Lilju Hallgrímsdóttur bónda í Klaufnabrekku, Sigurður bóndi á Draflastöðum, giftur Kristínu Jónsdóttur, Gunnlaugur verka- maður á Svalbarðseyri, giftur Ragnheiði Eiðsdóttur og yngstur þeirra systkina er Steingrímur, ógiftur, hefir verið við nám i Ameríku, en er nýkominn til landsins úr þeirri för. Draflastaðir eru nú prýðileg jörð, með stórt, véltækt tún og allstórar nýræktir. Landrými mikið og vel fallið til ræktunar, gætu þar verið fleiri býli. Vissi eg að Karl heitinn óskaði einskis frekar en að niðjar sínir héldu þar áfram ræktunarstörfum sem hann hafði að unnið um langt skeið með svo góðum árangri. Ýms trúnaðarstörf voru Karli falin, er þar fyrst að nefna, að hann var í mörg ár deildarstjóri fyrir sveitunga sína í Kaupfélagi Svalbarðseyrar, voru oft haldnir þar fundir félagsins. í. hreppsnefnd var hann í nokkur ár og í sóknarnefnd Draflastaðasóknar og fjárhalds- maður kirkjunnar, sem var byggð upp að nýju í hans tíð og átti. hann mestan þátt í að konra því verki í framkvæmd, enda lét hann sér mjög annt um kirkju staðarlns. Karl Sigurðsson var fríður maður sýnum, einarður og djarf- mæltur, glaðlyndur og gestrisinn í bezta lagi ,enda þótti honurn vænst um heimsóknir vina sinna og kunningja, sem voru .margir. Hann lifði eftir hinu forna heil- ræði, „að glaður og reifur skyldi gumi hver, unz sinn bíður bana.“ Karl var jarðsettur að Draflastöðum 23. ágúst sl. að við- stöddu miklu fjölmenni, sem sýndi að hann átti marga, sem vildu kveðja hann í síðasta sinn í þessu lífi. Ræður fluttu prestarnir Björn O. Björnsson og Helgi Sveinsson, þá.flutti Páll G. Jónsson, Garði, kveðjuorð. Kæra þökk fyrir góða viðkynn- ingu, ' forni félagi og frændi. í guðs friði. Jóhannes Bjarnason. Tilboð óskast í ARIEL-mótorhjól, sem nýtt. Upplýsingar á B. S. A. Neðri hæð í húsinu LAXAGATA 4, Ak- ureyri, er til sölu og laus til íbúðar 1. okt n.k. Semja ber við SIGFÚS GRÍMSSON Laxagötu 4. Fundizt hefir skinnjakki við þjóðveginn með fram Ljósavatni. Eigandi gefi sig fram við KRISTINN SIGURGEIRSSON Arnstapa, Ljósavatnshrepp. Vetrarstúlku vantar mig, hálfan eða allan daginn. GERDA TULINIUS, sími 37. Vetrarstúlku vantar mig, hálfan eða allan daginn. — Sérherbergi. ELSE SNORRASON, sími 460. Nokkur minningarorð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.