Dagur - 08.11.1945, Page 4
4
DAGUR
Fimií. ^d'aginn 8. nóvember 1945
DAGUB
Ritatjórl: Haukur Snorrason.
Afgreiðslu og innheimtu cmnast:
Marinó H. Pétursson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 87. — Sími 166.
Blaðið kemur út á hverjum fimmtudegi.
Árgangurinn kostar kr. 15.00.
Prentverk Odds Björnssonar.
Slysaslóö óráðvendnmnar
jyjORGUNBLAÐINlT hefir í haust orðið
" óvenjulega tíðrætt um „aðalblað Framsókn-
armanna á Akureyri“, eins og komizt er að orði
í forustugrein „Moggans" 24. f. mán. Virðist af
því orðalagi mega draga þá ályktun, að ritstjórar
Mbl. standi í þeirri meiningu, að Framsóknar-
flokkurinn gefi út.mörg blöð hér í bænum! En
auk þess halda þessir þjóðkunnu gáfumenn því
skýlaust fram, að þetta „aðalblað“ okkar Fram-
sóknarmanna hér á Akureyri sé orðið svo vold-
ugt stórveldi, að það geti sagt bæjarbúum — og
jafnvel öllum Norðlendingum — algerlega fyrir
verkum um heimilisaðdrætti í haustkauptíðinni,
hvað þá heldur annað! Hefir „Mogginn" nú í
haust hamrað á þeirri vizku, dag eftir dag, að
kalla, að við Akureyringar lifum nú því sem
næst eingöngu á hrossakjöti, enda sé önnur kjöt-
neyzla okkar aðeins þriðjungur þess, sem áður
var. Og allt sé þetta því einu að kenna, að „Dag-
ur“ hafi sagt — í byrjun haustkauptíðar og áður
en ákveðið var um nokkra niðurgreiðslu til
neytenda — að útsöluverð kjötsins væri svo hátt,
að viðbúið væri, að launþegar í bæjunum þætt-
ust tilneyddir að spara við sig kjötkaupin eftir
fremstu getu, meðan svo stæðu sakir, að ekkert
tillit væri til kjötverðsins tekið við útreikning
vísitölunnar.
jjÁ ÞYKIR „MOGGANUM“ það firn mikil og
alveg óvenjulega skýrt dæmi um óvandaða
málsmeðferð og rökleysur Framsóknarblaðana,
að í hinni sömu grein, sem á þetta var^drepið hér
í blaðinu, skuli því haldið fram, að þrátt fyrir
hækkað útsöluverð til neytenda, muni bændur fá
minna en áður fyrir framleiðsluvörur sínar. Það
er óþarft að skemmta skrattanum með því að
reyna að skýra þetta geysilega flókna fyrir-
brigði(!) fyrir ritstjórum „Morgunblaðsins“ nán-
ar en þegar hefir verið gert. Með þessum um-
mælum þeirra er aðeins skjalfest, að þeir hafa
fallið á gáfnaprófi, sem fullyrða má, að allir aðrir
fullveðja menn í landinu hafa staðizt með mestu
prýði. Er ekkert hægt við því að gera nema helzt
það, að vandamenn þeirra sæki í snatri um hælis-
vist fyrir þá að Kleppjárnsreykjum og freisti þess
að láta sérfræðingana þar skerpa í þeim skilning-
inn! En líklegast er þó, að þeir láti í þessu efni —
eins og raunar svo oft endranær — stórum
heimskulegar en sakir standa til, og er þá óneit-
anlega illa látið.
