Dagur - 04.10.1945, Blaðsíða 11

Dagur - 04.10.1945, Blaðsíða 11
Fimmtudaginn 4. október 1945 DAGUR 11 Æ v imi Helgi Helgason Hann andaðist í síðastliðnum maímánuði. En fæddur var hann að Garpsdal í Barnastrandarsýslu árið 1871. Foreldrar Helga voru þau Helgi er um skeið bjó í Garpsdal og síðar á Svarfhóli og kona hans Gróa Egilsdóttir. Stóðu að Helga í Gautsdal merk- ar ættir og föður- og móðurkyn. Barn að aldri fór Helgi í Gauts- dal frá foreldrum sínunr og ólst upp hjá vandalausum eftir það. Greina svo heimildir, að hann hlyti að fóstri því eigi þá um- hirðu og hlýju er barnseðlinu er nauðsynleg. Snemma gerðist Helgi þó þroskamikill og eigi síður andlega en líkamlega. Varð alvörumaður og gæddur ríkri ábyrgðartilfinningu, staðfastur í skapi og skyldurækinn, iðjusam- ur og listfengur að náttúru. Þá var Helgi Helgason ungur, er hann réðist til vista hjá Ólafi Eggertssyni er bjó á Valshamri og síðar í Krókfjarðarnesi. Gerð- ist Helgi verkstjóri á búi Ólafs þar á Valshamri og þótti vel farn- ast. Af kunnugum er mér tjáð að ungur hafi Helgi tekið þá sér til fyrirmyndar Torfa í Ólafsdal og húsbónda sinn Ólaf Eggertsson. Var hinn fyrrnefndi, svo sem löngu er kunnugt, þekktur brautryðjandi í búnaði og bændahöfðingi einn hinn mesti á landi hér um sína daga. Var og Ólafur Eggertssoh þekktur um Vesturland og víðar að atorku, ráðdeild, rausn og höfðingsskap. Kona Helga í Gautsdal var Ingi- björg Friðriksdóttir, ættuð úr Strandasýslu mæt kona og mynd- arleg um flest. Reyndist hún manni sínum sá hamingjúauki um flest er æ síðan studdi hann í dáðríku manndómsstarfi, sem bónda og heimilisföður. Helgi Helgason bjó lengst og síðast í Gautsdal og þann stað gerði hann að höfuðbóli með jarðrækt- arframkvæmdum og byggingum og munu lengi sjást menjar þess. Eru börn þeirra Gautsdalshjóna, I-Ielga og Ingibjargar, atgervis- mikil og um flest vel að sér, enda allnafnkennd og skipa sum þeirra þýðingarmiklar trúnaðar- stöður. Allir þeir, sem eitthvað þekkja sögu íslendinga, vita hversu viðvék um hag þjóðar- innar um margar aldir. Öll verk- leg menning var í kalda koli um mörg lmndruð ár. Vökumenn þjóðarinnar börðust fyrir bætt- um hag landa sinna svo sem geta leyfði, en flestir daufheyrðust. Eftir endurreisn Alþingis fór að rofa til. Og verzlunin gefin al- frjáls skömmu eftir 1850. En svo komu langstæð harðindi, sem hlutu að kippa vexti úr veikum gróanda. Helgi frá Gautsdal er fæddur um sama leyti sem mannflutn- ingar hefjast héðan af landi og vestur um haf. Hann ólst upp við óm þeirra radda, sem þá um langan tíma töldu ófært að afla brauðs á íslandi. Kröpp uppeld- iskjör og sárlítil menntun verða hlutskipti hans. Helgi Helgason var einn þeirra íslenzku æsku- manna er á þeim tímum ólust hér upp og sem á ekkert höfðu að treysta annað en guð og sjálf- n n i n g fxá Gautsdal. an sig. En slíkt traust hefir aldr- ei orðið eign allra og þá auðvit- að ekki hamingjufylgja þeirra á torleiði lífsins. Þegar í slíka xarðbakka var kontið og mann- raunir, reyndist persónugildið öngum drýgst til úrbóta. Það mátti því nokkurn veginn full- víst þykja, að sá sem bkauzt eftir drengskaparleiðum aðstöðulaust á flestan hátt til virðinga og góðra efna hlaut að vera rnikil- rnenni, Helgi frá Gautsdal var