Dagur - 13.09.1945, Page 8

Dagur - 13.09.1945, Page 8
8 Úr bæ og byggð I. O. O. F. 1279148V2 Kitkjan: Messað á Akureyri n.k. sunnudag kl. 2. e. h. Frá Kristneshæli. Menn eru beðnir að athuga, að eftirleiðis verður síma- númer yfirlæknis nr. 441, en að- stoðarlæknir og skrifstofa hælisins hefir nr. 292. — Önnur blöð eru vin- samlegast beðin að birta þetta. Aðalfundur Kennarafélags Eyja- f jarðar verður settur á Akureyri, laug- ardaginn 29. sept. kl. 4 s.d. — Fund- arefni verður venjuleg aðalfundar- störf o. fl. Trúlofun sína hafa opinberað ung- frú Helga Baldvinsdóttir frá Skógum og Valdemar Halldórsson, Akureyri. Merkiskona látin. Að morgni 1. þ. m. andaðist Aðalbjöré Jónsdóttir á Öngulsstöðum á Staðarbyggðum ná- legá 87 ára að aldri. Hin síðari ár hef- ir hún dvalið hjá dóttur sinni og tengdasyni, Þorgerði Siggeirsdóttur og Halldóri Siggeirssyni, búandi hjón- um á Öngulsstöðum, og notið þar þeirrar aðhlynningar í ellinni, sem mannleg orka megnar að láta í té. Að lokum var Aðalbjörg orðin krossberi þungrar elli. Aðalbjörg var kona vel gáfuð og glaðlynd og vildi jafnan öllum gott gert, er á vegi hennar urðu. Öllum, sem kynntust henni, varð því hlýtt til hennar. Hún var ljóðelsk og vel hag- orð sjálf, en hélt ljóðagerð sinni lítt á lofti. Bróðir hennar var Páll J. Árdal skáld, sem andaðist vorið 1930. Hún er móðursystir Kristínar Sigfúsdóttur skáldkonu. Maður hennar var Siggeir Sigur- pálsson, sem dáinn er fyrir nokkrum árum um nírætt. Var hann m. a. kunn- ur í Eyjafirði fyrir leikstarf sitt, sem honum lét mjög vel. Sonur þeirra er Jón bóndi á Hólum í Eyjafirði. Þau hjónin, Siggeir og Aðalheiður, bjuggu fyrr meir á ýmsum stöðum í Saurbæjarhreppi, lengst á Stekkjar- flötum, söfnuðu ekki veraldarauði, en komust af. En andlegum auði réði Að- albjörg yfir meira en almennt gerist. Eyfirðingar og aðrir, er henni kynnt- ust, munu blessa minningu hennar. Hjúskapur. Laugard. 25. ág., voru gefin saman í hjónaband á Möðru- völlum í Hörgárdal, ungfrú Jóhanna Lárusdóttir frá Borgarnesi og Baldur Halldórsson í Búlandi, Arnarneshr. Hjúskapup Nýlega voru gefin sam- an í hjónaband af sóknarprestinum sr. Friðrik J. Rafnar, vígslubiskupi, ungfrú Dorothea Árnína Jónsdóttir, Þórðarsonar, verkamanns, Akureyri, og Valdimar Jónsson frá Keflavík. — Ungfrú Sigríður Jónsdóttir, Sveins- sonar, skattdómara, Ak. og Jón G. Halldórsson, skrifstofustjóri, Rvík. Leiðrétting: í afmælisvísu til Sig- tryggs frá Torfum í síðasta tbl., varð villa í síðustu vísu, síðustu hendingu: á heiðríku hinzta kveldi — átti að vera að heiðríku o. s. frv. Happdrættismiðar S. í. B. S. fást á eftirtöldum stöðum: Verzl. Hrísey. Söluturninum við Norðurgötu. Verzl Jóns Egils. Verzl. Esju. Verzl Baldurshaga. Verzl. Lond- on. Bókaverzl. Þorsteins Thorlacius. Bókaverzl. Gunnlaugs Tr. Jónssonar. Bókabúð Akureyrar. Söluturninn við Hafnarstr. Bókaverzl. Eddu. Hólmgeir Pálmason, skrifstofu KEA. Væntanlega verða happdrættismið- arnir til sölu á fleiri stöðum innan skamms.