Dagur - 04.10.1945, Blaðsíða 10

Dagur - 04.10.1945, Blaðsíða 10
10 D AGUR Fimmtudaginn 4. október 1945 Sléttið túnþýfið á haustin! Eftir E. B. Malmquist, ráðunaut Tvö undanfarin ár hefur aftur komið verulegur skriður á jarð- ræktarframkvæmdir í landinu, — og má þakka það fyrst og frernst þeirri véltækni er fengizt hefur. Enginn getur ætlazt til, að tími og aðstæður einyrkjabóndans leyfi slíkar framkvæmdir, ef ekki er hægt að framkvæma verkið. Það er því vel farið að þetta vandamál hefur leystzt og er að leysast með hjálp framsýnna og áhugasamra bænda með aðstoð samvinnu- og búnaðarfélaganna, auk þess sem það opinbera hefur haft stór afskipti af málinu, mi. a. með stofnun vélasjóðs og franr- kvæmdum verkfæranefndar rík- isins. Þrátt fyrir aukna framræzlu síðustu ára, er enn víðast alltof * rakt land tekið til nýræktar og það rakt, að það kemur algjör- lega á bága við jarðræktarlögin, að slík nýrækt sé styrkhæf sam- kv. þeim. Það má aftur á móti fullyrða, að það er tímaspursmál þar til framræslan verður sigruð, að fullu leyst og ekki aðeins rækt- unarland en einig beitiland verð- ur þurrkað til fullnustu á ódýran og hagkvæman hátt. Ræktunarmenn mega því ekki hugsa sér að halda áfram á Jjeirri braut, að taka blautt, — óræst eða illa framræst land til ræktunar, það borgar sig ekki, — hvorki beint né óbeint, auk þess er það brot á jarðræktarlögunum, sem eiga m. a. að vernda hagkvæma og góða ræktun. Það verk, sem liggur næst fyr- ir, í jarðræktýini, er því að rækta þurrkaða landið, og þá fyrst og framst, að fullrækta túnin, — slétta túnin meðan stendur á framræslunni. Það er ekki aðeins nauðsynlegt vegna betri ræktun- ar, heldur beinn fjárhagshagn- aður, þar sem það opinbera hef- ur með bráðabirgðaákvæði til viðbótar við jarðræktarlögin frá 4. júlí 1942, ákveðið sérstaka styrkhækkun á þúfnasléttun í túni frá og með árinu 1945. Á þessu yfirstandandi ári og næsta, mun því jarðræktarstyrk- ur á túnþýfisléttun verða sem næst kr. 1750.00 á hvern hekt- ara lands í sáðsléttu og rúmar 1400.00 kr. í græðisléttu í túni. Til samanburðar má geta þess, að fyrir nýrækt án forræktar. eru greiddar um kr. 755.00 á hektaia í styrk. Ákvæði þetta gildir til nokk- urra ára og þarf viðkomandi jarðræktarmaður að taka fyrir minnst 1/10 hluta af öllu tún- þýfi býlisins til sléttunar árlega ef hann á að njóta þessara rækt- unarhlunninda. Þeir bændur, sem minnsta hafa töðu, en ef til vill mest þýfrið hika við að hefja þessar framkvæmdir vegna þess, að töðumagn tapaðist á fyrsta ári ræktunarinnar. Reynslan sýnir affur á móti hið gagnstæða, ef rétt er að farið. Til þess að fá afrakstur af raekt- uninni á fyrsta sumri, þarf að undirbúa hana að haustinu (helzt í haust). Vinna flagið að mestu og jafna það vandlega ef með þarf. Ræktun komandi tíma verður m. a. að vera egg- slétt, — véltæknin þolir ekki illa slétt land. Á vel jöfnuðu landi verður betri sláttur, betri rakst- ur og um fram allt meira öryggi í endingu vélanna. Ef vandað er til ræktunarinn- ar og hún kemst það langt í haust að hægt er að sá grasfræi í hana snemma næsta vor, þá er öruggt að um töðutap verður ekki að ræða. Grasfræ það er notað hefir verið á