Dagur - 25.10.1945, Blaðsíða 4
4
ÐAGUR
Fimmtudaginn 25. október 1945
DAGUB
Ritstjórl: Haukui Snorrason.
Afgreiðslu og innheimtu annast:
Marinó H. Pétursson.
Skriístofa í Hafnarstraeti 87. — Sími 166.
Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi.
Árgangurinn kostar kr. 15.00.
Prentverk Odds Bjömssonar.
Þegar Kolka vildi láta »festa
upp« fulltrúa lýðræðisflokkanna
jgLAÐALESENDUM mun enn í fersku minni,
hve hreykið „Morgunblaðið“ var í sumar yf-
ir frammistöðu „riddarans með niðurfelldu and-
litshlífina“ — eins og hann nefndi sig sjálfur —
mannsins, sem ritaði „hundaþúfu- og Kengálu-
greinarnar“ frægu í blaðið um það leyti. „Dag-
ur“ gerði hinum nafnlausa riddara þann óleik að
svifta af honum „andlitshlífinni" og sjá: Undir
grímunni leyndist Páll Kolka, áður í Vestmanna-
eyjum sællar minningar, nú á Blönduósi. „Mogg-
inn“ ætlaði klárlega að ganga af göflunum, þegar
„Tíminn“ og „Dagur“ bentu á pólitíska verðleika
þessa manns og rifjuðu í því sambandi upp for-
sögu hans á þjóðmálasviðinu, svo að landslýðnum
veittist auðveldara en ella að átta sig á því, hversu
mikið mark myndi á honum og skrifum hans tak-
andi. Kallaði „Mogginn“ það svívirðilegt siðleysi
að orða lækninn við nazisma, enda átti blaðið
engin orð nægilega sterk til þess að vegsama leið-
togahæfileika Kolka læknis á þjóðmálasviðinu, en
sverta þá, sem dirfðust að malda í móinn og ve-
fengja spádómsorð þessa afburðamanns! „Tím-
inn“ taldi óþarft að þegja við hinum sífelldu sið-
leysisbrigzlum Mbl. í þessu tilefni og greip til
þess nærtæka ráðs, í því skyni að sanna það, að
nazistastimplinum hefði ekki að ósekju verið
þrýst á enni læknisins, að prenta upp orðrétt for-
spjallsorð úr blaðinu „Gesti", er það hóf göngu
sína í Vestmannaeyjum á mestu uppgangsárum
nazismans, en höfundur greinar þessarar og rit-
stjóri blaðsins var enginn annar eða minni mað-
ur en hin nýja stjarna ,Morgunblaðsins“, Ken-
gáluriddarinn Páll Kolka.
£JKKI ER HÉR RÚM til að rekja hina ófögru
lýsingu, sem þarna er gefin á þingræðinu,
„þar sem gamall, rótgróinn og daunillur óþverri
safnast saman ár eftir ár“ né heldur leiðir þær,
sem greinarhöfundur telur einar færar til úrbóta.
Svo getur farið, segir þar, að eina ráðið sé bylt-
ing, og mælir læknirinn með því, að umbæturn-
ar séu hafnar með því, að festa upp einn úr
hverjum hinna þriggja þingræðisflokka hér á
landi og vita „hvort það hefði ekki heilsusamleg
áhrif á þá, sem eftir lifðu“. En með sérstöku tilliti
til lofgerðar þeirrar, sem „Morgunblaðið" hefir
að undanförnu kyrjað þessum rithöfundi, þykir
rétt að birta hér örfá sýnishorn af lýsingu hans á
stuðningsflokki blaðsins, Sjálfstæðisflokknum: -
„Sjálfstæðisflokkurinn er með sama marki
brenndur og allir aðrir lýðræðisflokkar", stendur
þar. „Tiltölulega fámenn klíka hefir á sínu valdi
blöð flokksins, fjármagn það, sem þarf til kosn-
ingabaráttu nú á tímum og alla kosninga-
„maskínuna. .. . Þessi klíka hefir á sínu valdi
þingmenn flokksins, sem fyrst og fremst nota at-
kvæði sín í hennar þarfir. Þeir og hún í samein-
ingu hindra eftir mætti, að nýtt og hreint blóð
geti streymt um flokkslíkamann".
CJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN siglir - eins
"ö og aðrir lýðræðisflokkar" - segir læknirinn
ennfremur í nefndri grein — „með lík í lestinni,
ekki eitt, heldur mörg. Það eru þeir mörgu, sem
eru svo miklir einstaklingshyggjumenn, að tillit-
ið til heildarinnar, þjóðfélagsins eða bæjarfélags-
ins má sín einskis hjá þeim í samanburði við eig-
inhagsmuni þeirra sjálfra. . . . Þeir eru á móti
öllum framfaramálum, verklegum og menning-
arlegum.... Þeir eru félagslega óþroskaðir en
liðsmenn A1 Capone eða sjóvlkinga á 17. öld. ...
