Dagur


Dagur - 13.09.1945, Qupperneq 2

Dagur - 13.09.1945, Qupperneq 2
2 DAGUR Fimmtudaginn 13. september 1945 Peir ráðstíttu og gerrœði rikisstjórnarinnar Þegar þessar línur eru ritaðar, eru 25 „fulltrúar bænda“ að tygja sig á ráðstefnu í Reykja- vík sarakvæmt boði landbúnað- arráðherra. Sameiginlegt lieiti allra þessara ráðsettu manna er búnaðarráð samkvæmt bráða- birgðalögum, er ríkisstjórnin hefir ungað út. Á búnaðarráðið, sem skipað er af stjórnarráðinu, að skipa annað minna ráð, sem á að hafa með höndum verðlagn- ingu á þeirri framleiðslu bænda, sem seld er innanlands, og mun þetta minna ráð verða nefnt verðlagsráð. Allt frá sköpun hins fræga ný- byggingarráðs til hins nýstofnaða búnaðarráðs, sem enn er of ungt til þess að hafa getið sér frægð, bendir í áttina til ráðstjórnarfyr- irkomulags hér á landi. Þetta er ofur skiljanlegt. í núverandi rík- isstjórn eru tveir kommúnistar, sem ráða yfir tveim íhaldsráð- herrum. En draumur kommún- ista er ráðstjórnarfyrirkomulag á íslandi eftir rússneskri fyrir- mynd, eins og allir vita. Þeir hafa því sérstaka unun af því að mynduð séu sem flest ráð hér á landi. Og nærri má fara um það, að Rússum er það ekki ógeðfellt. Þegar sýnilegt þótti, að ný bændasamtök væru í uppsigl- ingu, brá ríkisstjórnin til þess ráðs að tilnefna brmaðarráð eftir sínu eigin höfði. Stjórnin fór í kapphlaup við framleiðendur sveitanna um það, hvort bændur sjálfir eða hún ætti að ráða verð- Iaginu á afurðunum, sem er hið sama og kaupgjald bænd'anna og þeirra skylduliðs. Það £r engum vafa bundið, að myndun búnað- arráðsins er sett til höfuðs bændasamtökunum. En því mega bændur ekki stofna sín eig- in allsherjar stéttarsamtök sér til hagsbóta, eins og allar aðrar stéttir hafa þegar gert? Hvers vegna á að setja þann hemil á bændur eina? Hvað myndu verkamenn segja, ef ríkisstjórnin tilnefndi nokkra menn og segði: Þetta skulu vera ykkar fulltrúar, verkamenn góðir, þeir eiga að ákveða kaup ykkar, og þurfið þið því ekki framar á verkamanna- samtökum ykkar að halda, og þið skuluð leggja niður Alþýðusam- bandið? Alveg ótvírætt yrði svar verka- manna við þessurn stjórnarboð- skap allsherjar verkfall um land allt. Og það verkfall væri ekki ófyrirsynju. En þenna leik leikur ríkis- stjórnin við bændur. Hún gerir sjálfri sér lög, sem gefur henni' rétt til að tilnefna hóp manna í svonefnt búnaðarráð, og segir síðan við bændur; Sjá, hér eru fulltrúar ykkar, sem eiga að gæta hagsmuna bændastéttarinnar. — Hlýðið þeim! Vitanlega eru þessar aðfarir ekkert annað en gerræði. Menn þeir, er landbúnaðarráðherra hefir tilnefnt, eru ekki fremur fulltrúa'r bænda en lieildsalar í Reykjavík eða stórútgerðar- menn. .Fulltrúar bænda eru þeir 1 einir, sem bændur sjálfir velja sér. Hliðstætt þessu væri, ef rík- isstjórnin afnæmi öll lagafyrir- mæli um val þingfulltrúa, en setti í þeirra stað löggjöf, sem gtefi henni vald til að tilnefna þessa fulltrúa, og tilkynnti síðan kjósendum að þarna væru þing- fulltrúar þeirra! Það er óhugsandi annað en bændur svari gerræði ríkisstjórn- arinnar með svo öflugum stéttar- samtökum; að stjórnin sjái sér þann kost vænstan að afnema umrædd bráðabirgðalög hið bráðastá, eða ef hún vill berja höfðinu við steininn, þá taki meiri hluti Alþingis til sinna ráða með niðurkvaðningu ger- ræðisins. Þó að bændur séu að vísu fremur seinir til að láta hart mæta hörðu, þá má brýna deigt járn svo að bíti um síðir, og vissulega hefir stjórnin nú brýnt járnið nægilega. Mótmæli bænda j víðs vegar úr sveitum landsins eru og glögg merki þess, að þeir ætli ekki að taka gerræði stjórn- arinnar með þögn og þolinmæði. Bændur mega og vera þess minnugir, að þeir gáfu í fyrra- j haust eftir nokkrar