__________________ Húsbruni Laust eftir kl. 5 í morgun varð eldur laus í húsi Hjalta Esphol- ins, Hafnarstræti 18B, og brann það til grunna. — Fólk bjargaðist nauðlega á náttklæðum einum fata. — Engu varð bjargað af innbúi þeirra, er í húsinu bjuggu, nema einhverju lítils- háttar af neðstu hæð. Innbú flestra mun hafa verið vátryggt. Ókunnugt um eldsupptök. 1 y Sjómenn á Akureyri skora á bæjarstjórnina að hefjast nú þegar handa um togarakaup Kaup á Krossanesverksmiðjunni og jörðinni Syðra-Krossanesi talin nauðsynlegur liður í sókn bæjarins fyrir bættri aðstöðu Niðursuðuverksmiðja ríkisins mundi bezt sett hér Félög sjómanna á Akureyri héldu umræðufund um atvinnumál og framtíðarhorfur bæjarfélags- ins nú fyrir skemmstu og gerðu samþykktir um að skora á bæjarstjórnina að hefja stórhuga fram- kvæmdir til þess að bæta aðstöðu bæjarins í atvinnumálum. Það voru Skipstjórafélag Norðlend- inga, Vélstjórafélag Akureyrar og Sjómannafélag Akureyrar, sem stóðu að fundinum. Álitsgerðir félaganna hafa nú verið sendar bæjarstjórninni og koma væntanl. til umræðu á næsta fundi hennar. Togarakaup. - í ályktun fundarins um togara- kaup segir: Eins og bæjarstjórn Akureyrar er kunnugt, hefir rík- isstjórnin gert samninga um kaup á 30 nýjum (togurum, sem afhentir verða á tveim næstu ár- um. Ríkisstjóinin mun selja tog- arana einstaklingum, félögum eða bæjarfélögum. Félög sjó- manna á Akureyri telja það knýj- andi nauðsyn fyrir atvinnulíf Akureyrar, að eitthvað af þessum skipum verði keypt hingað, enda álíta þau, að ekki sé völ á hag- kvæmari skipakaupum nú, bæði hvað snertir verð skipanna, styrk- leika þeirra og hæfileika til veiða á íslandsmiðum. Til þess að tryggja hlutdeild A^ureyrar í þessum skipakaupum munu ekki aðrir möguleikar en bæjarfélag- ið hafi um þau forgöngu gagn- vart ríkinu. Almennur sjómannafundur, haldinn á Akureyri 9. september 1945, skorar því mjög eindregið á háttvirta bæjarstjórn, að sækja nú þegar til ríkisstjórnarinnar um kaup á tveim togurum til bæjarins, með það fyrir augum, að selja þá félagsskap bæjarbúa, sem kynni að verða stofnaður um kaup^skipanna og rekstur, enda yrði þá tryggt, að skipin yrðu ekki seld úr bænum, eða skipin verði rekin fyrir reikning bæjar- ins, ef það er álitið hagkvæmara. Þar sem fjöldi umsókna um tog- ara mun hafa borizt líkisstjórn- inni og hún mun vera í þann veginn að ráðstafa skipunum til umsækjanda, mælast félögin ein- dregið til þess, að bæjarstjórninn hafi aukafund um málið nú um helgina, til afgreiðslu, á þann hátt, sem að ofan er óskað. Kaup á Krossanesi. 