^NNAÐ RANNSÓKNAREFNI og ekki auð-
veldara er það, hvernig á því muni standa, að
„Morgunblaðið“ vitnar nú daglega í orð og um-
mæli þeirra Svavars útibússtjóra og Kolka læknis
á Blönduósi, svipað og trúaðir menn vitna í heil-
aga ritningu. Hinar botnlausu skammir og sví-
virðingar Kolka læknis hér á árum áður um
Sjálfstæðisflokkinn og „Morgunblaðið" sjálft
mun þó teljast til hinna apokrýfu ritninga í
þessu sambandi, enda aldrei til þeirra vitnað né
á þær minnzt með einu orði í „Mogganum“.Aftur
á móti þykir blaðinu það auðsjáanlega ákaflega
„sniðugt“ hjá Svavari, er hann eignar „Degi“ hin
þjóðkunnu ummæli Ólafs Thors forsætisráð-
herra, þegar hann talaði um síðustu áramót í
þingræðu um nauðsyn þess að sækja gullið með
blíðu eða stríðu „inn í rottuholur stríðsgróða-
mannanna". Þessi ummæli voru nýlega birt hér
í blaðinu innan tilvísunarmerkja, og höfundar
þeirra auk þess greinilega getið, svo að stzt var á
því að villast, hvaðan þau voru tekin. Nú
STJÓRNA í ÞÝZKALANDI OG AUSTURRÍKI
Mark Clark, hershöfðingi (mið) og Omar Bradley, hershöfðingi (t.
h.), eru fyrir hernámsliði Bandaríkjamanna í Þýzkalandi og Aust-
urríki undir yfirstjórn Eisenhowers.
„Nýsköpun“ í Ríkisútvarpinu.
J^ÝR SPÁMAÐUR er upprisinn í
Reykjavík, og hefir veriS falið
það hlutverk —- fyrir náð Helga
Hjörvars, að þvi er hann sjálfur segir
— að uppfræða landslýðinn með
nýjum útvarpsþætti, er nefnist „Lög
og létt hjal.“ Ungménni þetta er, að
eigin sögn, uppalið við „allt það
bezta í klassiskri músik“ og treystir
sér sjálft ágætlega til að „vinza kjarn-
ann frá hýðinu" í tónlistarmálum!
Þessi ungi maður varaði eldra fólkið
eftirminnilega við því að fella
sleggjudóma, en sjálfur kvað hann
upp ákveðna dóma um allt milli him-
ins og jarðaraðkalla.Barnakennararí
Þingeyjarsýslu fengju jafnvel ekki að
vera í friði með margra ára gamlar
og þrautræddar fundarsamþykktir
sínar fyrir áreitni hans og misheppn-
uðum tilraunum til að sýnuast fynd-
inn og andríkur, hvað þá heldur sá
hinn dauðlegi maður, sem ætlaði sér
þá dul að fræða sjálfan Pál Isólfsson
um eitthvað það, sem viðkom tónlist-
armálum! — Ekkert kom fram í
þætti þessum, sem réttlætti það að
kalla hann „léttan", nema helzt það,
að ræðismaður var sjálfur frábærlega
„léttur“ og hátt uppi í skýjunum,
enda óð hann þindarlaust elginn með
einstakri sjálfsánægju og rembingi.
— Sunnanblöðin geta ýmist alls ekki
um þessa nýjung í Ríkisútvarpinu,
eða þau klappa ósköp vinsamlega á
koll hins nýja alþýðufræðara. Er ekki
ólíklegt, að einhver sérstakur fiskur
sé falinn undir þeim steini.
Nýtízku siðalærdómur.
þAÐ MUN þykja nokkuð nýstárleg-
ur siðalærdómur hér á landi, að
ásaka þá um lögbrot, sem saklausir
eru, en verja þá sem sannanlega hafa
gerzt sekir um stórfelld trúnaðarbrot
heimskar „Mogginn“ sig enn á
því að elta Svavar út’ á slysaslóð
óráðvendninnar með því að
eigna ,„Degi“ þessi ummæli, sem
alþjóð manna veit fullvel, að for-
sætisráðherrann einn á þó allan
heiðurinn af. Nefnir blaðið
þetta sem eitt dæmið enn um
ljótan munnsöfnuð Framsókn-
armanna(!), og er skörin þá
sannarlega farin að þokast um
of upp í bekkinn, ef Framsókn-
armenn eiga að bera ábyrgðina
á meiningarlausu gaspri og
marklausum gífuryrðum stjórn-
arherranna í Reykjavík. Og
voldugur er „Dagur“ orðinn, ef
hann ræður ekki aðeins kjöt-
kaupum allra Akureyringa held-
ur einnig orðalaginu á þingræð-
um Ólafs Thors!