hugsjónamaður og hann var líka gæddur þeim manndómi er til þess þurfti að hugsjónir yrði að veruleika og húsfreyjan í Gauts- dal, Ingibjörg Friðriksdóttir, var honum samhent í viðreisnarstarf- inu. Þrotlaust starf og hagsýni leggja gull í lófa komandi kyn- slóða. Arftakar Gautsdalshjón- anna og sveitungar þeirra, landið og þjóðin njóta þeirra góðinda er þau hafa framtíðinni búið með athöfnum og eftirdæmi. Minninguna um slíka menn ætti að blessa og í heiðri hafa. Þeirra sem með fyllsta drengskap og hviklausu hugrekki ruddu braut til hagsældar óbornum kyn- slóðum. Vinur. Minningarorð Að hryggjast og gleðjast hér uip fáa daga, að heilsast og kveðj- ast, jxað er lífsins saga, sagði skáldið. Þessar hendingar eiga áreiðanlega vel við mannlífið hér á jörð. Við hiyggjumst og gleðj- umst ‘með vinum okkar; við heilsum þeim og áður en varir kveðjum við Jrá, ef til vill í síð- asta sinn. Æfin er stutt og brátt erum við sjálf komin á leiðar- enda. Vinátta og tryggð hinna sönnu vina er okkur dýrmætur fjársjóður, sem við varðveitum æfina út. Við minnumst hlýlegs handtaks, sem hefir yljað okkui' inn að hjartarótum, og við gleðj- umst yfir þeirri von að hitta þá aftur fyrir handan hafið djúpa. Mig langar til að minnast einn- ar konu, sem nú er nýlega látin, og jiakka henni tryggð hennar við mig og mitt fólk. Þessi kona er Jakobína Þórðardóttir frá Munkaþverá. Það sem maður tók strax eftir við fyrstu kynningu var jrað, hve ant hún lét sér um jxá, sem minnimáttar voru. Hún elskaði börnin og var þeim eins og móðir, þótt hún ætti ekkert barnið sjálf. Hún hafði næmar tilfinningar, var fljót að gleðjast, eins og barn og einnig fljót að lnyggjast. Hún var trúuð kona, sem trúði á kærleikans og misk- unnsemdanna föður, og fól sig honum á vald með barnslegu trúnaðartrausti. Hún var Jrakk- lát fyrir allt það fagra og góða, sem frá honurn kom, sólina, stjörnurnar, blómin, fuglasöng- inn og ljúfa lækjarniðinn. Hún var mjög söngelsk og hafði unun af söng og hljóðfæraslætti. Sjálf hafði hún litla en laglega söngrödd og söng oft og lagði alla sína tilfinningu i sönginn, sem gerði Jrað að verkum að maður fór að hlusta. Eg man að hún söng svo oft Jretta érindi: „Undrandi stari eg ár og síð ----“ o. s. frv. Svo söng liún oft skemmtivísur fyrir börnin. Jako- bína hafði næman fegurðar- smekk og hafði ætíð hreinlegt og huggulegt í litla herberginu sínu, sem hún bjó í síðustu æfi- árin. Hún var mjög trú í sér og dró aldrei af sér við vinnu. Þó að henni væri ekki gefið mikið líkamsþrek var aðdáunarvert hvað henni ávannst, og hefir áhuginn og trúmennskan við húsbændurna átt mikinn þátt í því. Voru Jreir, sem hún vann hjá, ávallt þakklátir henni fyrir vel unnin störf og kærleikann, sem lnin sýndi þeim og hörnum þeirra. Eg, sem þessar línur rita, er ein af þeim sem heli notið hennar móðurlegu umönnunar á mínu fyrsta aldursári, en svo skildust leiðir um allmörg ár, en hún gleymdi ekki litlu fátæku stúlkunni, sem hún hafði fóstrað eitt sumar, og þegar leiðir lágu saman aftur, minntist hún fyrri tíma og hélt tryggð við mig og mína til æfiloka. Við konur, sem höfum getað falið börn okkar undir hennar vernd, þegar við höfum þurft burt frá heimilum okkar lengri eða skemmri tíma, þökkum henni af hjarta