1 ályktunum félaganna segir, að líkur séu fyrir því, að Krossa- nesverksmiðjan og jörðin Syðri- Krossanes muni verða til sölu, enda muni einstaklingar þegar hafa gert' tilboð í eignirnar. Telja félögin ófært, að landar- eignir þessar, sem liggja að sjó á stórri strandlengju og eru rétt við höfnina, falli í eign einstakl- inga. Telja þau enhfremur, að Krossanesverksmiðjan í höndum bæjarins gæti haft mikla þýðingu til þess að skipa Akureyri aftur í þann sess í síldveiðum lands- manna, sem hún hafði á árunum 1911—1930. Félögin skora því á bæjarstjórnina að hún kynni sér þessi mál og ráðist í kaup á eignunum, ef kjör teljast sæmi- lega aðgengileg. N iðursuðuverksmiðja. Þá skora félögin á bæjarstjórn- ina að vinna að því, að fyrirlmg- uð niðursuðuverksmiðja ríkisins, ásamt hraðfrystihúsi, verði reist hér á Akureyri, og fylgir ítarleg greinargerð um málið. 1 greinargerðinni eru leidd Kirkjufundurinn (Framhald af 1. síðu). hafði það óskipt fylgi fundarins og um það gerð ályktun. Að kvöldi annars fundardags flutti séra Friðrik A. Friðriksson, prófastur í Húsavík, merkilegt erindi um „tímamót“. Auk fjölda ræðumanna annarra að- stoðuðu við kirkjufundinn prófessor Ásmundur Guðmundsson, sem einnig var í undirbúningsnefndinni, vígslu- biskup Friðrik J. Rafnar, séra Árni Sigurðsson, fríkirkjuprestur í Rvík, Guðbr. Björnsson prófastur og séra Ólafur Magnússon fyrrv. prófastur í Arnarbæli. Og síðasta daginn fluttu ávörp séra Sigurbjörn Á. Gíslason (um viðhorf kirkjunnar í herteknu löndunum), séra Óskar J. Þorláksson (um leikmannastarf) og Jón H. Þor- bergsson frá Laxamýri (um safnaðar- líf). — Ýmsir aðrir fulltrúar frá söfn- uð'um úr leikmannastétt lögðu þar einnig góðan skerf til mála, og ýmsar ályktanir voru gerðar í öðrum málum. Allar þær ályktanir, sem hér verið getið, verða birtar í blaðinu í næstu viku. Dagur kom að máli við Gísla Sveinsson, Alþingisforseta, að Hótel KEA og átti stutt samtal við hann um störf fundarins og dvöldin^ hér á Ak- ureyri. „Enginn vafi er á því,“ sagði Gísli Sveinsson, „að þýðing þessa kirkju- fundat verður mikil, eigi síður en funda þeirra, sem áður hafa verið haldnir um þessi mál, en á miklu velt- ur fyrir kirkju- og kristnilíf í'landinu, að vel takist til um frekari fram- kvæmd þessara mála.“ — Og hvernig hefir gestunum geðj- ast að dvölinni hér á Akureyri? „Viðtökurnar voru í alla staði með ágætum og áttu einkum hlut að máli vígslubiskup Fr. J. Rafnar og Ásdís frú hans, og formaður sóknarnefndar Akureyrarkaupstaðar, Kristján S. Síg- urðsson. Og ekki hvað sízt gerði það fundinn greiðari og ánægjulegri, að skólameistari Sigurður Guðmundsson bauð hátíðasal Menntaskólans til fundarseturs og yfirleitt afnot af nægilegum, góðum híbýlum í skóla- byggingunni. Kom skólameistari og frú Halldóra kona hans fram við fundarmenn með frábærtim höfðings- skap, enda var skólameistarf sjálfur viðstaddur mestan hluta kirkjufundar- ins og fylgdist með málum hans. Flutti hann þar skörulegt ávarp um menntir og menningu kirkjunnar manna á landi hér fyrrum og nú, en forseti fundarins færði honum þakkir í fundarlokin. Þá höfðu Bæjarstjórn Akureyrar og mörg rök að því, að niðursuðu- verksmiðja yrði vel sett hér í bænum og betur en annars stað- ar norðanlands. Verður hennar og þessara mála allra getið nánar hér í blaðinu á næstunni. RYKSUGA (Nilfisk), í góðu standi, til sölu og sýnis á afgr. Dags. Fimmtud. 