og svindl. Lesendur Morgunblaðsins
minnast þess, að blaðið taldi ekki
ástæðu til að birta fregnina um
stærsta verðlagsbrotamál á Islandi,
nema birta í sömu andránni viðtal og
varnarræðu forstjóra fyrirtækis þess,
er í hlut átti. Síðan þetta var, hafa tvö
önnur heildsölufyrirtæki verið kærð
fyrir sams konar afbrot. Blaðið hefir
getið þess í smáklausum, en ekkert
lagt til málanna frá eigin brjósti. Nú
bregður hins vegar svo við, að þetta
sama blað birtir ritstjórnargrein, þar
sem tekið er undir aðdróttanir Þór-
odds Guðmundssonar frá Siglufirði
um það, að Samband ísl. samvinnufé-
laga sé brotlegt við verðlagslögin. Er
hér um - svo nýstárlega siðfræði að
ræða, að ekki verður hægt að skil-
greina hana á annan hátt, en að hún
tilheyri alveg sérstakri tegund þeirrar
„nýsköpunar11, sem er að verða hér á
landi i sambandi við ýms opinber
mál. Áður en þetta var hafði Morg-
unblaðið birt heila ritstjórnargrein,
sem byggð var á falsrökum og rógi
Svavars Guðmundssonar um Kaupfé-
lag Eyfirðinga og margar greinar um
verðleika Kengáluriddarans, sem í
sumar ritaði hverja níðgreinina af
annarri um K.E.A. undir „niðurfelldu
andlitshlífinni". Nú hefir Þóroddur
Guðmundsson staðist það próf, er rit-
stjórar Morgunblaðsins leggja þeim
á hsrðar, er vilja gerast leiðtogar um
samvinnumál í dálkum blaðsins, og
bætzt í hinn fríða hóp er fyrir var.
Er það önnur vegsemdin sem Þóroddi
hlotnast fyrir fræga stjórn sína á
Kaupfélagi Siglfirðinga. Hin var sú,
er sjálfstæðismenn kusu hann fyrir
varaforseta sameinaðs Alþingis til
þess að hressa upp á mannorðið að
loknum atburðunum í Siglufirði.
m. .:
Saga um kvenskó.
þÓRODDUR og Morgunblaðið
halda því fram, að ekki sé vitað
að Sís og kaupfélögin hafi selt ódýr-
ari vörur en hinir ákærðu heildsalar,
og gefa síðan í skyn, að Sambandið
hafi brotið verðlagslögin. Það er
skaði, að dæmum um hið tvöfalda
verð, sem oft hefir gilt á sama varn-
ingi í kaupfélaga- og kaupmannabúð-
um á undanförnum árum, skuli ekki
hafa verið haldið til haga og þau birt
jafnóðum. En úr þessu er ennþá hægt
að bæta og sýnist ástæða til þess, er
slík málfærzla er viðhöfð, sem Morg-
unblaðið hefir nú tekið upp. Þótt þeir
Morgunblaðsritstjórarnir þykist ekki
vita um slík dæmi, þá er áreiðanlegt,
að allur almenningur man þau og þau
gerast raunar enn í dag. Ábyrgðina á
þessu tvöfalda verði bera heildsalarn-
ir og gegnir furðu, að smákaupmenn
landsins skuli ekki fyrir löngu hafa
risið upp gegn þeirri óhóflegu spill-
ingu, sem oft á tíðum hefir ríkt í
verzlunarháttum heildsalanna.
Lítið dæmi frá liðnu sumri er eitt
af mörgum.
(Framhald á 6, síðu),
Ljós og hænsnarækt
Eg Jzykist vita að margir muni verða ti! að
stara á þessi orð og varla trúa augum sínum: Ljós
og hænsnarækt! Hvað á þetta að þýða? Ljós og
hænsnarækt! — En Ijós og hænsnarækt eru ekki
eins óskildir hlutir og ýmsir kunna að ætla.