FORSETI OG HERRÁÐSFORINGI
Myndin er af Truman forseta Bandaríkjanna (t. v.) og Marshall
herráðsforingja, æðsta manni Bandaríkjahersins (t. h.) Forsetinn
og herráðsforinginn heilsa Omar Bradley hershöfðingja (í miðið),
er hann kom í heimsókn frá hernámssvæði Bandar. í Þýzkal.
Tveir nienn — ein jarðýta.
•plNHVER hafði orð á því við mig
nú eftir helgina, að tveir menn
væru farnir að vinna við nýja spí-
talagrunninn á Eyrarlandstúni, og
taldi hann þetta merki þess, að lítil al-
vara væri í framkvæmdunum þar
efra. Mér fannst sagan ekki trúleg, en
rölti þó upp eftir til þess að sjá hvað
þar væri að gerast. Eg verð að segja
það, að eg varð ekki fyrir vonbrigð-
um. Eg sá að vísu tvo menn þar við
vinnu, en eg sá líka jarðýtu og mynd-
arleg vinnubrögð. — Vegargerðinni
frá Spítalavegi upp á túnið hefir mið-
að vel áfram nú á fáeinum dögum, og
eg sannfærðist um það, að nú á tím-
um verður ekki dæmt um afköst við
nein slík verk með því að nefna tölu
handanna, sem haldið gætu um rek-
una eða pálinn. Ýtan vinnur þarna á
við mikinn fjölda-manna og líklegt er,
að mönnum þyki mikil breyting verða
á þarna efra á næstu dögum.
Góð málalok.
jj^GREININGURINNum stað fyrir
spítalann virðist nú óðum að
hverfa, og er það gott. Flestir, sem
ganga þarna um, sannfærast um, að
staðurinn er fagur, vel settur og eng-
ar hindranir frá náttúrunnar eða
manna höndum í vegi fyrir því, að
þarna rísi nýtízku, veglegt spítala-
hverfi. Mörgum hefir hætt við, að ein-
blína á nauðsyn þess, að koma upp
spítalahúsinu, og víst verður ekki
deilt um nauðsyn þess, en hitt er þó
einnig mikilvægt, að-umhverfi allt og
aðstaða við húsið eða húsin, sé vel
skipulagt frá upphafi og búið þannig,
að það auðveldi afnot spítalans, sé
Þeir gerast hlífiskildir skattsvik-
ara, ef þeir hafa aðstöðu til þess“
o. s. frv., o. s. frv. Hér hefir að-
eins verið stiklað mjög lauslega
á fáeinum lýsingum Kolka á fyrr-
verandi og núverandi flokks-
bræðrum sínum, sem öll er í
þessum dúr, og er vissulega fróð-
lega frá sagt, þar sem vitað er, að
greinarhöfundur er þrautkunn-
ugur fólki því, sem hann er hér
að lýsa af svo mikilli hreinskilni
og skörungsskap. „Morgunblað-
ið“ ætti nú að taka rögg á sig og
birta greinina í heild um leið og
það lætur næst frá sé.r fara nýja
lofgerð um afrek „Kengáluridd-
arans“ og nýjar fullyrðingar um
hina dæmalausu ást hans og trú á
þingræði og lýðræði! Blaðið gæti
þá jafnframt látið þess getið,
hver oddvita flokksins muni
verða fyrir valinu, þegar fulltrú-
ar lýðræðisflokkanna verða „fest-
ir upp“, til „heilsusamlegra
áhrifa á þá, sem eftir lifðu."
sjúklingunum til gleði, veiti þeim
svigrúm til útivistar og hressingar, en
sé bænum til sóma og fegurðarauka.
Allar horfur eru á því, að þetta megi
takast þarna. Á skipulagsuppdrætti
þeim, sem samþykktur hefir verið fyr-
ir þetta hverfi, er gert ráð fyrir breið-
um vegi heim að byggingunum frá
torgi, sem myndast við uppfyllingu
við Spítalaveg, en heima við bygg-
ingarnar verður rúmgott bílastæði auk
svigrúms norðan við spítalann og
austan hans. Vestan og sunnan við
byggingarnar verða grænar grundir,
sem væntanlega verða prýddar trjá-
gróðri, sem þrífst vel þarna á brekk-
unni, svo sem Lystigarðurinn sýnir.
Væntanlega getur blaðið gefið ná-
kvæmari mynd af útliti þessa framtíð-
arhverfis áður en langt um líður.
Lystigarðurinn ekki homreka!
þAÐ ER ástæða til að leiðrétta
þann misskilning, sem virðist all-
útbreiddur, að spítalahverfið verði til
þess að rýra Lystigarðinn. Þvert á
móti mun hið nýja skipulag þessa
svæðis allt verða til þess að bæta að-
stöðu garðsins um landrými, og ekki
er ólíklegt, að nágrennið við spítalann
verði til þess að auka áhugann fyrir
því, að efla garðinn og prýða ennþá
meira en nú er. — Sá eini flugufótur
er fyrir því, að gengið sé á garðinn
með skipulagi nýja sjúkrahússins, að
nauðsynlegt er, að taka 1 metra af
suðausturhorni hans fyrir hið nýja
vegarstæði. Verða ein 2 lágvaxin
birkitré fyrir barðinu á þeim fram-
kvæmdum og verða þau vitaskuld
flutt, en ekki eyðilögð, en garðurinn
stendur í allri sinni prýði eftir sem
áður.