stríðsárunum hefir reynst afar misjafnlega og þurft enn meiri nærgætni við í ræktun en áður var. Má því teljast ráðlegt, ef um óslétt tún er að ræða, en Kveðja til Jóns Björnssonar, Hóli, Svarf. Hvað er það sem sjá má svífa sjónum vorum nær og fjær? Myndir, sem í minni skrifa mér og þér, í dag og gær, að vér skulum ávallt lifa, orku lífsins þokast nær. — Þetta er óður ástarlaga — unaðsmál við lífið tjáð. Endurtekin sama saga, sem að öllum fyrr var skráð. Eru mörkin ei til baga. Engin myndin burtu máð. — \ ' Þú sem áður ern í verki undir þér við manndómstak, klædur vænum vinnu serki vatzt og byrðum þér í bak. Ert nú fallinn undir merki. Orkar slíku tímans blak. Þegar léztu lausan starfa langt var dregið þitt á haust. Þjóðin meður þreytu farfa. Þín var lömuð glaða raust. En vinan góða, vitra, þarfa ýafði þig ástúð mjúkt og traust. Þú lézt aldiei þurfa að brýna þig, svo bættir vöntun hins, eftir greiða ekki að rýna eða fórnum vilja þíns. Oft mér lagðir aðstoð þína, og í byrjun starfa míns. — Þakkir færi ég þér sem raktir þarfir meðan lund var djörf. Heimili þitt með hlýleik þaktir. Hugartrúr við öll þín fctörf. Litlum yfir lífum vaktir, leizt það hina dýru þörf. — í ævistarfi ötull, góður, eins þótt gerðist föl þín kinn. Umhyggja og ástargróður einkenndi þig hvert eitt sinn. Og þó sértu orðin hljóður ómar góður vllji þinn. — Meðal góðra granna vakir greiði þinn, sem hvergi dvín. Öðrum fékkst þú engar sakir. Öllum mjúk var hyggja þín. Hollt er þvi að heim þú akir heilum vagni — er sólin skín. Njóttu góðs á nýrri jörðu — njóttu gæða æðra valds. Þeir, sem fórnir færa gjörðu fá að njóta verðugs gjalds. Og allir, sem að aðra vörðu eiga skjól að baki tjalds. Vinsamlegur. ekki stórþýft, að notfæra sér sjálfgræðsluaðferðina, sem gefur einnig afrakstur á næsta sumri, ef hún er undirbúin í haust, en síðan völtuð með þungum valta að vori. Bændur! Þið sem eigið eftir túnþýfi á býlum ykkar, ef tíðin leyfir, og dráttar- og vinnuafl er fyrir hendi, þá sléttið túnið strax í haust, það er gróði fyrir ykkur og stórt spor til menningar fyrir þjóðina í heild. Ef túnþýfið bíð- ur, hlýtur það að verða stórtjón fyrir ykkur og gefa auk þess vott um ræktunarómenningu í landi okkar. Það er því ekkert, sem réttlæt- ir bið þessarar hliðar ræktunar- málanna, ef vinnuaflið fæst. íþróttaþáttur. Framhald af 5. síðu Magni K. A. 2 : 1. Leikur Magna var þrunginn af krafti og knattmeðferð liðsins er merkilega góð, þegar miðað er við þær aðstæður, er liðið hefir' til æfinga. Leikmáti Magna er svipaður óg hjá hinum aðkomu- félögunum, mikill hraði og dugnaður. K. A.-liðið er ekki vel heilsteypt að þessu sinni,- Margir leikmennirnir hafa að vísu góða knattmeðferð en dugnaður liðs- ins og samheldni er minni en oft áður. — Veðrið var hagstætt með- an leikir þessir fóru fram og völl- urinn svo sæmilegur, sem hann getur framast verið. Áhorfendúr voru allmargir og trufluðu þeir leikinrr mikið með því að standa á hliðarlínum og endamörkum vallarins og hindra með því starf línuvarðanna og stundum einnig leikmennina sjálfa. T. Á þriðjudag léku fyrst Magni og Völsungar. Veður var gott, en völlurinn með pollum og sleipt á grasi. Fyrri