miljónir . króna. af kaupi sínu, er þeirn bar samkv. sexmanna álitinu, til þess að bera sama úr býtum og aðrar vinnandi stéttir. Þeir ætluðust til og treystu því, að þetta værí upp- haf að lækkun dýrtíðarinnar, sem ólafur Thors liafði lýst sem átakanlegri bölvun jafnt fyrir I neytendur sem framleiðendur og í þar með alþjóð. Stjórn Ólafs Thors notaði svipaða upphæð til hækkunar á kaupi launamanna og jók þar með bölvun neytenda, framleiðenda og allrar þjóðar- innar að hans eigin vel rök- Studda dómi. Sanngirniskröfur bændastéttar- innar eru á þann veg, að verðlag á framleiðslu þeirra sé á hverjum tíma ákveðið af fulltrúum, sem þeir tilnefna sjálfir, þannig, að þeir sæti svipuðum kjörum og aðrar vinnandi stéttir. Sá eini leiðarvísir, sem um þetta er fyrir hendi, er sex manna álitið. Aðal- málgagn ríkisstjórnarinnar, Mbl., segir, að þetta sé of hátt stefnt, en það er hið sama og að ætla bændum að sitja skör lægra en aðrar vinnandi stéttir, og í því ljósi verður líta svo á, að ríkis- stjórnin hafi sett bráðabirgða- lögin og skipað þá ráðsettu með þetta fyrir augum. Þegar þetta er ritað, á reynslan eftir að skera úr um það, hvort stjórninni tekst þetta. Það getur vel verið, þegar -stjórnin sér alvöru í bændasamtökunum ognóguhörð mótmæli úr Jreirri átt gegn ger- ræðinu, að hún digni, og til þess að losa sig úr klípu styðji hún að því, að verð á landbúnaðarvör- um verði sett hæfilega hátt eða jafnvel vel það, en þá gerir hún það nauðug og aðeins af ótta við réttmæta gremju bænda og í von ' um það ,að þeir bændur, sem verið hafa í Sjálfstæðisflokknum, styðji hana áfram við völdin. En Jdó brugðið yrði til þessa ráðs, getur það naumast blekkt nokkra menn í bændastétt, því þeir vita, . að þetta er ekki af heilindum gert í garð landbún- aðarins, heldur aðeins til að bjarga stjórninni frá því, að öll bændastéttin snúist á móti henni. Undir niðri vakir sama tilhneigingin og áður að ganga á hlut bænda, þó að reynt sé að hylja þá tilhneigingu undir hræsnisblæju, og sá, sem einu sinni fremur gerræði, er vís til að fremja það oftar ,sjái hann sér leik á borði. Hér skal enginn dómur á það lagður hvort landbúiraðarráð- herra hefir almennt tekist vel, illa eða þolanlega val sitt í bún- aðarráð sitt. Það dylst þó engum, að valið er byggt á flokkspóli- tískum línum, og er það í.meira lagi óviðfelldið. í ráðinu eru 19 menn, er tilheyra Sjálfstæðis- flokknum, 3 kommúnistar og 3 Framsóknarmenn og enginn þeirra bóndi. Það er því vel séð fyrir því, að fylgismenn stjórnar- innar séu í margföldum meiri hluta, enda vissara ef einhverjir þeirra skyldu bregðast því að reynast þæg verkfæri valdhaf- anna. Það, sem hendi er næst, er valið hér í Eyjafirði. Ráðh. hefir ratað þar á tvo menn, aðalmann og varamann, sem almennt eiga litlu trausti að fagna meðal ey- firzkra bænda. Stefán í Fagra- skégi hefir verið hér í kjöri við þingkosningar og haft sáralítið fylgi bænda. Þetta sama kom og í Ijós á kjörmannafundi þeim, er hér var nýlega haldinn, til þess að kjósa fulltrúa á landsfund bænda. Þar hlaut Stefán örfá at- kvæði, en varamaður hans í bún- aðarráði ekkert. Bændur trúðu 1 þeim Einari á Eyralandi og Hólmgeiri á Hrafnagili langtum betur fyrir fulltrúastarfinu en þeim Stefáni í Fagraskógi og Jónasi á Hranastöðum, sem land- búnaðarráðherra taldi bezt fallna til þess að vera fulltrúa eyfirzkra bænda í búnaðarráði. Sé val landbúnaðarráðherra Jressu líkt í öðrum sýslum lands- ins, sem verður að teljast mjög líklegt, þá geta hinir ráðsettu menn því síður verið fulltrúar bænda, því fyrsta skilyrði þess er, að þeir hafi traust bænda. Að líkindum verður mál þetta orðið eitthvað skýrara um það leyti, er'grein þessi birtist í Degi. Þá