Margar hendur vinna létt verk.
TARÐÝTAN, sem vann að vegagerð-
^ inni á brekkunni sl. mánud.,ermerk-
isgripur fyrir margra hluta sakir. Þetta
er skriðbeltaýta og má beita henni
fyrir margs konar jarðyrkjuáhöld,
svo sem plóga, herfi o. s. frv. og vinna
með henni stórfelldar ræktunarfram-
kvæmdir. Verkfærið er nýtt og ný-
lega tekið í notkun hér. — Eg held,
að ekkert sé á móti því, að benda á,
hvernig stendur á því, að þetta ágæta
verkfæri er komið hingað, því að ýms
blöð bæjarins gera nú mikið að því,
að ófrægja þá stofnun, er verkfærið
keypti og starfrækir. Það eru sam-
vinnumenn, sem eiga álialdið í gegn
um samtök sín í KEA. Félagið keypti
það til þess að gefa bændum hér um
slóðir tækifæri til þess að brjóta land
með stórvirkum verkfærum, miklu
stórvirkari en litlu traktorunum, sem
margir bændur eiga nú og hafa reynst
ágætlega. Vinnan er seld með kostn-
aðarverði og á þennan hátt geta jarð-
ræktarmenn í samvinnu og samein-
ingu notið afkastamöguleika þessa
áhalds, sem væri þeim ógjörlegt nema
á þann hátt. Það er skemmtilegt til
(Framhald á 5. síðu).
Gleðilegan vetur!
Það er dálítið einkennilegt, að tala um vetur í
annarri eins veðurblíðu og verið hefur að undan-
förnu. En ef við gætum í almanakið, sjáum við
að veturinn er skammt undan. Og það þarf ekki
almanak til. Litaskiptin í náttúrunni tala sínu
máli og eitt var það, sem minnti mig á vetrar-
koniu, er ég gekk í bæinn í gær. Það voru áteikn-
aðir jóladúkar í glugganum á hannyrðaverzlun
ungfrú Ragnheiðar. „Ekki er ráð nema í tíma
sé tekið" er haft að orðtæki, og víst er um það
og mörg orðtök munu ósannari en þetta. Það er
því afar hyggilegt, að hafa slíkt til í tíma, og ekki
veitir af að rninna okkur á hlutina við og við.
Það er varla von, að við áttum okkur á því, hve
liðið er á árið, því að undanfarið hefir veðráttan
verið miklu líkari því, að vor væri í aðsigi en vet-
urnætur.
En ef við lítum út um gluggann okkar munu
litirnir í görðunum segja okkur hið rétta, og við
lítum í glugga áðurnefndrar hannyrðaverzlunar,
munu jóladúkarnir undirstrika það.
Sumarið er að kveðja og frá því eigum við, von-
andi allar, góðar minningar frá hlýjum og sólrík-
um dögum, sem munu ylja okkur, þegar kólna
tekur.
Sumarið var gott og höfum við ástæðu til að
vera þakklátar fyrir það. Vonandi verður vetur-
inn einnig góður. Víst er um það, að hann verð-
ur betri hér en víða annars staðar, hvernig sem
annars viðrar.
Mig langar til að þakka ykkur fyrir sumarið og
bjóða ykkur gleðilegan vetur!
Puella.
★
Nýjasta töskutízka
Hinar svonefndu hliðartöskur, þ. e. a. s. töskur
með langri ól, sem höfð er yfir öxlina, hafa verið
afarmikið í tízku undanfarið og eru enn. Enn
nýjasti mátinn að bera þær ,er að smeygja ólinni
utan um hálsinn og láta töskuna hanga á bakinu.
Ólin er látin undir kragann, svo að hún meiði
ekki.
Þetta er komið frá París, eins og margt annað
nú á tímum, og er þannig til komið, að stúlkur
þar í borg fara mikið á reiðhjólum, og þótti þá
óþægilegt að hafa töskuna á annarri öxlinni, svo
að það ráð var tekið að bera hana á bakinu. Síðan
er þetta tízka!
★
Eldhúsið
Kartöfluterta.
200 gr. soðnar, kaldar kartöflur.
200 gr. smjörlíki.
200 gr. hveiti.
Kartöflurnar eru hakkaðar og síðan er allt
hnoðað saman. Flatt út.
★
Hveitikex.
500 gr. hveiti.
250 gr. smjörlíki.
7—8 matskeiðar vatn.
Örlftið salt.
1 matskeið sykur.
Hnoðað eins lítið og hægt er. — Deigið látið
bíða í ca. 12 klst.
★
„Það komast fyrir margir vinir
f litlu húsi“.