Dagur - 08.11.1945, Blaðsíða 3

Dagur - 08.11.1945, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 8. nóvember 1945 D AGUR 3 Frá Fjórðungsþingi Fiskideilda Norðlendingafjórðungs: Aukin verkleg kennsla sjómanna Áhersla lögð á kennslu í uppsetningu og með- ferð veiðarfæra Hér á eftir fara nokkrar ályktanir Fjórðungsþings Fiskideilda Norðlendingafjórðungs, er háð var hér á Akureyri fyrir skömmu og að nokkru var greint frá í síðasta blaði. Verkleg kennsla. Þar sem sú staðreynd liggur fyrir, að mjög er ábótavant þekk- ingu íslenzkra fiskimanna á upp- setningu og viðhaldi ýmsra veið- arfæra, skorar Fjórðungsþingið á Fiskiþing og stjórn Fiskifélags íslands, að hlutast til um, að hagnýt, verkleg kennsla verði aukin verulega, frá því sem nú er, við menntastofnanir sjó- manna. Sérstaklega telur Fjórðungs- þingið aðkallandi, að þegar verði, með námskeiði í verstöðv- unum, tekin upp kennsla í upp- setningu og viðgerð - togveiðar- færa og annarra netaveiðarfæra, svo að bætt verði sem fyrst úr brýnni þörf, og skorar á stjórn Fiskifélags íslands, að gera þegar í stað tilraun með námskeið í þessum störfum á Akureyri, eða annars staðar við Eyjafjörð, nú fyrir næstu vetrarvertíð. Þá telur Fjórðungsþingið, að taka beri útvarpið meira í þjón- ustu þessa atvinnuvegar, en ver- ið hefir og vill því skora á stjórn Fiskifélags íslands, að koma á fræðsluviku, þar sem flutt verði erindi um vísindaleg og verkleg efni, er varða sjávarútveginn, á líkan hátt og Búnaðarfélag ís- lands hefir gert á sínu starfssviði. Þá skorar Fjórðungsþingið á stjórn Fiskifélagsins og væntan- legt fiskiþing, að beita sér fyrir því, að inntökuskilyrði í sjó- mannaskólann, siglingatíminn, séu færð niður í 24 mánuði í far- mannadeild og 18 mánuði í fiskimannadeild, og siglingatím- inn í fiskimannadeild sé miðað- ur við 30 smálesta stærð skipa. Frumvarp Nýbyggingarráðs. Fjórðungscþingið hafði frum- varp Nýbyggingarráðs um Fiski- veiðasjóð til meðferðar og lagði til, að það yrði að lögum. Þó vildi þingið breyta 18. gr. frum- varpsins og komi Fiskifélag ís- lands í stað Landssambands út- vegsmanna og Farmanna- og fiskimannasamband íslands í stað Alþýðusambandsins. F iskimálanef nd. Urn þetta mál var gerð svo- felld ályktun: Þar sem Fjórðungsþingið lítur svo á, að hagkvæmast verði á hverjum tíma að starfsemi í þágu sjávarútvegsins verði rekin und- ir áhrifum útgerðarmanna og sjómanna yfirleitt, vill það ein- dregið skora á Fiskiþing, að hlut- ast til um við Alþingi og ríkis- stjórn, að Fiskifélagi íslands verði sem fyrst falin starfsemi Fiskimálanefndar, samkv. frum- varpi Péturs Ottesens alþingis- manns, sem nú liggur fyrir Al- Aðbúð aðkomubáta í Faxaflóaverstöðvum. Fjórðungsþingið telur, að nú, þegar stærri vélbátunum fjölgar að miklum mun, verði ekki lengur unað því ástandi, sem er um aðstöðu fyrir aðkomubáta til að stunda veiðar á vetrarvertíð við Faxaflóa. Fyrir því skorar þingið á at- vinnumálaráðherra, að láta nú þegar fara fram fullnaðarrann- sókn á því, hvernig bezt verði bætt úr þessari þörf með tilliti tii hagsmuna þeirra útgerðar- manna og sjómanna, er þetta snertir, og vill í því sambandi sérstaklega benda á Sandgerðis- höfn. Frumvarpið um fiskimálasjóð, markaðsleitir o. fl. Um frumvarp þeirra Eysteins Fiá staríinu í Zion. Þeir Gunnar Sigurjónsson cand. theol. og Ólafur Ólafsson kristniboði, verða um tíma á Akureyri og halda fyrstu samkomu sína hér í Zion föstudagskvöldið 9. nóv. kl. 8.30. Almennar samkomur verða í húsinu á hverju kvöldi vikuna 11.—18. nóv., frá sunnudegi til sunnudags. Allir hjartanlega vel- komnir. Kristniboðsfélagið. Skápur til sölu með tækifærisverði. Pláss fyrir sængurfatnað öðrum megin og hillur fyrir tau hinum megin. Til sýnis í Lundargötu 5. NYKOMIÐ Dynamosett á reiðhjól. Einnig alls konar battery flöt og sívöl í vasaljós. Ljósmyndaalbum, 4 tegundir. Ljósmyndahorn, 4 litir. Ljósmyndarammar (póstk.). Brynj. Sveinsson h.f. W atermanns-lindarpenni hefir tapast. — Skilist gegn fundarlaunum í blómabúð KEA. Kopar- fiflings ennþá nokkuð óselt Verzl. Eyjafjörður h.f. Jónssonar og Björns Kristjáns- sonar, er nú liggur fyrir Alþingi, var gerð svofelld ályktun: Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþing, að styðja af alefli frumvarp til laga um fiskimála- sjóð, markaðsleit