verður landsfundur bænda af- staðinn og verðlagsákvæði verð- lagsráðs ef til vill kunn orðin. ' Eyfirðingur. Ur erlendum blöðum Vestanátt — ekki austanátt, í dönskum stjórnmálum. Áhrif brezku kosninganna. Þegar fór að líða að styrjaldar- lokum í Evrópu þótti sýnt, að kommúnistar mundu verða áhrifameiri í hinum frelsuðu löndum eftir friðinn, en nokk- urn tíma áður. Margir héldu, að „austanáttin" mundi verða hið ríkjandi veðurlag í stjórnmálum ýmsra þjóða í Evrópu og at- burðirnir í maí og júlí virtust gefa þessari skoðun byr undir vængi. Þá hófust sameiningartil- raunir sósíaldemokratisku flokk- anna í Noregi og Danmörku og um sama leyti bar meira á starf- semi kommúnista i- Belgíu og Frakklandi en fyrr — og síðar. En svo komu brezku kosningarn- ar, þar sem brezka þjóðin hafn- aði gjörsamlega öllu samneyti við kommúnista og fylkti sér um hreina lýðræðisstjórn og umbóta- sinnaða. Með brezku kosningun- um urðu þáttaskipti í stjórnmál- um Vestur-Evrópu-þjóðanna. — Eftir að úrslit þeirra urðu kunn gerðust þeir atburðir, að samein- ingartilraunirnar í Noregi og Danmörku fóru út um þúfur. Sömuleiðis í Frakklandi. Hvergi í Vestur-Evrópu er sósíaldema- krataflokkur nú í samstarfi við kommúnista, nema á íslandi. í ræðu, sem Hedtoft-Hansen, fé- lagsmálaráðherra Dana flutti 26. ágúst sl. í Kaupmannahöfn vék hann að þætti kommúnista í frelsisbaráttunni og sameiningar- tilraununum. Ræðan birtist í Social Demokraten 27. ágúst og segir þar m. a.: Ýms vinstriblöð hafa nefnt kosningaprógram jafnaðar- manna, sem nú hefir verið lagt fram, yfirboð við kommúnista. Þetta er sagt alveg út í bláinn. Aðrir hafa talað um að fram- kvæmd stefnuskrár okkar muni leiða til einræðis. Eg vil minna þá menn á, að sósíaldemokratar hafa ævinlega staðið í broddi fylkingar í baráttunni fyrir frels- inu. V ið töluðum ogrituðum gegn nazismanum. Það er gleðilegt, að sumir menn hafa nú breytt um !it að þessu leyti, en-það réttlætir ekki það, að þeir helgi sér alla frelsisbaráttuna og þykist hafa einkaleyfi á frelsishreyfingunni. Við hyllum þá, sem börðust fyrir frelsinu, en við tökum ekki ofan fyrir þeim, sem fengu vélbyssur í hendur 3. 4. og 5. maí sl. og neita nú að afhenda þær. Þegar kommúnistar töldu sig vera lýðræðis- og umbótaflokk hvöttum við þá'til að sameinast okkur. Við óskuðum einingar í verkalýðshreyfingunni, til þess að létta undir í því risavaxna endurreisnarstarfi,- sem fyrir höndum er. Það e.r staðreynd, að kommúnistarnir vilja ekki sam- einingu. Frá þeim fengum við ekkert svar nema málalengingar og þeir þorðu hvorki að játa né neita, er helztu atriðin bar á góma. Þröng eiginflokkssjónar- mið voru þeim í reyndinni kær- ari en sameining í stórum verka- mannaflokki á lýðræðisgrund- velli.... í kosningunum, sem í hönd fara, eru engir samningar milli jafnaðarmanna og kommúnista, eða annara flokka. Jafnaðar- menn ganga til kosninga á grundvelli stefnuskrár sinnar. Vestanstormurinn, sem hófst St. Pipar St. Negull Engifer Allralianda Ediksýra Saltpétur Salt Blandað Riillupylsn- krydd Rúgmjöl K. E. A. Nýlenduvörudeild og útibú. »••••#••••••§( Nýkomið: í Naglbýtar, | Borsveifar, j Bohaklippur, | Járnklippur, [ Heflar, Í Hallamælar, | i z Handborar, Í Skífumál, Í Járnsagarbogar, \ Járnsagarblöð. í Verzl. Eyjafjörður h.f. | «HMMMIMMIMMMIMIMMMIMMUMMMMMIIMMIMMMMMMMI(MIM» FJÁRMARK MITT ER: Alheilt hægra, heilrifað biti framan vinstra. Öxnafellskoti 10. sept. 1945. Axel Kristjánsson. TIL SÖLU Riffill cal. 22 (Steven’s) og silungaveiðistöng. Til sýnis á skrifstofu „Dags“. með brezku kosningunum, mun ná hingað til Danmerkur á kosn- ingadaginn. ... (Lausl. eftir Soc. Demokraten).

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.