13.sept. 1945 S J ÖTU GSAFMÆLI. Sjötuésafmæli átti Páli Jóhannes- son, fyrrum bóndi í Kálfagerði, 1. þ. m. Pálmi er fæddur á Stórhamri í Eyjafirði, en fluttist ungur með for- eldrum sínum að Skriðu og ólst þar upp. Árið 1908 hóf hann búskap í Kálfagerði og bjó þar til ársins 1930 er hann fluttist til Akureyrar og hefir dvalið hér í bænum síðan og stundað daglaunavinnu og stundar hana enn þótt sjötugur sé, því að skaplyndið og áhuginn fyrir daglegum viðfangsefn- um er slíkt, að honum fellur ekki verk úr hendi meðan heilsan leyfir. Pálmi er með afbrigðum vinsaéll í hópi starfsbræðra sinna og annarra, sem af honum hafa haft kynni, glað- ur og reifur, hjálpsmaur og frábærlega vandaður og samvizkusamur í öllum skiptum. Vinir hans og samverka- menn heimsóttu hann og konu hans, Kristínu Sigfúsdóttur skáldkonu, á af- mælisdaginn, árnuðu þeim heilla og færðu þeim góðar gjafir. Nefsokkar rnjög vandaðir Hannyrðaverzlun Ragnheiðar 0. Björnsson Nýl- vomnar vorur: % jj Léreft, hvít. Sloppaefni (Kadettatau) hvít | í Flónel, hvít, misl. Sirz, misl. Silkiléreft, hvít. Handklæði. Glasaþurrkur. | Tilbúin Sængurver, Koddaver og Lök. | Sjúkradúkur, ágætur. j | Kvensokkar, ísgarn og baðmull. [ } Astrakan, svart og grátt. | Axlabönd - Sokkabönd - Ermabönd. f. Regnhífar — Göngustafir. | f Ennfremur títuprjónar, svartir og hvítir. | Brauns Verzlun | f Páll Sigurgeirsson. f 7l|HIIIIIIIII|l|lll|l|||||||||||||||||l||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||,l|M|||t| l 1111111111111111111111111 ■ 1111111111111111111111,11 3-4 ungar kýr Knipplingar á upphluti Hannyrðaverzlun Ragnh. O. Björnsson. Vörubíll, International 1942, með vökvasturtum, í mjög góðu ásigkomulagi, er til sölu með tæfcisfærisverði. Til sýnis á Bílaverkstœðinu MJÖLNIR til sölu. Stefdn Magnússon, Ásgarði, Svalbarðsströnd. Kvenfélag safnaðarins boð fyrir full- trúa og klerka og voru þau hin ánægjulegustu.11 „Eg vil nota tækifærið," sagði G. Sv. að lokum, „og biðja blaðið að færa Akureyringum kveðju mína og velfarnaðaróskir. Eg dvaldi hér áður fyrr á yngri árum og gegndi þá ýms- um störfum í þágu bæjarfógetaem- bættisins og var settur sýslumáður um skeið. Hef ieg ávallt siðan haft mikla ánægju af því að dvelja hér og hefi fylgst af áhuga með þeim miklu framförum, sem hér hafa orðið.“ Dagur þakkar Gísla Sveinssyni þessi vingjarnlegu ummæli og forystu hans í þeim menningarmálum, sem hér hafa verið gerð að umtalsefni, og árnar honum og öðrum fulltrúum á Kirkjufundinum fararheilla. Enginn vafi er á því, að þýðing þessa Kirkjufundar verður mikil, eigi síður en funda þessara undanfarið, og veltur á miklu fyrir kirkju- og kristni- líf í landinu, að vel takist til um frek- ari framkvæmd þessara mála. Kaupið og útbreiðið „DAG“.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.