fyrir ástríki og nærgætni, sem hún helir auðsýnt þeim. Við þökkum henni fyrir allt það góða og fagra, sem hún leitaðist við að gróðursetja í sak- lausu barnssálirnar og öll fallegu kvæðin, sem hún kenndi þeim. Við kveðjum hana og þökkum og óskum henni guðs blessunar á landinu, sem hún er nú horfin til. Vinkona. Guðrún á Lækjarbakka. Minningarorð. Hafir (Jxú undanfarna tvo ára- tugi oltlega átt leið inn Akur- eyiarbæ framhjá býlum þeim, sem gengið er framhjá, innanvið bæinn, mun hafa orðið á vegi þínum hetjuleg kona, ljóshærð og björt yfirlitum, oftast berandi þungar byrðar, Jjað er Guðrún á Lækjarbakka að draga í búið, eða bera heim mjölið í pottkök- urnar, sem hún bakaði lengi vel fyrir hefðarkonur bæjarins. Ég þekkti Guðrúnu lítið, við hittumst á förnum vegi þessi ár, æfinlega var kveðja hennar og ávarp hressilegt og glaðlegt, Jrar var ekki víl eða vol, Jró erfiðlega gengi. Þeir sem fylgdust með starfi Guðrúnar hlutu að undrast þrótt hennar og dugnað í störf- um, enda var hún þrekkona og sterkleg, en líklega hefir andleg- ur styrkleiki ekki verið minni, hann á mestan þátt í gerðum okkar. Þau hjón, Kristján og Guðrún voru í Lækjarbakka rúm 20 ár og kornu þar upp 5 sonum sín- um, sem nú eru löngu stórir og sterkir, dugandi menn. Guðrún undi vel hag sínum litla kotinu sínu í græna hvamm- inum við lækjarniðinn, Jrau ræktuðu hvamminn, áttu nokkr- ar kindur og kú. En síðustu árin var litli bærinn orðinn hrörlegur Frú Björg Guðnadóttir. Fædd 24. sept. 1873. Dáin 23. júlí 1945.1) Norræn kona er í kistu lögð, — lík í línvoðum. Brennur eftirsjá í brjósti vina, — eldur í elskenda hjörtum íslenzk kona er til útfarar búin; — lætur ferja frá landi. — Blika minningar í barna hjörtum, - — Jrakkir í Jjjóðar sál. Sveitakona er um sáluhlið borin, fátæk að fjárgróða. — En elskuðum börnum í eyfirzkri brekku móðir, — er Jxau muna. Kaupstaðar-kona er í kirkju leidd, — kviidd í rósskrýddri rekkju, sú, er viðkvæm börn við vandasöm spor vegleiddi, vargði og stillti. Þingeysk kona er með þökkurn kvödd ástmenna — og ættar nyrðra. — Mundi hún foss-úða og fífilbrekku, glitvöll sóleyjum gróinn. * Mundi fátæk bú fornrar ættar, — veggi hálf-hrunda. — En Eddu-bók á innstu hillu — og Ritning rétta lesna. Þingeysk kona ! er til þinghelgi snúin. — Rædd eru þann veg rök: Lifa skaltu að eilífu í ljósi Guðs, — af því þú elskaðir mjög. K. V. ') Eftirlifandi maður Bjargar er Friðrik Sigurðsson, nú bóksölumaður á Akureyri, óg bjuggu þau lengst ó Svertingsstöðum í Kaupangssveit. — Hér skal ofurlítil grein gerð fyrir ætt Bjargar, af því að ættfróðum mönn- um mun eigi þykja hún ómerkileg: Björg er fædd að Fótaskinni í Aðal- dal 24. sept. 1873. Faðir hennar var Guðni, síðar bóndi að Jódísarstöðum í sömu sveit, launsonur Jóns bónda i Sýrnesi, bróður Jóhannesar ríka, hreppstjóra á Laxamýri. En þeir bræður voru Kristjánssynir, bónda á Halldórsstöðum í Reykjadal, Jósefs- sonar hins gamla, er allvíða bjó í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu, og átti fjölda afkomenda, Tómassonar í Hvassafelli, ættföður Hvassafells-ætt- ar, Tómassonar á Glerá (í Kollugerði 1703), Sveinssonar. — Kona Krist- jáns Jósefssonar á Halldórsstöðum var Sesselja, Bergsdóttir prests í Nesi í Aðaldal (1754—1767), Magnússon- ar. En kona Bergs prests og móðir og synirnir búnir að eignast hús. Hjá þeirn var Guðrún síðasta ár- ið. En ekki þurfti hún að vera lengi óstarfhæf. Eg sá hana hérna á dögunum nokkrum dögum fyr- ir dauða sinn, hressa í orði eins og fyrr, en hrörnun og dauði hafði auðsýnilega sett mark sitt á gömlu hetjuna. Friður sé v með þér, garnla, góða, íslenzka alþýðukona. H. Sesselju var Sigríður, Eggertsdóttir prests að Undirfelli (1743—1759), Sæmundssonar prests í Stærra-Ár- skógi (1712—1722), d. 1738, Hrólfs- sonar sýsulmanns á Einarsstöðum, (d. 1704), Sigurðssonar sýslumanns á Víðimýri, (d. 1635), Hrólfssonar hins sterka á Alfgeirsvöllum, Bjarnasonar. Kona Hrólfs sýslumanns Sigurðsson- ar, og móðir Sæmundar prests, var Björg (yngri) Skúladóttir, alsystir Þorláks biskups á Hólum. En kona Sæmundar prests, (1684), og móðir sr. Eggerts, var Ingibjörg, Jónsdóttir í Flatey á Breiðafirði, Torfasonar. Eigi er móðurætt Bjargar sál. Guðnadóttur öllu síðri: Móðir hennar, en kona Guðna á Jódisarstöðum, var Anna, Þorkelsdóttir bónda á Núpum i Aðaldal, Þórðarsonar bónda í Böð- varsnesi, Þorkelssonar bónda á Mel- um í Fnjóskadal, Þórðarsonar bónda í Vík á Flateyjardal, Þorkelssonar prests á Þönglabakka (1673—1693), Þórðarsonar. En kona sr. Þorkels, og móðir Þórðar í Vík, var Bjorg Árna- dóttir hins gamla í Haga í Aðaldal, Björnssonar á Laxamýri, Magnússonar í Stóradal, Árnasonar í Stóradal, Pét- urssonar sýslumanns í Dalasýslu, (f. 1475), Loftssonar riddara á Staðar- hóli, Ormssonar hirðstjóra á Staðar- hóli, Loftssonar riddara og sýslu- manns hins ríka á Möðruvöllum. En ætt Lofts ríka rekst hæglega’upp til Ingólfs Arnarsonar, Skalla-Gríms, og ýmsra fleiri landnámsmanna. Þessi eru börn Bjargar Guðnadótt- ur og Friðriks Sigurðssonar, þau er nú lifa: 1. Anna, f. 13/6. 1895, gift Karli Magnússyni á Siglufirði. 2. Svava, f. 29/1. 1904, gift Krist- jáni timburmeistara Aðalsteinssyni. 3. Friðrika, (tvíburi við Svövu), bóksölukona á Akureyri, ógift. 4. Ásta, f. 18/8. 1911, gift Leonarð Albertssyni á Akureyri. 5. Unnur, f. 10/9. 1913, gift Þórði Björgólfssyni vélsmið á Akureyri. K. V. Eiðisdalur Er ýtum frá eg aleinn geng í auðnu blárra fjalla mig' fýsir lítinn Ijóðastreng af láta vörum falla, mig líf og fjör í leikur kring er litast eg um svæði um þennan fagi'a fjallahring mig fýsir yrkja kvæði. Hér um grundar gróin svið sér gera skepnur una, hér gleðjast fuglar glaðir við guð og náttúruna, hér syngur litla lóan mín svo léttum rómi þýðum, hún kvæði vorsins kveður sín í kveldsins aftan blíðum. Hér niðar áin lygn og löng sín ljóð við kletta stalla, það sama lag, þann sama söng, hún syngur daga alla. Og lindin tæra lygn og hrein við lækinn sniáa hjalar, eins og mær við mildan svein í mjúkum rómi talar. Hér breiðir fjólan blöð út græn í brekkum f jalla háum, birkilyng og berin væn þar blómleg einnig sjáurn. Fegri varla Fróns á reit fjalla skoðast salur, brosir móti breiðri sveit bjartur Eiðisdalur. Hér lít eg yfir byggð og ból í blíðum kveldsins friði, enn í vestri svásleg sól að sævar hnígur beði. Það kallar á mig Wöldið heim að hvílu ganga minhi, eg kæran fjalla kveð Jjá geim með kvæði stuttu að sinni. Magnús Vigfússon.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.