Okkur kemur ekki 1 jós í hug í sambandi við
hænsnarækkt, en það er einmitt það, sem eg ætla
að ræða lítillega.
Það er aðeins stöku sinnum, sent það hvarflar
að okkur, hve dásamlegt það er, að geta kveikt
ljós í heimilum okkar, og lýst upp stórar stofur,
þegar skyggja tekur. Það er helzt, þegar við höf-
um þurft að vera án Ijóss, þó að ekki sé nema
skamman tíma, að slík hugsun sækir okkur heirn
og sannast þar hið fornkveðna að: „Enginn veit
hvað átt hefir, fyrr en misst lrefir".
Endranær hugsum við svo að segja aldrei neitt
um þetta. Okkur þykja það sjálfsögð þægindi að
geta kveikt ljós, þegar við þurfum á því að halda.
Rafurnragnið er til ómælilegra margra hluta
nytsamlegt, og ágæti þess verður seint að verð-
leikum metið, en þó finnst mér það sem birtu-
gjafi stærst og dásamlegast.
En hvað er þá með hænsnaræktina?
Við viljum hafa ljós í heimilum okkar, en okk-
ur láist, því miður, oft að hugsa um skepnurnar.
Það er sagt að hestar, sem alast upp í björtum
húsakynnum, muni reynast stórurn betur en hin-
ir, sem verða að hýrast í myrkrinu.
Og um hænsnin er það að segja,.að sé birta í
húsum þeirra notuð réttilega, munu þau verpa
miklu betur. í erlendu búnaðarriti las ég nýlega
um jressi mál, og segir þar að eggjatalan eigi að
aukast um allt að því 10 prc. sé ljós höfð í
hænsnahúsunum.
Áhrif ljóssins eru svo víðtæk og margvísleg, að
út í þá sálma treysti ég mér ekki — en þetta í
sambandi við hænsnaræktina finnst mér þess
virði að gefa því gaum.
í fyrrumræddri grein segir, að 13 klst. birtu í
sólarhring þurfi til að auka eggjatöluna — þá
er notað rafmagns- eða lampaljós þann tíma, sem
dagsljósið nær ekki til.
Lélegar varphænur örvast mjög ef haft er ljós í
húsunum síðari hluta nætur og fram á morgun
vetrarmánuðina (frá nóv. eða des.). Hægt er einn-
ig að fá hænur til að verpa fyrr að vorinu ef not-
uð eru Ijós í húsum þeirra.
Slík notkun ljósa er að sjálfsögðu töluvert
kostnaðarsöm, en sá kostnaður er líklegur til að
borga sig, a. m. k. þar sem hænsnarækt er, sem
einhverju neinur.
Myrkrið getur stundum verið skemmtilegt og
rökkrið oft rómantískt, en dásamlegust er þó
birtan — ljósið. — Sennilega kynnurn við ekki
að meta birtuna, ef ekkert væri myrkrið — og
mikið eigum við himnaföðurnum að þakka fyrir
sína sílýsandi sólar-peru; og gleymum heldur
ekki Edison gamla, sem gaf okkur hina perluna,
sem við sjálf ráðum yfir og getum tendrað eftir
okkar eigin geðþótta.
Puella.
Samkvæmt amerísku búnaðarriti selja kýr
mun betur, ef spenarnir eru þvegnir úr heitu
Vatni rétt áður en mjólkað er.
★
Met-hæna.
Heimsmet setti hæna nokkur í Massachusetts
í Bandaríkjunum árið 1944.
Hún verpti 351 eggi á 357 dögum. Samtals
vógu eggin rösklega 20 kíló.
★ .
Raðaðu myndum frá sumrinu, í albúm, öskju
eða þar sem þú geymir myndir þínar, sem allra
fyrst, svo þú gleymir ekki hvar og hvenær, hver
einstök mynd var tekin.
★
Víða liggja vegamót, vel má
...... ^ bess gæta: ekki veit, hvar manni
^kann að mæta.
(Gamalt lsl. spakmæli), c