sjávarafurða, utflutning a fiski o. f 1., sem fyrir liggur á Alþingi. Varðskipin nýju. Fjórðungsþingið felur full- truum sinum a næsta Fiskiþingi, að vinna að því við rétta aðila, að slysavarnasveitirnar á Norð- urlandi fái keypt eitt af þeim þremur hraðskreiðu skipum, er ríkissjóður hefir nýlega keypt frá Englandi. Skipið hyggjast slysa- varnasveitirnar að nota sem björgunarskip fyrir Norðufland. Viðurkenning til Kristins í Leirhöfn. Samþykkt var að senda Kristni Kristjánssyni, í Leirhöfn á Sléttu, 500 kr. í viðurkenningar- skyni fyrir það, að hann fann upp línulagningar ramma, sem hefir orðið til hinna mestu hags- bóta fyrir línuútveginn. Viti á Hrólfsskeri. Þingið skoraði á Fiskiþing að taka til athugunar fyrri tillögur um byggingu vita á Hrólfsskeri í Eyjafjarðarmynni og á Lundey við Tjörnes. Þá var skorað á Fiskiþing, að hlutast til um, að radíóvitar jaeir, sem keyptir voru af setuliðinu, verði sem fyrst teknir í notkun. Gamma geislar. Ritstjórnargrein í New York Times. Nýlega hefir verið birt skýrsla um áhrif kjarnorkusprengjunn- ar, sem reynd var í Nýja-Mexico. Þar er sýnt fram á, að þótt geisla- áhrif séu ennþá megn, eru þau minnkandi, og þetta hefir þrátt fyrir allt, hughreystandi áhrif. Vísindamennirnir, sem fundu upp kjarnorkusprengjuna, voru þeirrar skoðunar, að splundrun kjarnans mundi ekki haía. í för með sér áframhaldandi eyðingu og heimsendir. Þrátt fyrir þetta, hlýtur þeim að hafa orðið léttara innanbrjósts, þegar jörðin sner- ist eftir sem áður. Þeir voru einnig þeirrar skoðunar, að sprengjan mundi ekki skilja við það landsvæði, sem hún splundr- aðist á, magnað banvænum radíógeislum. Þeir voru þess vegna meira en lítið fegnir, þeg- ar þeir gátu afsannað frásagnir Japana um, að ekkert lifandi gæti þrifist í Hiroshima. Sprengjan sjálf var nógu hættu- leg án þess. Hún er þó ekki — og þar munar miklu — eins slæm og fyrstu fregnir um áhrif hennar gáfu til kynna. Gras og trjágróður getur vel þrifist á landi, sem orðið hefir fyrir mik- illi kjarnorkuárás. Nokkurt dýralíf, þar með talinn maður- inn, getur lifað og æxlast þrátt fyrir kjarnorkuna. Útlitið er samt engan veginn glæsilegt. Og það gefur þeim til- raunum, sem gerðar eru til þess að endurvekja eðlilegt ástand á hnettinum í heild, sérstaklega mikilvæga þýðingu. Heimsstyrj- öldin sjálf getur talist nokkurs konar kjarnorkusprenging. I Nýja-Mexico notuðu vísinda- mennirnir Geiger-mælitæki, til þess að komast að raun urn skað- vænleg áhrif gamma-geislanna, sem stöfuðu frá kjarnorku- sprengjunni. Ef til væri Geiger- mælitæki, sem sýndi hinn þjóð- hagslega og sálfræðilega óróa í þjóðlöndum jarðarinnar, mundi það sýna hættulegt ástand, hvar sem það væri reynt. Utanríkis- ráðherrafundurinn í London, samningaumleitanir Breta og Bandaríkjanna, tilraunirnar til þess að koma á fót lýðræðisleg- um stjórnum meðal Austur-Ev- rópuþjóðanna, láta Frökkum og N iðurlendingum í té mat og eldivið, svo að þeir geti lifað, stjórnskipulagsbreytingar Bandaríkjamanna í Japan og samningaumleitanir kommún- ista og Chunking-stjórnarinnar í Kína — allt þetta gefur von um betri heim, en það bendir líka ótvírætt til þess, að ennþá eru lausir gamma-geislar, sem gætu gert mannkyninu óbætanlegt tjón, ef ekki tekst að stemma ,tigu við áhrifum þeirra í tæxa tíð. Þess verður vart, að ýmsir stjórnmálamenn vilja gera upp reikninga hins nýafstaðna stríðs enns og það hefði verið venju- (FmmLutld á 5. síðu). Almennar Tryggingar hi. Munið að innbústryggingar veita yður þrenns konar öryggi! 1— Nýjan húsbúnað, ef brennur 2— Aukið lánstraust 3— Áhyggjulausan svefn húsbóndans Talið við Vátryggingadeild KIIII|||||||||lllllltllllllllllltlHlllllltlltllllllllllttllllllllllllltllllllllltllllll 1111111111111111111111111111111111111 Tilky nmiii Með tilliti til árstíðasveiflna á verði eggja, hefir Viðskipta- f ráðið ákveðið eftirfarandi hámarksverð á innlendum eggjum | frá og með 1. nóvember 1945: í heildsölu kr. 16.00 f smásölu kr. 18.60 Með auglýsingu þessari er úr gildi fallin auglýsing Við- = skiptaráðsins um hámarksverð á eggjum, dagsett 31. júlí | 1945. Reykjavík, 31. október 1945. VERÐLAGSSTJÓRINN. | I 2 ^ fttimimiiiimimiiiiimmimmmmmmtmmiitiiitmmmmitmimmmtmmmmmmmimmmmiiimtmmmmmmmt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.