hálfleik lá knöttur- inn meira á Völsungum, en Magni þó stundum hæt't staddur við skjót upphláup Völsunga. Markskot vantaði báða og lauk þeim hluta með 0 : 0. Síðari hálfleik voru liðin jafn- ari að sjá, dugnaður mikill, en leikni minni, nerna hjá einstöku mönnum. — Niðurstaðan 1:1,— Dómari var Sigm. Björnsson. Þá byrjuðu K. S. og Þór og fóru rösklega af stað og skoraði K. S. mark innan 7 mín. En knötturinn lá síðan jafnt á K. S. og varði markmaður Siglf. mjög vel. Bakhrynding á vítateig veitti Þór færi á að kvitta og var það notað vel. — Við hálfleik 1 •: 1 mark. Síðari hluti leiksins var mjög skarpur og átti Þór þar greini- lega yfirburði í samleik og átti líka sterk vörn — oftast. — Þrátt fyrir ágæti markmanns K. S. lauk þessum leik með sigri Þórs 3:1. — Dómari var Jakob Gísla- son. Lengra er ækki komið mótinu er þátturinn fer í pressuna, en á framsíðu blaðsins mun getið úr- slita þessa móts. •iiiiiiuiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiimiiiiiiuimtiiiiiMmiiiiiiiiiiiiiiiiiiuitiiiKiiimiiiiiHuiiiiiiiiiiumiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuMiiiuiiiuitiiM Itilkynning I i . | frá verðlagsnefnd landbúnaðarafurða Með tilvísun til þess, að ríkisstjórnin hefur ákveðið að greiða niður verð á neyzlumjólk frá og með 1. október i / 1945, ákveður verðlagsnefnd landbúnaðarafurða, að frá og með 1. október 1945 skuli útsöluverð á allri nýtnjólk í lausu máli vera kr. 1.60 hver lítri. Mjólk í heilflöskum skal vera kr. 1.70 hver lítri og í hálfflöskum kr. 1.74 hver lítri. r \ Verð á mjólkuráfurðum helzt óbreytt, sanranber auglýs- | I ingu frá 14. þ. m. | Reykjavík, 29. september 1945. : E Verðlagsnefnd •iiimumiimmmmiiiHmmuiiiiiuiuiiiiiiiiiiuumiiiiuuuiuiuiiiuiuiummmiiiiiiiimiiuummiiiiiiiiiuiuiiiiiuuiuiiiiiT •ii ijiiiiiui 11111111111111111111111111 iiiiiiiiiiiiiimiiiiiiHiiiHiiiiiiiiiiiiui iii iii 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ii j Höíum til sölu ágætan saltfisk I á kr. 1.50 pr. kg. ( Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík | •"lUHUUIUIHimUUmUIHUUHHIUHUHUHHUUUHUUHUUUUUHHUUUUUUHUUUUHHUUIUUUUUUUUIIIIUUHHUUUII III. SÖNGFÓLK! KANTÖTUKÓR AKUREYRAR óskar eftir nokkr- i| um nýjum meðlimum, einkum í millirödd og tenór. jj Lysthafendur snúi sér sem fyrst til söngstjórans, BJÖRGVINS GUÐMNDSSONAR. Sími 143. Bréfaskóli S.I.S. kennir eftirtaldar námsgreinar: Skipulag og starfshœttir satnvhmufélaga Fundarstjórn og fundarreglur Bókfcerslu I og II íslenzka réttritun Búreikninga Þátttakendur éeii si£ fram á skrifstofum kaupféla£anna eða skrifi beint til Bréfaskóla S. í. S., Reykjavík. ATH. Nýr bréfaflokkur hefst í októbermánuði. Fiallar hann um reikning. Kennari Þorleifur Þórðarson. •iimiimiiimiiimmimiiiiiiimiHiiiiiiiiuiimmmiiiiiiiiiiiimiiiiiuiiimmimiiiiimiiiimmmiiiiiiiiimmmiiiiiiiiiiiiuiiii* | MikiS úrval! Höfum fengið mikið úrval af [ enskum kápuefnum. Saupaum kvenkápur eftir máli. | ( DRAUPNIR hf. Skipag. 6. Sími 359 i Sigurður Guðmundssoni klæðskeri [ ^*l|l»l!illlllÍlHlMIIIHIUIIIIIHIIIIIUIIIMIIimMM|IMIII|IIMIIIHI*J*lllfM|IIIIU*IIMIMMIIIIIIII* ••*•**•*•**•****•*****•*•'•••••••HIIIIUIIÍ^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.